Morgunblaðið - 08.07.1947, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.1947, Page 14
14 ^vmmm UORGUNBLAÐI9 Þriðjudagur 8. júlí 1947 | 2. dagur ,,Bílúnn minn er hjerna fyr ir Utan“, sagði hann. „Fyrst yður verður ekki þokað frá þessu, þá er best að jeg fari sjálfur með yður þangað“. j Whitecliff er lítið þorp og stendur Við vík nokkra. Þar er • j falleg baðströnd, þar eru gisti- hús og veitingahús og röð tjaldj skýla fyrir baðgesti við sjóinn. Ofar eru búðirnar, járnbraut-! arstöðin, ráðhúsið, lögreglu-1 stöðin og slökkvistöðin. Þar er| líka dálítill almenningsgarður, og þar stendur fornfáleg fall- j byssa^ til minningar um ein-1 hverja styrjöld. Hún er þarna ] eins og steingerð ófreskja inn! á milli blómanna. Nýútsprungn | ir fíflar vögguðust þar, því að vindurinn náði jafnvel að blása þar. Aústan og vestan við þorpið eru kalkklettar og ávalar hæð- ir upp af þeim. Þar stóðu hús hinna auðugri og þar voru kirkjurnar og skólarnir. Mr. Coombe ók austur á bóginn. Lucy sat við hliðina á honum og horfði hugfangin á alt sem fyrir augun þar. Hún mintist þess nú að hún hafði einu sinni komið til Whitecliff ásamt Edwin. Ein- hver maður hafði beðið hann að koma þangað og líta á gamla vindmylnu, sem hann var að hugsa um að gera að íbúðar- húsi. En þetta fór út um þúfur og Edwin hafði aldrei farið aftur. Ekki vildu nágranna- konur hennar heldur fara þang að, þeim þótti skemtilegra að fara til Whitmouth, því að þar var meiri glaumur og gleði. Það voru nú tíu ár síðan Lucy hafði komið hingað, og þá fanst henni ekkert til um staðinn. En nú dáðist hún að því hvað börn in voru rjóð í kinnum og hvað þau voru dugleg að vaða í sjón um. Báðströndin fanst henni líka yndisleg, með froðufell- andi bylgjum, sem spýttu löðri langt upp á sandinn. Henni fanst að hjer mundi hún una sjer vel. ,,Mentaskólinn“, sagði Mr. Coombe þurlega og benti á tvö rauð hús umgirt háum garði. „Falleg bygging“, sagði Lucy. „Sem mentastofnun stendur hann ekki að baki neinum skóla í landinu“, sagði Mr. Coombe. „Jeg hefi sjálfur stundað þar nám“. „Það er gaman að heyra“, sagði Lucy. „Og eru skóla- gjöldin ekki lág?“ „Jú, og það þarf enginn að sjá eftir þeim“, sagði Coombe. „Hjeðan geta menn farið í hvaða háskóla sem er, og jafn- vel fengið styrk til þess". „Hlutuð þjer styrk?“ spurði Lucy. „Jeg hafði ekki þörf fyrir það“, svaraði Coombe. „Jeg tók við af föður mínum, þegar jeg var tvítugur. Hjerna kemur Klettavegu.r“ mælti hann svo og beygði inn á brattan stíg. Á aðra hönd voru klettarnir og sjórinn, en á hina hönd falleg hús með aldingörðum um kring. „Hjerna er nú Mávahlíð“, sagði Coombe og stöðvaði bíl- inn fyrir utan seinasta húsið í röðinni. Þar endaði vegurinn líka á hæðarbrúninni og tók þar við þröngur stígur. Þetta var lítið hús úr grá- steini og stóð eitt sjer, fjarri hinum húsunum. Hringlaga garður úr grjóti var umhverfis það. Háir bogagluggar Voru á efri hæð, blámálaðir og sneru í allar áttir eins. og þeim væri falið að safna öllum sólargeisl- um frá morgni til kvölds. „Mjer líst vel á það“, sagði Lucy og teygði sig út úr bíln- um. „Mjer líst sjerstaklega vel á það“. Mr. Coombe stöðvaði hreyfil- inn. „Þjer megið ekki dæma það eftir ytra útliti“, sagði hann, en hreyfði sig þó hvergi, eins og hann ætlaði ekki að sýna henni húsið hið innra. „Það er skylda mín að benda yður á, að húsið er mjög af- skekkt fyrir einstæða konu“, sagði hann. „Jeg er ekki einstæðingur“, sagði Lucy og leit undrandi til hans, því að hún áleit að hver. maður gæti sjeð það á sorgar- J búningi hennar að hún var ekkja. „Jeg' þykist sjá“, sagði Coombe, „að þjer hafið nýlega mist manninn yðar, og þess vegna hafið þjer engan karl- mann til þess að vernda yður“. „Jeg er jafn varnarlaus hvar sem jeg á heima“, sagði Lucy. „En þjer getið verið þar sem ekki er jafn afskekkt og hjer“, sagði Coombe. „Þjer lásuð í bókinni, að þetta hús væri á mjög góðum stað“, sagði Lucy. „Hafið þjer gleymt því?“ „Húsið er á góðum stað, en ekki fyrir einstæðings konu‘.‘, svaraði Coombe. „Við skulum heldur aka til Fagrahlíðar“. „Ekki fyr en við höfum skoð- að Mávahlíð“, sa'feði Lucy, opn- aði hurðina og fór út úr bíln- um. Mr. Coombe tautaði eitthvað sem hún heyrði ekki hvað var. En svo fór hann út úr bílnum líka. tók undir hönd Lucy og leiddi hana heim að húsinu. Slæðan hennar flæktist um tölu í treyjunni hans. Hann greiddi hana lausa og hjelt : henni svo að vindurinn sveifl- aði henni ekki. Og Lucy fann j að hann hugsaði eins og aðrir: | „Litli veslingurinn“. Það urgaði í ryði þegar hann J sneri lyklinum í skánni og það ýskraði í hjörunum, þegar hann opnaði hurðina. Þau komu'inn í anddyri. Gegnt þeim var stigi upp á loftið og þrjár ljósmál- j aðar hurðir voru í ar.ddyrinu.: Birtu lagði þar inn um kringl- : óttan glugga eins og skjá á. skipi. Hurðirnar stóðu opnari og Lucy sá alla leið inn í eld- húsið, sem var innar af borð- stofunni. í setustofunni var, heljar mikill arinn úr svörtum J marmara og yfir honum hjekk málverk af skipstjóra í ein- j kennisbúningi. Þessi mynd var ekkert meistaraverk. Það var. eitthvað stirðbusalegt við hönd j ina sem hjelt á glóandi sjón-; auka, það var engu líkara en' að kinnarnar hefði verið litað- ar með kaffirótarbrjefi og hrokkið hárið var eins og vír- flækja. En augun voru skær og djúpblá, og Lucy sýndist ekki betur en að myndin deplaði til hennar öðru auganu, mjög ó- skammfeilnislega, þegar tekið var tillit til þess að hún var í sórgarbúningi. „Af hverjum er þessi mynd?“ spurði hún og reyndi að láta ekki á því bera að henni var brugðið. „Þetta er fyrverandi eigandi þessa húss“, mælti Coombe með einkennilegri rödd. Hann hjet Daniel Gregg, skipstjóri. Það er fallegt útsýni úr þessu her- bergi“, sagði hann svo og dró hana út að glugga. Þetta fanst Lucy undarlegt, því að þar var ekkert að sjá nema illa hirtan garðinn og éitt kræklótt trje, Hún sneri sjer við og leit á herbergið. Það var í sjálfu sjer snoturt, en þar var inni hið furðulegasta samsafn af hús- gögnum, sem Lucy hafði nokk- uru sinni sjeð. Á arinhillunni stóð forláta klukka og tveir kínverskir vas- ar sin nhvoru megin við hana. Á veggjum hjengu glitofin persnesk teppi. Legubekkur með rauðu flosi var þar og marglitt Indíánasjal breitt yfir hann. Þar var lakkaður kín- verskur skápur, eldgamall, og í hann var raðað ósamstæðu safni af leirtaui frá Blackpool, Cardiff og Southampton og inn an um þáð skínandi krystall frá Waterford. I 'einu hqrninu stóð bambusborð og á því fornfálegt manntafl úr fílabeini. Vegg- fóðrið var með stórum rósum og á veggjunum hjengu ljós- myndir, litaðar prentmyndir, útsaUmur og veggskildir. Á öllu var þykt lag af ryki og mauravefir voru í öllum horn- um og myglulykt af andrúms- loftinu. Þetta er skrítið herbergi, hugsaði Lucy, en það getur orð- ið skemtilegt. Og í huganum fór hún að lagfæra alt þar inni, málaði veggina, ruddi húsgögn unum út, nema því sem henni leist best á, setti þar upp sín eigin gluggtjöld og flutti þang- að legubekk og stóla, sem hún hafði erft eftir föður sinn. Og þú verður fyrstur að víkja, hugsaði hún og leit á myndina af skipstjóranum. En hvort það var nú af því, að birt- an hafði eitthvað breyst, nú sýndist henni augun á mynd- inni miklu alvarlegri en áður og ekki jafn blá. „Það þarf að taka rækilega til í borðstofunni", sagði Coombe eins og út- í hött og dró hana með sjer inn í næsta herbergi. Það þurfti ekki aðeins að taka til í borðstofunni, heldur varð að umturna þar öllu. Veggfóðrið var upplitað og mátti heita litlaust, nema hvar í hornunum mátti sjá fölar blá- ar rósir. Málningin var dottin af húgögnunum og alt var ryk- ugt. Herbergið minti helst á dauðs manns gröf. • „Það getur ekki verið að nokkur maður hafi búið hjer um fjölda ára“, sagði Lucy. „Nei, hjer hefir enginn búið. Eldhúsið kemur næst“, sagði Coombe. Þar var líka alt rykugt. Á veggnum var diskagrind og í henni fjórar raðir af diskum, en það sá varla í þá fyrir ryki. Og pottar sneru upp að vegg eins og þpir skömmuðust sín fyrir útlit sitt. © r GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 31. í hinum enda gangsins var hurð, sem lá inn í stórt eldhús. í einu horni þess skíðlogaði arineldur, en yfir honum hjekk vatnsketill. Við reykháfinn var lúa, sem hægt var að opna, þannig að mögulegt var úr eldhús- inu að rjetta matinn inn til gestanna. Að öðru leyti voru venjuleg búsáhöld í eldhúsinu, og pylsur og reykt kjöt hjekk meðfram einum veggnum. „Fáðu þjer sæti“, hvíslaði stúlkan, ,,og gættu þess að hafa ekki hátt. Jeg þarf að búa til púns handa mönn- unum frammi í veitingastofunni“. Hún benti á lúuna, en í gegnum hana barst tal og hávaði. Jeg tók upp stól og kom honum hægt fyrir við lúuna og reykháfinn, þannig að jeg gat bæði hitað mjer og hlustað á það, sem fram fór í stofunni. En stúlkan lagði meiri eldivið á bálið og byrjaði að fást við potta sína og pönnur. Við höfðum þagað um hríð, þegar jeg allt í einu heyrði setningu í gegnum hávaðann, sem kom mjer til að grípa andann á lofti. „krattinn sjálfur“, heyrðist í gestgjafanum, „jeg var búinn að biðja höfuðsmanninn að vera ekki að reyna að ræna fólk á vegum úti, á meðan við eigum stærri og alvarlegri verkefni fyrir höndum“. „Já, en svona hefir hann altaf verið,“ svaraði ein- hver. „Drottinn einn veit, hversu oft jeg hefi sagt þetta við hann. E:r það ber ekki nokkurn árangur, og það er jeg handviss um, að allt endar þetta með því að hann verður hengdur.“ „Hættu þessum 'hrakspádóm,um og reynum heldur að ræða um eitthvað skemmtilegra“, sagði nú önnur rödd, sem jeg kannaðist við sem rödd Dicks, fylgisveins höfuðsmannsins. „Það verður ekki amalegt að hafa hendur 4 hári fínu stelpunnar uppi á lofti. Og svo er hún og faðir bennar kaþólsk, svo það er nú minnsta syndin að gera útaf við þau. En ekki kann jeg þó al- mennilega við að gera það fyr en höfuðsmaðurinn er kominn, þótt einhvernveginn finnist mjer, að eitthvað hljóti að hafa komið fyrir hann, úr því að strákurinn kom hingað á hestinum hans.“ . V,-- cr/iN-f ] ; ] | 11 ff'iíjf : . , . , ! -úii) 1 (T — Ilvað vofuð þjer að segja? Hvcr hafi stærri eyru? ir Mikið var að verkfallinu lauk. Nú get jeg aftur fengið bensín á vindlakveikjarann minm Ljettlyndur Flóðhestur. ★ — I nótt dreymdi mig fínan draum. — Nú hvað dreymdi þig? — Sjáðu, mig dreymdi, að jeg ætti heila tunnu af brenni- ví.ni. — Og livað svo? — .Það man jeg ekki. Jeg hlýt að hafa orðið rungandi fullur! Faðirinn: Kæra dóttir mín, ef þú óskar þjer að eignast góð- an mann, skaltu giftast Guð- mundi. Hann hlýtur að elska þig mikið. Dóttirin: Hvernig veist þú það? Faðirinn: Jú, jeg hefi í sex mánuði fengið lánaða peninga hjá honum og hann kemur enn. í heimsókn til þín. Jeg býst við að þú vitir ekki hvað biðlun er, sagði stúlka við ungan mann. Veit jeg það ekki, jú. Það er að maður eltir konu þangað til hún íangar hann. ★ Það var í bíó í áhrifamesta kaflanum í myndinni. Skyndi- lega fór maður einn að leita eftir einhverju á gólíinu af miklum ákafa. — Hvað er þetta, sem þjer eruð að leita að? spurði sá, sem sat við hlið hans. — Jeg misti karamellu. — Er svona nauðsynlegt að leita að henni? — Já, því að tennurnar mín- ar voru í henni. ★ Viðskiftavinur að skamma klæ&skerann: Hvað á þetta að þýða að hafa vestið með stök- um hnappi að ofan og auðu hnappagati að neðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.