Morgunblaðið - 13.07.1947, Page 2

Morgunblaðið - 13.07.1947, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ' Sunnudagur 13. júlí 1947.3 Skemdarhugur kommún- ista er ætíð hinn sami í VETUR var sagt, að ástand ið í stjórnmálum Frakklands væri slíkt, að hvorki væri hægt að stjórna með kommúnistum nje án þeirra. Um skeið var skoðun manna hjer á landi ekki ósvipuð þessu. Á meðan kommúnistar voru í stjórn voru verk þeirra slík, að mjög erfitt var við að una. Jafnframt höfðu þeir sjálfir við orð, að margfalt ver mundu þeir reyngst, ef þeir færu út úr stjórninni, og þótti þá ýms- um, sem af því myndi stafa þjóðarvoði, Vildu vera í andstöðu þótt ]þeir nytu góðs af völdunum. Kommúnistar höguðu stjórn- arvist sinni á þann veg, að þeir vildu til hins ýtrasta njóta góðs af völdunum, og þó í engu af- ;sala sjer rjetti andstöðunnar til :iulls fjandskapar og ýfinga við ovokallaða samstarfsmenn sína. Hvorugur ráðherra kommún :'.sta ljet sjer nægja að fara öllu ;>ínu fram í ráðuneytum þeim, er undir þá heyrðu, án sam- ráðs við meðráðherra sína, held ur færðu þeir sig oft á tíðum inn á valdsvið hinna ráðherr- anna, stundum án þess einu sinni að segja þeim frá aðgerð- nm •sínum þar: Því til sönnun- ar skal aðeins minnt á sendi- ferðir þær, er Áki Jakobsson gerði út til annara landa, samn' ingaumleitanir hans við afskip unarmanninn rússneska um sölu allra íslenskra afurða o. m.fl. , allt án nokkurs samráðs við utanríkisráðuneytið. Menn óttuðust, að þeir yrðu verri. Oll var þessi framkoma með þeim endemum, að óviðunandi var. Hið eina, sem menn kunna að færa henni til varnar, er að >vo vondir sem kommúnistar væru í stjórn, myndu þeir þó verða margfalt verri utan stjórnar. Þá myndu þeir eins- kis svifast, heldur miskunnar- laust nota hina sterku aðstöðu sína í verkalýðsfjelögunum til að koma þjóðfjelaginu öllu í kalda kol. Að lokum varð yfirgangur kommúnista samt svo mikill, að enginn treystist lengur að tjónka við þá. Að sjpálfsögðu spöruðu kommunistar þá ekki hóUinir og illyrði. Fullyrtu þeir að á nokkrum vikum myndu þeir með verkföllum og öðrum óskunda hafa hrakið frá völd- am hverja þá stjórn, sem á laggirnar væri sett, án þess að þeir ættu þar fulltrúa. Kommúnistar ætltiðu að koma stjórninni frá fyrir síldveið- arnar.' Síðustu tímamörk, sem þeir settu um efndirnar á þessu fje- lega fyrirhciti sínu, voru síld- veiðarnar. Vegna nauðsynjar þjóðarinnar á, að þær gætu hafist hindrunarlaust, heit- strengdu kommúnistar að koma af stað rjett á undan veiðunum þeirri verkfallsöldu, er ekki skyldi linna, fyr en sú stjórn, Mátturinn til að gera ilt er minni þegar þeir eru í stjórnara'ndstöðu sem þeir vildu feiga, væri liðin undir lok. Því er ekki að leyna, áð margir óttuðust, að kommún- istar yrðu menn til að koma þessum ófögru áformum sínum fram. Víst er það, að ekki skorti kommúnista til þess viljann cða tilburðina. / Raunin varð og sú, að verk- u. m föllum tókst þeim að koma( af stað, meira að segja mjög al- varlegum. Með þeim urðu þeir miklu tjóni valdandi., og er ekki nema að vonum, að komm únistar telji það vera sjer mik- inn sigur. Oll þjóðarheildin varð fyrir tjóni af völdum 'þeirra. JafnveÞþeir, sem fengu nokþra grunnkaupshækkun fram, vérða IVz—2% ár að vinna upp það beina peninga- tap, sem kommúnistar hafa valdið þeim. Náðu ekki því, sem þeim var sagt. En sigur kommúnista liggur eingöngu í því að hafa valdið skjólstæðingum sínum og þjóð- inni í heild miklum miska. Hinu náðu þeir ekki, að bi'jóta á bak aftur löglega stjórn landsins og setjast sjálfir að völdum. Það var þó aðaltilgangurinn og áttu kommúnistar áreiðanlega meira undir, að hann næðist, en menn í fljótu bragði gera sjer grein fyrir, því að skipunin utan að var sú, að þeir ættu að komast í ríkisstjórn á ný, hvað sem það kostaði. Þetta mistókst, og að sama skapi lækkaði á þeim mat- ið hjá hinum erlend'u húsbænd- um- Hitt gera menn sjer auðvit- að ljóst, að þó að kommúnistar næðu ekki því, sem þeir lögðu mest kapp á, hafa þeir gert þjóð inni mikið og varanlegt tjón. Þeir hafa gei;t dýrtíðarmálin miklu erfiðari úrlaulnar en áð- ur, og valda því, að örðugt mun reynast að halda dýrtíðinni í skefjum, svo sem ætlun manna var. Skemdarverk kommúnista engin nýjung. • Slík skemmdarverk eru eng- an veginn nýjung af hendi kommúnista. Þegar þeir gengu í ríkisstjórn 1944, hjetu þeir að standa á móti vexti verðbólg-. unnar, og lofuðu að leggja sig alla fram ,um, að ekki yrði frek ari almennar grunnkaupshækk anir, vegna þess ao slíkt hlyti að leiða til varanlegs ófarnað- ar þjóðinni, þó að einstakar stjettir kynnu að græða á því í bili. Við þetta loforð stóðu þeir aðeins í rúmt ár. Að því liðnu efndu þeir á ný til kauphækk- unaröldu og ljetu Dagsbrún ríða á vaðið. Kröfðust þeir þess þá, að grunnkaup í almennri vinnu hækkaði úr kr. 2,45 í kr. 2,75. Þetta braut algjörlega í bága við fyrirheit þeirra, þeg- ar stjórnin var mynduð, því að þá var einmitt í öllum samtöl- um sjerstaklega tekið fram, að þáverandi grunnkaup Dagsbrún ar væri það hámai’k, sem ekki mætti fara fram úr. Og voru kommúnistar haustið 1944 ekki síður skeleggir en aðrir í yfir- lýsingum um að hækkun um fram það væri þjóðhættuleg. „Sfromniuðu sig af“ á svikimum. Eftir ósigurinn í bæjarstjórn- arkosningunum 1946 töldu þeir sig þurfa „afstrammara“ og þessvegna efndu þeir til kröfu- gerðar Dagsbrúnar skömmu síð ar. Að loknu viku verkfalli tókst þeim þá að knýja fram 20 aura grunnkaupshækkun. En áður en varði fór svo, að verkamenn sannfærðust um, að hagur þeirra var engu betri en fyrir hækkunina. Þessa stað- reynd notuðu kommúnistar svo í vor til að villa um fyrir verka rriönnum á þá leið, að þeir skyldu heimta enn frekari hækkanir, í stað þess áð snúa sjer að því, sem hagur þeirra raunverulega krefst, að dýrtíð- in verði lækkuð. Árangurinn sýnu minni nú. «a En nú var kröfugerðin miklu stórkostlegri en veturinn 1946. Nú er krafist.35 aura hækk- unar í stað aðeins 30 aura þá, og í ofanálag var það látið fylgja, að hrekja yrði stjórn landsins írá völdum. Allt, sem upp úr krafsinu hafðist, var, að eftir rúmlega 4 vikna verkfall náðist fram 15 aura hækkun í stað 20 aura árið áður, og þessi hækkun varð nú eingöngu sökum þess, sem öllum var ljóst frá upphafi, að síldveiðarnar mátti ekki með nokkru móti stöðva. Hitt, sem fyrir kommúnistum var aðalatr iðið, að hrinda löglegri stjórn landsins, af stóli, fór gersam- lega út um þúfur. Osigur kommúnista nú frá því árinu áður er þess vegna öllum auðsær. Og þá ekki síður hitt, að þann óskunda, sem kommúnistar hafa enn vald til að fá áorkað, gera þeir jafnt, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þar er ekk- ert lát á. Munurinn er sá einn, að þegar þeir eru utan stjórnar er máttur þeirra til óþurftar- verka minni en meðan þeir eru í stjórn ríkisins. Stiídentamót í Reykjavík um næstu helyi EndurheimfJiandritanna verður aðalmál ENDURHEIMT íslenskra handrita og þjóðminja úr vörslum danskra safna verður aðalmál stúdentamóts, sem haldið verður í Reykjavík dagana 19.—21. júlí n. k. Stúdentasamband ís- lands gengst fyrir móti þessu, en sambandið tekur til allra stúdentafjelaga hjer á landi. Um aðalmál mótsins munu flytja ræður þeir prófessorai'nir Olafur Lárusson, rektor Há- skólans, og Sigurður Nordal. Gert er einnig ráð fyrir, að um- ræður fari fram um málið og ályktun verði gerð um það. Dagskrá mótsins. Dagskrá mótsins verður á þessa leið: Kl. 14, 19. júlí verður mótið sett af formanni Stúdentasam- bandsins, Gísla Sveinssyni sendi herra. Lárus Pálsson flytur kvæði Einars Benediktssonar um Snorra Sturluson. Próf. Olafur Lárusson flytur ræðu um handritamálið og pi'óf. Sig- urður Nordal ávarp úm sama efni. Hljómleikar verða á fund- inum. Lokaorð flytur1 Lúðvíg Guðmundsson, varafoi'maður Stúdentasambandsins. 20 júlí fara þátttakendur í mótinu 4il Snorrahátíðarinnar í Reykholti. Verður farið sjó- leiðis til Akraness, en þaðan' með bílum til Reykholts. Síðasta dag mótsins, 21. júlí, verður svo aðalfundur Stúd- entasambandsins. Verða þar umræður og væntanlega sam- þykkt tillaga um handritamál- ið. Um kvöldið verður skilnað- arhóf að Hótel Borg. Heiðursgestir. Sigurður Guðmundsson skóla meistari og frú hans verða heið ursgestir mótsins í tilefni þess, að skólameistarinn mun á næsta ári láta af störfum fyrir aldurs sakir. Verður honum þakkað merkilegt starf við Menntaskólann á Akureyri þau 20 ár, sem liðin eru síðan skól- inn fjekk rjettindi til að braut- skrá stúdenta. Sjö manna framkvæmdanefnd. Sjö menn sitja í framkvæmda pefnd mótsins: Lúðvíg Guð- mundssðn, sem er formaður’ nefndarinnar, Einar Ól. Sveins son, f-ulltrúi Háskólans, Páll S. Pálsson og Sigurður R. Pjeturs- son, fulltrúi Stúdentafjelags Reykjavíkur, frú Hildur Bern- höft, fulltrúi kvenstúdenta, og Geir Hallgrímsson og Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, full- trúi Stúdentaráðs Háskólans. I Ilaifa í gær. TVEIM breskum hermönnum og einum óbreyttum borgara, hefir verið rtpnt af ofbeldis- mönnum, er þeir voru á gangi fýrir framan kaffihús eitt í þorpi miðja vegu milli Telaviv og Haifa. Evalf lil viðf^ðna Sidney í gærkvöldi, DR. EVATT, utaniákisráð- herra Ástralíu, lagði í dag a£ stað frá Sidney með skipi áleið- is til Tokio. Áður en skipið lagðx frá landi skýrði hann blaða- mönnum svo frá, að Mac Art- hur, yíirmaður bandarísku her- námssveitanna í Japan, hefði fyrir nokkrum mánuðum síðan boðið sjer til viðræðna í Tokio, og kvaðst ráðherrann búast við því, að ýms mikilsverð mál yrðu útkljáð í þeim viðræðum. — Dr. Evatt mun verða kominn til Tokio eftir um það bil hálfan mánuð. — Reuter. Gibraltar, TILRAUN hefur verið gerð til að sökkva skipinu Colonial Trader, sem er 800 tonn og hald- ið hefur verið í Gibraltar frá því 23. maí, sökum þess að grun- ur lá á að nota ætti það til ó- leyfilegra flutninga Gyðinga tij Pálestínu. __ Skipverjar á skipi, sem lá’ skamt frá Colonial Trader, tóku eftir því, að það byrjaði að hallá Var skipstjórinn aðvaraður, og; þegar að var gætt, var búið að opna fyrir botnventla skipsins. Hafnarbátum tókst að þur- ausa það. — Kemsleý. Keilað um póK- líska viðurkenn- ingu ! Hamborg í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan á her- námssvæði Br-eta skýrði svo frái í kvöld, að hernámsstjóm bandamarina í Berlín hefði ekks sjeð sjer fært að veita Suður- Sljesvíkur bandalaginu, sam- tökum danska þjóðernisminni- hlutans í Suður-Sljesvík, póli- tíska viðurkenningu. Var bandsj laginu einnig bannað að gefa út blöð á þýsku. Segir frjetta- stofan, að bi’esku hernámsyfir- völdin í Kiel hafi tilkynní; bandalaginu þessa ákvörðun hernámsstjórnarinnar. — Það var látið fylgja fregninni, að hernámsstjórnin myndi þó e£ til vill endurskoða þessa á- kvörðun sína, ef stjórnmála- ástandið í SuðurrSljesvík skýr'Q ist eitthvað. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.