Morgunblaðið - 13.07.1947, Síða 10
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 13 júlí 1947.1
7. dagur
„Vertu ekki að skæla“, sagði
hann. „Jeg vil ekki neinar
skælur, maddama gó3. Jeg þoli
það ekki að heyra konur gráta.
Hana, kveiktu þá á rækallans
gasinu og hitaðu þjer vatn.
Mjer er alveg sama um það. En
blessuð hættu að gráta“.
,,Jeg er ekki að gráta“,
snökti Lucy. „Það liggur að-
eins illa á mjer af því að jeg
er þreytt og sorgmædd og á
ekkert hús til að búa í“.
„Vitleysa“, sagði Gregg.
„Það eru til í Englandi þús-
undir húsa, sem standa í eyði
og bíða eftir því að einhver
vilji búa þar. Jeg kippi mjer
ekki mikið upp við svona volu-
skap“.
„En jeg vil eiga heima í
þessu húsi“, snökti Lucy. „Mjer
hefir aldrei litist eins vel á
neitt hús, sem jeg hefi sjeð. Og
fyrst mjer líst svo vel á það á
meðan það er í þessari niður-
níðslu, hvað mun þá verða þeg-
ar það er hreint og fágað“„
„Hvers vegna líst þjer svo
vel á það?“ spurði skipstjór-
inn. „Er það vegna þess hvað
leigan er lág, er það af þeirri
hvöt að fá sem mest fyrir ekk-
ert?“
„Nei, nei, nei“, sagði Lucy.
„Jeg kunni svo vel við* mig
undir eins og jeg kom hingað.
Jeg get elíki útskýrt hvernig á
því stendur, en það var engu
líkara en að húsið sjálft byði
mig velkomna og fagnaði því
að komast úr þeirri niðurníðslu
sem það er í.“
„Þú hefir ímyndunarafl“,
sagði Gregg, „en það getur ver
ið að eitthvað sje til í þessu.
Fyrsta skipið, sem jeg eignað-
ist var hræðilega útlítandi og
þess vegna fjekk jeg það ódýrt,
en jeg er viss um að það sigldi
helmingi betur hjá mjer held-
ur en hjá fyrra eiganda, að-
eins í þakklætisskyni fyrir það
að jeg dubbaði það upp“.
„Ef jeg lofa því nú að breyta
ekki svefnherberginu yðar í
kvennabúr, ætli við getum þá
ekki komist að samkomulagi?“
sagði Lucy.
„Jeg veit það að ef þú skyld-
ir þola hjer við í viku, þá kem
jeg þjer aldrei út“, sagði skip-
stjórinn. „En hvernig sem alt
er þá best að þú komir með
krakkana og verðir hjerna í
sumar og svo sjáum við hvern-
ig fer“.
„Ætlarðu þá að fara og lofa
okkur að vera einum í hús-
inu?“, spurði hún,
„Nei, jeg fer ekki fet“, sagði
skipstjórinn. „Hvers végna
ætti jeg að fara?“
„Vegna þess að jeg þori ekki
að koma með börnin á meðan
þú ert hjer“, sagði Lucy: „Og
það er ekki aðeins vegna þess
að þú munir gera þau hrædd,
heldur vegna þess ljóta orð-
bragðs. sem þú mundir hafa
fyrir þeim“.
„Bölvuð heimska er þetta“,
sagði skipstjórinn. „Jeg tala
hreint mál og jeg spilli engum.
Jeg segi þjer það satt, mad-
dama, að enginn kvenmaður
hefir ' orðið verri fyrir það,
hvorki á sál nje líkama, þótt
hún hafi kynst mjer, og mjer
þætfi gaman að vita hvort hægt
væri að segja hið sama um
marga af þessum sálmagaul-
andi mönnum. Jeg hefi lifað
eins og manni sæmir og jeg
skammast mín ekkert fyrir
það. Og jeg hefi altaf reynt að
segja satt og forðast djöful-
inn“.
„Það er alveg sama“, sagði
Lucy. „Jeg gæti ekki komið
þeim Önnu og Cyril í skilning
um það hver þú ert. Þau eru
nú ellefu og tólf ára, einmitt
á þeim aldri, þegar börn heimta
að fá að vita alt og skilja alt.
Annars þykir mjer vænt um að
þú skyldir láta undan og leyfa
mjer að vera. Jeg er viss um
það að jeg fæ aldrei annað hús
sem hentar mjer jafn vel. Bygð
ir þú það sjálfur?“
„Ójá, jeg gerði það“, sagði
Gregg afundinn.
„Það var laglega af sjer vik-
ið“, sagði Lucy. „Maðurinn
minn var byggingarmeistari,
en hann smíðaði aldrei svona
skemtilégt hús. En jeg held að (
hann hafi verið snillingur í því,
að byggja fangahús og póst-
húr“, bætti hún við því að|
henni fannst hún yrði að segjaj
eitthvert gott orð um manninn
sinn sálaða.
„Til hvers ertu með allar
þessar svörtu frunsur og blæju
fyrst þjer þótti ekki vitund
vænt um manninn þinn“, sagði
skipstjórinn.
„Mjer þótti víst vænt um
hann“, sagði Lucy.
„Vertu ekki að hafa fyrir
því að Ijúga fyrir mjer“, sagði
skipstjórinn. „Jeg heyri eins
vel það sem þú hugsar eins og
það sem þú talar. Við erum
svona þegar við erum komnir
yfir um, og þess vegna blöskr-
ar okkur oft hvað menn tala
þvert um huga sinn. Nei, góða
mín, þú elskaðir ekki manninn
þinn“.
„Jeg hlusta ekki á þig leng-
ur“, sagði Lucy með þótta og
stóð á fætur. Hún kveikti á
eldspýtu og nú skíðlogaði á
gasinu eins og aldrei hefði ver-
ið neitt að því. Hún ljet ket-
ilinn yfir og settist svo niður
til þess að bíða eftir því að
vatnið hitnaði.
Það var alger þögn í eldhús-
inu nema hvað heyrðist suðan |
í gasinu. Lucy sat róleg á eld-'
hússtólnum og spenti greipar
um knjen. Hún var falleg þessa j
stundina, rjóð í kinnum eftir
alt sem á daginn hafði drifið
— of þreytt til að hugsa — of
þreytt til að gera sjer áhyggj- j
ur — í hæfilegu skapi til þess
að fela forsjóninni alt sitt ráð. j
„Hvernig eiga menn að lifa,
rjett?“ sagði Gregg skipstjóri j
eftir langa stund. „Ef menn lofa
forsjóninni að ráða-þá fer altj
vel. En í stað þess æða menn!
um með augun aftur og snúast
í ótal hringa, eru hver fyrir
öðrum, eyðileggja alt af ein-,
skærri heimsku, og þegar þeir'
eru svo komnir í sjálfheldu þá'
ásaka þeir guð fyrir að hafa j
ekki gætt sín“.
„Mjer líkar vel við konur,
sem gcta setið rólegar“, mælti
hann eftir nokkra þögn. „Hefði
jeg einhvern tíma á ævinni
rekist á konu, sem kynni að
beygja, þá hefði jeg gifst henni. |
Hana, þar er vatnið orðið nógu
heitt, sjerðu ekki að suðan er'
að koma upp á því? Ef þú læt-*
ur það sjóða, þá eyðileggurðu
togleðurshringinn á flöskunni,
og auk þess eyðirðu gasi að
óþörfu. Þú verður að vera hag-
sýn, maddama“.
„Já, jeg ætti að vera hag-
sýn“; sagði Lucy, stóð á fætur
og helti vatni á flöskuna.
„Og svo ættirðu að hafa
trekt. Þú getur skaðbrent þig á
því að hella heitu vatni svona.
Kauptu þjer trekt á morgun“,
sagði skipstjórinn.
„Jeg skal gera það“, sagði
Lucy geispandi og skrúfaði
hettuna á flöskuna. „Jeg veit
eki hvort það á við að bjóða
vofu góða nótt“, sagði hún svo,
en ef jeg má þá býð jeg þjer
góað nótt’5*. Svó bjóst hún til
að fara.
„Bíddu snöggvast11, sagði
Gregg. „Jeg þarf að tala meira
við þig. Jeg hefi verið að hugsa
um það hvérnig við getum kom
ist að samkomulagi. Mjer líkar
vel við þig og það er alveg satt
að hsúið hefir gott af því að
menn búi í því. Það er því best
að þú setjist hjerna að, en þú
verður að láta svefnherbergið
mitt vera óhreyft. Jeg skal aft-
ur á móti lofa því að jeg skal
ekki gera vart við mig í neinu
öðru herbergi, svo að börnin
þín fái ekkert um það að vita
að jeg er til. Þá held jeg að
þínum óskum sje fullnægt. En
svo er það mínar óskir. Þú verð
ur að kaupa húsið“.
„Jeg hefi enga fjármuni til
þess“, sagði Lucy.
„Bíddu nú við“, sagði skip-
stjórinn. „Þú kaupir húsið fyr-
ir mína peninga. Jeg á fjár-
upphæð falda hjerna sem eng-
inn veit neitt um. Þú skalt taka
þessa peninga og kaupa húsið
af honum skrattakolli frænda
mínum. En svo verður þú að
gera arfleiðsluskTá þar sem á-
kveðið er að húsið skuli verða
heimili fyrir aldraða sjómenn“.
„Þetta nær ekki neinni átt“,
sagði Lucy. „Það væri hreinn
og beinn þjófnaður ef jeg tæki
peningana, og í öðru lagi, hvar
á jeg að sofa ef þú ætlar að
leggja undir þig besta herberg-
ið í húsinu?"
„Þú átt að sofa þar“, sagði
skipstjórinn.
„En-------“
„Hví skjldurðu ekki sofa
þar?“ sagði hann. „Hamingjan
hjálpi þjer að hugsa svona.
Jeg hefi engan líkama og eft-
ir að hafa verið líkamláus í
tólf ár þá hefi jeg engar hold-
legar hvatir. Svei þessu. mad-
dama, hefir þú ekki lesið í biblí
unni að á himnum eru engar
jarðneskar ástir“.
' - -r*r*n»
„Gallinn er sá, að þú ert
ekki í himnaríki“, sagði Lucy.
„Það er erfitt að koma þjer
í skilning um þetta, að minsta
kosti á meðan þú ert svona
syíjuð“, sagði Gregg. „Og það
getuf vel verið að jeg geti
aldrei útlistað fyrir þjer ástan'd
mitt með orðum. En jeg gef
þjer drengskaparloforð um það
að jeg skal hvorki skerða eitt
hár á höfði þjer nje stqfna
mannorði þínu í hættu. Með
þes&u er málið útkljáð, og pen-
ingana skaltu fá á morgun.
Góða nótt.“
„Málið er alls ekki útkljáð“,
hrópaði Lucy. „Bíddu. bíddu
í í .
. En þótt hún kallaði í hann
GULLNl SPORINN
Eftir Quiller Couch.
36. }
Hann var náfölur og benti á hjöltun á sverði míriu, sem
vopnamerki Antons var grafið á.
„Hann er dáinn“, hvíslaði jeg, „myrtur af þorpurunum,
sem niðri eru“.
Jeg sá að tárin runnu niður vanga þjónsins, en í sama
andartaki heyrðist hurð opnuð niðri og fótatak margra
manna í stiganum.
SJÖTTI KAFLI.
Flóttinn í skóginum.
Af hávaðanum í stiganum dró jeg þá ályktun, að sumir
þeirra hefðu fengið sjer í staupinu. Að þetta var rjett,
kom í ljós seinna. Jeg leit í kringum mig. Sir Deakin
hafði fært lampann nær sjer og sat nú hinn rólegasti og
bruggaði sjer púnsblöndu. Hann renndi augunum öðru
hvoru til dóttur sinnar, sem var föl, en róleg og stillt.
Fótatakið í stiganum nálgaðist nú óðum og allt í einu
var barið harkalega að dyrum.
„Kom inn!“ hrópaði Sir Deakin.
Jacques, sem stóð reiðubúinn við dyrnar, sneri sjer við,
er hann heyrði þessi orð, leit til húsbónda síns og lækk-
aði svo strax sverð sitt, um leið og hann gaf mjer merki
um að fara að dæmi sínu. Hurðinni var hrundið upp og
Settle höfuðsmaður reikaði inn, en hið fríða föruneyti
hans stóð í hnapp út við dyraþrepið. Jacques og jeg hörf-
uðum rólegh’ nokkur skref aftur á þak, til þess að verja
ungu stúlkuna.
„Viljið þjer vera svo vinsamlegir að bíða andartak",
sagði Sir Deakin án þess að líta upp og hjelt áfram að
hræra í púnsinu. „Ef maður blandar ekki hárrjett, eyði-
legst þessi ágæti drykkur“.
Þetta kom höfuðsmanninum á óvart, svo hann nam
staðar, líkt og hann vissi ekki, hvað hann ætti að gera,
en við horfðum þegjandi á hann.
Það leið heil mínúta, og við gátum greinilega heyrt
andadrátt hvers annars. Sir Deakin hætti að hræra í
púnsinu, þurkaði sjer á höndunum með handklæði og á-
varpaði því næst höfuðsmanninn mjög vingjarnlega.
Byggingarframkvæmdum
miðar á fram.
— Hæ, hæ, í dag tókst mjer
að kaupa þrjá múrsteina.
★
Hún heitir Lilla og litarhátt-
urinn passar alveg við nafnið.
★
«
Einkennilegustu tvíburar,
sem þekkjast, fæddust í hrein-
ræktaðri negrafjölskyldu. í
borg einni í Carolina. Annað
barnið var stúlka, sem var
kolsvört, en hitt var drengur,
sem var snjóhvítur og með blá
augu, en hafði að öðru leyti
allt útlit og einkenni negra-
drengs.
'k
— Heldur þú að gíraffi gæti
komist inn um dyrnar okkar?
— Nei, hvernig dettur þjer
það í hug, hvar ætti hann að
fá lykil.
★
Fanga hafði tekist að flýja
úr fangelsinu og nú var fanga-
vörðurinn kallaður til fangels-
isstjórans til yfirheyrslu.
— Hvernig í ósköpunum gat
honum tekist flóttinn? spurði
fangelsisstjórinn.
— Hann hafði lyklana mína.
— Hvernig gat hann stolið
þeim?
— Hann vann þá í poker.
'k
— í dag er þó alltof gott veð-
ur til þess að hanga inni.
— Já, það er satt, komdu á
bíó.
★
Málarinn: — Þegar jeg dey,
ætla jeg að arfleiða eitthvað
góðgerðarfjelag að öllum mál-
verkunurn mínum.
Kunninginn: — Þú ættir þá
að láta þau til Blindravinafje-
lagsins.
kr
Hún: — Elskar þú mig svona
heitt. i
Slökkviliðsmaðurinn: — Já,
sem sagt, jeg skal ganga í gegn
um vatn og eld fyrir þig.