Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 6
6 MORGJJTSBLAÐIÐ Fimtudagur 14. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Nýr methafi Á ÞESSU sumri hafa íslenskir íþróttamenn náð óvenju- lega góðum árangri í frjálsum íþróttum. Mörg met hafa verið sett í einstökum íþróttagreinum og nýir menn hafa komið fram á sjónarsviðið. Að þessum vaxandi árangri í íþróttunum er sannar- lega mikill fengur. Hann er vottur aukinnar líkamsmenn- mgar meðal æsku landsins. En það eru fleiri en íslenskir íþróttamenn, sem sett hafa ný met í íþrótt sinni á þessu vætusama sumri. Síðastliðinn þriðjudag birtist í Tímanum grein eftir hálfuppflosnaðan pilt vestan úr Önundarfirði. Ritsmíð þessi bar fvrirsögnina „Böðulsstarf brennivínsforsetans“ og átti að vera níð um forseta Sameinaðs Alþingis, Jón Pálmason, bónda á Akri. í hartnær þrjá áratugi hefur Tíminn staðið blaða fremst um ástundan persónuníðs og mannskemmda. — I þeirri iðju hafa frjálsíþróttir rithöfunda Tímans verið fólgnar. Og á þessu sviði hafa þeir sett hvert metið á fæt- ur öðru. Grein piltsins úr Önundarfirði er nýjasta metið. í henni er forseti löggjafarsamkomunnar ausinn auri á grófari hátt en jafnvel Tíminn hefur treyst sjer til áður. Tilefni þessa atferlis er sú skoðun Jóns Pálmasonar, að Framsóknarmenn eigi verulegan þátt í hinum óheilla- vænlega flótta fólksins frá landbúnaðarstörfum til sjáv- arsíðu. Tímamönnum er að sjálfsögðu heimilt að gagnrýna þessa skoðun. En hún er skoðun margra annara en Jóns á Akri. Hitt er rjett, að Framsóknarmenn viti að ekki fer hjá því, að það veki nokkra furðu, að á sama tíma og Sjálf- stæðismenn hafa gengið til samstarfs við þá um ríkis- stjórn, skuli það vera megináhugaefni blaðs þeirra að flytja jafn siðlausan róg um forustumenn Sjálstæðis- flokksins og raun ber vitni um. ★ Grein piltsins úr Önundarfirðinum um „böðulsstarf brennivínsforsetans“, sakar hvorki bóndann á Akri nje Sjálfstæðisflokkinn. Hann mun halda áfram að njóta trausts fólksins í Austur-Húnavatnssýslu eftir sem áður. En Framsóknarflokkurinn og blað hans munu hljóta litl- ar sæmdir fyrir. Fólk í sveitum er yfirleitt kurteist og hógvært í framkomu. Milli siðfræði þess og piltsins úr Ónundarfirðinum, er mikið djúp staðfest. Hvorki sveita- fólk nje kaupstaðarbúar, sem unna landbúnaðinum við- gangs, fá skilið, hvernig skrif hans eigi að geta orðið vopn í baráttunni gegn vantrúnni á moldipa. Ef til vill eru þau þá tilraun til þess að treysta hina „borgaralegu sam- vinnu“. Líklega er tilgangurinn með þeim sá? Nei, það sem fyrir höfundi Tímagreinarinnar vakir er hvorugt þetta. Honum er aðalatriðið að koma hinum tuddalegu hugleiðingum sínum á prent ekki til þess að laða fólk í borgaraflokkunum til samstarfs og samvinnu m. a. um eflingu landbúnaðarins, heldur til þess að bera þar illmæli á milli. íslenskir stjórnmálamenn eru vanir návígi stjórnmála- baráttunnar. Það þykir þessvegna ekki tiltökumál þótt mörg sverð sjáist á lofti. Almenningur er líka ýmsu van- ur. En þrátt fyrir það verður þó vissum reglum um vopna- burð að vera fylgt, einnig í hinni pólitísku baráttu. Öll- um drengskap og rjettsýni verður ekki útrýmt þaðan og tuddaskapur og siðleysi upptekið í staðinn, án þess að almenningur verði þess var. Á þessu hefur ekki pilturinn úr Önundarfirði ekki áttað sig.,Þessvegna skrifar hann grein eins og þá, sem hjer hefur verið gerð að umtalsefni. Önundarfjörður er falleg sveit og fólk þar býr góðum búum, Vonandi leggur piltur þessi pennan frá sjer áður en sveit hans og ættmenn hljóta meiri vansæmd af fram- hleypni hans og misskilinni greiðasemi \dð málstað ís- lenskra sveita. 'UíLverjl álripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ráð við rafmagns- skorti. MEÐ HAUSTINU, þegar dag inn fer að stytta aftur, gerast j margir kvíðnir um að raf- ( magnsskortur valdi þeim erf- iðleikum, bæði í atvinnu- j rekstri og heimahúsum. Og því j miður er það svo, að fyrst um sinn og þar til nýja túrbínu- ! stöðin svonefnda við Elliða- j árnar er fullgerð, verður of lítið rafmagn þegar álagið er mest, en það er rjett fyrir há- degið og fyrir kvöldmatinn. Túrbínustöðinni hefir seink- að þannig, að hún verður ekki tilbúin fyrir áramót og ef finna á ráð við rafmagns- skorti verður að fara að hugsa til þess hið fyrsta. Hugmynd að raf- magnsdreifingu. EINS OG KUNNUGT er fá fleiri rafmagn frá Soginu en Reykvíkingar. Svo er mælt fyr ir í lögum landsins og ekki hægt að sniðganga það. En kunningi minn kom með góða hugmynd á dögunum að því hvernig dreifa mætti notkun rafmagns þannig, að það nýtt- ist betur en undanfarna vetur og meira og jafnara kæmi í hlut hvers rafmagnsnotanda. Hann leggur’ til, að Hafn- firðingar og Suðurnesjamenn verði fengnir til að breyta hjá sjer matmálstíma um hádegið, þannig að í stað þess að borða miðdegismat kl. 12—1 færi þeir matmálstímann aftur til kl. 2—3. Þetta myndi minka svo álag ið til Suðurnesjanna, að Reyk- víkingar fengju nægjanlegt rafmagn fyrir hádegið og Suð- urnesjamenn á þeim tíma. sem þeir þurfa að nota það. Hugmyndin er góð, ef hægt er að framfylgja henni. • Rafmagnsmönnum Hst vel á. R AFMAGNSMENN, sem þessi hugmynd að rafmagns-' dreifingu hefir verið borin undir, líst mjög vel á hana. j Jakob Guðjohnsen rafmagns verkfræðingur telur að hún j geti komið að gagni. Að vísu segir hann að álagið til Hafn- arfjarðar sje nokkuð jafnt all- an daginn og að Suðurnesja- menn eigi ekki að hafa frysti- vjelar og önnur tæki, sem nota mikið rafmagn í gangi, þann tíma dagsins, sem rafmagnið er notað mest. En ef öll suðu- tæki yrðu stöðvuð á Suður- nesjum fyrir hádegi kæmi ekki til annars en að Reykvíking- ar fengju meira í sinn hlut þá stund dagsins. # I Eitthvað verður að gera. ÞAÐ ER AUGLJÓST MÁL að eitthvað þarf að gera til þess að fyrirbyggja rafmagns- skort í haust. Reykvíkingar geta líka eitthvað lagt á sig þenna stutta tíma, þar til túr- bínustöðin tekur til starfa. Vafalaust mun Rafmagnsveit- an gefa út leiðbeiningar til raf magnsnotenda og er þess að vænta að menn fari eftir þeim. • Gamlir jarðarfara- siðir. NÚ FER VAFALAUST að líða að því að Bálstofan í Foss- voginum verði fullgerð. Þegar hún er komin upp og kapellan í sambandi við hana má gera ráð fyrir, að jarðarfarasiðir, sem hjer hafa tíðkast um fjöldi mörg ár breytist til muna. Það gerir líka minna til þótt jarðafarahalarófurnar hverfi af götunum og alt það um- stang, sem er við að koma manni í gröfina. Jarðarfarirn- ar geta verið virðulegar og hinum látna fullur sómi sýnd- ur að öllu leyti, þótt ekki sje höfð sú leiða aðferð við jarðar- farir, sem hjer hefir legið í landi of lengi. Þarf ekki að fara um betta mörgum orðum, því flestir eru sammála um, að heppilegt sje að gera útfarasiði alla miklu einfaldari en þeir eru nú. • Engin lík í heima- húsum. ÞEGAR BÁLSTOFAN er tek in til starfa er ekki nokkur vafi á, að geymsla líka í heima húsum hættir að mestu leyti. Þeir, sem kynt hafa sjer heil brigðismál munu fagna því. Það er vitanlega ekkert hóf hvernig það hefir tíðkast að láta lík standa uppi á heimil- um manna dögum og jafnvel vikum saman. Þetta er ósiður, sem þarf að hverfa og mun hverfa áður en langt um líður. • Ódýrari útfarir. ÞÁ ER EKKI nokkur vafi á, að að því verður stefnt að gera útfarir miklu ódýrari en nú er. — í gamla daga hugsaði fólkið um það fyrst og< fremst að eiga fyrir jarðarförinni sinni, en nú er svo komið, að það þarf að vera efnafólk, sem hefir mikla peninga í handraðanum og varla breytist það til batn- aðar eftir eignakönnunina. • Síldin er kenjótt. HVERJU á maður að trúa með síldina dettur manni ó- sjálfrátt í hug þegar maður tekur öll bæjarblöðin og les hinar sundurleitu frásagnir um „nýja síldargöngu og hrotu“, eða um „sama aflaleysið og vonda veðrið“. En þetta er ekki eingöngu blaðamönnunum að kenna, sem skrifa frjettirnar. Síldin er mikill kenjafiskur. Það getur komið frjett um að allur sjór sje fullur af síld þessa stund- ina, en ávo nokkru síðar er hún horfin án þess að nokkur branda hafi náðst. Það getur verið svo. að öll dagblöðin fjögur segi sitt hvað um síldina sama daginn og segi þó öll satt og eftir bestu heim- ildum. MEÐAL ANNARA ORÐA Enn þjettbýlla Þýskaland FYRIR nokkrum árum lagði Hitler af stað x herferð sína til að skapa Þjóðverjum meira lífs rými. Þegar hans ferli lauk og þegar allt hefur verið reiknað til skila verður það minna en nokkru sinni fyrr. 20% af lands svæði fyrirstríðs Þýskalands er nú hertekið af Pólverjum. Þar að auki hafa Tjekkóslóvakía, Frakkland, Holland, Belgía Lux emburg og Rússland gert hvert um sig landakröfur á hendur Þýskalandi. Árið 1939 voru i Þýskalandi ef burtu er skilið Austurríki og Súdetalöndin 69, 622,000 íbúar. Nú verður langt um minna Þýskaland að halda 67,300,000 íbúum, enda þótt 7,4 milljónir manna hafi fallið í stríðinu. Stríðsfangar verða fluttir heim En auk alls þessa eru þýskir herfangar enn í öðrum löndum. Einhvern tírna verða þessir fang ar aftur fluttir heim og þá verða þrengslin enn meiri. í Frakk- landi eru 630,000, í Bretlandi 290 þús. í Júgóslavíu 100 þus. Bandaríkin hafa lækkað tölö sinna stríðsfanga niður í 30 þús; Rússland hefur flesta. Segja Rússar að 800,001) stríðsfangar sjeu þar í landi, en Þjóðverjar segja að það sje ósatt, þeir sjeu 4,000,000. Þegar að allir þessir stríðsfangar hafa verið fluttir heim verður íbúatala Þýska- lands 72 milljónir. Allt frá stríðs lokum hefur Þýskaland verið nokkurskonar ruslahaugur fyrir allt það fólk, sem ekki fjekk landvistarleyfi í öðrum löndum Evrópu. Þúsundum saman hefur fólk af þýskum uppruna verið rekið frá Sudetahjeruðunum og frá Ungverjalandi til Þýskalands Aðrir hafa komið frá Danzig og Memel, frá Suðvestur Afríku og Tanganyika. Og Pólverjar kæra sig ekkert um að hafa Þjóðverja í sínum nýunnu löndum og hafa rekið 31/2 milljón manna frá Pommern, Slesíu og Branden- burg. Af þeim fluttust 1% mill- jón manna til breská hernáms- svæðisins sem var yfirfullt fyr ir. Þjettbýli og meiri hltiti kvenna AIis' stáðar í Þýskalandi eí þjettbýlið meira en fyrir styrj öldina. Á bréska hernámssvæð- inu eru nú 232 á ferkílómeter, en á sama svæði 1939 aðeins 207. Þó er undantekning franska her námssvæðið. Þar var þjettbýlið fyrir stríð 143 á ferkílómeter, en er nú 132. Stafar það af því, að Frakkar neituðu að taka við flóttamönnum. Meðalþjettbýli í Þýskalandi mun verða 196 á fer kílómetra. Til samanburðar má geta þess að í Frakklandi er það 75 menn á ferkílómetra, Póllandi 62 ( og íslandi rúmlega 1). En ekki er nóg að segja, að þjett- býlið hafi aukist, heldur hefur hlutíallið milli karla og kvenna breytst svo mjög, að móti hverj- um 3 karlmönnum eru 4 konur. Á öllum hernámssvæðum er fult af fyrirvinnulausum konum og börnum. Hver maður verk þriggja. Breska hernámssvæðið hefur 22,700,000 íbúa og er lang þjett býlast. En aðeins 8,680,000 eru verkfærír karlmenn eða rjétt þriðji hlutirin. I áð er að segja, 'hver viririáh'di rriaðúr' verðrir að gera þriggja ínanna vei-k. Eítt 'seiri Véldúr chemju érfið iramíi. a bis. b.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.