Morgunblaðið - 20.06.1947, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1947, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. júní 194f ^ Islendingar verða að gæta hófs í ummælum sínum um aðrar þjóðir Holl áminning frá forseta Islands ÖLLUM góðum íslendingum er það vissulega íagnaðarefni, að forseti íslands er nú kominn heim og hefur náð fullri heilsu. Það var í senn ánægjulegt og þýðingarmikið, að hann skyldi koma svo snemma, að honum gafst færi á að taka þátt í þjóð- hátíðinni 17. júní og flytja þá boðskap sinn til þjóðarinnar. Síðari hluti ræðu hans var einkum eftirtektarverður • og getur þjóðin af honum dregið hollan lærdóm um hegðun sína í milliríkjaviðskiptum. OFSTÆKI 1 UMRÆÐUM. Það er sannast sagna, að í umræðum um almenn mál hjer á landi, kunna menn enn eigi að gæta svo hófs sem skyldi. Stóryrði, skammir, persónuleg- ar svívirðingar og ásakanir út í bláinn eru hjer daglegur við- burður, sem þykir sjálfsagður háttur á stjórnmálaumræðum. Með þeim þjóðum, þar sem írelsi og lýðræði hefur óslitið þróast öldum saman, svo sem í Englandi og Bandaríkjum Norð ur-Ameríku, er slíkur háttur á umræðum óþektur. Á sama veg mun fara hjer með tíð og tíma. -— Enda er skýringin á þessu þroskaleysi í almennum umræð- um sú, að þrátt fyrir okkar íornu lýðræðishneigð, þá hefur ísland nú aðeins um örfáa ára- tugi notið frelsis frá erlendri yfirdrottnun, og fullkomins írelsis þó aðeins skamman tíma. Það er þessvegna að vonum, að nokkurs óþroska kenni í um- ræðum okkar á stundum. En áður en varir læra menn að með skömmum, illyrðum og ástæðu- lausum ásökunum vinst ekkert, heldur spillir sá aðeins máli sínu, sem slík vinnubrögð við- hefur. SPILLINGUNA VERÐUM VIÐ AÐ UPPRÆTA. Hitt er sjálfsagt, að finna að því á skeleggan og rökvísan hátt, sem miður má fara. Hóg- værðin má ekki verða til þess, að þagað sje um spillinguna, heldur verður að uppræta hana með öllu, hvar sem á henni ból- ar. En þess verður að gæta að beita aðeins vopnum sannleika og rjettlætis. Því aðeins getur baráttan móti misgerðunum borið árangur til lengdar, að þeim vopnum einum sje beitt. En víst er, að við eigum enn mikið ólært í því að stilla um- ræðum okkar um almenn mál svo í hóf, sem verðugt er og nauðsynlegt. Að því, er varðar innanlands- mál okkar, snertir þetta íslend- inga eina. Um þau geta aðrir ekki sakast við okkur, þó að hinu sjeu ekki að leyna, að við bíðum álitshnekki af þeim ofsa- lega blæ, sem oft er á stjórn- málabaráttu okkar. HÓFLEYSI 1 ANNARA GARÐ. Þessu horfir alt öðru vísi við um skifti okkar við erlend ríki. Því miður er sami skamma- og svívirðingahátturinn á hafður þar sem í innanlandsbaráttunni. Eiga þar flestir nokkra sök að máli, þó að sökin sje miklum mun þyngst hjá einum flokki, kommúnistum, svo að engan samanburð þolir við aðra. Þessi ofstækisblær á umsögn- um okkar um málefni annara þjóða, bæði samskifti þeirra sín á milli og skifti þeirra við okk- ur, er beinlínis til þess lagaður að spilla fyrir þjóðinni. Hann hlýtur þegar til lengdar lætur, að verða til þess, að erfiðara reynist að halda vinfengi þeirra þjóða, sem fyrir slíkri útreið verða af okkar hálfu, eða öðlast vinfengi þeirra, ef það er ekki þegar fyírir hendi. NAUÐSYNLEG FRÆÐSLA. Auðvitað er sjálfsagt, að ís- lendingar verða af hreinskilni og einlægni að ræða skifti sín við aðrár þjóðir. Eins eiga lands menn kröfu á því að fá hlut- lausar og sannar fregnir af því, sem gerist í skiftum annara þjóða, sem og öllum þeim at- burðum í öðrum ríkjum, er al- þjóðlega þýðingu hafa eða sjer- staklega geta orðið okkur til lærdóms. Því meiri nauðsyn er nú á slíkri fræðslu, þar sem einn hinna ísl. stjórnmálaflokka er grein af alþjóðiegum samtökum og vill lögfesta hjer á landi stjórnskipulag, sem er íslensk- um hugsunarhætti fjarstætt og hefur hvergi verið reynt í heim- inum, nema um fárra áratuga bil í einu landi, Þar sem segja má, að hvern' einasta dag sje haldið uppi lát- lausum áróðri fyrir að löggilda þetta skipulag hjer á landi, er nauðsynlegt, að menn eigi þess kost, að kynna sjer hvert álit þeirra manna er á þessu þjóð- skipulagi, sem helst má ætla að líti það hlutlausum augum. Því- líkri fræðslustarfsemi verður auðvitað að stilla svo í hóf, að hún geti ekki ■ orðið meiðandi fyrir þau ríki, sem af frjálsum vilja velja sjer slíka stjórnar- háttu. Því að eins og forseti ís- lands tók fram í sinni ágætu ræðu, eiga Islendingar ekki fremur að segja öðrum fyrir um, hvernig þeir stjórni málum sínum en við mundum þola slíka afskiftasemi þeirra af okkar málefnum. ÁSAKANIR KOMMÚNISTA TIL VINSA MLEGRA ÞJÓÐA. En þvílíkar umræður eiga ekkert skylt við ásakanir þær, sem af kommúnista hálfu hafa sí og æ verið fluttar fram gegn tilteknum erlendum ríkjum um beina yfirdrotnunarlöngun þeirra í garð íslendinga. Enda þótt margsannað sje, að um enga slíka löngun þeirra eða viðleitni sje að ræða, heldur hafi þau þvert á móti í einu og öllu virt sjálfsákvörðunarrjett íslendinga. Sjálfstæðinu hlýtur það að fylgja, að íslenska ríkið verður að umgangast önnur ríki sem jafningja um rjett, þótt stærð- armunur sje. Menn verða að þola það, að stundum sje beint til okkar óskum, sem við treyst- um okkur ekki til að verða við. Slíkar óskir hafa ætíð verið bornar fram á milli sjálfstæðra ríkja og á engan hátt verið tald- ar skerða frelsi þeirra. Um slíka frelsisskerðingu er þá fyrst að ræða, ef þvingunum er beitt til að koma fram þeim óskum, sem menn vilja ekki fúslega verða við. VINSAMLEG SAMSKIFTI SÖNNUN FYRIR FRELSI LANDSINS. Sem betur fer hafa íslending- ar ekki orðið fyrir slíku. Þvert á móti hafa þeir þann skamma tíma, sem þeir hafa notið fulls frelsis, neitað þýðingarmiklum óskum frá erlendum ríkjum og þeim synjunum verið tekið með fullri vinsemd og skilningi, svo að hvergi hefur skugga á borið vináttuna síðan. Slík skipti eru bein sönnun fyrir fullkomnu frelsi landsins, sem og fyrir því, að íslendingar kunna með frelsi sitt að fara. Þetta hafa kommúnistar aldrei viljað skilja vegna þess, að ætl- un þeirra er beinlínis sú, að koma illu af stað á milli ís- lendinga og sumra annara ríkja. Þess vegna er það, sem þeir nota jafnvel sjálfan þjóðhátíðar daginn til að svívirða þá, sem okkur hafa ætíð sýnt fulla vin- semd. Það er þess vegna áreiðanl. að ekki var vanþörf á því, að for- seti íslands hjeldi slíka ræðu, sem hann gerði 17. júní. Mun sú ræða og lengi verða í minn- um höfð sem holl áminning þess manns, sem ekki aðeins er fyrsti forseti íslands, heldur einnig sá íslendingur, sem lengst hefur haft kynni af milliríkjaviðskift- um. Vjelar Andakílsár- virfcjunar reyndar Andakílsáfvirkjuninni er nú svo langt komið, að vjelarnar voru reyndar í fyrsta skipti í gærdag. Eftir því sem Árni Pálsson, verkfræðingur, tjáði Morgunblaðinu reyndust þær prýðilega. Vjelar orkuversins eru samtals 5000 hestöfl. Bæjarstjórnin ræðir verkfallið Á BÆJARST-JÓRNARFUNDI í gær urðu harðar umræður um verkfallsmálið og spunnust þær út af samþykkt bæjaráðs frá 8. júní s. 1. á sáttatilboði samn- inganefndarinnar í Dagsbrúnar deilunni. Sigfús Sigurhjartarson, bæj- arfulltrúi Sósíalistaflokksins gerði þar grein fyrir mótat- kvæði sínu á bæjarráðsfundin- um, en þar var sáttatilboðið sam þykkt með atkvæðum hinna fjögurra bæjarráðsmannanna eins og kunnugt er. Sigfús lagði til, að forráðamenn bæjarins leituðu nú þegar samninga við Dagsbrún um lausn deilunnar. Að öðru leyti var ræða Sigfúsar endurtekning á hinum marg- þvældu „röksemdum“ þeirra kommúnista, að verkamönnum væri nauðsynlegt, að fá kaup- hækkun í krónutali til þess, að þeir gætu dregið fram lífið. Borgarstjóri Gunnar Thorodd sen svaraði Sigfúsi og sagði alla vera sammála um, að bæta þyrfti kjör verkamanna. Þeir væru áreiðanlega ekki ofhaldn- ir af því kaupi, sem þeir hefðu, en hinsvegar væri kauphækkun í krónutali ekki það bjargráð, sem til þyrfti. Hann sagði, að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- bæjar væri miðuð við þann kauptaxta, sem í gildi var um síðustu áramót og kauphækkun Dagsbrúnar nú, mundi leiða til aukinna kaupkrafa frá öðrum aðilum um land allt og þar með aukna dýrtíð, sem mundi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyr- , ir þjóðfjelagið í heild og þá ekkj hvað síst atvinnulífið í Reykja- | víkurbæ. Hann skýrði frá þvú, að sáttanefndin í vinnudeilunni sem nú stendur yfir hefði verk- fallsmálið í sínum höndum og taldi fráleitt, að bærinn færi að semja við Dagsbrúnarmenn' upp á eigin spítur, er málum væri svo háttað. Hann benti Sigfúsi Sigurhjart arsyni á þann skollaleik, sem hann væri að leika 1 þessu máli, þar sem hann hefði með at- kvæði sínu í bæjarráði í vetur, er framlenging á samningunum við Dagsbrún var til umræðu, viðurkennt nauðsyn þess, að kaup hjeldist óbreytt. „í mars“, sagði borgarstjóri, „taldi þessi bæjarfulltrúi og sýndi með 'atkvæði sínu, að hann liti svo á, að verkamenm gætu lifað af þeim launum, sem þeir hafa nú. Vísitalan er súé sama og hún var þá, tollar hafa að vísu hækkað, en vöruverð lækkað að sama skapi, svo verkamenn geta lifað jafn vel eða illa og þeir gátu þá.“ Jón Axel Pjetursson tók í sama streng og borgarstjóri og taldi kauphækkun í krónutali verkamönnum til handa enga úrlausn í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum, heldur aðeins hrossalækningu. —Alþýðusambandið Framh. af bls. 1 nema ef telja á Þrótt á Siglu- firði. Þá komu hin tilmælin í brjefi Alþýðusambandsst j órnarinnar frá 4. júní um að afgreiða ekki vörur, sem væru í banni Dags- brúnar. Mörg fjelög hafa ekki enn halidð neinn fund um tilmæli þessi og því ekki hægt að fá fullkomið yfirlit um undir- tektirnar undir þau. Alger neitun. En nokkur fjelög á Vestfjörð um hafa neitað með öllu að verða við þeim tilmælum Al- þýðusambandsstjórnarinnar að afgreiða ekki skip eða setja á afgreiðslubann það, sem komm únistar hafa farið fram á. Hafa nokkrir togarar verið afgreidd- ir þar vestra rjett eins og ekk- ert verkfall sje. Vitað er um að þessi fje- lög hafa neitað tilmælum kommúnistanna um af- greiðslubann: Baldur á ísa firði, Skjöldur á Flateyri. A Þingeyri hefir engin samþykt verið gerð, hvorki til nje frá, en þar hefir togari verið afgreiddur. Þá hefir verkalýðsfjelagið á Blönduósi neitað að setja á afgreiðslubann, Verka- mannafjelagið Fram • á Sauðárkróki, Verkamanna fjelagið á Seyðisfirði, Verkamannafjelag Reyð- arfjarðarhrepps, Verka- lýðs- og Sjómannafjelagið Fáskrúður á Fáskruðsfirði. Frjettamenska komma. Kommúnistar reyna að sjálf- sögðu í lengstu lög að dylja þessar ófarir sínar, vefja málins eins og þeirra er venja. Til þess að halda verkfalls- mönnum við efnið hjer í bæn- um, hafa þeir skipulagt frjetta- starfsemi sem miðar að því að bera út ýmiskonar rangfærsl- ur og ósannindi. Daglega hafa kommúnistar tilbúnár nýjah sögur er þeir breiða út á meðaJ, Dagsbrúnarmanna, í framhaldi af því, sem þeir sögðu áður erj verkfallið hófst. A undan verkfallinu var það aðal sögusögnin, að verkfalliðl myndi aldrei standa nema einm eða í lengsta lagi tvo daga. Þegar það varð lengra, þá sögðu kommúnistar, að nú værS verið að semja. Og einn daginni væri þetta tilboð gefið, en ann- an daginn hitt. Frjettamenn I þjónustu kommúnista dreifðui þessu út, vitandi sem er að eng inn fótur er fyrir þessum dag- íega frjettaburði. Er sáttasemjari var að því spurður í gær hvað gerst hefðí í samningaumleitunum milll Vinnuveitendafjelagsins og' Dagsbrúnar síðan verkfallic? hófst, sagði Irann' að ekkert hefði gerst í þeim samningamál um síðan. Engir fundir verið lialdnir i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.