Morgunblaðið - 14.08.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.1947, Síða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: Vaxandi SA-kaldi. Rigning. 181. tbl. — Úinttudagur 14. ágúst 1947. „MILLI ARA OG LANDA“ heitir grein eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestbakka. —« Bls. 7. IV2 pakki í lVz mánuð I GÆRKVÖLDI tilkynti við- skiftanefnd, að frá og með deg inum í dag að telja skuli skömt un tekin upp á kaffi. Stofnauki nr. 10 af núgild- andi matvælaseðli gildir sem innkaupaheimild fyrir 375 grömmum af brendu og möl- uðu kaffi, eða 450 grömmurn af óbrendu. Þessi kaffiskamtur á að nægja til 1. október næstkom- andi. Þegar kaffiskömtun var hjer á, á styrjaldarárunum, mun láta nærri að skamturinn hafi verið 2 pakkar á mann á mán- uði hverjum. Áður íslenskt skip. Nú danskt Þessi þrímastraða skonorta er Capitana, sem Magnús Andrjesson útgerðarmaður áíti. Nú hefur hann selt hana til Danmerkur. Það var danskur útgerðarmaður sem keypti skipið í fjelagi við Tuxen & Kageman h.f. í Kaupmannahöfn. Hinir nýju eigendur munu ætla að breyta Capitönu. Hún er nokkuð á þriðja hundrað smálestir að stærð. Komið i veg iyrir bensín-hamstur J Aðeins afgreitl á geysna bíianna í GÆRKVELDI birti viðskiptamálaráðuneytið nýja reglu- gerð um sölu og afhendingu á bensíni. Samkvæmt henni má ekki afhendá bensín. nema á bensíngeyma bílanna. Hefur því tekist að koma fyrir bensín hamstur, sem borið hefur mjög á síðustu dægur. Nákvæmt eftirlit. í reglugerðinni er m. a. kveð ið svo á, að afgreiðslumenn við bensíntankana sjeu skyldugir til að skrá í fullgild skoðunar- vottorð viðkomandi bíls, eða á blað, sem fest er við vottorðið, lítrafjölda, sem afgreiddur hef ir verið til bílsins. Afgreiðslumenn geta neitað. Þá er afgreiðslumönnum skylt að gæta þess, að ekki sje afhent bensín nema til eðli- legrar notkunar bílsins. Geta afgreiðslumenn neitað að af- greiða bensín, ef bensínkaup- in eru óeðlileg. 200 þús. kr. sekt. Viðskiftanefnd hefir heimild til að láta framkvæma fyrir- faralaust rannsókn á skoðun- arvottorðum, ef hún telur ástæðu til. Brot á reglum þessum varða sektum alt að kr. 200.000. 1 Býrjaði fyrir tveim dögum. Fyrir tveim dögum síðan fór að bera á því að menn voru farnir að hamstra að sjer bensíni. Þó mun hamstrið hafa náð hámarki sínu í gærdag. Var þá svo mikil þröng við bensínútsölurnar að bílarnir skiftu tugum við hverja bensín útsölu. Margir vörubílar komu með margar tunnur og fyltu þær. Hamstrið stöðvað. Nokkru eftir að tilkynning Viðskiftamálaráðuneytisins varð heyrum kunn, skarst lög- reglan í leikinn og stöðvaði alt bensín hamstur. Menn tóku þessu nokkuð misjafnlega, en sættu sig við þessi úrslit þó margir hefðu lagt mikið á sig við að ná í tunnu. Lárusunum vel tekið á Akureyri Akureyri, miðvikudág. LEIKARARNIR Lárus Páls- son og Lárus Ingólfsson höfðu kvöldskemtun í gærkvöldi í samkomuhúsi bæjarins. Skemtun þeirra fjelaga var fjölþætt, svo sem leikþáttur, gamanvísur og annar vísnasöng ur, leikið atriði úr Æfintýri á gönguför, er Skrifta-Hans heim- sækir kammerráð Kranz og svo var lokasöngur. Skemtunin var vel sótt og skemtu áhorfendur sjer ágæt- lega. Voru listamennirnir marg- kallaðir fram með dynjandi lófa taki. Þeir fjelagar leggja leið sína næst austur í Þingeyjasýslu og ætla að skemta þar á nokkrum stöðum, en er þeir koma úr þeirri för, munu þeir halda aðra kvöldskemtun hjer á Akureyri. Lislmunasýníiig Unnar Óiafsdótfur r a Akureyri, miðvikudag. FRÚ UNNUR ÓLAFSDÓTTIR opnaði í gær sýningu á hand- unnum-listmunum í Akureyrar- kirkju. Munirnir eru þeir helstu, er voru á sýningu hennar í kap- ellu Háskóla íslands og vakið hafa hina mestu aðdáun. Sr. Pjetur Sigurgeirsson kynti listakonuna fyrir sýningargest- um. — Enginn sjerstakur að- gangseyrir er að sýningunni, en gjöfum til sjóðs til hjálpar blind um er veitt móttaka. — Sýning- in stendur aðeins yfir til mið- vikudagskvölds. — H. Vald. Finnbjörn og Haukur í Norðurlandakeppnina? Viihjáfmur kastaði 14,53 í kúlu -------- t Á MEISTARAMÓTINU í gær fóru fram úrslitin í 200 m, hlaupi. Haukur Clausen vann þar á 22,1 sek., sem er sami tími og Islandsmet Finnbjarnar Þorvaldssonar og nýtt drengja-* met. Finnbjörn var annar á 22,3. — 1 aukakepni í kúluvarpi kastaði Vilhjálmur Vilmundarson 14,53 m., sem er besti ár* angur, sem hann hefir náð. j ----------------- • Með árangri sínum í gær muií Haúkur Clausen vera alveg visa með að komast í Norðurlanda- kepnina í Stokkhólmi í 20Ö m, hlaupi. Firmbjörn mun álíká viss með að komast, í 100 m, hlaupið þar, og ef til vill 200 m. og langstökk. ÍR vann meistarastigið í bæðí 4x100 jog 4x400 m. boðhlaupi. I 100 m. boðhlaupinu leiddi ÍR- sveitin frá byrjun, en KR-sveit- in, sem var önnur, náði bestaj tíma, sem KR-sveit hefir áðug hlaupið á. Kepnin var mjög skemtileg í 400 m. boðhlaupinu, Eftir fyrsta sprettinn átti KR‘ tvær fyrstu sveitir, en ÍR-sveit- in var þriðja (Páll PI. fyrir A- sveit KR, Sveinn Björnsson fyi> ir B-sveit, Pjetur Einarsson fyr- ir ÍR). Á öðrum sprettinum fót Reynir aftur á móti fram úr báð um KR-ingunum og Óskari hljóp þriðja sprettinn ágætlegá fyrir lR á móti Ásmundi í KR og breikkaði bilið all-mikið. —■ Kjartan hljóp svo síðastur og vann enn á, þótt Magnús Jóns- son hlypi mjög vel fyrir KR. Nokkur skip iengu sæmileg kösi FRJETTARITARI Morgun- blaðsins á Siglufirði símaði í gærkvöldi, að litlar fregnir væru af miðunum. Skip koma þó þangað með smáslatta, sem fer því nær alt til sölunar. Þar var s. 1. sólarhring saltað í 4355 tunnur. Flugvjelarnar fóru í gær í síldarleit. Var flogið bæði yfir djúp og grunnt en ekki sást nema ein lítil torfa á Skaga- firði. Síldveiðiflotinn heldur sig nú mest milli Grímseyjar og Rauðunúpa. Nokkur skip, sem voru suður af eyjunni, fengu sæmileg köst, frá 100 til 300 tunnur. Um aflabrögðin al- mennt var það að segja, að þrátt fyrir gott veiðiveður seinnipart dags í gær hafa skipin varla orðið vör. Frjettaritari Morgunblaðsins á Raufarhöfn símaði, að menn þar teldu sjóinn of heitan fyr- ir síldina. Ræðir við Marshall WASHINGTON: Tsaldaris, utan- ríkisráðherra Grikklands, hefur rætt við Marshall, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um ástandið í Grikklandi. Vöruskiftajöfnuðurinn er óhagstæður um 156 milj. VÖRUSKIFTAJÖFNUÐURINN hefur ekki verið jafn óhag- stæður í einum mánuði á þessu ári, sem í júlímánuði síðast- liðnum. Mismunurinn á verðmæti útfluttrar vöru og innfluttrar nemur rúmum þrjátíu og sex miljónum. Hagstofan skýrði Morgunblað inu frá þessu í gær. í júlímán- uði nemur verðmæti útfluttrar vöru 10 milj. 406 þús. krónum. En verðmæti innflutrar vöru 46 milj. 363 þús. króna. Þá sjö mánuði ársins, sem liðn ir eru, þ.e.a.s. frá því í janúar til júlíloka, er vöruskiftajöfnuð- urinn óhagstæður um 156 milj. 104 þús. Verðmæti innfluttrar vöru nemur samtals 267 milj. 476 þús. kr. Útfluttrar 110 milj. 372 þús. kr. Útflutningurinn í júlí. Samkvæmt upplýsir.gum frá Hagstofunni, var harðfrystur fiskur stæsti liður útflutnings- verslunárinnar í júlímánuði. — Als var flutt út af honum fyrir Úrslit í gær: 200 m. hlaup: Isl.m.: Ilaukur Clausen, lR, 22,1 sek. (dr.m.), 2, Finnbjörn Þorvaldsson, lR, 22,3, 3. Ásmundur Bjarnason, KR, 22,9 og 4. Trausti Eyjólfsson, KR, 23,3, ixlOO m. boðhlaup: ísl.m.: ÍR, 44,0 sek., 2. KR (A), 44,9, % Ár- mann 46,5 og' 4. KR (B), 46,6. —- (ísl.m.: ÍR: Finnbjörn, Reynir, Örn, Haukur). 4x400 m. boðhlaup: Isl.m.: lR, 3,28,2 mín., 2. KR (A), 3,29,8, 3, Ármann, 3,37,6 og 4. KR (B), 3, 40,6.— (Ísl.m. iR: Pjetur, Reynir, Óskar, Kjartan).1 Kúluvarp (aukakepni): — 1, Vilhjálmur Vilmundarson, KR, 14, 53 m., 2. Sigfús Sigurðsson, Sel- foss, 13,86, 3. Friðrik Guðmunds- son, KR, 13,62 og 4. Gunnlaugur Ingason, Hvöt, 12,74. Stangarstcklc (aukakepni) : L 3 miljónir. Megnið af fiskinum ' Bjarni Linnet, Á, 3,45 m., 2. Kol- fór til Frakklands, eða fyrir 2,4 miljónir. Tjekkóslóvakía keypti fyrir um 580 þús. og til Banda- ríkjanna var selt fyrir 110 þús. Lýsi var næst stærsti liður- inn, 2,6 miljónir. Til Bandaríkj- anna var selt fyrir 1,5 milj. Til beinn Kristinsson, Selfoss, 3,45, og 3. Þorsteinn Löve, ÍR, 3,00. i Mótið heldur áfram á föstu- dagskvöld kl 8,30. Fara þá frarri úrslitin í 100 m. hlaupi, sem aftur var frestað í gærkvöldi, Noregs fyrir um 500 þús. Til 4x1500 m. hlaup og fimtarþraut, Frakklands fyrir 440 þús og til ítalíu fóf farmur upp á 180 þús. Síldarmjöl var selt til Tjekkó- slóvakíu fyrir tæpa miljón. ís- fisk keyptu Bretar fyrir 930 þús. krónur. í júlí voru seld tvö skip til Færeyja og eitt til Dan- slóvakíu fyrir tæpa miljón. ís- merkur. Togararnir Hafsteinn og Skinfaxi fóru til Færeyja og seglskútan Capitana tjl Dan- merkur. Þorbjörn. ! Ekki til milliríkjastyrjaidatl AÞENA: Griswold, yfirmaðuf nefndar þeixrar, sem sjer um að- stoð Bandaríkjanna við Grikki, hefur látið svo um mælt, að að- stoðin sje veitt Grikkjum til þess að sigrast á ofbeldisseggjum í landinu sjálfu, en ekki til þess a3 heyja styrjöld gegn neinu öðril ríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.