Morgunblaðið - 20.06.1947, Page 12

Morgunblaðið - 20.06.1947, Page 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SA- og síðar SV-kaldi. Skúrir. GLÆSILEGT ÍSLANDSMEÍ — Sjá íþróttir bls. 7. 135. tbl. — Föstudagur 20. júní 1947 Landsþing Kven- fjelagasambands íslands SJÖUNDA landsþing Kven- fjelagasambands íslands var sett í Húsmæðraskóla Reykja- víkur miðvikudaginn 18. júní, kl. 8,30 síðdegis. Mættir voru 33 fulltrúar úr flestum sýslum landsins, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og sendikennara sambandsins. — Væntanlegir eru nokkrir fulltrú ar hingað til bæjarins næstu daga. Við setningu þingsins flutti forseti þingsins, frú Ragnhildur Pjetursdóttir ræðu. Minntist hún nokkurra merkiskvenna, sem látist hafa s.l. ár. Fundar- konur risu úr sætum og vott- uðu hinum látnu virðingu sína. Á þessum fundi voru lögð fram kjörbrjef fulltrúanna og kosið í fastar nefndir. Fundur hófst í gær kl. 10 í Húsmæðraskólanum. — Fram- kvæmdastjóri Sambandsins frú Svava Þorleifsdóttir, lagði fram starfsskýrslu sambandsins ásamt reikningum frá árunum 1945—1946. Skýrslan bar með sjer, að s’tarf sambandsins er í örum vexti, enda eru samtök þessi fastar skipulögð en þau áður voru. Að loknum hádegisverði hófst fundur í fyrstu kenslustofu Há skólans. Þar var lögð fram fjár hagsáætlun fyrir næstu tvö ár ásamt greinargerð. Eftir nokkr ar umræður var málinu síðan vísað til fjárhagsnefndar. Þá lagði frú Hulda Stefáns- dóttir, forstöðukona Húsmæðra- skólans fram nefndarálit um handávinnu stúlkna í framhalds sltólum. Skýrði hún álitið með nokkrum orðum. Urðu síðan all miklar umræður um málið. Lagðar voru fram tillögur um smávægilegar lagabreytingar og frumvarp að þingsköpum. I gærkveldi sátu fulltrúar boð Kvenrjettindafjelags ís- lands í Tjarnarcafé. í dag'hefst fundur kl. 1,30 í Háskólanum. Þar flytur frú Rannveig Kristj- ánsdóttir erindi um framtíðar- starfsemi Kvenfjelagasambands íslands. Á morgun á sama tíma flytur Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri erindi um húsmæðra skóla. Ollum konum er heimill aðgangur að þessum erindum. Hallveigarslaðir Eins og sjá má á myndinni verða flallveigastaðir fallegt hús. Þar verður miðstöð kvenfje- laga landsins. í framhlið hússins verða búðir, sem verða ieigðar út verslunarfjelögum og þar á líka að vera kaffibar, þar sem selt verður hið alþekkta „Hallveigarstaða-kaffi“. Fimm frægir frjáls- íþróttamenn á afmælis- móti Í.R. A FUNDI bæjarstjórnar í gær skýrði borgarstjóri frá því, að hann hefði í samráði við raf- magnsstjóra, sent fyrirspurn um það til ríkisstjórnarinnar, hvort hún vildi gerast þátttak- andi að væntanlegri viðbótar- virkjun Sogsins. Svar hefði ekki enn borist frá ríkisstjórn- m. fer fram á Iþróttavellinum í inni' Hinsvegar hefði bæjarráð Koma frá Svíþjóð Lík finnsf í höfninni LAUST fyrir hádegi í gær, varð vaktmaður á bv. Skalla- grímur þess var, að lík flaut upp á milli Skallagríms og ís- lendings, en skip þessi liggja við Löngulínu. Rannsóknarlögreglunni var þegar gert aðvart. Við rann- sókn kom í ljós, að hjer var um að ræða lík Bjarna Árnasonar skipverja á ms. Hafborg, er hvarf þann 24. janúar s. 1. Það var síðast vitað um ferð- jr Bjarna heitins, að hann ætl- aði að fara um borð í skip sitt, en þangað kom hann aldrei. Hafborg lá þá á svipuðum slóð- um og var þriðja eða fjórða Bkip frá bryggju. DAGANA 29. til 30. þ Reykjavík frjálsíþróttamót í tilefni af 40 ára afmæli lR. — Á mótinu mæti 5 afbestu frjálsíþróttamönnum Svía og keppa þeir hjer við bestu frjálsíþróttamenn okkar. Má búast við að mót þetta verði eitt það merkasta, sem haldið héfur verið i Evrópu á þessu ári. -j jjÉff Fyrri dag mótsins verður®----------------—1--------------- keppt í þessum 7 greinum: 100 f meistari og hækkaði sig enn, stökk 1,99. Olle Lœssker. Olle Læssker er 25 ára, lög- regluþjónn í Gefle. — Einn af fjólþættustu íþróttamönnum Svía, bæði í stökkum og sprett- hlaupum. Verið 7 sinnum land- liðsmaður Svía í 100, 200 m. hlaupum og langstökki Sænskur meistari í langstökki í fyrra og varð svo Evrópumeistari í Oslo, stökk þá 7,42 m. Roland Sundin. Roland Sundin er 24 ára, versl unarmaður frá Orebro. Þekkt- astur undir nafninu „Valadals- drengen“, en Valadalurinn er sá staður, sem sænskir íþrótta- menn æfa sig. Roland Sundin er einn frægasti hlaupari Svía á vegalengdunum frá 1500 til 5000. Roland Nilsson, Roland Nilsson, 22 ára gam- all, vinnur hjá sænska flughern um. Hann er nú besti kúluvarp- ari Svía og hefur verið lands- maður þeirra nokkrum sinnum. Niðurröðun á keppninnar verður í samráði við íþróttaráð Reykjavíkur og þau fjelög, sem senda keppendur á mótið. m. hlaupi, 1000 m. boðhlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og kringlu kasti. — Seinni daginn verður keppt í 200 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 2000 m. hlaupi, 1000 m. boðhlaupi, kúluvarpi, lang- stökki, hástökki og spjótkasti. Að kvöldi fyrri dagsins er sennilegt að Svíinn Atterwall sýni spjótkast, en keppni verð- ur þá engin. Fararstjóri verður Sverker Benson, ritstjóri við Iþróttablað ið sænska, en hann var einnig fararstjóri sænsku íþrótta- mannanna, sem komu hingað fyrra ár. Á afmælismóti ÍR, sem verð- ur 29. og 30. þ. m. keppa 5 Svíar, þar af 3 Evrópumeistar- ar. —.Þeir, sem koma eru: Lennart Atterwall. Lennart Atterwall, 36 ára gamall, kennari að menntun. — Orðið sjö sinnum sænskur meistari í spjótkasti og einu sinni enskur meistari í spjóIT- kasti, eða árið 1935. Tvívegis sænskur meistari í fímmtar- þraut. Evrópumeistari í spjót- kasti í Oslo í fyrra. Methafi í spjótkasti og hafði áður sænska metið í fimmtarþraut. Anton Bolinder. ■ Anton Bolinder vinnur við sænska herinn, 32 ára. — 1932 varð hann annar á sænska meistaramótinu, síðan verið einn af bestu hástökkvurum Svía, en aldrei verið sænskur meistari í þeirri grein fyrr en' í fyrra. 1 Oslo varð hann Evrópu- Prófsprengingar við Sogið Fararleyfi ónauð- synlegt til stuFtr- ar Frakklands- dvalar STJÓRN Frakklands hefir af numið áritunarskyldu fyrir ís- lenska þegna, sem ferðast vilja til Frakklands til stuttrar dvál- ar. Þurfa íslendingar nú eigi að afla sjer fararleyfis til Frakk lands eða dvalarleyfis þar, nema þeir ætli sjer að dvelja lengur en þrjá mánuði í land- inu eða taka að sjer launaða atvinnu. v. (Frá utanríkisráðuneytinu). samþykkt að fela rafmagns- stjóra að láta fram fara próf- sprengingar fyrir undirgöngum vegna virkjunar Sogsins og hefði samþykki hlutaðeigandi ráðuneytis fengist fyrir þessu. Ennfremur hefði bæjarráð sam þykkt, að heimila rafmagns- stjóra, að ráða A. B. Berdal, verkfræðing, þann er var við virkjun Sogsins síðast, ráðunaut virkjunarinnar með þeim fyrir- vara, að bæjarráð samþykki ráðningarkjörin. Nýr forsætisráðherra í Japan. LONDON: — Tetsu Katay- ama, foringi social demokrata í Japan var nýlega kosinn for- sætisráðherra landsins af jap- anska þinginu með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. BUENOS AYRES: — Fregn- ir herma, að Brasilíumenn hafi stungið upp á því, að Rio-ráð- stefnan yrði haldin þ. 15. júlí n. k. og hefir Argentínustjórn nú þessa uppástungu til athugun-: ar. PRAG: — Bandaríska sendi- ráðið hjer hefir tilkynt, að tjekkneska stjórnin hafi opin- berlega beðist afsökunar á níð- kvæði um Truman forseta, sem nýlega birtist í kommúnista- blaði einu. „Viðey" kemur iil Sfykkishólms Frá frjettaritara vorum í Stykkishólmi, fimtud. TOGARINN Viðey, eign Stykkishólmsbúa, kom hingað í fyrsta skifti að kvöldi þjóð- hátíðardagsins. Mikill mann- fjöldi fagnaði komu skipsins og fór fram móttökuhátíð, ræður voru fluttar; Lúðrasveit in Víkingur ljek nokkur lög undir stjórn Víkings Jóhanns- sonar. Ræðumenn voru Sigurð- ur Steinþórsson kaupfjelags- stjóri, er árnaði togaranum, skipshöfn hans og bæjarbúum allra heilla. Jón Björn Elíasson þakkaði ræðuna og óskaði Stykkishólmsbúum og togar- anum gæfu og gengis: Að lok- um söng Karlakórinn: ísland ögrum skorið. Teikning af Haliveigarstöðum Áætlaður bygglngakoslnaður um 3 mi!|. 1 GÆR voru í fyrsta skifti birtar opinberlega teikningar af hinu fyrirhugaða kvennaheimili Hallveigarstöðum. Teikn- ingar eru gerðar af Sigmundi Halldórssyni og Sigvalda Thordarson. Fjögra hæða hús. Húsið á að standa á spildunni milli Túngötu, Garðastrætis og Öldugötu og lengd þess verður 17,5 m. Er það fjögra hæða með rúmgóðum kjallara að auki. í húsinu verða 40 gisti og náms- meyjaherbergi, en einnig er ætlunin oð starfsrækja í því bókasafn og barnalesstofu og vinnuskóla fyrir konur, þar sem kendar verða ýmsar hpnn- yrðir. Þá verða þar bækistöðv- ar Kvenfjelagasambands ís- lands, Kvenrjettindafjelagsins, og Mæðrastyrksnefndar. «>- Fjársöfnun. Áætlaður byggingarkostnað- ur er talinn 3 miljónir. Hafa konur þegar safnað 800 þúsund um. Er það sannarlega mikill dugnaður, en samt ætla þær nú að herða sig enn betur og ætla að hafa fjársöfnunardag 24. júní. Byggingarnefndina skipa: Laufey Vilhjálmsdóttir formað ur, Guðrún Jónasson, Kristín Ólafsdóttir, Rannveig Kristjáns dóttir, og Rannveig Þorsteins- dóttir. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.