Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 181. tbl. — Fimtudagur 14. ágúst 1947. ísafoldarprentsmiðja h.f. Egyptar heimta Breta burt fyrir 1. sept. ------------------------------:-----:---® --------------- Telja sáttmála S.Þ. næga trygg- ingu fyrir sjálfstæði og öryggi Egyptalands Viðræður um bresk- Bústaðar Elisabethar og Philíps samniitginR á mánudag Washington í gærkvöldi. JOHN SNYDER, fjármálaráð herra Bandaríkjanna, skýrði blaðamönnum svo frá í dag, að viðræður um endurskoðun bresk-bandaríska lánssamnings- ins, myndu hef jast í Washington á mánudaginn. — Ráðherrann kvaðst sjálfur mundu verða for- maður bandarísku nefndarinnar, sem þátt tekur í viðræðunum. \ iðræðurnar myndu snúast Lí]dCgt er taiið að þeim Elisabeth krónprinsessu Breta og Philip samningsins ein-! jvioun]ijatten verði fengin höll sú er hjer sjest á myndinni lil um ákvæði göngu, og væri tilgangur Banda ríkjastjórnar aðailega sá að komast að því, hvaða atriðum Bretar óskuðu að breyta. — Reuter. Greiff fyrir viðskipf- um við Bandaríkin Washington í gærkvöldi. TVEIR starfsmenn utanríkis- viðskiftamálaráðuneytis Banda- ríkjanna eru á förum til Norður- og Vestur-Evrópu í því skyni að reyna að athuga möguleika á því að greiða fyrir viðskiftum við Bandaríkin, bæði að því »er snertir vöruflutning til og frá Bandaríkjunum. Þessir menn munu ræða við bandaríska ræðismenn og við- skiftafulltrúa í ellefu löndum, Englandi, írlandi, Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Tjekkóslóvakíu, Sviss, Belgíu, Hollandi og Frakklandi. Áður en þeir leggja af stað munu þeir ræða við verslunarmenn í New York og Washington. í dag íbúðar er þau gifta sig í haust. — Höllin heitir Sunninghill Park og er skamt frá Ascot-veSreiðabrautinni frægu. Breska kon- ungsfjölskyldan eignaðist þessa höll árið 1945, en síðan hefir hreski flugherinn haft þar baekistöðvar, en hefir nú verið skipað að rýma höllina. Einkennilegt ástand í breska þinginu Lávarðadeildín sfarfar ein í allt að 40 daga LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EINKENNILEGT ÁSTAND, sem ekki á sjer dæmi í breskri þingsögu, skapaðist í dag, er lávarðadeild þingsins ákvað að stytta sumarleyfi sitt þannig, að fundir skyldu hefjast aftur 9. september, en ekki 20. október, eins og búist hafði verið við. Neðri deildin samþykti hinsvegar með 193 atkvæðum gegn 84 að koma ekki saman til funda aftur fyrr en 20. október. — Lávarðadeildin mun þannig starfa ein í alt að því 40 daga. London í gærkvöldi. MOUNTBATTEN, varakon- ungur Indlands og frú hans $ komu til Caracchi, höfuðborgar Pakistan, rikis Múhamedstrúar- manna, í dag. Munu þau verða viðstödd hátíðahöld á morgun (fimtudag), er Pakistan verður formlega veitt heimild til þess að stjórna sínum eigin málum. Á föstudag mun dr. Jinnah vinna embættiseið sinn sem land stjóri, en síðan verður fáni hins nýja ríkis hyltur. -—■ Á föstu- daginn mun varakonungurinn verða' viðstaddur hátíðahöld í tilefni stofnunar .Hindúaríkisins Indlands. — Reuter. Til að fylgjast með aðgerðum stjórnarinnar. Anthony Eden bar fram þá tillögu í neðri deildinni, að sum- arleyfi deildarinnar yrði stytt þannig, að fundir hef jist að nýju 16. september. Hann kvað það mjög óheppilegt, að deildin kæmi ekki saman fyrr en 20. október, því að dollaralánið yrði uppurið fyrir þann tíma, og við það myndu skapast ný vanda- mát, sem deildin þyrfti að láta til sín taka. Ennfremur væri nauðsynlegt, að deildin gæti sem fyrst lýst áliti sínu á beitingu stjórnarinnar á því aukna valdi, sem þingið hefði nú veitt henni, en „valdafrumvarpið" væri þannig úr garði gert, að stjórnin hefði mjög frjálsar hendur í því efni. — Sir Iíerbert Morrison svaraði því til fyrir hönd stjórn- arinnar, að ástæðulaust væri að samþykkja tillögu Edens, því að vitanlega væri hægt að kveðja þingið saman fyrir 20. október, ef ástæða þætti til. — Hann kvaðst harma, að ofan- greind tillaga skyldi hafa verið samþykt í lávarðadeildinni. „Valdafrumvarpið“ orðið að lögum. Frumvarpið um að auka völd stjórnarinnar vegna kreppunnar var endanlega afgreitt frá þing- inu í dag. Var frumvarpið þegar lagt fyrir konung til staðfesting ar, og er nú orðið að lögum. Chisrchill flyfur úivarps- ræðu á sunnudag. London í gærkvöldi. WINSTON Churchill, fyrr- verandi forsætisráðherra Bret lands, mun flytja ræðu í biæska útvarpið á sunnudag- inn kemur. Hann talar senni- lega í ca. 20 mínútur. —Reuter. LAKE SUCCESS, New York í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna tók kœru Egvpta á hendur Bretum fyrir á fundi sínum í kvöld, og deildu þeir þar harðlega Nokrashy Pasha, forsætisráðherra Egyptalands, og Sir Alexander Cadogan, fulltrúi Breta í oryggisráðinu. Nokrashy Pasha skoraði á öryggisráðið að skipa Bretum að vera á brott með her sian í Egyptalandi fyrir 1. september, en hann hafði aldrei fyrr nefnt ákveðið tímamark í sambandi við þessa kröfu. „Bretar þurfa eng- an samning við Egypta til þess að geta flutt burt her- sveitir sínar. Látið þá nú taka til óspilltra málanna við að flytja heim hermenn sína“, sagði Nokrashy Pasha. *SáttmáIi S. Þ. næg trygging. Nokrashy Pasha sagði, að her seta Breta i Egyptalandi gerði þeim kleift að þvinga egypsku stjórnina, svo að hún gæti ekki nægilega rækilega sinnt því hlutverki sínu að framkvæma þjóðarviljann,- Sá hluti bresk- egyptska samningsins frá 1936, sem fjallaði um herstöðvar Breta í Egyptalandi væri ósam- rýmanlegur því sjálfstæði og jafnrjetti við önnur ríki, sem Egyptum hefði verið ábyrgst með sáttmála S. Þ. Hin nýja skipan á öryggismálum ríkj- arina í heiminum, sem komið var á með sáttmálanum, ylli því, að breskar hersveitir væru óþarfar til þess að tryggja land varnir Egypta. Sharir talar á fundi ■ ■ Oryggisráðsins ídag New York í gærkvöldi. DR. SHARIR, fyrverandi for- sætisráðherra Indónesíu, mun flytja mál lands síns, er örygg- isráðið tekur aftur fyrir deilu- mál Hollendinga og~Indónesa á fundi sínum á morgun (fimtu- dag). — Öryggisráðið samþykti á fundi sínum í gær (þriðjudag) með 8 atkvæðum gegn 3, að full- trúa Indónesa skyldi leyfður málflutningur fyrir ráðinu. — Fulltrúar Hollands, Belgíu og Bretlands voru andvígir þessari ákvörðun. — Reuter. Vilja ákveðnari aðgerðir gegn ofbeldismönnum London í gærkvöldi. ÁDUR en þinghlje var gert í dag, tóku nokkrir stjórnar- andstæðingar til máls í báðum deildum breska þingsins, og settu fram óskir um, að stjórn- Hættuleg friðnum, Nokrashy Pasha endurtók fyrri staðhæfingar sínar um, að herseta Breta í Egyptalandi væri hættuleg friðnum. Ólgan meðal egypsku þjóðarinnar hefði hvað eftir annað á síð- ustu mánuðum brotist út í blóð ugum óeirðum. „Egyptar vilja lifa sem frjáls þjóð, láusir við járnkrumlu hins volduga inn- rásarrikis. Egyptar vilja skipa sinn rjettmæta sess í fjölskyldu hinna Sameinuðu þjóða“. Fullgildur samningur. Sir Alexander Cadogan sagði í ræðu sinni, að í sambúðinni in heíbi í frammi ákveðnari j við Breta hefði Egyptum fleygt aðgerðir gegn ofbeldismönnum i mjög fram bæði andlega og í Palestínu hjer eftir en hing- að til, vegna þess að sýnt væri, að Gyðingar í landinu vildu ekki ljá lið sitt til þess að kveða þennan ófögnuð niður. Af hálfu stjórnarinnar var lögð áhersla á þá staðreynd, að of- beldismennirnir væru hópur út af fyrir sig, og ekki mætti líta svo á, að þeir fremdu ó- hæfuverk sín í þökk annara Gyðinga í Palestínu. efnalega. Sænningurinn frá 1936 væri í fullu gildi, og af honum stafaði engum nein hætta, nema því aðeins að Egyptar þrjóskuðust við að full nægja skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum. —■ Varðandi Sudan sagði Sir Alex ander, að Bretar vildu, að þjóð- in fengi það stjórnarform, sem hún sjálf kysi sjcr, en hinsveg- (Framhald á bls. ^). &a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.