Morgunblaðið - 09.08.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. ágúst 1947 Minningarorð um Elinborgu Þorbjarnardóttur SÆMDARKONAN Elinborg frá Gufuskálum ljest að heim- ili dóttur sinnar, frú Asthildar Sæmundsdóttur, Eiríksgötu 31, hjer í bæ, aðfaranótt 4. þ. m. Mig setti hljóðan, er jeg frjetti lát þessarar dugmiklu og ósjerhlífnu konu, þrátt fyrir það, að búast mátti við láti hennar, þegar minnstum von- um varði. Elinborg var þekkt, fyrir að láta sjer einkar ant um gesti og gangandi, er báru að garði hennar, í þau nær- felt 50 ár er hún bjó búi sínu að Gufuskálum. Elinborg Þuríður Þorbjarnar dóttir, en svo hjet hún fullu nafni, var fædd að Brodda- nesi í Strandasýslu, 9. mars 1860, dóttir Sólborgar Sigurð- ardóttur og Þorbjarnar Odds- sonar. Árið 1897 giftist hún Sæ- mundi Guðmundssyni. Þau fóru að búa að Görðum í Beru vík það sama ár, en árið eftir fluttust þau að Gufuskálum, í næstu sveit, og bjuggu þau þar myndarbúi til ársins 1914. Það sama ár drukknaði Sæmundur eða þ. 6. júní um sumarið, á- samt tveimur fóstursonum þeirra hjóna og einum vinnu- manni. Stóð hún þá uppi með sex born sín ung, og eitt fóst- urbarn. Hún hjelt samt áfram að búa, og gerði það til ársins 1941, að dótturdóttir hennar, Margrjet Þórðardóttir, tók við búinu. Dvaldi hún eftir það á Gufuskálum þar til i fyrra- haust, að Margrjet heitin ljest. Fór þá Elinborg til dóttur sinn ar, Ásthildar hjer í bæ. Þegar mjer verður hugsað til þeirra starfa er Elinborg innti af hendi á Gufuskálum, dylst mjer ekki að þar hefur þurft styrka hönd til að halda um stýristaumana, enda mun það ekki hafa verið heiglum hent, með þá ómegð og á þeim árum, en uppeldi barna sinna og fóst urbarna, leysti hún af höndum eins og vænta mátti af konu, sem var gædd eins sterkri skap gerð og hún, enda eru börn hennar þekkt af dugnaði, skap festu og áreiðanlegheitum í hvívetna. Son sinn, Þorbjörn, missti Elinborg 1925. Hann fórst með Leifi heppna 7.—8. febrúar. Það ár var hann nýlega búinn að ljúka prófi með ágætiseink- unn úr sjómannaskólanum og þótti hinn efnilegasti maður. Og árið 1943 missti hún fóst- ursorx sinn, Lárus Ágústsson, vjelstjóra, með vjelskipinu Þónnóði, og fyrir örfáum vik- um missti hún son sinn, Guð- jón, skósmíðameistara, hjer í bæ. A.llt þetta og margar aðrar raunir, sem henni báru að höndum, bar hún með hinni mestu prýði og æðruleysi. — Nokkrum dögum áður en hún ljest, sagði hún við mig, sem skrifar þessar línur, að hún hugsaði gott til endurfundanna við alla vinina, sem komnir væru á undan sjer yfir á ströndina ókunnu, sem skilur á milli lífs og dauða. 1 gær fór fram kveðjuathöfn á heimili dóttur hennar, að við stöddum ættingjum og vinum, og í dag verður hún flutt vest- ur að Gufuskálum, en á mánu daginn verður hún jarðsett að Ingjaldshóli, við hliðina á Mar gejeti, dótturdóttur sinni. Börn Elinborgar, sem á lífi eru, eru þessi: Guðmundur, skipstjórá á Sandi, giftur Krist- ínu Hjartardóttur. Sólborg, gift Magnúsi Jónssyni, útvegs- bónda á Sandi. Matthildur, : gíft Valgeiri Benediktssyni, sjó manni hjer í bæ. og Ásthildur, ekkja Þórðar heitins skipstjóra Sveinssonar frá Skáleyjum á Breiðafirði, er drukknaði við England 1930., Frú Eiinborg bar mjög fj-rir brjósti munaðarlaus börn. Mörg slíkra barna styrkti hún með ráðum og dáð, til þess frama, sem þau hefðu annars verið án, og þó það veiði ekki skráð á spjöld sögunnar, þá sýnir það best, að þróttmikil kona getur unnið þau verk, er hvert þjóðfjelag getur verið stolt af að unnið hafi verið af þegnum þess. Blessuð sje minning Elin- borgar Þuriðar Þorbjarnar- dóttur frá Gufuskálum. Kristján Þórsteinsson. - Merkileg nýjung (Framhald af bls. 2). svið, sem ekki hefir verið farib inn á áður, en fyrir því hefi jeg ekki minni áhuga en þeiiTÍ hagnýtingu jarðhitans, sem nú þekkist. Við ættum að geta náð a. m. k. svipuðum árangri í orku- framleiðslu með jarðhita og ítalir. Þeir höfðu árið 1941 virkjað jarðgufu, sem fram- leiddi 115 þús. kílówött af raf- orku, en það er um þrefalt meiri orka en nú er framleidd í öllum rafstöðvum á Islandi. Og þetta gera þeir á jarðhita- svæði, sem ekki virðist vera mikið víðlendara en jarðhita- svæði Hengilsins. Það er hvergi í heiminum til eins mikill jarðhiti á jafnlitl- um bletti og hjer á íslandi. Af þeirri orkulind má mikils vænta ef tæki fást til þess að hagnýta hana. Jarðhitavirkj- anir eiga áreiðanleg'a mikla framtíð fyrir sjer. I mörgum tilfellum er hjer miklu hag- kvæmara að virkja jarðhita en vatnsafl, sem þó er nóg af. Á- huginn fyrir jarðhitarannsókn unum er líka mikill meðal al- mennings. En okkur vantar meira af fullkomnum tækjum. I þeim efnum stendur gjaldeyrisskort urinn okkur fyrir þrifum. Sveinn Þorláksson stöðvarstjóri í Vík 75 ára - Almenna fasteignasalan • Bankastræti 7, sími 6063, er miðstöð fasteignakaupa. ELSTI landnámsmaður Vík- urkauptúns, sem á lifi er, Sveinn Þorláksson, stöðvar- stjóri, á 75 ára afmæli í dag. Sveinn er fæddur að Þykkva- bæ í Landþroti 9. ógúst 1872. Voru foreldrar hans Þorlókur Sveinsson og Steinunn Þor- steinsdóttir, er bjuggu í Þykkvabæ. Sveinn ólst upp í foreldrahúsum til 17 ára ald- urs, en þá fóir hann að heiman og gerðist lausamaður, eins og títt var um unga menn á þeim árum. Stundaði hann þá ýmis konar vinnu við sjó og í sveit; var t.d. tvær vertíðir á Eyrar- bakka og sex i Vik i Mýrdal. Árið 1896 tók Sveinn að nema skósmíðaiðn á Eyrar- bakka hjá Jóni Vilhjálmssyni fró Hofi, og tók sveinspróf 1898. Árið 1899 kvæntist hann Eyrúnu Guðmundsdóttur frá Ytri-Dalbæ i Landbroti, og næsta ár -— aldamótaárið — settust ungu hjónin að í Vík í Mýrdal og hafa dvalið þar alla tíð siðan. Sveinn var í hópi landnámsmanna Víkur- kauptúns og elstur þeirra, sem enn eru á lífi. Ekki voru efnin mikil, þegar þau Sveinn og Eyrún settust að i Vík. Aleigan var einn hest ur og sex sauðkindur. En ungu hjónin voru bjartsýn og kviðu engu um framtíðina, Sveinn lagði stund á skósmíði, og tók jöfnum höndum við hverskon- ar vinnu annarri, sem að hönd um bar. Enda mátti nú ekki auðum höndum sitja, hvorki utan húss nje innan; því að óðum fjölgaði barnahópurinn. Alls eignuðust þau hjón 15 börn, þar af eru 11 á lífi, öll uppkomin og hin mannvæn- legustu. Meðal barna þeirra eru Ólafur, loftskeytamaður í Reykjavík, Guðmundur, starfs maður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Kjartan, er lengi hefir haft forstöðu sima- lagninga. — Þegar landssíminn var lagð- ur til Víkur í Mýrdal 1914 var Sveinn skipaður stöðvar- stjóri í Vík. Hann hefir gegnt því starfi síða, og á því í þess- um mánuði 33 ára starfsafmæli við Landssímann. Æfisaga Sveins Þorláksson- ar er ekki margbrotin, en merkileg engu að síður. Hann byrjaði með tvær hendur tóm- ar, en starfsþrekið og starfs- gleðin var óbilandi. „Jeg er í hópi þeirra manna, sem hafa lítið, en hafa nóg“, sagði Sveinn á dögunum við þann sem þetta ritar. Þetta meinti hann áreiðanlega. Hann var ekki að æðrast fyrstu búskap- arárin þctt efnin væru lítil, en ómegðin mikil. Flvað sem á bjátaði, var Sveinn alltaf í góðu skapi. Það tók Svein 9 ár að greiða 1300 kr. lán, er hann tók þegar hann keypti ibúðárhús sitt í Vík, svo að ekki hefir verið miklu af að taka. En þeir sem þekkja Svein vita, að ekki hefir hon- um verið geðfeldur þessi langi dráttur á greiðslu skuldarinn- ar, því vart er hægt að hugsa sjer skilvísari og áreiðanlegri mann en hann i viðskiptum. Einum manni kveðst Sveinn eiga mest að þakka. Það var 'Háíldór heitinn Jónsson kaup- 1 maður í Vik. „Jeg hefði aldrei komist áfram fyrstu erfiðleika- . árin, ef ekki hefði notið hans (aðstoðar og hjálpar", sagði Sveinn. Svo munu fleiri mæla. • Sveinn hefir alla tíð verið heilsuhraustur, ekki legið rúm fastur svo teljandi sje síðan j mislingaárið iliræmda 1882. j Enn er Sveinn hinn ernasti, þrátt fyrir 75 ár að baki. Glað- værðin er hin sama. Hvar sem næst til Sveins, hvort heldur er Framh. á bls. 11. Burns: Jú þetta er mynd af manninum, sem keypti af mjer veiðileyfið í moi’gun. Phil: Ágætt. Og segið þjer mjer nú í hvaða vötnum hjer í ná- grenninu er háegt að veiða geddur? Burns: Þau eru aðeins tvö í sýslunni. Peck-vatn og Fern-vatn. Það eru um fimm mílur á milli þeirra, og veiði- kofar við þau bæði.' Phil: Nú, já. Getið þjer gefið mjer íista yfir þá, sem eiga þessa veiðikofa? — .En meðan á þessu stendur, er Kalli að segja Frale að hún viti of mikið um gerðir hans. Hann segir . henni, að hún verði að velja á milli þess að giftast honufn, eða verða drepin. Frale segist skuli gefa; honum svar daginn eftir, 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.