Morgunblaðið - 17.07.1947, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.1947, Side 10
10 HORGURBLAÐlb Fimmtudagur 17* júlí 1947 10. dagur „Æ, jeg hefi þá brotið þær upp bakkann,“ sagði hún aum- allar þegar jeg var að skríða ingjalega. „Þetta var fallegasta öðuskel, kuðungur og gulur hörpudiskur, sem var eins og blævængur. Jeg ætlaði að gefa þjer þær, mamma. En gerir ekk- ert til. Jeg skal finna fallegri skeljar á morgun“. Og hún þeytti brotunum niður fyrir bakkann. „Jeg er svöng, hvað fæ jeg að borða?“ „Þú skalt fá salat og rjóma, ost, brauð og smjör, hunang, mjólk, kökur og ávexti“, sagði mamma hennar. „Ó, hvað það er gott“, sagði Anna. „Altaf hugsar þú um að hafa besta matinn handa okkur“. Svo sá hún á brjefið, sem stóð upp úr vasa mömmu hénnar. „Fjekstu brjef? Frá hverjum er það?“ „Það er frá Evu frænku?“ sagði Lucy. „Það var gaman“, sagði Anna. „Hvað vill hún?“ „Jeg hefi ekki lesið brjef- ið“, sagði mamma hennar. „Jeg var svo óhrein á hönd- unum“, bætti hún við þegar hún sá að Cyril rak upp stór augu. „Jeg ætla að lesa það á meðan við borðum“. Brjefið var ekki langt. Það któð ekki annað í því en að öllum liði vel og að brjefrit- arinn ætlaði að heimsækja þau Lucy hinn 14. ágúst. „Hún má það ekki“, sagði • Anna. „Það er ekkert svefnher be'rgi tíl handa henni“. .„Jeg skal skrifa henni og segja henni að við getum ekki lofað henni að gista“, sagði Lucy, en hún vissi ofboð vel • að,það mundi ekki hafa neina þýðingu. Það hafði heldur engin áhrif 4 Evu Muir. Hún skrifaði aft- ur og kvaðst geta sofið hvar sem væri, jafnvel á legubekk í borðstofunni, ef ekki væri önnur ráð, og hún kvaðst koma 14. ágúst með lestinni sem væri í Whitecliff kiukkan 5.45 síðdegis. Þetta er hræðilegt, hugsaði Lucy þegar hún var að hátta um kvöldið. „Skrifaðu henni og segðu að þið hafið skarlatssótt“, sagði Gregg þá. „Það væri gagnslaust“, sagði Lucy. „Þá' mundi hún koma undir því yfirskini að hjúkra okkur — enginn mannlegur máttur fær EvU til þess að hætta við það sem húrj hefir tekið í sig. Nú hefi jeg komið mjer svo vel fyrir hjer, en hún mun hafa endaskifti á öllu. Annað hvort verð jeg að láta undan henni í öllu eða það fer í svarra milli. okkar------“ „Ekki vílarðu fyrir þjer að standa uppi í hárinu á mjer“, sagði Gregg. „Það er öðru máli að gegna“, sagði- Lucy. „Jeg sje það ekki þött þú verðir blár og svartur af reiði. En jeg verð að láta undan Evu, jeg veit að jeg læt undan og verð aftur veslings litla Lucy, eins og jeg hefi þó mikla andstygð á því að vera kölluð það. En jeg er svona ó- sjálfstæð“. „Láttu mig fást við hana, góða mín, láttu mig fást við hana“, sagði Gregg. „Jeg hefi mörgum sinnum haft aðrar eins kvenskjátur um borð í skipum mínum, og engin þeirra hefir reynt oftar en einu sinni að segja mjer fyrir verkum“. „Nei, í öllum hamingju bæn um“, hrópaði Lucy. „Þú verð- ur að lofa mjer því að láta hana aldrei heyra til þín. Þú verður að lofa mjer því. Hún mundi draga mig burt hjeðan undir eins ef hún vissi að þú ert hjer, eða þá að hún mundi setja mig á geðveikrahæli, vegna þess að hún trúir því ekki að andar sjeu til“. „Hún mun nú samt komast að raun um að jeg er til“, sagði Gregg drýglndalega. „Hún má ekki komast að því“, sagði Lucy. „Hún má aldrei komast að því að þú sjert til“. „Svona kvenskass, sem ryðst leyfislaust inn á heimilið“, dæsti Gregg. „Hún heldur að það sje mitt heimili", sagði Lucy, „og hún hefir altaf álitið að alt mitt sje hennar líka“. „Jæja, hún skal komast að því núna að það er misskiln- ingur“, sagði Gregg. „Ó. guð minn góður, hvað á jeg að gera?“ veinaði Lucy. „Þú átt ekki að gera neitt“, sagði Gregg og rak upp hæðn- ishlátur. „Láttu mig um það sem gera þarf“. II. „Nú skal jeg segja þjer hvað þú átt að gera“, sagði Eva. „Þú átt að fá þjer hænsn. Þú getur haft þau hjerna á bak við hús- ið og svo geturðu selt egg“, „Jeg hefi ekkert vit á hænsn- um“, sagði Lucy. „Þú getur lært að fara með þau“, sagði Eva. „Það er eng- inn vandi“. Hún hafði ekki verið þarna nema tæpan sólarhring, en samt hafði hún breytt öllu eftir sínu höfði, og þótt Lucy væri þver og þrá, aldrei þessu vant, hafði Eva tekið til sinna ráða. Hún fann að það veitti ’ekki af því að koma vitinu fyrir Lucy. Hvernig stóð á því að hún hafði ekki gengið í einhvern klúbb eða tók þátt í samkvæmislífinu? Það var að vísu ekki nema sjálfsagt að hún bæri sorg eftir manninn sinn, en það var hægt að lyfta sjer upp fyrir því, og það var ekkert vit í því að ætla að grafa sig lifandi. Fólk mundi halda að hún væri ekki með öllum mjalla, og ekkert er hættulegra fyrir börn, en ef slíkt orð kemst á heimili þeirra. Hún yrði að kynnast fólki, spila tennis og gólf og ganga í spilaklúbb. Og umfram alt yrði hún að gera ýmsar breyt- ingar á húsinu. Það var ekk- ert leikherbergi fyrir börnin og Lucy hlaut að vita að það var nauðsynlegt fyrir þau að geta verið út af fyrir sig. Og þó að börnin hefðu herbergi sem þau notuðu bæði sem svefn og leikherbergi, þá var afar óheilnæmt að eyða miklum tíma í þeim herbergjum sem ætluð væru til svefns. Var það líka ekki dálítið eigingjarnt af Lucy að hafa kosið sjer besta herbergi hússins sem svefnher bergi? Það átti að vera leik- herbergið en Lucy og Anna áttu að sofa saman í hinu svefn herberginu. „Hvað er að sjá hvernig þú útbýrð herbergið þitt, Lucy“, sagði Eva um leið og hún geyst ist inn herbergið hennar án þess að banka, „og hvað viltu eiginlega með þennan stóra- kíki?“ „Mjer þykir gaman að horfa á stjörnurnar“, svaraði Lucy þreytulega. „Þjer þótti aldrei gaman að horfa á stjörnurnar í Whitchest er“, sagði Eva, „og jeg mundi láta stjörnufræðingana um það, ljúfan, annars gæturðu orðið eittvað skrítin og — finst þjer ekki hálf óviðkunnanlegt að láta svona stórt málverk af ókunnum manni hanga í svefn herberginu' hjá þjer? Væri ekki betra að láta stækka myndina af honum Edwin blessuðum og setja hana þar í staðinn? Og hvernig stendur á því að það eru ekkert nema skipamyndir á veggjunum en engar ljósmyndir nema þessar tvær smámyndir af börnun- um? Hvað var orðið af mynd- inni af Evu sjálfri, sem hún hafði látið taka um jólin og gefið síðan Lucy í silfur- ramma? Hversvegna var hún tekin upp á að sofa í ljótu járn rúmi? Hvað var orðið af fall- ega koparrúminu sem Henri- etta frænka hafði gefið henni í brúðargjör?“ Lucy hristi aðeins höfuðið við öllum þessum spurningum. Henni hafði altaf verið illa við koparrúm, sem skreytt voru feitum, gyltum ástarguðum og þess vegna selt það fornsala nokkrum og fengið ágætt verð fyrir. Og nú var hún búin að fá höfuðverk af öllum þessum hvössu spurningum Evu og gat engu svarað. „Svona, svona“, sagði Eva og klappaði henni á bakið. „Þú verður að rífa þig upp úr þessu, ljúfan, herða upp hug- ann. Ekki hefði Edwin líkað að þú gæfist svona fljótt upp. Jeg sje að jeg verð að vera hjer fyrst um sinn .... nei, þakkaðu mjer ekki fyrir, jeg hefi altaf vitað skyldu mína og aldrei brugðist henni. Og ef þjer er sama þá læt jeg flytja dívanin inn til hennar Önnu: Mjer hefir altaf verið illa við það að sofa í sama herberginu og jeg borða í“. En Lucy stóð ekki á sama, henin var afar illa við það og svo var Önnu. „Hún hrýtur, mamma“, sagði Anna í mót- mælaskyni, „og lætur allt her- bergið lykta af tannkremi ög andlitskremi og svo spyr hún mig út úr reikningi meðan jeg er að klæða mig. Þetta er mesta órjettlæti. Hversvegna er hún hjerna þegar við erum miklu hamingjusamari án hennar?“ Bílamiðlunín § Bankastræti 7. Sími 6063 I er miðstöð bifreiðakaupa. : JiUi; tisi nWaiijj ns GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 39. brenndum fingrum uppi í sjer. Hinir stóðu eins og stein- gjörvingar af undrun, og aðeins Dick hafði haft vit á að lyfta byssu sinni. Jacques og jeg stukkum út á ganginn, en um leið og Dick hleypti af, fann jeg til ógurlegs sársauka í vinstri fæti, skammt fyrir ofan hnjeið. „Jeg gæti dyranna, fjelagi“, hrópaði Jacques, „sjáðu um gamla manninn niðri“.' Þvínæst benti hann niður stig- ann, þar sem jeg kom auga á Sir Deakin og dóttur hans þar sem þau stóðu og störðu upp til okkar. „En hvernig ætlarðu að fara að því, að verjast þeirr öllum?“ „Svona“. í sama andartaki rjeðist einn ræningjanna gegn okkr:., Jeg sá feitan þrjót reyna að komast fram hjá okkur, Jacques leggja sverði sínu rólega fram og gestgjafann — því þetta var hann — hníga til jarðar. Jacques bjó si j undir að taka á móti þeim næsta, og um leið og þorparar::- ir hörfuðu frá dyrunum, gaf hann mjer merki um c3 fara. Jeg tók til fótanna og hljóp niður stigann. „Flýtið ykkur!“ hrópaði jeg og greip í hendina á ga la manninum. Dóttir hans tók í hina hendi hans, og þan -ig drógum við hann á milli okkar þvert yfir ganginn or að eldhúsdyrunum. Þjónustustúlkan lá þarna náföl á hnjánum við arö m. Jeg sá á augabragði, að við gátum ekki vænst nokk rrar aðstoðar frá hennar hendi, og flýtti mjer því, ásarr..t hin- um tveimur, yfir steingólfið og út um bakdyrnar. Stormur var og kalt úti, en unga stúlkan og jeg beygð- um okkur upp í storminn og teymdum þannig hinn sí- hrasandi og stynjandi Sir Deakin á eftir okkur út í kuld- ann. Hálfbjart var fyrir utan húsið, því einhver hafði opnað gluggann á herberginu uppi, en stormurinn magnað eld- inn svo kveiknað hafði í herberginu út frá hinni logandi — Það er hann, sem síal fyrstu kærustunni minni. Það var líka mátulegt á hann. ★ Gesturinn var að fara af gistihúsinu og veitingakonan kom inn í herbergið og benti honum á brunablett, sem var í hægindastólnum. — Jeg sje, sagði hún, að það er brunagat þarna í stólnum. Þjer verðið auðvitað að borga fyrir það. En hann var á öðru máli. — Ekki að tala um það. Þetta gat er alls ekki eftir mig, því að jeg reyki ekki. Þegar hún fjekk þetta svar, æpti veitingakonan upp: •— Jeg hefi aldrei heyrt því líkt. Þjer eruð fyrsti gesturinn hjerna, sem hefur neitað að borga fyrir brunagatið. ★ Dóttir mín hefur fengið styrk til að ferðast til útlancla að læra píanóleik. — Jeg óska þjer til ham- ingju með hana, var þao Tón- listarfjelagið, sem styrkir hana. — Nei, það voru nágrann- arnir, sem söfnuðu Iianda henni. 'k Þ%ð er sagt, að ef til vill finnist gröf Alexanders n::L?a einhverntíma á næstunni. Það er Englendingurinn Alaa Wace, sem vinnur að fornleifa greftri við Alexandria, þar se:a talið er að Makedonski herkca ungurinn sje grafinn. Alexander dó í Babylon cý þar var líkami hans smurðu: og vafinn í gull. Aftur á mói. er ekki vitað fyrir víst, hvai hann er grafinn, nema það, ac han vildi láta grafa sig í Alex andriu, borginnþ sem hanr. stofnaði. ★ — Hvað hefurðu soðið egg- in lengi? — Níu mínútur. — En jeg sagði þjer að það ætti að sjóða egg í þrjár mín- útur. — Já, en eru þetta ekki þrjú egg. ■------------------------- AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.