Morgunblaðið - 03.07.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1947, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐIÐ Fimrntudagur 3. júlí 1947 , 90 ára Hallfríður í Efstabæ Fimm mínúfna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 ýtir undir — 6 biblíunafn — 8 tveir hljóðstaf- ir — 10 hæð — 11 puntuð — 12 skvaldur — 13 fangamark 1— 14 kvenmannsnafn — 16 óhreinindin. Lóðrjett: — 2 verkfæri þf. 1— 3 land í Evrópu — 4 leikur — 5 meðalið — 7 kærleikur- inn — 9 fjalls — 10 í sjó — 14 fangamark — 15 töluorð erl. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 Satan — 6 kýs — 8 aó — 10 te — 11 steggur — 12 tt — 13 G. K. — 14 ætt — 16 stara. Lóðrjett: — 2 ak — 3 Týs- gata — 4 A. S. — 5 fasta — 7 verka — 9 ótt — 10 tug — 14 æt — 15 tr. Höfum ^fyrirliggjandi: I I Pentavjelar I | Smurningsolíur nr. 20 og 30, i Tilkeyrsluolía, i Stýrisútbúnaður með i ratti, i Rurðargrindur á bíltoppa, i Bensínbrúsar, 20 1. ! COLUMBUS H. F. í Sænska frystihúsinu Símar 6460 og 6660. I Bílamiðlunin i Bankastræti 7. Sími 6063 i er miðstöð bifreiðakauna 1 DAG verður níræð merkis- konan Hallfríður Ólafsdóttir í Efstabæ á Akranesi. Hallfríð- ur var gift Birni Guðmundssyni sjómanni, hinum besta dreng, en hann ljest fyrir nokkrum ár- um og höfðu þau Hallfríður og Björn þá lifað í farsælu hjóna- bandi á fimta áratug. Hallfríður hefur gengt hús- freyjustörfum í Efstabæ um 50 ára skeið. Hallfríður er hin mesta mynd ar og dugnaðarkona, fríð sýnum og gjörfuleg. Ber hún aldurinn vel, enda hefur hún haft mikl- um manni að má. Hallfríður er kona vinföst og trygglynd. Dvaldi á heimili þeirra hjóna um 40 ára skeið, einstæðingskona, þeim óskyld, sem nú er nýlega látin í hárri elli. Ljetu þau Hallfríður og Björn sjer mjög ant um vellíðan henn- ar. Eftir lát manns síns veitti Hallfríður henni einstaka að- hlynningu og hjúkrun síðustu árin, sem hún lifði. Hallfríður er Skagfirsk að ætt. Er hún fædd í Brekku í Víðimýrarsókn. Fluttist hún með foreldrum sínum, Ólafi Gunnarssyni og Guðrúnu Guð- varðsdóttur, 6 ára gömul frá Brekku vestur í Húnavatns- sýslu. Þaðan fluttist hún með foreldrum sínum eftir skamma dvöl þar til Suðurlands. Bjuggu foreldrar hennar þar í nokkr- um stöðum en lengst á Litla- sandi í Hvalfjarðarstrandar- hreppi. Á Hallfríður í fórum sínum passa eða prestseðil, sem sókn- arprestur H. Jónsson í Glaum- bæ Ijet föður hennar í tje er hann flutti úr sóknum hans. Seg ir þar, „að foreldrar Hallfríðar víki frá Brekku með góðu mann orði og óhindruð að njóta síns andlega frelsis.“ Eru á seðli þessum talin upp börn þeirra hjóna og hvað liði námi þeirra í lsristnum fræðum. Um Hallfriði segir að- hún, þá 6 ára gömul, þekki stafina. Passa þessum, sem er undirritaður í Glaumbæ 5. nóvember 1863, lýkur með þessum orðum: „Ofannefnd hjón ásamt börn- um þeirra, leiði góður guð á vegi sannrar farsældar og á- nægju og meðtaki þau til sín að lyktum.“ Hallfríði eru í barns minni ýmsar frásagnir að norðan, sem lifðu á vörum foreldra hennar. Skal hjer getið tveggja atburða er foreldrar Hallfriðar sögðu frá og henni urðu minnisstæðir. Langafi Hallfríðar, Magnús að nafni, bjó í Móðuharðindun- um í Vatnshlíð á Vatnsskarði. Er sú jörð á sýslumótum Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslna, Húnavatnssýslu-megin. Var það algengur viðburður þar á þess- um árum, að kýrnar væru mjólk aðar um miðjan dag til þess að næra vergangsfólk, sem bar þar að garði aðfram komið af sulti. Um þessar mundir skeði sá atburður í Vatnshlíð að eitt sinn er fjósamaður kom í fjósið að morgni dags, fann hann korn- ungt barn, sem enginn vissi deili á, bundið við eina fjós- birsluna. Fjekk barnið hina bestu hjúkrun og var það alið upp í Vatnshlíð og komst til fullorðinsára. Hallfríður hefur gott minni og kann hún frá mörgu að segja er hún hefur heyrt frá skýrt og við hefur borið á langri lífsleið þessarar athugulu skírleiks- konu. Vinir og kunningjar Hallfríð- ar munu senda henni hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á ní- ræðisafmælinu. P. O. Jónsmessuhálíð á Akureyri KVENFJELAGIÐ Framtíðin efndi til Jónsmessuhátíðar á Akureyri s.l. laugardag og hófst kl. -8,30 e. h. á Iþróttasvæðinu sunnan við sundlaugina. Þá um kvöldið ljek Lúðrasveit Akureyrar, fyrst nokkur lög undir stjórn Áskels -Jónssonar. Sýnt var leikrit á palli þeim, er var komið fyrir á hátíðar- svæðinu, Jónsmessudraumur. — Skátar höfðu varðelda og stig- inn var dans. Daginn eftir, sunnudag hófst hátíðin kl. 2 e. h. Þá Ijek lúðrasveitin, formað- ur Framtíðarinnar, frú Gunn- hildur Ryel, flutti ávarp. Sjera Pjetur Sigurgeirsson hjelt ræðu, sýndir voru gömlu og nýju tím- arnir af dansfplki. Leikritið Jónsmessudraumur var og þá endurtekið. Lúðrasveitin ljek aftur, og karlakórar bæjarins skemmtu með söng um daginn. Ýmislegt fleira var þarna til skemmtunar, en er leið á sunnu- daginn gerði talsverða rigningu svo að hætta varð samkomunni á þeim stað, er hún var haldin. En síðar um kvöldið var stig- inn dans að Hótel Norðurland. Mjög margt fólk sótti Jóns- messuhátíðina. Var kaffi selt í Gagnfræðaskólanum, sem þar er skammt frá. Eins og venja hefur verið fyrirfarandi ár, er Kvenfjelagið Framtíðin hefur stofnað til skemmtana rann all- ur ágóði af hátíðinni til nýju sjúkrahússbyggingarinnar á Ak ureyri. — H. Vald. — Hól skipasmiða Framh. af bls. 7 er að smíða þar og verður 25 þús. smálestir. Þaðan var full- trúunum boðið út í Skerjagarð- inn að skoða 3 skipasmíðastöðv- ar í Hálsö, Knippla og Mar- strand. íslendingar munu kann- ast við þessi nöfn, þær byggðu hluta af Svíþjóðarbátunum. — Þessi kynnisferð var mjög á- nægjuleg og veður var hið besta. Áður en störfum ráðstefnunn ar lauk, var stofnað Samband norrænna skipasmiða og kosin fyrir það bráðabirgðastjórn. — Þetta samband heitir á sænsku: Skandinaviskt Tráskepps- och bátbyggare forbund. í stjórn þess eiga sæti fulltrúar frá Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. ís- lendingar og Finnar gátu ekki tekið þátt i stofnun þess, því hvorki hjer eða í Finnlandi hafa skipasmíðameistarar myndað með sjer f jelagsskap og gátu því ekki gengio inn í sambandið að svo stöddu. En íslensku fulltrú- arnir munu taka þetta mál til athugunar hjer heima meðal stjettarbræðra sinna. Að lokum sagði Arnór, að móttökurnar í Svíþjóð hefðu verið hinar ákjósanlegustu bæði af hálfu hins opinbera svo og einstakra stofnana. Það hafi verið íslensku fulltrúunum til mikils gagns að taka þátt í þess ari fyrstu ráðstefnu fiskiskipa- smiða. Herbergi — Hreingerning j | 1 eða 2 reglusamar stúlk- | \ ur geta fengið gott for- 1 í stofuherbergi í miðbæn- § = um til leigu. Verða að I 1 tak-a að sjer hreingerning- | i ar í sama húsi. — Tilboð I I merkt: „Herbergi hrein- 1’ I gerning — 2071“ leggist á \ \ afgr. Morgunbl. Sjáið sýningu <£rneáto VUaÍJoza í Tjarnarbíó í kvöld kl. 11,30 ISTæst síðasta sinn Aðgöngumiðar í Tjarnarbíó frá kl. 1 í dag. |1 ----- - - --------------------------------- --- , ■ _ • • i ...- - X-f ‘a - a a & a EffirRobertSform ' n " n ,r " " 1 1 " “ " " " ” ■ m n - - - ■ ■------ ■■ ——— ? KRUM41, THI& WHOLE TMlNO 1 I-5 100 PAT! L00K$ LIKE A FRA/V1E...MAME V0UR FlNGERPRlNT /VIAN 60 0VE(? THE INTERlOR OF THAT CL0&ET— ITMI6HT HOLP N THE KEV. TO THl£ MV£TERV ‘ .. BUT, LIVER-LIP$.“ WHAT DIFFERENCE D0E£ IT MAKE WHAT JlME we mailep THE LETTER T V f vou DOLT! IF THE N MtDlCAL EXAMINER PROVEE’ THE TIME OF^ DEATH, THEV’LL know that pleed couldn't HAVE MAILED THAT L LETTER BLAMlNó corriöAn ! y Bing: — Þetta liggur allt saman opið fyrir. — LítUr út fyrir, að einhver sje að reyna að fá Phil dæmdah saklausan. — Láttu athuga fingraförin á skápnum ýijerna. Þar kunnum við að finna lyktina að leyndarmálinu. — En um líkt leyti og þetta skeður, er Kalli kyssimunnur óður og uppvægur út í bæ. — Jói: En Kalli, hvaða máli skiftir það, hve nær við póstuðum brjefið? — Kalli: Asninn þinn! Ef læknirinn sannar það, hvenær Pleed dó, hlýtur lögreglan að sjá, að hann hefði ekki getað sett brjefið í póst. Og þá sjer lögreglan, að Corrigan getur ekki verið morðinginn. — En umrætt brjef liggur ennþá í póstkassanum. Á því kann að veltá líf eða dauði Phil Corrigan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.