Morgunblaðið - 03.07.1947, Blaðsíða 2
3
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. júlí 1947! y
kommúnistar nú vit
fylgja ráðum Rússa
Þeir benda á að Islend
ingar yrðu að lækka
verð vöru sinnar, eí hún
ætti að seljast
ÞAÐ vakti að vonum mikla
athygli, að Þjóðviijinn varð
á dögunum ckki skilinn á ann-
an veg en þann, að forsprakk-
ar kommúnista tæki það sem
persónulega móðgun við sig, er
forseti íslands áminti landa
sína um að gæta hófs í umræð-
um um milliríkja málefni.
Meira á móti Ramadier en
Stefáni Jóhanni.
Ekkert íslenskt blað hefur
:fyrr eða síðar látið alþjóðleg
málefni svo mjög til sín taka,
sem Þjóðviljinn. En það er eng
in tilviljun, að einmitt hann
bregst reiður við, þegar menn
eru beðnir um að sýna ntillingu
og hóf í þvílíkum umræðum.
Skrif Þjóðviljans um mál ann-
.arra ríkja og skifti þeirra sín
á milli hafa ætíð borið svip
af því, að Þjóðviljinn væri þar
vígreifur bardagamaður, sem
sjálfur væri aðili viðureignar-
ínnar.
Skrif Þjóðviljans nú síðustu
dagana um stjórnmálaástand-
:tð í Frakklandi eru t. d. með
isama æsinga og öfgablænum og
:fram hefur komið í ritum hans
um íslensk málefni. Má sannast
«agt ekki á milli siá við hvora
honum er ver, Ramadier-stjórn
ina frönsku eða íslensku ríkis-
stjórnina núverandi.
Ekkert af þessu getur komið
á óvart þeim, sem vita að kom-
múnistar hjer á landi eru grein
af alþjóðlegum fjelagsskap, er
hefur náið samband sín á milli
og fylgir sömu stefnu í flestum
megin málum, þótt við ólíkar
aðstæður sje í hinum ýmsu
'þjóðfjelögum. — Hinum, sem
fengið hafa þá flugu, að allt
þetta sje skrök og kommúnist-
ar sjeu eigi annað en meinlaus
islenskur flokkur, sem miði
allar sínar ákvarðanir eingöngu
við íslenska hagsmuni, hlýtur
hinsvegar að virðast þau atriði,
er áður var á drepið, einkenni-
legar tilviljanir.
'Einar skrifar í hátíðarrit
kommúnista.
Rit ,sem nýlega hefur birst
í Svíþjóð í tilefni af afmælis-
hátíð kommúnistaflokksins þar,
hlýtur að vera enn ein dular-
full tilviljun í augum þessara
manna. í rit þetta skrifa kom-
múnistaforsprakkar víðsvegar
um Evrópu og færa sænska
flokknum heillaóskir sínar. Á
meðal þessara rithöfunda ér
Einar Olgeirsson, formaður
kommúnistaflokksins hjer á
landi. En þeir, sem þetta rit
hafa lesið, segja það svo keim-
líkt, sem það væri allt ritað
með einum pennna.
Astæðulaust er þó að ætla,
að svo sje, því að sjálfsagt hafa
margir höfundar samið ritið,
svo sem nöfn þeirra benda til.
'£n' hitt er vitað, að hugsun
kommúnista um heim allan er
harla lík, hvort sem það kemur
af því, að þeir lúta allir sam-
eiginlegri skipun, eða hugur
þeirra er svo mótaður af sam-
eiginlegri kenningu og þjálfun,
að svo er sem einn maður tali.
Hugtakaruglingur kommún-
ista.
Þó að það sje þess vegna deg
inum ljósara, að kommúnistar
hjer eru aðeins deild úr al-
heimsflokkskerfi, þá bregðast
þeir öðru nvoru hinir reiðustu
við, er deilt er á hinn alþjóð-
lega kommúnisma, og harð-
neita því, að þeir hafi nokkuð
saman við hann að sælda. —
Láta þeir þá oftast svo, sem
verið sje að víta vinsamleg er-
lend- ríki, þegar rökræðum er
haldið uppi gegn kommúnism-
anum og alþjóðasamtökum
hans.
Auðvitað fer því fjarri að svo
sje. Erlendar þjóðir mega án
ásakana íslendinga hafa hvert
það stjórnskipulag, sem hver
þeirra kýs helst sjálfri sjer til
handa. Það, sem menn berjast á
móti, eru áhrif hins alþjóðlega
kommúnisma hjer á landi og
þvingun þjóðskipulags hans upp
á íslendinga.
Áki flýr á bak við afskipunar-
manninn.
Þessu reyna kommúnistar
auðvitað að rugla saman, vegna
þess að þeir vita sig veika í
málstað sínum og vonlausa um
sigur, ef menn gera sjer grein
fyrir sönnu samhengi hlutanna.
Þetta kemur fram í smáu sem
stóru.
Áki Jakobsson reynir t. d.
að telja mönnum trú um, að
verið sje að víta rússneskan
stjórnarfulltrúa, þegar fundið
er að bjálfaskap Áka sjálfs.
Þeim, að Áki reyndi að telja
landsmönnum trú um, að búið
væri að selja mestallar afurðir
þeirra til Rússlands, þegar það
eitt hafði gerst, að hann hafði
afhent tilboð um sölu til manns
sem ekkert umboð hafði til
samninga og rjett stjórnarvöld
höfðu beinlínis aðvarað um, að
hingað væri kominn í öðru
skyni.
Áki finnur sig svo auman,
að hann veit ekki annað sjer
til varnar en að skríða á bak
við erlendan afskipunarmann,
og reyna að láta þá skelli lenda
á honum, sem hann einn á
skilið.
Kommúnistar skjóta sjer bak
við Rússa.
Þá hafa kommúnistar sí og
æ talið það fjandskap við
Rússa, þegar bent hefur verið
á, að kommúnistar gerðu sig
auðvirðilega með því að fylgja
Rússum í einu og öllu og láta
þar aldrei sjálfstæða gagnrýni
koma til.
Auðvitað er skeytum þessum
ekki beint gegn Rússum, því að
þeir þurfa sannarlega ekki að
spyrja Islendinga leyfis um at-
hafnir sínar, og láta sjer í ljettu
rúmi liggja lof okkar eða last,
heldur gegn þeim vesölu Islend-
ingum, er virðast gleyma dóm-
greind sinni jafnskjótt og þeir
heyra þessa þjóð nefnda. Er það
þó vitað, að þeir gera það ekki
af ást á þjóðinni sjálfri, held-
ur einungis af blindu dálæti á
stjórnarfyrirkomulagi því, sem
hún um stund hefir tekið upp.
Fylgja kommúnistar nú
hoHráðunum að austan?
En úr því að kommúnistar
hafa svona miklar mætur á
öllu, sem frá Rússlandi kemur,
hvernig skyldu þeir þá bregð-
ast við þeim boðskap, sem ný-
lega hefir komið rjetta boðleið
frá rússneskum stjórnarvöld-
um austur í Moskva til erind-
reka íslensku stjórnarinnar?
Rússneskir embættismenn
sögðu í viðskiptasamningunum
austur í Moskva á þessa leið,
samkvæmt skýrslu íslensku
samninganef ndarinnar:
„Þeir sögðust sem góðir kaup
menn gera kaupin þar sem þau
væru hagkvæmust. Við yrðum
að vera samkeppnisfærir í verði
ef við vildum selja varning okk
ar. Verðlagsmálin á Islandi
þótti þeim vera var.di stjórnar-
innar þar, en ekki Ráðstjórn-
arinnar í Moskva.“
Þessi rússneska ráðlegging er
skynsamleg og áreiðanlega af
góðum huga gerð. En kunna
kommúnistar að meta ráð
Rússa um þetta? Ef þeir gera
það gerbreyta þeii um stefnu
frá því, sem verið hefir og taka
í fyrsta skifti þátt í samtökum
gegn vexti verðbólgunnar, sem
þeir hingað til hafa lagt alt
kapp á að auka.
Vörusýning í Prag í
seplember
VÖRUSÝNING verður hald-
in í Prag, hin þriðja í röðinni
eftir stríðið, dagana 5.—14.
september n. k.
Skv. reynslu fyrri sýninga,
má búast við mikilli aðsókn, svo
vissara mun vera fyrir þá sem
hafa hug á að fara á sýning-
una, að panta hótelherbergi í
fyrra lagi.
Konsúlatið, Austurstræti 12,
sími 3616, mun veita allar frek
ari upplýsingar.
Umferðarmymi 1
Nýlega hafa tvö alvarlcg umferðarslvs lilotist af því, aS hif*
reiðum liefur verið ekið inn á aðalhrautir án aðgæslu. SMkíj
ber vott um hættulega vanrækslu, því að allar aðalhrautirí
eru greinilega merktar, og mönnum ber skylda til að nema
staðar við þessi merki. Myndin sýnir algengt brot á Uinferð*
arreglum við þekkta aðalbraut í bænum.
Gnmnavíkurbúar
halda Ijósmæðrum
sveilarinnar sam-
sæfi
Frá frjettaritara Mbl.
á ísafirði.
HREPPSBÚAR í Grunnavík-
urhreppi hjeldu þann 29. júní
samsæti að Flæðareyri ljós-
mæðrum sínum, Ragnheiði
Jónsdóttur, Kjós og Kristínu
Benediktsdóttur, Dynjanda. —
Ragnheiður hefir gegnt ljósmóð
urstarfi í 50 ár og Kristín í
25 ár.
Konur í hreppnum færðu
þeim gjafir sem þakklætisvott
fyrir langt starf. Færðu þær
Ragnheiði vandaðan hæginda-
stól og Kristínu matarstell. Var
samsætið mjög fjölsótt og
mátti glöggt sjá hvílíkum vin-
sældum þessar heiðurskonur
eiga að fagna í hjeraðinu.
íslendingar á nor-
rænu lögfræðinga-
móti
AÐ TILHLUTUN Stúdenta-
ráðs Háskólans og „Orators",
fjelags laganema, tóku fimm
íslendingar þátt í norrænu móti
fyrir laganema og unga lög-
fræðikandidata, sem haldið var
í Oslo og í grend við Lillehamm-
er dagana 15.—21. júní s.l. Þátt-
takendur í mótinu voru samtals
um 90, en fyrirlestra um lög-
fræðileg efni fluttu 6 prófessor-
ar frá Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og Danmörku. — Þjóð-
hátíðardags íslendinga var
minst á mótinu með mjög smekk
legum hætti. Ræðu í tilefni dags
ins flutti Kristen Andersen, pró-
fessor við háskólann í Oslo, og
mæltist honum vel og hlýlega.
íslendingarnir, sem sóttu mót-
ið, eru lögfræðikandidatarnir
Ármann Snævarr og Hafþór
Guðmundsson og laganemarnir
Geir Hallgrímsson, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Guð-
mundur Ásmundsson. Róma
þeir allir mjög frábæra gest-
risni og alúð hinna norsku lög-
fræðinga, sem buðu til mótsins
og lögðu sig alla fram til þess
að það mætti verða svo ánægju-
legt, sem raun bar vitni.
Nýjar kosningar í
Danmörkui
K.höfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
FORSÆTISRÁÐHERRA
Dana hjelt í síðustu viku ræðu
í Suður-Sljesvík. í ræðu sinni
setti hann fram meiri kröfur en
gerðar voru í orðsendingunnil
til Breta í fyrra. í gærkveldi
gaf forsætisráðherrann út yfir-
lýsingu um það, að bráðlegai
væri kominn tími til að leggjaj
Suður-Sljesvíkurmálið undit)
dóm þjóðarinnar með þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Það er varla búist við, aði
meirihluti þingsins fáist til a£?
ganga inn á þjóðaratkvæða-
greiðslu. Formenn þingflokk-
anna munu koma saman ti'i
fundar n. k. miðvikudag og
ræða kröfur kommúnista um
það, að þingið verði kvatt sam-
an í tilefni af ræðu forsætis-
ráðherrans um Suður-Sljesvík,
Það er ólíklegt, að gengið verði
að þeim kröfum, en margt bend
ir til þess, að stjórnin eigi núí
aðeins skamma setu eftir. Búist
er við kosningum fjórum vik-
um eftir að þingið kemur sam-
an í haust. Sumir halda þvi
fram, að stjórnin sjái fram á
fullkomið fjárhagslegt hrun, eni
ætli að stofna til kosninga
vegna Suður-Sljesvíkur máls-
ins.
Gyðingar ti! i
Palestínu
New York.
HEIMILISLAUSIR Gyðingay
í Evrópu eru nú um það bil að
hefja stórkostlegustu þjóðflutn-
inga, sem átt hafa sjer stað með
þeim þjóðflokki síðan á dögum
Faraos. Þegar er byrjað á þv?
að flytja fáa menn flugleiðis
yfir Palestínu, en þar varpa
þeir sjer út úr flugvjelunum í
fallhlífum. En er sumri tekup
að halla, verða fengnar sjer-
stakar flutningavjolar til þes3
starfa og eiga þær að geta teki5
fjölda farþega í einu, sem nema
munu land í Palestínu með þess
um hætti. Fje til þessara flutn-
inga berst Gyðingum frá Banda
ríkjunum og flugmennirnir erU
margir hverjir taldir vera fyr-
verandi breskir og bandarískii;
stríðsflugmenn. — Kemsley.