Morgunblaðið - 20.06.1947, Side 6

Morgunblaðið - 20.06.1947, Side 6
MORGUNBLAblÐ Föstuclagur 20. júní 1947 6 JttorgtutMftMfr Útg.: H.f. Árvakur, Rry!;javík. Framkv.stj.: Sígfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Yfirlýsing Alþýðusambandsins YFIRLÝSING stjórnar Alþýðusambandsins er birt- ist í gær, mun vera einsdæmi í sögu verkalýðshreyfing- arinnar hjer á landi. Þar segir, að stjórn Alþýðusambands íslands hafi ekki farið þess á leit að verkalýðsfjelögin utan Reykjavíkur að þau boðuðu samúðarverkföll með Dagsbrún. Til sannindamerkis(l) um það að rjett sje frá skýrt, og stjórn Alþýðusambandsins hafi ekki kært sig um nein samúðarverkföll, birtir svo stjórn Alþýðusambands- ms brjef það, sem hún sendi verkalýðsfjelögunum þ. 4. júní síðastliðinn. Þar er komist þannig að orði: Ennfremur viljum vjer fara þess á leit við fjelagið að það boði Vinnuveitendaf jelagi íslands, Skipaútgerð ríkisins, Olíufjelögunum og Reykjavíkurbæ samúðar- verkfall eftir því sem tilefni gefst til frá og með 14. júní. ★ Þegar Alþýðusamband íslands eða stjórn þess biður f jelagsdeildir sínar skriflega um að boða til samúðarverk- íalls gagnvart allsherjarfjelagi vinnuveitenda þá er eðli- legt að viðkomandi fjelög taki það svo, sem hið virðulega fjelagasamband, eða stjórn þess, óski eftir því, að fjelögin efni til slíkra ráðstafana. En þegar það kemur á daginn að flestöll verkalýðs- fjelögin sinna ekki tilmælum Alþýðusambandsstjómar- innar annað hvort bera ekki tilmælin upp á fundum, eða beinlínis fella að fara eftir óskum kommúnista í stjóm Alþýðusambandsins, þá sjá kommúnistar sjer ekki annað ráð vænna, en segja að þeir hafi aldrei meint neitt með tilmælunum, aldrei meint það sem þeir sögðu, eða fengu Alþýðusambandsstjómina til að skrifa fjelögunum(l) Þessi undanbrögð koma nokkuð seint. Hversvegna hefir ritstjóri Þjóðviljans hvað eftir annað birt á forsíðu blaðs síns, með stórum fyrirsögnum, fregnir um það, að fjelög hafi samþykt samúðarvinnustöðvun með Dagsbrún? Þau fjelög eru að vísu fá. En á meðan ritstjórn Þjóðviljans hafði ekki áttað sig á því, hve undirtektirnar yrðu frámunalega daufar meðal verkalýðsf jelaganna yfir- ieitt, þá voru samþyktirnar um samúðarverkföllin nægi- lega mikil, til þess að skarta með þeim á forsíðu Þjóð- viljans. Eða því skyldi Þjóðvilja ritstjórarnir ekki hafa sagt það samtímis í blaði sínu, að stjórn Alþýðusambandsins hefði aldrei ætlast til neinna samúðarverkfalla, svo það væri alveg óþarfi fyrir no'kkurt fjelaganna, að ómaka sig með neinar samþyktir í því efni? ★ Saga Alþýðusambandsstjórnarinnar í þessu verkfalls- máli er í fylsta máta eftirtektaverð: Fyrst er reynt að koma sem flestum ef ekki öllum verka- lýðsfjelögum á landinu til að segja upp samningum, rjett áður en aðalbjargræðistími þjóðarinnar hefst. Þessari málaleitun Alþýðusambandsins svara fjelögin ýmist með því að neita að bera slíkar óskir upp við fjelags- menn ellegar fella hana. Þá er sá kapituli úti. Og Alþýðu- sambandsstjórnin hefir beðið fyrsta ósigurinn í verkfalls- málinu. Þegar kommúnistar hafa ýtt Dagsbrún út í verkfall, með allskonar klækjabrögðum, sem síðar mun verða frá skýrt, þá þykjast þeir sjá sjer leik á borði. Þeir gátu ekki fengið fjelögin til þess að segja upp samningum. Nú skyldi reyna að koma á allsherjar vinnustöðvun með því að biðja íjelögin út um land að hefja samúðarverkföll. Þegar þetta mistókst að heita má gersamlega, þá eru kommúnistar orðnir svo smeykir um sig, í verkalýðsmál- unum, að þeir þykjast aldrei hafa farið fram á nein sam- úðarvinnustöðvanir. 'Uílverji álrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Það skilja þeir illa. ERLENDR ferðamenn, sem hineað koma, eiga bágt með að átta sig á áfengislöggjöf okkar. Þegar þeim er sagt. að það sje aðeins eitt veitingahús í bænum, sem hafi leyfi til að veita áfengi, halda þeir, að eig andinn hljóti að vera mikill vinur stjórnarinnar og þetta sje alt pólitík. — Og þegar þeir komast að því, að það eru leigubílstjórar ein- ir, sem selja áfengi eftir lok- unartíma áfengisverslunarinn- ar, er ennþá erfiðara að gera þeim þetta skiljanlegt. Bíll eða bar. — ERLENDUR ferðalangur, sem var- hjer á dögunum, sagð- ist kuniía ráð við þessu. Hann sagði eitthvað á þessa leið: — Ef jeg : væri veitingahus-eig- andi á íslandi. myndi jeg gera mitt veitingahús þannig, að hægt væri að aka leigubíl gegn um veitingasalinn og þá þyrfti engan bar. • Hvernig ætli það verði í Keflavík? INNAN skams á að fara að byrja á að byggja nýtísku veit' inga- og gistihús í Keflavík í sambandi við alþjóðaflugvöll- inn bar. — Hvernig ætli fyrir- komulagið verði á þeim stað. - KanSki verður enginn bar,' þar sem menn geta fengið sjer hressingu er þeir koma þreytt ir og slæptir út úr flugvjelun- um. Ætli það verði ekki bara sett í staðinn skilti í afgreiðslu salnum,.sem á stendur: „Þeir, sem vilja fá sjer hress ingu, gjöri svo vel að snúa sjer til næsta bílstjóra. — Vinsam- legast athugið, að ekki er hægt að fá minni skamt. en eina þriggja pela flösku af Svarta dauða“. Það væri svo sem eftir öðru. ef þeir, sem standa fyrir veit- ingum í þjóðbraut tækju upp barfyrirkomulagið. Það myndi stytta biðina hjá ferðamönnum og flýta ferð þeirra. Það er eiginlega skrýtið, að enginn skuli hafa tekið þetta upp. í stað lausu borðanna kæmi eitt langt borð, sem af- greiðslufólkið væri á bak við og afgreiddi kaffi, gosdrykki, smurt brauð, steikt egg og ivað það nú er, sem viðskiftavin- irnir biðja um, undir eins. • Minni fyrirhöfn. ÞAÐ VÆRI ólíkt minni fyr irhöfn fyrir veitingafólkið að hafa þessa aðferð. Ætli það væri munur, t. d. á Þingvöll- um, eða þar sem langferðabif- reiðarnar nema staðar og af- greiða þarf fjölda manns á stutt um tíma. Hægt væri að komast af með miklu færra afgreiðslufólk og það væri losað við hið þreyt- andi og seinlega „uppvartnings stúss“. • Gaflar og guðs- gaflar. ÞAÐ FÆRIST stöðugt í vöxt hjer í bænum. að matarversl- anir selji tilbúinn mat, sem er tilbúinn að setja í pott, eða á pönnu. — Þetta þykir hús- mæðrunum þægilegt, sem von er, einkum eftir að erfiðara reyndist að fá hjálp til heim- ilisverka. En mörgum er illa við að kaupa þenna tilbúna eða hálf- tilbúna mat, vegna þess hve lítils hreinlætis virðist vera gætt í afgreiðslu hans. Það er t .d. algengast enn, að afgreiðslufólk noti guðs- gaflana til þess, að taka á þess ari matvöru og setja hana í um búðir. í stað þess að nota venju lega gafla, eða tengur. Annað fyrirkomu- lag. — EN EF við sleppum nú öll- um brennivínssölum í bili og snúum okkur að öðru, sem er meira aðkallandi í bili í veit- ingahúsrekstri okkar, þá mætti orða, að vel væri og vinsælt, Undantekningar. ÞAÐ eru undantekningar frá þessu, sem betur fer. Á dögun- um kom jeg inn í matarverslun, sem heitir „Síld og Fiskur“, að því er jeg best veit. Þar notar afgreiðslufólkið tengur og gafla, en snertir ekki á matn- um, sem seldur er út, með ber- um höndunum. Það er kanske víðar þannig, en hví miður ekki nógu víða, því telja mætti upp tugi versl- ana, sem selja tilbúinn mat, þar sem fólkið þvælir honum á milli handa sjer áður en hann fer í umbúðirnar. • Grænmetisrækt. GAMAN ER að fylgjast með áhuga þess fólks hjer í ná- grenni bæjarins, sem hefir komið sjer upp matjurtagarði og vinnur að því alt vorið, að undirbúa og sá í þessa garða. Það er hreint ekki svo lítil vinna, sem liggur í þessari garðrækt bæjarbúa og gjald- eyrissparnaður, þvi þrátt fyrir kartöflurækt landsmanna er flutt inn mikið af kartöflum og öðru grænmeti frá útlöndum. Það hlýtur að vera mikil ánægja. þrátt fyrir alt erfiðið, hjá bví fólki, sem vinnur að því vor og haust, að rækta litla garðholu á sumrin. — Það er virðingarverð viðleitni, sem flestir ættu að taka þátt í. Danska smjörið verður íslenskt. ÞAÐ ER einkennilegt smjör þetta danska smjör. Það þolir ekki að lækka í verði. — Því það er staðreynd, að það var eins og við manninn mælt, að um leið og verðlagsstjórinn auglýsti, að búið væri að lækka danska smjörið, hvarf það af markaðnum. — Eða það varð bara alt í einu íslenskt. En eins og kunnugt er þá er miklu fínna að vera íslenskt smjör en danskt, því íslenska smjörið er miklu dýrara og alt- af er það segin saga. að það þykir fínast, sem dýrast er. • OG SVONA GENGUR það með aðrar matvörur. Hvernig var ekki með kartöflurnar. Um leið og þær voru lækkaðar i verði urðu allar kartöflur allt í einu þessar sallafínu útsæðis- kartöflur, hvar sem komið var, Það þarf svo sem ekki nema einn gikkinn í hverjum veiði- staðnum. I MEÐAL ANNARA ORDA .... Dulles ráðunaufur heldur ræðu ÐULLES, sem vay ráðunaut- j ur Marshalls utanríkisráðherra á Moskva-fundinum var nýlega j kjörinn heiðursdoktor við North-western Háskólann í Bandaríkjunum. Flutti hann ræðu við það tækifæri og er eki hægt að ganga alveg fram hjá því sem slíkur maður seg- ir. Hjer fara á eftir ýmis smá brot úr ræðu hans. Rússneski áróðurinn er heimsmeinið. — Aðal vandræðin í alþjóða- málum koma af þeirri stefnu Rússa, að þeir eru sífelt að reyna að útbreiða sitt eigið stjórnskipulag. Það er engin ástæða til að búast við, að þeir hætti áróðri sínum fyrir því sjálfkrafa: Eina vonin til að þeir hætti er, að þeir sjeu neyddir til þess af utanaðkom- andi öflum. En Bandaríkja- menn verða að láta sjer skilj- ast, að það eru fil aðrar leið- ir til að stöðva þennan áróður en styrjöld. En ástandið nú virðist ekki vænlegt. því að mikil tortryggni ríkir enn á öllum fundum, sem þessar 1 þjóðir eiga saman. Rússneski áróðurinn studd- ur af fáeinum bandarískum þegnum, ber það um allt, að við sjeum orðnir árásarþjóð, að við notum okkur veikleika annarra til að koma ár okkar betur fyrir borð. Þjóð vor hef- ur sýnt það og sannað í meira en hundrað ár og er enn stöð- ugt að sýna það, að frjálst þjóð ! skipulag ber góðan ávöxt bæði I andlegan og efnislegan og í dag er það bandarísk fram- | leiðsla, sem hefur bjargað milj ónum manna frá bráðum hung urdauða. Viðleitni vor til friðar. Fyrsta skrefið í friðarbar- áttu okkar verður að vera að reyna að skapa okkur álit með al annarra þjóða. Bandaríkin verða að láta það koma greini- lega í ljós, að þau ætla sjer alls ekki að nota sjer hernað- arlega og fjármálalega yfir- burði sína til að undiroka aðr- ar þjóðir. Annars verðum við einangraðir frá öðrum þjóðum og allir flýja okkur eins og kindurnar flýja refinn. Tvennskonar stjórn ar fyrirkomulag. Lögregluríki er ríki, þar sem nokkrir ríkja yfir lögreglunni og stjórna þannig þegnunum með ofríki. Lýðræðisríki er ríki. þar sem lögreglan er notuð til verndar borgurunum. Rússland er greinilega lög- regluríki. Stjórenndur þess trúa á það stjórnarfyrirkomu- lag Og með miklum áróðri hef- ur þeim tekist.að fá marga Frarnh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.