Morgunblaðið - 20.06.1947, Side 1
34. árgangur
135. tl)l. — Föstudagur 20. júní 1947
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Einkennileg yfirlýsing
Alþýðusambandsins
Til að leyna daufum undirfeklum
STJÖRN Alþýðusambandsins hefur birt mjög einkennilega
yfirlýsingu. Þar segir m.a. að hún, eða kommúnistaflokkurinn
hafi aldrei farið fram á það við verkalýðsfjelög utan Reykja-
vikur, að .þau lýstu yfir samúðarvinnustöðvun við Dagsbrún
í vinnudeilu hennar.
Bretar munu notfæru sér
uðstoðurtilboð Murshulls
-3>
Helreið dauðans
Segir Þjóðviljinn í gær, að *
stjórn Alþýðusambandsins hafi
með yfirlýsingu sinni „hnekt
blekkingum“ sem fram hafa
verið bornar um þetta efni.
Brjefið.
Til sannindamerkis um það,
að Alþýðusambandsstjórnin
hafi aldrei haft nein samúðar-
verkföll í huga birtir Þjóðvilj-
inn bi’jef, er stjórn Alþýðusam-
bandsins sendi verkalýðsfjelög
unum þ. 4. júní s.l. Segir svo
í þessu brjefi að því er Þjóð-
viljinn upplýsir.
„Þar sem Dagsbrún hefir boð
að vinnustöðvun frá og með 7.
þ. m.; ef þá hafa ekki tekist
samningar viljum vjer hjer
með fara þess á leit, við fje-
lagið ,að það sjái um að á fje-
lagssvæðinu verði ekki af-
greiddar vörur eða flutninga-
tæki í banni Dagsbrúnar 'frá
nefndum degi ef til vinnustöðv
unar kemur.
Ennfremur að fjelagið
boði Vinnuveitendafjelagi
Islands, Skipaútgerð ríkis-
ins, Olíufjelögunum og
Reykjavíkurbæ nú þegar
samúðarvinnustöðvun eftir
því sem tilefni gæfust frá
og mcð 14. júní n. k., ef
þá hafi eigi náðst samn-
ingar. (Leturbr. lijer).
Daufar undirtektir.
Þessi tilmæli hafa verkalýðs
fjelögin víðsvegar út.um landið
skilið svo að stjórn Alþýðu-
sambandsins mælist til þess, að
þau auglýsi samúðarverkföll
eftir 14. júní. Enda verður máls
greinin í brjefinu trauðla skil-
in á annan hátt..
Fjelögin eiga að boða Vinnu-
veitendafjelagi íslands, alls-
herjarfjelagi vinnuveitenda, nú
þegar samúðarvinnustöðvun.
En annað mál er, að stjórn
Alþýðusambandsins kann að
óska þess heitt og innilega nú,
að hún hefði aldrei farið fram
á þetta við hin einstöku fjelög,
og brjef það, sem Þjóðviljinn
birtir nú, hefði aldrei verið
skrifað.
Því árangurinn af tilmælun-
um hefir orðið sá, að nálega
engin verkalýðsfjelög út um
land hafi farið eftir þessum
tilmælum stjórnar Alþýðusam-
bandsins. Mörg hafa leitt til-
mælin hjá sjer. En aftur önnur
hafa beinlínis samþykt að neita
tilmælunum eða felt að verða
við þeim eftir því hvernig mál-
ið hefir verið borið upp í fje-
lögunum.
Hver ósigur af öðrum.
Stjórn Alþýðusambandsins
má segja að sjaldan sje ein
báran stök.
Kommúnistarnir, sem nú
ráða Alþýðusambandinu, hófu
verkfalls undirbúning sinn að
þessu sinni, með því að senda
tilmæli til verkalýðsfjelaga um
alt land og mælast til þess að
fjelögin segðu upp samningum
svo hjer gæti risið ein alls-
herjar verkfallsalda.
En ekki eitt einasta fjelag
varð við þessum tilmælum,
Framh. á bls. 2
Eden ræðir
utanríkismál
Fulltrúafundur
Kvennrjeitinda-
fjelagsins
ÞRIÐJI fulltrúaráðsfundur
Kvenrjettindafjelags Islands
var haldinn í Reykjavik dag-
ana 14.—16. júní s.l. Á fund-
inum voru mættir fulltrúar úr
öllum fjórðungum landsins,
nema Vestfirðingafjórðungi. —
Voru gerðar samþykktir varð-
andi ýms rjettinda- og áhuga-
mál kvenna, svo sem atvinnu-
mál og útgáfu málgagns.
Eftir fundinn skoðuðu full-
trúar sýningu Nínu Sæmunds-
son og færðu listakonunni
blóm.
I gærkvöldi hjelt K.R.F.I. 19.
júní fagnað að Tjarnarcafé og
var fulltrúunum boðið þangað
og ennfremur fulltrúum á
þingi Kvenfjelagasambands Is-
lands, sem eins og kunnugt er,
stendur yfir þessa dagana hjer
í Reykjavík.
Itaiir semja um
innflufning.
BERLIN: — ítölsk sendi-
nefnd er hingað komin til að
gera verslunarsamning við þá
hluta Þýskalands, sem tilheyra
hinu sameinaða efnahagssvæði
Breta og Bandaríkjamanna.
Hjer birtist mynd af einu af málverkuni Nínu Sæmundsson á
sýningu hennar í skála myndlistarmanna. Sýningin verður opin
til mánöðamóta og hafa um þúsund manns þegar sótt hana.
Skipulagsmál rædd í Ásmundur teflir
Á bæjarstjórnarfundinum i
gær urðu nokkrar umræður um
skipulagsmál bæjarins í sam-
bandi við umræður um leik-
velli og dagheimili. Ræddi Gísli
Halldórsson, verkfr., einn af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórninni þessi mál nokk
uð og skýrði frá reynslu þeirri,
sem hann fekk í þessum efnum
í síðustu ferð sinni til Banda-
ríkjanna. Aðallega benti hann
á, að heppilegt væri fyrir Reyk-
víkinga, að kynna sjer skipu-
lagsmál Detroitborgar í Banda-
ríkjunum og þær nýju tillögur
um endurbætt skipulag, sem for
ráðamenn þeirrar borgar hafa á
prjónunum, en sú borg hefði
upphaflega verið skipulögð á
líkan hátt og Reykjavík. Flutti
hann svohljóðandi tillögu um
málið: „Bæjarstjórn Reykjavík
ur samþykkir að fela borgar-
stjóra að útvega upplýsingar
um breytingar, sem fyrirhugað
er að gera á gatnaskipun Detroit
borgar til þess að auka öryggi
og heilbrigði barna og fullorð-
inna þar í borg, svo að bæjar-
stjórn megi gefast kostur á að
kynna sjer, hvort svipaðar breyt
ingar gætu komið til greina á
skipulagi Reykjavíkur“.
Sigfús Sigurhjartarson flutti
viðbótartillögu við tillögu Gísla,
þess efnis, að bæjaryfirvöldun-
um beri að vinna að því að
nauðsynlegar breytingar yrðu
gerðar á skipulagslögum bæj-
anna.
Báðar tillögurnar voru sam-
þykktar samhljóða.
fjölskák
í KVÖLD kl. 19,30 teflir Ás-
mundur Ásgeirsson fjöltefli við
20—30 menn í Mjólkurstöðinni
við Laugaveg. Þeir, sem ætla
sjer að tefla við hann, eru vin-
samlega beðnir um að hafa töfl
með sjer.
Allur ágóðinn af keppni þess-
ari rennur til styrktar Finn-
landsfararinnar, en eins og
kunnugt er, verður haldið Norð-
urlandamót í skák í Helsing-
fors í Finnlandi, dagana 29.
júlí tii 11. ágúst, þar sem Is-
lendingum er boðið að senda
tvo menn til að keppa um Norð-
urlanda meistaratign í skák. í
næstu viku mun Guðmundur S.
Guðmundsson einnig tefla fjöl-
tefli í Mjólkurstöðinni, í sama
tilgangi, en ákveðið hefur verið
að senda þá báða, Ásmund og
Guðmund til Finnlands fyrir ís-
lands hönd.
Gísii Sveinsson
skipaður sendiherra
Á RÍKISRÁÐSFUNDI höldn-
um 19. þ. m. skipaði forseti
Islands Gísla Sveinsson til þess
að vera sendiherra íslands í
Noregi, jafnframt var honum
veitt lausn frá sýslumannsem-
bættinu í Skaftafellssýslu frá 1.
júlí að telja. Ennfremur var
Stefáni Þorvarðarsyni sendi-
herra veitt lausn frá embætti
sem sendiherra íslands hjá
norsku ríkisstjórninni.
(Frjettatilkynning frá
ríkisráðsritara).
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
BEVIN, utanrikisráðherra,
skýrði í dag neðri deildinni
bresku frá tveggja daga viðræð-
um sínum við frönsku stjórn-
ina. Kvað hann bæði Breta og
Frakka nú aðeins bíða eftir því,
að svar bærist við orðsendingu
þeirra til Rússa um hjálpartil-
boð Marshalls, utanríkisráð-
herra. Sagði Bevin í þessu sam-
! bandi, að Bretar væru staðráðn
ir í að láta ekki tilboð Banda-
ríkjanna ganga sjer úr greipum,
en þeir, ásamt Frökkum, hafa
farið fram á það við Rússa-
stjórn, að Molotov taki þátt í
þríveldaráðstefnu um málið.
Bevin skýrði frá þessu, er
umræður um utanríkismál hóf-
ust í neðri málstofunni, en Eden
tók þar fyrstur til máls fyrir
hönd stjórnarandstæðinga.
NÝ VON.
Eden kvað tilboð Marshalls
; hafa vakið nýja von í Evrópu.
j Sagði hann að ræða hans væri
j stórviðburður í veraldarsög-
unni.
Um ástandið í löndum Aust-
ur-Evrópu hafði Eden það að
segja, að það vekti nú vaxandi
ugg manna á meðal. í Búlgariu
hefði leiðtogi stjórnarandstæð-
inga verið handtekinn, en marg
ir fylgjendur hans gerðir rækir
af þingi. — í Grikklandi hefðu
kommúnistar lýst yfir þeirri
ákvörðun sinni, að þeir mundu
berjast gegn aðstoð Banda-
ríkjamanna. í Austurríki væri
stjórnmálaástandið mjög alvar-
legt.
XJNGVERJ ALAND.
En langsamlega alvarlegasta
ástandið, sagði Eden loks, ríkti
í Ungverjalandi. — Þar hefðu
kommúnistar hrifsað til sín
völdin með aðstoð Rússa, sem
svo brigsluðu Bretum um af-
skipti af ungverskum innanrík-
ismálum.
VERSNANDI SAMBÚÐ.
Eden lauk ræðu sinni með því
að segja, að Bretar hefðu enn
mikla samúð með Rússum, en
hinu yrði þó ekki neitað, að að
undanförnu hefði sambúð þess-
ara tveggja þjóða farið versn-
andi.
LÖNDON: — írar hafa ný-
lega gert samning við Banda-
ríkjamenn um kaup á Vt milj.
smálesta af kolum fyrir
3.500.000 dollara.