Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1947, Blaðsíða 10
19 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. ágúst 1947 33. dagur „Það er ekki þar með sagt“, sagði skipstjórinn. „Nei ljúfan, ef þú vilt fara viturlega að þá segirðu engum frá því“. „Jæja þá“ sagði Lucy. „Jeg ætla að haga mjer viturlega, og í þessu máli veit jeg að þú hef- iir á rjettu að standa, því jeg efast um að hún myndi trúa ' fhjer.“ Árin liðu hratt og full af á- nægju fyrir Lucy og oft heim- r SÓtti hún Bill og Önnu og Celiu og Cyril; Bill var nú orðinn þing maður og Anna konan hans átti nú sín eigin barnabörn og Cyril var að visu ekki biskup, en mjög vel settur kanúki dómkirkjunn ar og aðstoðarprestur við St. Swithins og árin höfðu svo mýkt skap hans að hann var jafnvel montinn af þeirri háðslegu stað- reynd að sonur hans var nú mjög frægur leikari. Biskupinn hafði dáið af lungnabólgu sem hann fjekk upp úr inflúensu eft- ir að hafa heimsótt fátæklinga hjarðar sinnar; konan hans lifði ennþá, dálítið á eftir tímanum, en þó vel á sig komin í dálítlu húsi yst í hinu umgirta svæði dómkírkjunnar. Eva hafði dáið á afar órómantískan hátt úr rauðum hundum, sem hún helt fram að væri skarlatsótt þangað til hún sálaðist, einn af öðrum f jellu samtíðarfólk Lucy í valinn fjellu af lífsins trje eins og haust blöðin; en Lucy hafði aldrei sótt hamingju sína í f jelagsskap ann ara og nú þurfti hún þess minna en nokkurntíma áður. Þar sem Marta hugsaði um hana þá lifði hún einföldu og mjög ánægju- sömu lífi. Þegar heitt var í veiðri þá dundaði hún í garðinum kringum blómin sín, eða gekk upp klettastíginn og horfði á máfana með rólega refahundin um sinum. En þegar kalt var sat hún fyrir framan arinin, og hitaði sjer á fótunum meðan hún hlustaði á útvarpið og prjónaði bláar peysur fyrir sjómennina í Norðursjónum. Hún hafði aldrei orðið á eitt sátt við út- varpið og hlustaði á hljómlist, leiklist og ræðuhöld fræga fólks ins sem þau væru aðeins minni háttar grey sem væru að öllu þessu- bara fyrir sig í gegnum þennan grammarfón sem öllum til undrunar þurfti ekki að vinda Oft á kvöldin rann á hana mók þar sem hún sat yfir peysunum sem nú urðu færri og færri eftir því sem fingurnir á henni voru að stirna af gigt. Eitt af aðalrifrildisefnum hennar og Greggs skipstjóra var einmitt um þeta efni: „Hversvegna ferðu ekki til Harrogate eða Droitwich ? Hvers vegna ferðu ekki til Iæknis“, spurði hann, „þú hefur nóga peninga“. En fátækt í ellinni var það eina sem Lucy hræddist. Það var ómögulegt að sannfæra hana um að peningar sem höfðu horfið svo fljótlega í lífi manns ins hennar myndu ekki gera það sama í sínu lífi, jafnvel þó tekj urnar fyrir Blóð og Haf hefðu verið lagðar í viss gróðafyrir- tæki'af bankanum sem tók á móti hinum geysilegu rith.funda launum sem hún fjekk og var stjórnað með ströngustu þag- mælsku, og enn streymdu laun in inn, því sonarsonur herra Sproule hafði fyrir aðeins sex mánuðum gefið út lúxus útgáfu af Blóð og Haf með myndum, sem Gregg skipstjóri skemmti sjer mikið yfir, sem sýndu hann sem gamlan víking, ljósan á hár og skegg. „Þú hefur nóg af peningum" sagði hann í þetta skipti. „Skattar íara hækkandi — og allt er að hækka í verði“, sagði Lucy, „jeg Vil ekki enda á fá- tækraheimilinu“. „Fátækraheimilinu, fjandinn hafi það“ hreytti skipstjórinn út úr sjer. „Veistu ekki að þú gætir keypt fátækraheimili og fram- fleytt f jölda sveitalima með laun unum sem þú hefur núna. Farðu Farðu til Harrowgate, kona, farðu til Harrowgate“. 1 „Jeg vil heldur vera hjer“ sagði Lucy. „Mjer líður miklu betur í mínu eigin húsi og jeg gæti ekki yfirgefið Tags“. - „Hundurinn heitir Spot“ sagði skipstjórinn, „og Marta er al- veg einfær um að líta eftir hon- um“. „Þegar jeg síðast heimsótti Önnu, þá gleymdi Marta að láta súlfúr í vatnið hans og hann [fjekk útbrot milli tánna“ sagði Lucy. „Það er betra að hundurinn fái útbrot milli tánna en að fæt urnir á þjer verði eins stirðir eins og eldskörungar“ sagði skipstjórinn. „Jeg er orðin of gömul til þess að fara að fiækjast um í ókunn um hótelum“ sagði Lucy. „Jeg fer ekki fet“. „Þú ert þverúðarfull, og þrá, gömul kerling" sagði skipstjór- inn, „og ef jeg heldi þig ekki til búna til þess að gera húsið mitt að útbúi Battersea Hundaheimil isins, þá, skrattinn hafi það, kæmi jeg aldrei aftur að heim- sækja þig.“ „Ja, það datt mjer reyndar aldrei í hug“ sagði Lucy kýmnis lega, „það er ágætishugmynd". „A.... kvenfólk“ urraði í Gregg skipstjóra og svo fór hann Árin liðu og enn einu sinni kom vorið og gróðurinn tók að’ gægjast upp úr frjórri moldinni og brátt urðu blómabeðin full af nýju lífi og gulum narsissum og Lucy varð líka að fara út í sólskinið til þess að hlúa að blóm unum sem henni þótti svo vænt um, en skólskinið vermdi ekki gömlu konuna og hún skalf af kulda þar sem hún beygði sig yfir blómin og hún mótmælti lítið þegar Marta fekk hana til þess að koma inn. „Jeg kem, jeg kem“ sagði hún því henni fannst hún allt í einu mjög þreytt og mjög kalt, og það var einkennilegur verkur í vinstra handabakinu á henni sem lagði upp eftir öllum hand leggnum samt varð hún að nema staðar á leiðinni til þess að hlúa að blómum sem henni fanst eitt hvað að. IJún var svo þreytt að henni fanst hún varla geta hreyft hendurnar og loks kom hún inn eftir að Marta hafði sagt henni að láta blómin í friði. Hádegisverðurinn endurlífgaði hana dálítið, heita hænsnasúp- an ,steikti kolinn, kálið og kart töflurnar og súkkulaðið matreitt eins og aðeins Marta gat það. „Heldurðu ekki að við sjeum of eyðslusamar, Marta?“ sagði Lucy kvíðafull um leið og hún settist í hægindastólinn og horfði á Mþrtu sem var að skara í eldinn til þess að hlýja henni. „Guð blessi þig, nei“ sagði Marta rólega. „Það sem þú borð ar mundi jafr.vel ekki nirfill sjá eftir, svo hversvegna ekki hafa það besta og þú verður að hlýja þjer finst þjer það ekki?“ „Jeg vil ekki enda á fátækra heimilinu" sagði Lucy. „Við urð um einu sinni rjett að segja.... „Hvað var nú orðið? Við urðum einu sinni rjett að segja..... Hvað gat það verið? Og hvers vegna gat ekki Marta hjálpað henni, þar sem hún stóð þarna með rautt andlitið og munninn dálítið opinn .... og hve gömul hún leit út fyrir að vera .... Það var alveg óþarfi fyrir hana að líta svona ellilega út, andlitið á henni var ekkert nema hrukk ur. Og Marta sem var tveimur árum yngri en hún var og hún var viss um að ekki leit hún svona út, og ef hún ætlaði ekki að gefa henni orðið sgm haná vantaði, hversvegna var munn urinn á henni opinn? „Ó, fyrir alla muni lokaðu á þjer munninum, Marta“ sagði hún ólundarlega. „Þú gapir fram an í mig eins og þorskur". , „Jeg stóð bara hjerna“ sagði Marta sórgbitin, „vegna þess jeg hjelt að þú ætlaðir að tala við mig. Jeg þarf að gera verkin mín“, og hún fór út móðguð á svipinn. „Gjaldþrota". Það var crðið.. henni mundi detta það í hug um leið og Marta var farin.. Marta var farin og hún hafði ekki skrúfað frá, æ-hvað hjet það- nú aftur, þó hún vissi að sig lang- aði að heyra dálitla músik eftir hádegisverðinn. Hún hallaði sjer fram og kveikti á útvarpinu, en hún hafði borðað seinna en venjulega og það var engin músik í útvarpinu „ræða um skóla“.... Cyril hafði gengið vel í skólanum, miklu betur en elskunni henni Önnu, en Anna var nú orðin hefðarkona og klæddist fallegum fötum. . ef Anna aðeins hefði búið dálítið nær, en maðurinn hennar var að stjórna landinu, svo auðvitað varð hún að búa í London, jafn vel þótt það þýddi að skilja móð ir sína eftir aleina.... aleina það var dapurt orð; að minsta kosti var Tags við fætur henn ar.... nei Spot.... Tags var hinn hundurinn .... hundurinn sem Miles hafði grafið út úr hjeraholunni .... Hún hafði ekki hugsað um Miles árum sam an. — Hve hamingjusama hafði hann ekki gert hana þetta vor, og hve óhamingjusama. En þetta var lífið — ljós og skugg ar ;— aðfall og útfall. Miles var dáinn .... Gregg skipstjóri hafði sagt henni af dauða hans fyrir nokkrum árum.... vesa- lings Miles að deyja svona ung ur .. ef þau aðeins hefðu kynst fyrr þá hefði hún kanske gefað haldið honum frá drykkjuskapn um og fjárhættuspilunum eða hvað það nú var sem að honum gekk. Edwin hafði spilað fjár- hættuspil .. leynilega í veð- brjefahöllinni .... hún hafði aldrei skilið þennan dulda í hon um — gjaldþrot .... Það var hræðilegt að vera .. hún mátti endilega til þess að heimta að Marta væri sparsamari .... Það var hræðilegt að gleyma orðum núna . . hún var svo þreytt .... GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 63 Jeg leit niður fyrir mig. Um meter fyrir neðan fætur mína kom jeg auga á bjálkann. í honum lá eina von mín. Jeg klifraði eins langt niður og jeg komst, hjekk þarna andartak og sleppti svo takinu. Eins og jeg hafði ætlast til, kom jeg beint niður á bjálkann og náði fótfestu á honum, Varla var jeg fyrir lagstur niður, en jeg heyrði fótatak fyrir neðan mig. Það nálgaðist óðum, og áður en varði kom liðsforingi í ljós undir gálganum. Um leið og hanr? gekk fram hjá, hrópaði hanh: „Dows liðþjálfi! Dows!“ Rödd úr varðherberginu í turninum svaraði nonun . gegnum myrkrið. „Hversvegna er vörðurinn ekki kominn á sinn stað' :: „Hann kemur rjett strax, klukkuna vantar enn þá e: np. mínútu í sex“. í sama augnabliki byrjaði klukkan að slá, og sex cða sjö varðmenn komu út úr varðstofunni, sumir hlæjandi en aðrir bölvandi yfir kuldanum. Liðsforinginn gekk til baka að einum turninum, en hermennirnir tóku sjer stö iu á varðstöðum sínum. Og brátt var allt orðið hljótt á : ý. Meðan á öllu þessu stóð, lá jeg á bjálkanum og þ ði varla að draga andann; en loksins, þegar vörðurinn : rir neðan mig hafði gengið framhjá í sjötta skifti, heit jeg upp hugann og færði mig varlega nær opi því, sem g Jg- inn var yfir. í hvert skifti og varðmaðurinn sneri baki að mjer, færði jeg mig svolítið nær, og var þannig að lokum kominn fast upp að veggnum. Þarna beið jeg t æris, renndi mjer svo fram af bjálkanum, hjelt í harni meo báðum höndum, sveiflaði mjer til og ljet mig falla iíðLir í opið á veggnum. Töluverður hávaði varð, þegar jeg kom niður. Jeg stóð upp og hlustaði, en þar sem ekkert gaf til kynna, að til mín hefði heyrst, gekk jeg varlega inn í herbergið fyrir framan mig. Jeg fann strax, að gólfið var ákaflega hrjúft og þakið steinum og kalki. Þetta var sem sje eitt af þeim mörgu turnherbergjuna, sem ekkert hafði verið hirt um, og af þeim ástæðum hafði heldur engin hurð verið íyrir opið. Jeg þreifaði mig varlega áfram og kom að lokum UTSLATTARKEPPNI Nei, jeg get ckki gefið þjer endanlegt svar nú, en jeg skal lofa þjer, að þú kemst í úrslitin ★ Hún (situr hjá honum undir limi trjánna og tunglsgeislarnir dansa milli laufanna): Ef draumadísin birtist þjer og hún ætlaði að uppfylla eina ósk þína, hvers ntondirðu biðja hana? Hann: Ja, — ja, jeg þarf að láta festa hnapp á jakkann minn ★ Nýliðarnir voru að 'koma í herinn. Maðurinn sem afhendir einkennisbúningana spyr einn nýliðann. — Er jakkinn mátulegur ? — Já, ágætur. — Og buxurnar? — Prýðilegar. — Húfan? — Já ágæt. — En skórnir? — Eins og sniðnir á mig. — Heyrðu, þú hlýtur að vera vanskapaður. ★ Harin: Jeg ætla ekki að gifta mig fyrr en jeg er orðinn.þrí- tugur. Hún: Jeg ætla ekki ver'öa þrítug fyrr en jeg er búin að' gifta mig. ★ — Pabbi, hver var eiginlega tengdamamma Adams? — Hann hafði enga, sjáðu tií, — hann var nefnilega í Paradís. ★ — tlvenær kynntistu mannir, um þínum? — Fyrsta sinn, þegar jeg bað hann um peninga. ★ — Hann hjelt því fram, að hann væri að deyja hægt og hægt og þrá eftir að kyssa mig. — Nú, og hvað gerðir þú? — Ha, hvað jeg gerði? Jeg bjargaði mannslífi. ★ Gesturinn, sem verið er að henda út aí Hótel Steinn: Hvern. ig er það, viljið þið líka fá drykjupeninga fyrir þetta ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.