Morgunblaðið - 13.07.1947, Síða 12
■VeSurútlitið. — (Faxaflói):
Vaxandi suð-austan átt,
athvasst og rignirsg.
WOLUM.
154. tbl. — Sunnudagur 13. júlí 1947.
REYKJAVIKURBRJEF
bls. 7. —
Eru í sænska sjóhemum
Myndin hjer að ofan er af stúlkum, sem starfa fyrir sænska sjóherinn. Fjölmargar þjóðir hafa
nú kamið upp föstum kvenherdciidum, enda reyndust þær prýðilega í stríðinu.
tíðin hefst þegar e
Síldarleitar-flugvjelar
sjá mikla síld á vestur-
svæðinu
Þrjár flugyjelar yíS leil í sumar
SÍLDARLEIT frá flugvjelum hófst s. 1. föstudag og er það
síðar í ár en venja er til að hefja síldarleit úr íofti, en ástæðan
eru verkföllin, sem hjer voru í sumar. Síldarleitarflugvjelarnar
sáu mikla síld í fyrrinótt og í gæ'rmorgun við Skaga og við
Strendur. Fyrsta skipið, sem kom á Skagasvæðið í gærmorgun,
togarinn Sindri, var búinn að fá 1000 mál kl. 10 í gærmorg'un,
en mörg skip voru á leiðinni til síldarsvæðanna, samkvæmt
tilvísun flugmanna.
Frásögn G. Rosinkranz
af tilhögun hennar
FRAMKVÆMDANEFND Snorrahátiðarinnar í Reykholti og hjer
í Reykjavík, hefir nú lokið við að semja dagskrá hátíðahald-
aima. Þau hefjast laugardaginn 19. júlí kiukkan 10,30 árd. er
iierskipin og Lyra leggjast að hafnarbakkanum.
Á hafnarbakkanum
Guðlaugur Rosinkranz skýrði
Morgunblaðinu frá þessu í gær
og sagðist honum svo frá:
Þegar herskipin þrjú, Osla,
Stavanger og Trondheim, og es.
Lyra hafa lagst að hafnarbakk-
anum býður Olafur Thors frv.
forsætisráðherra hina riorsku
gesti velkomna fyrir hönd ísl.
Snorranefndarinnar. Að því
loknu leikur Lúðrasveit Reykja
víkur undir stjórn Klahns þjóð
söngva Noregs og íslands.
Um kvöldið kl. 7 hefir ríkis-
stjórnin boð inni að Hótel Borg
fyrir hina norsku og íslensku
gesti Snorrahátíðarinnar.
I Eeykholti.
Sunnudaginn 20. júlí fara
hátíðargestir með es. Esju til
Akraness, en þaðan verður ek-
ið í bílum til Reykholts og er
ætlast til að þangað verði kom-
ið kl. 11,30. Þar verður mið-
degisverður snæddur. Klukkan
eitt hefst sjálf háííðin með því
að lúðrar verða þeyttir. Þá leik
ur Lúðrasveitin hátíðasöng úr
Sigrud Jorsalafar, eftir Grieg.
Að því loknu flytui forséti ís-
lands ávarp. Aðrir ræðumenn
verða formaður íslensku Snorra
nefndarinnar Jónas Jónsson og
varaformaður norsku Snorra-
nefndarinnar Haakon Sheteling
Þá flytur Olav krónprins ræðu
og jafnframt afhjúpar hann
Snorrastyttuna. Þá mun Davíð
skáld frá Fagraskógi flytja
kvæði, sem orkt er í tilefni að
hátíðinni. Loks syngja karla-
kórarnir Fóstbræður og Karla-
kór Reykjavíkur norsk og ís-
lensk lög, og Lúðrasveitin leik-
ur.
Að þessu loknu verður Réyk-
holtsstaður skoðaður undir
leiðsögn Matthíasar Þórðarson-
ar. Síðan verður kaffi drukkið,
en til Akraness verður haldið
kl. 5,15 e. h. og Esja fer til
Reykjavíkur kl. 8.
Um það leyti sem farið verð-
ur til Akraness, hefst í Reyk-
holti hjeraðsskemtun Borgfirð-
ingafjelagsins, þar verður
margt til skemtunar.
I Háskólanum.
Þann 21. júlí verður norsk
íslensk messa í Dómkirkjunni
kl. 2. Klukkan 4 hefst hátíð í
Hátíðasal Háskólans. Þar flyt-
ur fulltrúi Oslóar-Háskóla
Franciá Bull kveðju, en af hálfu
Háskóla íslands flvtja kveðjur
rektor Ólafur Lárusson og próf.
Sigurður Nordal. Um kvöldið
hefir forseti íslands boð inni
að Bessastöðum fyrir Olav
krónprins og nokkra aðra gesti.
Ferðalög og fleira.
Þriðjudaginn 22. júlí fara
Norðmenn í boði bæjarstjórnar
Reykjavíkur til Þingvalla. Þá
um kvöldið hefir sendiherra
Norðmanna hjer boð inni í
S j álf stæðishúsinu.
Miðvikudaginn 23. júlí fara
gestirnir í boði íslensku Snorra
nefndarinnar til Gullfoss og
Geysis.
Fimmtudaginn 24. júlí munu
hinir norsku gestir skoða
Reykjavík, en um kvöldið fer
fram millilandakeppni í knatt-
spyrnu milli Norðmanna og Is-
lendinga.
Föstudaginn býður Snorra-
hefndin íslenska Norðmönnun-
um austur að Stöng í Þjórsár-
dal.
Síðasti dagur hátíðahaldanna
láugardagurinn 26. júlí. Þá
bjóða hinir norsku gestir til
kveðjusamsætis í Sjálfstæðis-
húsinu. Um kvöldið fara gest-
irnir heim til Noregs.
Guðlaugur sagði, að innan
fárra daga yrði dagskrá hátíða-
haldanna birt í heild. Hjer hef-
ir aðeins verið stikklað á stóru.
Um þátttöku almen’nings,
sagði Guðlaugur, að Snorra-
nefndin hefði gert allt og myndi
gera allt til þess að greiða götu
almennings og myndi fólki
verða selt far með Esju eftir
því sem hægt væri, svo og með
Laxfoss.
liikil síld barst
til Siglufjarðar
ígær
í GÆR þegar frjettist frá
Siglufirði voru bátar að
streyma inn með síld, og er
mikil veiði þar. Þessir bátar
j voru komnir inn og er mála-
talan á eftir hverju nafni:
j Fróði 120, Elsa 400, Ingólfur
! 150, Ólafur Magnússon 430,
Fram 600, Ásbjörn 150, Reykja
! röst 450; Valbjörn 400, Gylfi
I 380, Flosi 80, Bangsi 300, Garð
! ar 700, Muggur 180, Guðmund
ur Þórðarson 600, Þorsteinn
600, Vísir 550, Dröfn 450, Frey
| faxi 1000, Asgeir 650, Sæfari
300, Bjarmi 300, Hannes Haf-
stein 500, Skíðblaðnir 300, Kári
Sölmundarson 550; Sleipnir
j 800, Valþór 1000, Skrúður 400,
Einar Þveræingur 550, Heimir
400, Jökull 300, Ársæll Sigurðs
son 300, Böðvar 600, Vestri
380, Egill 200, Guðbjörg 450,
Freyja 300, Hilmir 200, Bald-
vin Þorvaldsson 100, Ágúst Þór
arinsson 700, Hafbjörg' 450,
Keilir 700, Grótta 500, Ingólfur
Arnarson 4«0, Finnbjörn 600,
Skagfirðingur 500, Milly 600.
Þrjár flugvjelar í síldarleit.
Á föstudaginn byrjuðu tvær
flugvjelar síldarleit. Var fyrst
leitað á austursvæðinu og sást
þá sama og engin síld. í þessu
.flugi voru notaðar tvær flug-
vjelar, Gruman-flugbátur Loft-
leiða og Beechcraft-vjel Flug-
fjelags Islands. Alls verða í sum
ar notaðar þrjár vjelar að stað-
aldri við síldarleit, Gruman
og Anson vjelar Loftleiða og
Norsemanvjel Flugfjelags ís-
lands. Fjórða vjelin, Catalína
frá Flugfjelagi íslands verður
og í síldarleit í gripum.
Tvær vjelarnar munu hafa
bækistöð sína á Miklavatni í
Fljótum en ein á Akureyri.
Síldarleitinni stjórna þeir
Hreinn Pálsson utgerðarmaður
og Eyþór Hallsson skipstjóri.
Síld á Grímseyjarsundi.
Síld hefir veiðst á Grímseyj-
arsundi og á Skagafirði undan-
farna daga.
Hý tepnd af
PLYMOUTH hæna, sem er
með fjóra fætur, tvö stjel og
tvöföld eggjagöng var til sýnis
í hænsnabúi í Brooklyn. Húft
gekk þarna um hin hnarreist-
asta og hænsnaræktarmenn
horfðu undrandi á hana. Hún
gengur á aðeins tveimur fótum,
en hinir tveir hanga í lausu lofti
af því að þeir eru styttri. Eig-
andi hennar Murray Weiss seg-
ir, að hún sje fjögra mánaða og
hafi verið ungað út úr tvíblóma
eggi. Kostur við hana er, að
hún verpir helmingi fleiri eggj-
um en venjulegar hænur.
Fjekk silfurborð-
búnað fyrir 12
EINS og getið var um í blað-
inu í fyrradag, ákvað stjórn
Landbúnaðarsýningarinnar, að
sæma sjerstökum heiðurslaun-
um þann sýningargest, er yrði
fimtíuþúsundasti gesturinn. I
gær kl. 5 mín. yfir tvö, var sú
tala fyllt. Það var Erlendur
Árnason bóndi að Skíðbakkft í
Landeyjum, sem hlaut verð-
launin. Var það vandaður borð
búnaður fyrir 6 manns í falleg-
um kassa, svo og handmálaður
diskur úr íslenskum leir. Krist-
jón Kristjónsson framkvæmda
s'tjóri sýningarinnar afhenti
þessa muni um leið og hann
gekk inn um hlið sýningarinn-
ar.
Ji/'
I
inpbúð á morpn
SKÁKMEISTARI íslands Bald-
ur Möller teflir n.k. mánudags-
kvöld fjöltefli í Breiðfirðinga-
búð, er hefst kl. 19,30.
Samtímis teflir Ásmrndur
Ásgeirsson fjórar blindskákir.
í sambandi við þessa skák-
keppni verða ýmis skemtiatriði,
sem Valur Nordal annast.
Hilljón sferfings-
pund fil öryggis-
Ankara í gær.
FULLTRÚAR tyrknesku stjórn
arinnar hafa komist að nam-
komulagi við Bandaríkjastjórn
um það, að þegar verði af hendi
greiddar 25 milljónir sterlings-
punda af láni því, sem Banda-
ríkjamenn hafa ákveðið að veita
Tyrkjum. Peningum þessum
kveðast Tyrkir ætla að verja til
þess að efla öryggi landsins og
tryggja frelsi þess. — Tyrkir
hafa skuldbundið sig til þess að
gefa Bandaríkjastjórn kost á
því, hvernig fje þessu veröur,
varið. — Reuter.