Morgunblaðið - 08.07.1947, Page 8

Morgunblaðið - 08.07.1947, Page 8
8 MORGtTWBIi A9IS Þriðjudagur 8. júlí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rr-ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Niðurstaða verkíallanna DAGSBRÚNARVERKFALLIÐ er til lykta leitt og aðr- ar vinnudeilur samtímis. Kauphækkun sú, sem fulltrúar Dagsbrúnar sættu sig við, nemur 3—5,6%. Til að ná þess- ari kauphækkun -hefir þurft rúmlega fjögurra vikna verkfall. Á þeim vikum hafa verkamenn orðið fyrir slíku tjóni að það tekur þá 1% til nokkuð á 3. ár að vinna það upp, með þeirri hækkun er fengist hefur. Vissulega veitir verkamönnum þessvegna ekki af hækk uninni úr því sem komið er. En því miður er ástandið 4 ísl. atvinnulífi og fjármálum þannig nú, að hætta er á, að verkamenn vinni aldrei upp það tjón, sem þetta mánaðar- Verkfall er búið að valda þeim. Sú aukning verðbólgunnar sem leiðir af þessari grunnkaupshækkun, þótt eigi sje hún meiri, mun á skemmri tíma en 1—2 árum gera að engu þá kauphækkun, sem nú er orðin. Mega menn í því sambandi minnast afleiðinga grunn- kaupshækkananna 1946, sem þó voru nokkru meiri en nú. Kommunistar segja, að aukin dýrtíð sje nú rúmu ári síðar búin að gera að engu þær kjarabætur, sem með því veTkfalli fengust. En það verkfall stóð þó ekki nema viku og varð verkamönnum þess vegna ekki eins dýr- keypt og þetta. En auk þess sem kauphækkanirnar ganga í sjálft sig vegna verðbólgunnar, sem þær hafa í för með sjer, er yfirvofandi hætta á, að hin geigvænlega dýrtíð hafi leitt til stöðvunar atvinnuveganna löngu áður en Dagsbrúnar- menn hafa unnið upp það tjón, sem ráð kommúnista nú hafa valdið þeim. Verkamenn munu þessvegna skilja, að þeir hafa til lítils barist og engin gifta fylgir Lokaráðum kommúnista. Sjálfsagt láta kommúnistar sjer allt þetta í ljettu rúmi liggja. Þeir vissu frá upphafi ofur vel, að verkamenn hlytu að bíða tjón af þessum verkföllum. Ætlunin var ekki að berjast fyrir hagsmunum þeirra, heldur til hins að sanna, að ekki væri unnt að stjórna íslandi nema með atfylgi kommúnista. Það var þetta, sem kommúnistar lögðu allt kapp á að sanna, en sú viðleitni þeirra hefur mistekist þeim hrapar- legar en nokkuð annað. Þeim hefir að vísu tekist að gera illt af sjer. Við því bjuggust allir, enda var vitað, að þeir höfðu viljann til þess. Það er og ekkert nýtt, að kommúnistar láti illt af sjer stafa. Þeir efndu til Dagsbrúnarverkfalls 1946, með mun meiri árangri en nú og voru þeir þó þá sjálfir í ríkisstjórn og höfðu heitið því að koma í veg fyrir grunnkaupshækk- anir til að grafa ekki undan fjárhagskerfi landsins. Allt þetta sviku þeir, og gat því enginn búist við góðu af þeim nú. Framferði þeirra hefir einmitt bæði fyrr og síðar sýnt, að þeir eru óhæfir til samstarfs um stjórn landsins. Flesta þá, sem um þetta efuðust áður, hefir kom- múnistum nú tekist að sannfæra um, að ekki sje komandi nærri þeim. Árangurinn af öllu brölti þeirra nú er því sá, að þeir hafa aldrei verið fjær því marki, sem þeim hefur verið skipað að ná, sem sje, að komast í stjórn landsins. Islendingar una því ekki, að lítill minnihluti skuli með ólýðræðislegum aðferðum ætla að hrifsa til sín þau völd, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefir samkvæmt stjqrnskipun ríkisins fengið Alþingi og ríkisstjórn. Lýðræðið.íslenska hefur staðið af sjer hættulegustu at- lögu, sem því hefur verið veitt. Sjúku fjárhagskerfi þjóð- arinnar hefur kommúnistum hinsvegar tekist að veita enn eitt sár. íslendingar munu ekki láta það á sig fá, heldur mun yfirgnæfandi meirihl. þeirra snúa sjer að því að lækna þetta sár sem aðrar meinsemdir þjóðlífsins. Fyrsta læknisráðið er að bægja níðhöggnum frá að vinna fleiri skemdarverk á þjóð sinni en hann hefir þegar unnið. DAGLEGA LÍFINU Frjálsir menn. REYKVÍKINGAR eru nú aft ur orðnir frjálsir áð mörgu, sem þeim hefir verið bannað í heilan mánuð. Kaupmenn geta nú flutt heim vörur sínar. Verkamenn geta unnið, þar sem þeim býðst vinna. bílaeig- endur geta keypt bensín, ferða- menn fengið farangur sinn og jafnvel íslenska póststjórnin getur á ný allra náðsamlegast flutt í land póst, sem legið hefir í heilan mánuð 1 skipum úti á ytri höfn. Þjóðhátíðarnefndin getur látið taka niður flagg- stengur á götunum og fagna því allir, nema þeir ribbaldar, sem hafa gert sjer það til 'dægrastyttingar, að beygja þær og bögla. Nú má hleypa öllum fornmönnum og höfðingjum í land í Reykjavík, eða hvar, sem er á landinu, hvor-t sem þeir koma í steini eða eir. •— Dá- samlegt er að lifa sem frjálsir menn í frjálsu landi! • Úrillur kollega. KOLLEGA vor í „Gerskum Tíðindum“ er óvenju úrillur þessa dagana og er ekki á- nægður með neitt, nema sjálf- an sig. Verst er honum við okk ur kollegana í smáletursdálk- um blaðana. Hann vill meira að segja kenna okkur um, að logið er upp viðtali við Olaf Thors í norsku blaði. - En annars talar hann um „skítinn í kirkjunni og skötuna sem rak á Þyrli“, eins og sagt er, en varast að minnast á Snorra Sturluson. En sann- gjarnir menn sjá að honum er nokkur vorkun. En illa ér jeg svikinn ef hann sker sjer ekki penna til að skrifa um „Snorra galdur inn meiri“ .og ber sig þá aumlega yfir vonsku „aftur- halds og Bandaríkjaagenta". 9 Skemtiferðafólk. SKEMTIFERÐIR bæjarbúa um helgina verða mörgum minnisstæðar. Á Þingvöllum og fleiri stöðum, sem ferðafólk leitar til, stóðu menn í höm all- an sunnudaginn, eins og úti- gangshross á Þorranum. Annaðhvort er almanakið orðið hringavitlaust, eða að það verður a snúa öllu tímatali við. Kalla það vetur, sem við nú nefnum sumar og sumar vetur. Það er rjettnefni. Jeg hitti kunningja minn í gær, sem var að koma úr sum- arfríi. Hann bölvaði þeim illu forlögum, sem höfðu rekið hann til að eyða' sumarfríinu sínu þetta snemma. Annan hitti jeg, sem var að fara í sumarfrí. Hann krossbölvaði yfir að hafa ekki farið fyr í frí. 9 Tveir sólbrendir. ÞAÐ ER SJALDGÆFT að' sjá menn hjer í bænum. sem hafa orðið brúnir af sól á þessu sumri. Það er hægt að segja með vissu hvernig á því stend- ur. Annað hvort eru það út- lendingar, eða Islendingar- að koma úr utanlandsför sem eru 9 brúnir á hörund. En í gær rakst jeg á vin minn, sem var eins og múlatti í fram- an. „Velkominn úr sigling- unni“, sagði jeg. „Jeg er ekki að koma úr neinni andsk .... siglingu“, sagði hann. „Jeg geng í ljós!“ 9 Góð hugmynd. ÞETTA VAR GÓÐ HUG- MYND hjá honum, sem sumar- gistihúsin hjer á landi ættu að taka upp, eða einhverjir fram- takssamir náungar hjer í bæn- um. J>að er hugmynd að einni höllinni. enn — sólarhöllinni — í stuttu máli: Koma ætti upp einni heljarmikilli höll með sóibaðslömpum, þar sem menn gæíu fengið sólbað á hvaða tíma dagsins sem vera skyldi fyrir vægt gjald. — Það yrði vel sótt höll. Það mætti kanski nota þetta hús sem skautahöll á veturna, þegar nóg er af sól úti. Fjár til hallarinnar væri sjálf sagt að afla með bílhappdrætti. 9 Ráðleggingar. NÚ ERU margir að.búa sig til sumarferðalaga. Gamalt ís- ienskt máltæki segir, að eng- inn kunni sig í góðru veðri heiman að búa og þótt ekki sjeu miklar líkur til að neinn leggi af stað úr bænum í neinni blíðu ráðlagt, að hafa með sjer hlý ullarnærföt, sjóhatt og helst stakk og ha vaðstígvjel í sum- arfríið. Stormúlpa, sem kallað er má heita bráðnauðsynleg flík í sumarfrílnu og ekki má gleyma ullarpeysum, lopapeys um. ullarsokkum og ullartrefl- um. — Með slíkar flíkur, sem hjer hafa verið nefndar ættu menn að komast ókalnir heim úr sumarfríinu. P.S. En öruggast er að vera heima og hafa hitaveituna á! o Forvitni. DÆMI UM hvernig menn geta spurt: „Kæri Víkverji, getur þú sagt mjer hvort freðfiskimats- menn, ullarmatsmenn og kjöt- matsmenn geta fengið inn- göngu í Náttúrulækningafje- lagið?“ MEÐAL ANNARA ORDA , , , , Er olíuskortur yfirvcfandi! ATBURÐARÁSIN í olíumál- unum er mjög hröð. Útlitið fyr- ir vöntun í allri veröldinni á olíu, sem var aðeins sem óljóst hugboð fyrir fáum árum er nú að verða að raunveruleika. Það sem var aðeins möguleiki á 1 gærdag er að verða fullvissan á morgundeginum af ástæðum, sem enginn gat sjeð fyrir. Þörf heimsins fyrir olíu fer stöðugt vaxandi, með svo mikl- um hraða að engum hefði fyrir fáum árum dottið slíkt í hug. Það er engin vöntun á hráolíu á olíusvæðunum og það er ekki svo að olían í jörðinni sje að ganga til þurðar. En neytend- urnir láta sjer ekki nægja hrá- olíu og áður en hún er flutt út í heiminn verður að hreinsa hana og breyta henni i stein- olíu og bensín eða smurnings- olíu og margt fleira og ef slík umbreyting á að ganga fljót- ara fyrir sig verður að fjölga hreinsunarstöðvunum að mikl- um mun. Vantaði stál til nýrra stöðva. í stríðinu var svo með olíu- málin, að þrátt fyrir það, að mikil vöntun væri jafnah á olíu varð að fara varlega í að byggja nýjar hreirfSunarstöðvar, aðal- léga vegna þess, að í það fer rnikiö stál, sem þurfti að nota til armars. Aðrir erfiðleikar, sem enn verður að stríða við er vöntun á tankskipum. Flest olíuskip, sem bandaríkjastjórn rjeði yfir í stríðinu, hafa verið tekin úr notkun. Nú eru nokkur þeirra aftur farin að sigla, en það þarf leyfi bandariska þingsins til að setja öll skipin í gang aftur. Notkun í Bandaríkj- unum er 70% af notk un heimsins. Þróunin í Bandaríkjunum veldur að miklu leyti olíuvand ræðum heimsins. Þetta ár er talið að eyðsla þeirra verði hvorki meira nje minna en 70 % af allri evðslu heimsins. Skrifstofa olíunámanna í Bandaríkjunum hefir reiknað það út, að aukning olíunotkun-' ar þar á síðasta ári hafi ver- ið um 41/2%. Eyðslan yfir alt árið náði hinni stórkostlegu tölu 1.790.961.000 tunnum á ári. Aukningin, sem varð á ár- inu hefði nægt bæði Frakk- landi og Bretlandi til samans. Þurfa Bandaríkin að aft flytja olíu inn? Undanfarið hafa Bandaríkin verið stærsti útflytjandi olíu, en svo getur farið, ef eyðslan vex enn þar í lanai hætti allur útflutningur þaðan og Banda- ríkjamenn verði jafnvel að flytja olíu inn. Ef Bandaríkin reyna ekki með einhverju móti að minka notkun sína, veldur það áreiðanlega innan skamms olíu skorti annarsstaðar í heimin- um. Olíumálin eru þegar farin að vekja mikla athygli í banda- ríska þinginu. Fyrst og fremst hefir verið þar til umræðu að leigja út öll olíuskip stjórnar- innar og ýmsar fleiri bollalegg- ingar fara þar fram. Nú síðast hjelt Krug innanríkisráðherra Bandaríkjanna fund með ýms- um sjerfræðingum um hvernig mögulegt væri að umflýja olíu- skort á næsta vetri. Svo að málið er auðsjáanlega orðið al- varlegt. Lpndon í gærkvöldi. ISMAY lávarður, yfirmaður herforingjaráðs Mountbattens, varakonungs Indlands, kom til London í dag flugleiðis frá New Dehli. Mun hann eiga nokkurra daga viðræður við bresku stjórn ina. — Þá er landstjóri Breta á Ceylon einnig kominn til Lon- don, og mun hann ráðgast við stjórnina um framtíðarstjórnar- fyrirkomulag á Ceylon. — Reuíer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.