Morgunblaðið - 09.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1947, Blaðsíða 10
18 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. ágúst 1947 GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 59 Jeg andvarpaði, því jeg hafði gert mjer örlitla von um að heyra eitthvað um Delíu, en þar sem jeg var töluvert svangur, sneri jeg mjer að brauðinu, sem lá við hlið mjer5 og braut það í tvennt. Mjer til mikillar furðu fjell eitthvað glamrandi á gólfið. Jeg leit niður fyrir mig — þetta var lítil þjöl, og þegar jeg athugaðibrauðið nánar, fann jeg einnig vasahníf og samanbrotinn pappírsmiða, sem á var ritað eftirfarandi: Kæri Jack. Exex riddari gaf mjer frelsi, þegar hanr komst að raun um það, að hann hafði ekkert upp úr öll um spurningum sínum. En hann hefur afhent míg ekkjr. nokkri, Finch að nafni, svo að hún geti haft vakandi augr. með mjer. Við búum í húsi við St. Thomas götu, og hi hefur fengið mjer afskaplega afkáranlegan kjól til að vera í, en annars fer hún ágætlega með mig. En gættu þín sjálfur vel, kæri vinur, því enda þótt Essex sje góður maður, á hann við ýmiskonar erfiðleika að etja, og síðast þegar við mættumst, sá jeg, að eitthvað var að. Getur'.r notað þjölina. En gættu þín, allra borgarhliðanna er v? id lega gætt. Þinn kæri fjelagi, • D. K. Þegar jeg hafði lesið þetta nokkrum sinnum, svo jeg kunni það utan að, reif jeg blaðið í smátætlur og si .ikk þeim í vasann. Er jeg hafði lokið þessu, var mj^r Ijettar um hjartaræturnar en verið hafði um langan tíma, og —■ frekar til að eyða tímanum en að jeg hjeldi það n> mdi bera nokkurn árangur — byrjaði jeg að sverfa jámstöng ina fyrir glugganum. Um hádegisbil var þjölin komin hálfa leið gegnum stöngina. Jeg stoppaði andartak og var um það bil að taka til starfa á ný þegar jeg heyriii lykli snúið í skránni. Þarna var dóttir fangavarðarins komin aftur með mál- tíð mína. Augu hennar voru rauð af gráti. „Hefur faðir þinn verið vondur við þig?“ spurði jeg. Hefur hann barið þig?“ „Já, það hefur hann oft gert, en ekki í dag“, svaraði hún „Hversvegna græturðu þá?“ Misskilningur Jeg hafði aldrei sjeð nas- hyrning fyrr en í gær. ★ 29. dagur „Yfirlið“, sagði Lucy undr- andi, en flýtti sjer að bæta við, ér hún loks fullvaknaði, „já, auðvitað, en mjer líður ágæt- lega núna. Jeg svaf ágætlega“. ,,Þú gerir okkur talsvert hrædd“, sagði Cyril, „og það var talsvert hræðilegt hvernig það slökknaði á öllum kertunum — biskupinn heldur að það hafi ver ið jarðhræringar." „Mjög jarðneskar hræringar", sagði Lucy. „Ef þjér raunverulega líður betur, megum við koma inn og tala dálítið við þig, madre (móð- ir) — má jeg kalla þig madre, frú Muir?“ „Kallaðu mig hvað sem þú vilt;“ sagði Lucy, en bætti við „Tjúfan“ ef ske kynni að hún héfði verið of snögg í orði. „Þakka þjer fyrir, madre,“ sagði stúlkan „og nú“ hjelt hún áfram og dró Cyril í sætið hjá sjer, „skulum við setjast og hafa það notalegt." ■ Það gat verið að þau sætu saman, hugsaði Lucy, en hún ef- áðist um að þau gætu haft það notálegt. Það var eins langt frá því að stálhúsgögnin sem voru að komast í tísku væru notaleg, eins og að Cyril og Celia yrðu nokkurntíma innileg; en þau áttu vel saman. Ef til víll var jþetta illgirni hjá henni, en það -var eitthvað svo uppgerðarlegt við tilfinningar þeirra, eins og rafarmagnsarininn, sem var bak við þau. Það var satt að það var hvorki ryk eða óhreinindi sem fylgdu rafurmagnseldi, en bara með því að ýta á takka slökkn- aði hann alveg, en kolaeldurinn veitti hlýjan bjarma jafnvel þeg- ar.hann var að deyja út. „Við viljum gera það besta fyrir alla, madre“, sagði Celia, sem áugsýnilega var að enda langa ræðu og starði beint á Lucy með ljósbláum augunum, sem virtust vera að meta verðið á fötum hennar alt að nærföt- unum sjálfum. „Og við setjum Gull Cottage undir umsjá umboðsmanna, þeg- ar í stað,“ sagði Cyril. „IJvað segirðu?“ spurði Lucy og settist upp. „Við vorum að segja þjer, mamma," sagði Cyril þolinmóð- ur, „að okkur finst að þú ættir ekki að búa ein í þessu afskekta húsi í Whitecliff, þegar á alt er litið, elskan, þá ertu ekki eins ung og þú varst.“ ' „Jeg er varla fimtug,“ sagði Lucy. „Auðvitað er það ekki hár ald ur nú á dögum,“ sagði Celia. „En of hár, finst þjer ekki til þess að búa ein og gera öll verkin ein- sömul, sjerstaklega ef þú átt vanda til að falla í yfirlið?“ „En jeg er ekki vön að falla í yfirlið," svaraði Lucy, „það hefur aldrei liðið yfir mig á æf- inni.“ „Þangað til' í kvöld,“ sagði Cyril. „Það var ekkert,“ sagði Lucy. „Það er gagnslaust að sýna of mikinn kjark, „madre“, sagði Celia. „Jeg er ekki að sýna neinn kjark“, sagði Lucy æst, „jeg fekk aðeins — aðeins dálítið á- fall. Ef til vill drakk jeg of mik- ið“. „Þú drakst aðeins eitt glas,“ sagði Celia, „það er ekki því að kenna, nei, kæra madre, Cyril og mjer finst þú ekki fær um að búa ein svo við höfum gert ráð- stafanir. Þú kemur til Whit- chester og býrð hjá okkur.“ „í þinu eigin gamla húsi, sem pabbi byggði fyrir þig“, bætti Cyril við hreykinn. „Já“, sagði Celia, „því hefur verið haldið leyndu. — Pabbi heyrði fyrir mánuði að það vant aði aðstoðarprest við St. Swit- hins.... þú kannast við það, á hæði’ini fyrir ofan gamla húsið þitt.... og hann spurði mig hvað mig langaði til að fá í brúð argjöf daginn, sem Cyril var skipaður við St. Swithins og við uppgötvuðum að Ivybank var til sölu og hann keypti það handa mjer, og þú kemur og býrð hjá okkur.“ „En Cyril verður ekki aðstoð- arprestur við St. Swithins altaf“ sagði Lucy óttaslegin; en fjekk sig ekki til að slökkva þegar al- gjörlega birtu ósjerplægninnar í andlitum þeirra. „Auðvitað ekki,“ sagði Cyril, „en það verðUr yndislegt að hafa þá tilfinningu að maður hafi heimili.“ „Með þjer þar altaf tilbúinni að passa börnin þegar við skrepp um í ferðalög,“ sagði Celia. „Þetta er afar fallega hugsað af ykkur, elskurnar,“ sagði Lucy og reyndi að sýnast full af þakk- læti, „en það yrði aldrei gott, ung hjón eiga að hafa sitt eigið heimili“. „En það yrði okkar eigið heim ili“, sagði Celia. „Ekki með tengdamömmu í því“, sagði Lucy. „En okkur myndi koma ágæt- lega saman," sagði Celia, „jeg veit að okkur mundi....“ „Þú getur ómögulega sagt, hvernig þjer mundi koma saman við fólk við morgunmatinn sjö sinnum í viku, þegar þú hefur aðeins borðað hádegisverð og kvöldmat með þeim einstaka sinnum", sagði Lucy. „Jeg kem og borða með þjer morgunmat í herberginu þínu í fyrramálið, og'sje hvernig okkur kemur saman,“ sagði Celia bros- andi. „Nei“, sagði Lucy og hristi höfuðið, „þið eruð skyldurækin börn, en það er betra eins og það er.“ „Það er ekki skylda okkar, madre, við viljum að þú komir,“ sagði Celia, og dró varirnar fram í totu, þó þær væru í raun- inni of þunnar til þess. Einkabarn, hugsaði Lucy, og skemt af of miklu eftirlæti og hefur altaf haft sitt fram. „Nei“, sagði hún ákveðnari, „jeg er eigingjörn gömul kona, og fer mínar leiðir og það eru ekki leiðir nýju kynslóðarinn- ar“. „Þú myndir hafa þína eigin setustofu," sagði Cyril. „Nei“, sagði Lucy, „það er fallega gert af ykkur að hugsa um það, en jeg verð kyr þar sem jeg er, í Gull Cottage.“ „Móðir þín er þreytt, elskan,“ sagði Celia dálítið hörkulega, „við tölum um þetta seinna.... það getur verið að pabbi geti fengið hana til að sjá að þetta er það eina rjetta.“ „Ef til vill getur hann það“, sagði Lucy sannfæringarlaust og rjetti fram kinnina, svo þau gætu kyst hana góða nótt, en þó þori jeg að veðja bætti hún við, við sjálfa sig, þegar þau fóru út úr herberginu að það þarf meira en biskupinn til þess að jeg skipti um skoðun. 2. í annríkinu síðustu augnablik- in undir stóra brúðkaupsveislu, vonaðist Lucy að sleppa við for- tölur föður Celiu og ráðlegg- ingar um hvað væri rjettast að gera. Hún borðaði morgunmat í herberginu sínu og var þar um kyrt þangað til bjallan hringdi til miðdegisverðar í bókaher- bergi biskupsins, þar sem borð- stofan var þegar undirbúin til veislunnar. Þar faldi hún. sig með diskinn sinn bak við styttu af Milton, þangað til George frændi fann hana og sagði henni alt um giftingarsiði Bantus kyn- flokkanna sem entist honum þangað til þau fóru í kirkjuna. Þetta var svalur sólskinsdag- ur snemma í október og sólar- geislarnir er skinu gegnum alda gömlu lituðu rúðurnar og endur köstuðust á Celiu og hvítklæddu brúðarmeyjunum hennar eins og þær líka hefðu breyst úr fáguð- um nútímanum aftur í hinn vin- gjarnlega yndisþokka gömlu tím anna; eins og gamla dómkirkj- an hefði lokað innan gráu stein- veggjanna sinn hluta af öldinni, sem hún var byggð á ásamt því töframagni að ummynda alla þá sem viðstaddir voru. Það var einkennilegt, hugsaði Lucy, hve varanlegri voru verk mannanna og hugsanir en mað- urinn sjálfur. Er hún horfði á hinar glæsilegu skreytingar í þakhvelfingunni og hlustaði á tignarlega tónana, sem bárust þangað, fanst henni hún vera lítil og auðmjúk, en um leið eins og hún væri losuð við lákúru- lifnað sinn. Og Gregg skipstjóri þafði haft á rjettu að standa, það var eitthvað stórkostlegt við biskupinn; það má vera að við matborðið væri hann eins og nokkurskonar þrumandi þoku- lúður, en hjerna var hann í ess- inu sínu, þegar rödd hans endur tók orgeltónana og hvellu orð miðaldabrúðkaupsins, þar sem hann gaf dóttur sína í heilagt hjónaband með syni hennar. Hun var ófús að fara úr kirkj- unr.i, þegar viðhöfnin var búin, ófús að sameinast masandi hópn um, sem þyrptist kringum brúð- hjónin og drakk skál þeirra 1 kampavíni og dreyfði kökumol- um og sagði ljelega fyndni. Það voru of snögg umskipti frá því yfirnáttúrlega til hins hlægilega eða jafnvel viðbjóðslega. Ef að- eins Anna hefði verið þar, hún mundi hafa skilið; en Anna, þó Cyril hafði fengist til að bjóða henni, þurfti að sýna um eftir- miðdaginn og gat ekki verið við- stödd. | Holsteinavjel | | eða mót óskast strax, jj | ásamt botnum. — Tilboð I j merkt: „Holsteinn — 826“ 1 i sendist afgr. blaðsins. Fyrirgefðu, — jcg vissi ekki að þetta væri vatnsbyssa. ★ Einu sinni voru tvíburar, sem voru svo líkir, að þeir fengu lánaða peninga hvor hjá öðrum án þess að vita það. ★ Negri var ákærður fyrir að hafa ráðist á annan negra og slegið hann niður. — Af hverju rjeðstu á fjelaga þinn? spurði dómarinn. — Vegna þess að hann kall aði mig nashyrning. — Hvenær gerði hann það? — Fyrir þremur árum. — Hvað segirðu? Af hverju beiðstu svona lengi eftir því? Fyrir tveimur árum? — Af hverju ertu svona bog’ inn í bakinu Pjetur, þegar þú ert að borða. — Jeg verð að beygja mig í bakinu, vegna þess að jeg hef svo stutta höku. ★ Veiðimaðurinn, sem er bú:'r..n að sitja tvo klukkutíma á bakk anum með veiðistöng: Hverráj í ósköpunum gátu forfeöar okkar lifað af veiðum? ★ Tveir Englendingar komu inr. í Westminter Abbey og voldug- ir tónar kirkjuorgelsins mættr þeim. — Þetta er Hándel, sagði ann- ar. — Já, hann spilar ágætlega. ★ — Konan þolir meiri sárs- auka en karlmaðurinn. — Ha, hvaða læknir segir það? — Enginn læknir — það er skókaupmaðurinn, sem segir það. ★ Brennivínið var sterkara í gamla daga, því að þá hjelt fólk því fram að það væru tvq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.