Morgunblaðið - 26.06.1947, Side 1

Morgunblaðið - 26.06.1947, Side 1
Bandaríkin vilja rjetta við efnahag Austurríkis Greiða hernámskostnað í doHurum Washington í gær. BANDARlKIN hafa nú ákveðið að veita Austurríkismönn- um frá 1. júlí að telja frekari stuðning en áður hefir verið í þei-m tilgangi að rjetta við efnahag landsins. Bandaríkjamenn háfa hingað til greitt allan herkostnað sinn sjálfir og munu framvegis greiða hann í dollurum. ■ Þessi ráðstöfun er í samræmi við þá stefnu Bandaríkjanna að fara með Austurríki eins og þau lönd, er frelsuð voru und- an oki nasismans og að rjetta við efnahag landsins. í skýrslu utanríkisráðuneytis ins um þetta mál, segir ,,að doll ararnir, sem Austurríkismenn þannig fá, muni lyfta undir efnahagslega viðreisn landsins með því að skapa Austurríkis- mönnum aðstöðu til að auka innflutning sinn svo sem kol, áburð og aðrar nauðsynjar.“ Bandaríkin telja ráðstafanir þesgar mikilvægt skref í þá átt, að fá Austurríki viðurkennt sem frjálst og óháð land og að ljetta af þeim byrði hernáms- ins. I tilkynningu utanríkisráðu- neytisins segir einnig, að ýms tæki, sem tekin hafi verið af Austurríkismönnum verði nú fengin þeim í hendur á ný. Vilja senda þing- menn í námumar London í gærkvöldi. SÍÐAN báðar deildir Banda- ríkjaþings samþyktu lög þau um takmörkun á rjetti verka- lýðsfjelaga, er Truman forseti hafði neitað að staðfesta, hafa mótmælaverkföll gegn löggjöf þessari allmjög breiðst út í Bandaríkjunum. Meira en 200,- 000 kolanámuverkamenn hafa nú lagt niður vinnu og talið var í dag, að ekkert nema krafta- verk gæti komið í veg fyrir, að '40.000 verkamenn við skipa- smíðar legðu einnig niður vinnu. Kolanámuverkamennirnir festu í dag spjöld upp hjá námunum með áletrunum eins og þessum: —- Látum öldungardeildarþing- mennina grafa upp kolin. - Verða ekki varir. SKIPVERJAR á lmuveiðar- anum Rifsnes sem höf síldar- leit í byrjun þessa mánaðar hafa ekki ennþá sjeð síld vaða. í fyrradag var skiplð á Húna- flóa og urðu skipverjar ekki várir við síld. Veður var ekki sem hagstæðast, þokusúld. í fyrrinótt fekk Siglufjarð- arbáturinn Hjalti nokkrar síld- ar í reknet út af Siglufirði. — Síldirnar voru neðst í netjun- um. Verkamennirnir halda því fram að lögin muni grafa grunninn undan fjelagssamtökum þeirra og gera að engu takmarkanir þær, er fjelagasambönd þeirra höfðu sett við vinnu utanaðkom andi manna. Álitið er, að verk- fallsmennirnir eigi sjálfir upp- tökin að vinnustöðvuninni, en hafi ekki verið kvattir til henn- ar af forystumönnum sínum. Margir þeirra segja sem svo: — Jeg heyrði, að fjelagar mínir hefðu ekki farið til vinnu, svo mjer fanst rjettast að vera heima líka. I\lókvísl verður manni að bana ÞAÐ SORGLEGA slys varð vestur á Snæfellsnesi s.l. laugardag, að kvísl stakkst í auga manns, Pjetur Guðbjörns- sonar frá Sandi, er var að vinna í mógröf, og ljest hann af völdum þess s.l. þriðjudagskvöld. Pjetur var ásamt fleiri mönn-^ um að vinna við mógröft í svo- nefndum Þæfusteinsbotnum skamt frá Sandi. Vann Pjetur að stungu móhnausa, en annar maður kastaði þeim frá honum upp á brún mógrafarinnar. — Klofnaði einn hnausinn á kvísl mannsins, og misti hann við það vald á kvíslinni. — Hljóp einn gaddur hennar í auga Pjeturs og inn í heila. Læknir var þegar sóttur, en hann gerði strax ráðstafanir til þess að náð yrði í hinn slasaða mann í flugvjel, og var farið með hann í Landsspítalann í Reykjavík. Þar ljest Pjetur í fyrrakvöld. Vísir að þjóðþingi á hernáms- svæðám Breta og Bandaríkja- manna í Þýskalandi Jón Kjsrtansson sýslumaður í Skaftðfellssýslu FORSETI ÍSLANDS hefur í dag (25. júní) veitt Jóni Kjart- anssyni sýslumannsembættið í Skaftafellssýslu frá 1. júlí n. k. að telja. Frjettatilkynning frá ríkisráðsritara. Brottflutningi þýskra vísindamanna mótmælt Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Frankfurt í gær. ÞJÓÐVERJAR settu i dag fram sínar eigin tillögur um ráðstafanir til viðreisnar Þýskalandi á fundi í hinu nýstofn- aða, sameiginlega efnahagsráði hernámssvæða vesturveld- anna. Það er talið, að Þjóðverjar hafi á undanförnum 14 árum aldrei komist nær því, að fá sitt eigið lýðræðislega þing en þeir hafa nú gert, með stofnun þessarar samkundu. Pfegir kunnlr Norðmenn í fylgd með ríkis- erfingjanum. SAMKVÆMT upplýsingum frá norska sendiráðinu verða í fylgdarliði norska ríkisarfans, auk þeirra sem áður hefir ver- ið tilkynnt um: Kaare Fostervoll, kirkju- og kennslumálaráðherra, prófessor Francis Bull, sem verður full- trúi Oslóar háskóla, og general major Ragnvald Roscher Niel- sen. "^Upphaf að nýju tímabili. MacReady, hershöfðingi, for- maður hinnar sameiginlegu bresk-bandarísku hernámsnefnd ar, sagði, að seta þessa þings kynni að marka upphaf nýrri og betri tíma fyrir þýsku þjóðina. Einn fyrsti ræðumaðurinn á samkundunni var dr. Friedrich Holzapfer, formaður kristilegra lýðræðissinna. Hann krafðist þess, að hernámsveldin hættu þegar í stað að banna notkun þýskra einkaleyfa og að not- færa sjer þau. Einnig vildi hann að komið væri í veg fyrir frek- ari brottflutning þýskra verk- smiðja og það yrði ekki látið viðgangast í framtíðinni, að þýskir vísindamenn væru fluttir úr landi. Bandaríkin og Ástralía semja um varnarsvæði Gagnkvæm aðstoð í styrjöld Sidney. Einkaskeyti til Mbls. frá Kemsley. BANDARÍKIN og Ástralía hafa nú komist að samkomu- lagi varðandi myndu/n ,,varnarsvæðis“ í Kyrrahafinu, segir í fregn, sem hingað hefur borist frá Washington. Samkomulag þetta fjallar einnig um gagnkvæma aðstoð þessara landa, ef til styrjaldar skyldi koma. Ástralíumenn fá anieríska bækistöð. Ástralía á aðallega að sjá um varnirnar í Suðvestur-Kyrra- hafinu, fyrir sunnan miðjarðar- línu og tekur varnarsvæðið yfir Nýju Guinea, Nýja Bretland, Nýja Irland, Ellice eyjar, Solo- monseyjar og Admiraltyeyjar. Varnarsvæði Bandaríkjanna nær frá Honolulu til Guam og Norður-Kyrrahafið alt frá Honolulu til Aleuteyja og Al- aska. Ástralíumenn fá Manus, sem var mikilvæg amerísk hern aðarbækistöð í styrjöldinni og var orsök nokkurrar þrætu, með því að Bandaríkjamenn vildu gjarna halda henni áfram. Vilja aukna fram- leiðslu nýiendnanna London í gær. CREECH-JONES, nýlendu- málaráðherra Breta, hefur til- kynt, að stjórnin hafi í hyggju að beita sjer fyrir stofnun hlutafjelags, sem stuðla á að aukinni framleiðslu í nýlend- um Breta. Kommúnistar deila á bernámsveldin. Max Reimann, forystumaður kommúnista á breska hernáms- svæðinu, lagði áherslu á aukn- ingu kola- og matvælaframleiðsl unnar, þjóðnýtingu jarða og á það, að stríðsglæpamönnum, er rjeðu yfir iðnaðartækjum væri komið fyrir kattarnef og eignir þeirra gerðar upptækar. Rei- mann sagðist koma til þingsins án hinna minstu vona um nokk- urn raunverulegan árangur af störfum þess. Hann hjelt því fram, að hernámsþjóðirnar ættu aðeins að hafa eftirlit með störfum ráðsins, en ekki að hafa þar síðasta orðið. Kommúnist- ar hafa ekki gert sig ánægða með úthlutun þingsæta á sam- kundunni. Mikið um dýrðir í Frankfurt. Þegar ráðið kom saman, var mikið um dýrðir hjer í Frank- furt og borgin öll blómum skrýdd og með hátíðablæ. Ráð- ið hefur þegar lagt blessun sína yfir tilnefningu nokkurra nefnda, er áður hafði verið kom ið á fót og hefur auk þess skip- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.