Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 1
Einhugur og samstarísvilji:
PARÍSARRÁÐSTEFNUNNI LAUK í GÆR
*-----------------------
Lítil síld barst
Kynd úr (ram ha idssögu nni
Sjerfræðinganefndir
i gær
FRJETTARITARI Morgun-
blaðsns á Siglufirði símaði
seint í gærkveldi, að þangað
hefðu aðeins borist um 7000
mál af síld til bræðslu. Veð-
ur var gott á miðunum, lá-
dauður sjór og hiti.
Síldveiðiflotinn var því nær
allur vestur hjá Skagafirði og
þar í grend. Engar fregnir af
sjerstakri veiði hjá einstökum
skipum bárust til Siglufjarðar
í gær.
Kl. um 9 í gærmorgun hófst '
söltun á einum 4 til 5 síldar-
plönum. Giskaði frjettaritari
blaðsins á, að saltaðar hefðu;
verið 200 til 300 tunnur á
hverju plani.
Aðeins örfá skip voru í höfn
á SiglufirðL í gærkvöldi.
Fi'jettaritari blaðsins á Hjalt
eyri símaði að þangað hefði
aðeins eitt skip komið s. 1. sól-
arhring. Það var Sindri með
290 mál. Aflahæsta skip við
Hjalteyrarverksmiðjuna er
Eldborgin með 1980 mál.
Úr kvikmyndinni „Vofan og frú Muir“, sem gerð er eftir sam-
nefndri skáldsögu, sem nú birtist í Morgunblaðinu. A mynd-
inni er frú Muir, (Gene Tierney) og skipstjórinn (Rex Harri-
son). Saga þessi hefir vakið mikla athygli lesenda Morgun-
blaðsins, enda er hún sjerkennileg og skemtileg.
• •
Oryggisráðið einbeitir sjer
ú Balkanmálunum
Dregið í bílahappdrætti
í GÆRKVELDI var dregið í
fyrsta hluta bílahappdrættis
S.I.B.S. Dregin voru út fimm
númer, en af óviðráðanlegum
orsökum var aðeins hægt að
birta fjögur þeirra í gær-
kveldi ,— Hið fimmta verður
birt í dag. Númerin fjögur
eru þessi: 14.583, 61.303,
79.297 og 85.064. Vinningarnir
eru Renault-bílar.
Rúmenskir bænda-
fiokksleiðiogar
handteknir
Búkarest í gærkv.
RÚMENSKA stjórnin hefur
nú hafið að nýju handtökur úr
hópi andstæðinga sinna. Síð-
asta sólarhring hafa um 100
menn verið teknir fastir. Með-
al þeirra eru Juliu Maniu, for
ingi bændaflokksins og Micha
lecks, varaformaður flokksins.
Ennfremur tveir aðalritarar
flokksins og konur þeirra.
Maniu hefur um hríð veríð
einn af höfuðandstæðingum
kommúnista. Hann var forsæt
isráðherra Rúmeníu 1932 og
1933 og varaforsætisráðherra
1944. — Reuter.
Grikklandi
LAKE SUCCESS, New York í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
FULLTRÚI Grikkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lagði
fram á fundi þess í dag brjef, þar sem skýrt er frá því, að
allmikið og vel vopnað lið hefði ráðist frá Albaníu inn í Grikk-
land og veitt uppreisnarmönnum styrk í árás þeirra á bæinn
Koritsa. Fulltrúi Bandaríkjamanna, dr. Johnson, sagði, að það
væri skoðun Bandaríkjastjórnar, að Balkanmálin væru mjög
aðkallandi. Kvaðst hann leggja það til, að ráðið tæki ööll önnur
mál út af dagskrá þessa viku, en einbeitti sjer að Balkanmál-
unum.
Fulltrúi Pólverja, sem þenn
an mánuð er forseti ráðsins, dr.
Lange, kvaðst fyrir sitt leyti
samþykkja þessa tillögu. Er
því búist við því, að ráðið muni
snúa sjer eingöngu að Balkan-
málunum að minnsta kosti út
1 þessa viku.
Albanir neita.
Af hálfu albönsku stjórnar-
innar liefur verið þverneitað
sannleiksgildi þerrar fregnar að
albanskar hersveitir hafi veitt
uppreisnarmönnum lið. Segir
stjórnin. að þetta sje rakalaus
og ósvífinn áróður! Hinsvegar
hafi nýlega tvær grískar her-
flugvjelar sjest á flugi yfir al
banskri grund og grískt herskip
á siglingu innan albanskrar
landhelgi.
5000 handteknir.
Handtökum stjórnarandstæð
inga í Grikklandi er stöðugt
haldið áfram, og telja fregnrit
ar, að tala handtekinna manna
geti nú varla verið undir 5000
— Talið er, að stjórnin mun
hafa í undirbúningi frekari ráð
stafanir til þess að klekkja á
kommúnistum, svo sem að fá
þingið til þess að samþykkja
lög um að reka þá í útlegð og
banna helstu málgögn þeirra.
Ráðherrar kvaddir heini.
Ólgan í Grikklandi fer sívax
andi, og vegna liins ófriðlega
ástands hafa tveir af ráðherr-
um landsins verið kvaddir
heim: Tsaldaris utanríkisráð-
herra, sem er staddur í New
York, og Papandrou scm dvelst
í Paris.
taka þegar til starfa
PARlS i gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
PARlSARRÁÐSTEFNUNNI um viðreisnartillögur Marshalls
lauk í kvöld. Hafði hiin þá staðið yfir í fjóra daga, og er þann-
ig styttsta ráðstefna ríkja, sem haldin hefur verið síðan styrj-
Idinni lauk. Fullt samkomulag náðiöst um öll dagskráratriði,
og hefur einhugur fulltrúanna skapað bjartsýni og nýjar vonir.
Endanlegt tilboð
Dana í Færeyja-
máiinu
K.höfn í gærkveldi.
Einkaskeyti til Mbl.
SAMNINGANEFND Færey-
inga var í dag afhent endan-
legt tilboð Dana í Færeyjamál-
inu. Blaðið „Berlingske Tid-
end'e“ segir, að færeyska lög-
þinginu hafi verið boðið lög-
gjafarvald í málum sem snerta
Færeyinga sjerstaklega. Fáni
Færeyja sje viðurkenndur, en
Færeyjar verði áfram hluti
danska ríkisins og danska stjórn
arskráin gildandi þar. Færey-
ingar eiga áfram að hafa full-
trúa í danska þinginu.
Af hálfu dönsku samninga-
mannanna er því haldið fram,
að ómögulegt sje að veita Fær-
eyingum frekari ívilnanir, ef
einingu ríkisins eigi að varð-
veita.
Samninganefnd Færeyinga
hefir hvorki umboð til þess að
taka þessu tilboði eða hafna
því. Verður það því lagt fyrir
lögþing Færeyja. Samninga-
menn Færeyinga munu leggja
af stað heim einhvern næstu
daga.
Ósjálfráð fyrir
Rússum
Washington í gærkvöldi
HAROLD Stassen, forsetaefni
republikana, hefur látið svo
um mælt í útvarpsræðu, að
hann sje andvigur því, að
Bandarikin láti sig engu skifta
efnahag Austur-Evrópuríkj-
anna átta, sem ekki tóku þátt í
Parísarráðstefnunni. Sagði
Stassen, að þessum ríkjum væri
ekki hægt að kenna um það,
hvernig til -tókst um ráðstefn-
una, því að þau hafi verið kúg
uð af ofbeldi Sovjetrikjanna. —
Reuter.
Eining um tillögur.
Á fundinum í dag voru rædd
ar tillögur framkvæmdanefnd-
ar ráðstefnunnar, og voru sam-
þykktar tillögur hennar um
skipun fjögurra sjerfræðinga-
nefnda til þess að kanna birgð-
ir og þarfir þeirra Evrópuríkja,
sem fulltrúa áttu á ráðstefn-
unni, varðandi helstu vöruteg-
undir og orkulindir. — Sjerstök
nefnd verður einnig starfandi
til þess að greiða fyrir allri sam
vinnu varðandi rannsóknir þess-
ar.
Þegar hafist handa.
Sjerfræðinganefndirnar munu
taka til starfa strax á morg-
un (miðvikudag). Eiga nefnd-
irnar að hafa lokið störfum
sínum fyrir 15. ágúst næstkom-
andi, því að niðurstöður rann-
sóknanna eiga að hafa borist
Bandaríkjastjórn fyrir 1. sept.
n. k. Samvinnunefndin mun
einnig koma saman til fundar
á morgun, og verður Bevin, ut-
anríkisráðherra Breta, þar í for
sæti. En að fundinum loknum
mun hann leggja af stað til
London. — Þegar nefndirnar
hafa lokið störfum sínum verð-
ur aftur boðið til allsherjar
fundar fulltrúa þeirra ríkja,
sem tóku þátt í hinni nýaf-
stöðnu ráðstefnu.
Bevin og Bidault ánægðir.
Á lokafundi ráðstefnunnar
í dag fluttu þeir stuttar ræður
Bevin og Bidault, utanríkis-
ráðherra Frakka. Bidault
sagði, að ráðstefna þessi hefði
verið einstök í sinni röð, því að
hún hefði engum vonbrigðum
valdið. Einhugurinn, sem þar
hefði ríkt, ætti ekki einungis
að vera þeim ríkjum hvatning
til samvinnu, sem fulltrúa
hefðu átt á ráðstefnunni, held
ur einnig örfa þau ríkþ sem
staðið hefðu utan við hana, til
að slást í hópinn, og taka þátt
í efnahagslegri viðreisn Ev-
rópu. — í örstuttu ávarpi, sem
Bevin flutti úr forsetastól,
sagði hann, að ráðstefnan hefði
sýnt og sannað, að þjóðirnar
vildu hafa nána samvinnu sín
á milli, ef þeim aðeins væri
leyft það.
■