Morgunblaðið - 22.08.1947, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. ágúst 1947
i
llbtóistiUiiMb
Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Höfðakaupstaður
EINS og minnst var á hjer í blaðinu í gær, í samtali við
iormann nýbyggingarnefndar Höfðakauptúns, setti Al-
þingi vorið 1945 lög um nýbyggingar í Höfðakaupstað.
Tilgangurinn með þessari löggjöf var að hefjast handa
um algera nýjung. Samkvæmt henni skyldi ríkisvaldið
taka forustuna um að byggja upp lítið og fámennt þorp
og leggja grundvöll að myndun nýtísku útvegsbæjar, sem
jafnframt styddist við jarðrækt og framleiðslu sveitanna
i Húnavatnssýslu.
Hjer var vissulega um merkilega hugmynd að ræða,
enda var henni frábærlega vel tekið, ekki aðeins af íbú-
um Höfðakaupstaðar, heldur fjölda fólks víðsvegar um
land. Þessi staður bjó við góð skilyrði til lands og sjávar.
Þaðan var stutt á mið Húnaflóa og ræktunarmöguleikar
voru miklir.
★
Samkvæmt lögunum, var nýbyggingarnefnd, sem skip-
uð var, fengið eftirfarandi verkefni:
Að koma upp skipulagðri bygð í Höfðakaupstað, að
koma þar á fót atvinnufyrirtækjum í samráði við Ný-
byggingarráð og ríkisstjórn, að stuðla að því, að einstak-
lingar, fjelög og stofnanir reisi þar íbúðarhús og önnur
mannvirki, að reisa þar sjálf íbúðarhús til þess að selja
þau fullsmíðuð, að koma upp handa bygðinni rafveitu,
vatnsveitu og götum.
Þessi verkefni voru fengin nýbyggingarnefndinni. En
marfir munu segja að mestu máli skifti, hvað framkvæmt
hafi verið af þeim. Þær raddir hafa einnig verið uppi,
aðallega úr einni ákveðinni átt, að alls ekk-
ert hafi verið gert nema það, að upp-
dráttur af Höfðakaupstað hafi verið sendur til Parísar.
Fyrir þessum söguburði, hefur Tíminn og Framsóknar-
menn aðallega staðið. Þeir hafa allt frá upphafi haft allt
á hornum sjer í sambandi við framkvæmdir á þessum
stað. En ástæða þess er sú, að fyrverandi ríkisstjórn beitti
sjer fyrir málinu í góðri samvinnu við þingmann Austur-
Húnvetninga.
★
DAGLEGA
LÍFINU
Sólarhöll.
HUGMYNDIN, sem varpað
var fram hjer einu sinni í sum
ar hefir fengið einn stuðnings-
mann — A.B. segir á þessa lund
í brjefi til Víkverja:
„Af öllum þeim höllum, sem
bygðar hafa verið og byggja á,
þykir mjer einna merkust upp-
ástungan um „Sólarhöll“, þó
enn sje hún, því miður, jafn
fjarlæg og „Borgin fyrir aust-
an mána og sunnan sól“. En er
nokkuð því til fyrirstöðu aö
slík ,,höll“ verði að veruleika
í framtíðinni? Nógai eigum við
orkulindirnar. Sumar eins og
það, sem nú er að líða, þar sem
sólskinsdagarnir eru teljandi,
skilar okkur illa undirbúnum
í hendur löngum vetri. Þar við
bætist bætiefnissnauð mjólk
eða kanske engin.“
•
Gjaldeyrissparnaður.
„SÓLARHÖLL (helst í sam-
bandi við hinn margumtalaða
sjóbaðstað), sem almenningur
ætti aðgang að mundi verða sá
heilsubrunnur, sera einnig
myndi spara tíma og gjaldeyri
þeim, sem fara í heilsubótar-
íerðalög til Kaliforníu og Mið-
Íarðarhafsins, eða eyða sumar-
fríinu í rándýr og þreytandi
ferðalög, norður á Sljettu, eða
Langanes.“
Höfuðdagur —
sólardagur.
OG ENN heldur A.B. áfram:
„Höfuðdagurinn hefir lengi ver
ið merkisdagur í veðurfari og
veðurspám íslenskrar alþýðu.
Því ekki að gera hann að merk
isdegi með fjáröflun fyrir til-
vonandi sólarhöll og gefa al-
menningi kost á að sýna máli
þessu stuðning, t. d. með sölu
á sólarmerkjum, sólarhapp-
drætti og sólarkaffi. Og ekki
trúi jeg að sólguðinn yrði verri
til áheita en hver annar.
Finst mjer hjer vera verk-
efni fyrir eitthvað fjelagið að
glíma við“.
•
Mjólkin.
FYRIR NOKKRU hitti jeg af
tilviljun lækni einn hjer í bæn-
um. Talið barst að mjólkinni,
sem hjer er seld í höfuðstaðn-
um og magakvillum og annari
óáran í heilsufari fólks yfir-
leitt. Læknirinn fór ekki dult
með, að sitt álit væri það, að
mjólkin ætti sína sök á ýmsum
kvillum, sem hjer eru land-
lægir, beint eða óbeint.
Læknirinn fullyrti, að mjólk,
sem hjer er á markaðinum,
fengist alls ekki flokkuð eftir
þeim reglumt sem gilda um
mjólkursölu hjá menningar-
þjóðum. „Það er ekki að tala
um 3. eða 4. flokks mjólk“,
sagði hann. „Mjólkin fengist
alls ekki flokkuð“.
Hvað á lengi að
þola þetta?
HVERSU lengi eigum við að
búa við þetta óþolandi ástand
í mjólkurmálunum? — Það er
ekki gott að segja. Það er bú-
ið að ganga til svo lengi, að
margir eru orðnir úrkula von-
ar um, að nokkurn tíma fáist
breyting til batnaðar. Það er
talað um nýjar mjólkurvinslu-
vjelar, flöskumjólk, fyrirmynd
ar kúabú (sem svo reynist ein-
tóm vitleysa), en ekki batnar
mjólkin.
En sannleikurinn er sá, að
hjer er um mál að ræða, sem
er svo mikilsvert, að fá önnur
mál, sem á döfinni eru, geta
talist meiri.
•
Umbætur.
ÞESSA DAGANA er verið
að bera skattareikningana um
bæínn. Það er einskonar einka-
niðurjöfnunarskrá, sem hver
skattgreiðandi fær til að minna
hann á að greiða sín gjöld í
tíma og forðast dráttarvexti og
j lögtök.
I En það er fátt svo ilt að ekki
boði nokkuð gott og svo ar það
með skattareikningana. Það
fylgir nefnilega bónus með
reikningunum handa þeim, sem
fá kjötuppbætur. Og víst ætti
það að vera nokkur huggun
harmi gegn.
•
Fá grasætur kjöt uppbót?
EN MARGT er það, sem gef-
ur tilefni til hugleiðinga og
eins er það með kjötbónusinn.
Það er víst látið jafnt yfir alla
ganga, hvort sem þeir borða
kjöt eða ekki. Jurtaætur, jafn-
vel fjelagsbundnar jurtaætur
fá víst kjötuppbót.
Og þótt það væri, að kjöt-
bónusinn gleddi hrelda skatt-
; greiðendur, þá mun það samt
| vera svo í reyndinni, að það
sem rjett er að þeim í aðra
höndina er tekið úr hinni.
•
Þrjú ríki.
MARGT ER SJER til gam-
ans gert. Inn við Skúlagötu er
lítill hóll og moldarbarð í hon-
um. Þar er nokkurt afdrep fyr
ir suðaustan rigningunni. Þar
er líka oft mannmargt, og virð
ast þeir er þar dvelja una hag
sínum vel. Einkum eru það
menn sem koma frá Nýborg,
sem er þarna skamt frá, sem
I sækja þenna stað.
I Er jeg spurði kunningja
minn hversvegna þessi staður
( væri svona vinsæll sagði hann:
„Veistu það ekki að það eru
þrjú ríki í Reykjavík. Austur-
ríki við Hringbrautina, Dýra-
ríki í Nýborg og þessi staður
er þar sem þess er neytt, sem
fæst í þeim ríkjum er kallaður
„Himnaríki“.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Grtöabrall af lameininf hemámssvreða
En hvað hefur svo verið aðhafst?
Þýðingarmikið undirbúningsstarf hefur verið unnið. í
sumar hefur verið grafið fyrir skolpveitu og aðalvatns-
veituæð lögð. Verður hún væntanlega fullgerð á komandi
sumri. Þá hefur og verið unnið að margskonar mæling-
um, sem grundvallarþýðingu hafa fyrir hina nýjú bygð.
Samtals hefur ríkissjóður lagt til þessara framkvæmda
nær eina miljón króna.
En það er ekki síður athyglisvert, hvað almenningur
á staðnum hefur aðhafst á þessum tíma. í sumar er t. d.
verið að byggja þar á vegum einstaklinga 15 íbúðarhús.
Ekkert sýnir betur, að fólkið hefur trú á framtíð stað-
arins.
Það má að vísu segja, að meira hefði mátt framkvæma
á þeim stutta tíma, sem lögin um nýbyggingar í Höfða-
kaupstað hafa verið í gildi. En það er samt sem áður tölu-
vert, sem gert hefur verið. Og það er athugandi að slíkt
uppbyggingarstarf verður að undirbúa vel.
★
En aðalatriði þessa máls er þó það, að haldið verði
áfram því verki, sem hafið er og lögin gera ráð fyrir. Til
þeirra framkvæmda þarf aukið fjármagn. Þessi tilraun
er það merkileg, að hún má ekki stöðvast í fæðingunni.
Að sjálfsögðu verður ekki til þess ætlast, að ráðgerðum
framkvæmdum verði lokið á einu eða tveimur árum. En
þær mega ekki stöðvast. Það verður að framkvæma gerð-
ar áætlanir föstum og jöfnum skrefum. Þá mun sú hug-
mynd mnan skamms tíma verða að veruleika, að Höfða-
kaupstaður rísi upp sem mýndarlegur bær. Þá hefur
merkilegri nýjung verið hrundið í framkvæmd.
í GEGNUM smárifu á járn-
tjaldinu má sjá, að Rússar eru
að reyna, eða frekar að látast
vera orðnir hliðhollir Þjóðverj-
um. En aðferðir þeirra eru
gamlar, sömu tegundar og al-
ræmdasti áróður stríðsins. Þeir
nota öll tæki, sem þeir hafa til
að koma að Þjóðverjum ýmsum
skoðunum til .að rjettlæta stjórn
rússneska hernámssvæðisins og
til þess að gera sem minst úr
öllu, sem er framkvæmt á
bresk-bandaríska hernámssvæð
inu. j
Þjóðverjarnir, einkum þeir,
sem búa í Berlín og þar í grend
fá á hverjum degi rússnesku
skoðunina í öllu, sem fyrir ber,
bæði 1 þýsku blöðunum, sem
gefin eru út á rússneska her-
námssvæðinu og í útvarpinu,
sem er undir yfirstjórn Rússa.
Þetta eru helstu heimildir Ber
línarbúans og á þessu eru skoð-
anir hans í alþjóðamálum
farnar að byggjast.
Sameining táknar
kol og meira gróða
fyrir Rússa.
I
Rússar vilja fá meiri stríðs-
skaðabætur frá Þýskalandi og
þurfa á þýskri framleiðslu að
halda til þéss að standa undir
fjármálum sínum og þess vegna
langar þá mikið í að fá kol
flutt frá Vestur-Þýskalandi til
þess að starfrækja verksmiðj-
urnar í austurhlutanum á sem
hagkvæmastan hátt. Rússar |
hafa því gerst einskonar postul
ar sameiningar alls Þýskalands.
en þegar þeir segja sameining,
meina þeir vitanlega kol fyrir
sjálfa sig, þótt það sje vitanlega
ekki upp gefið. En með því að
halda áfram áróðri sínum fyr-
ir sameiningu alls landsins í
eitt hernámssvæði getur vel
verið að Rússar sjeu að áskapa
sjer nafnið,„frelsarar Evrópu“.
Aukin gremja Þjóð-
verja.
Berlínarbúar eru margir
hverjir gramir út í bandaríska,
breska og franska liðsforingja
og hermenn, sem búa 1 bestu
húsum sem finnast í borginni,
en Þjóðverjar verða að una við
skemd hús og íbúðir með brotn
um veggjum, sem gert hefir ver
ið við til bráðabirgða.
Vitanlega er lítið hægt að
gera við þessu, en Rússar hafa
notað það til að æsa upp reiði
og grimd meðal fólksins. Það
eru ver klætt og soltnara en
nokkru sinni áður og er mjög
móttækilegt fyrir hverskonar
áróðri og brýtur lítt heilann um
hvort sögurnar, sem ganga eru
sannar eða ekki.
Auk þess ,er atvinnuleysið í
borginni mikið, talið vera milli
150,000 og 200,000 atvinnuleys-
ingjar. Rússneska útvarpið og
blöðin nota sjer líka til hins
ýtrasta viðnámsleysi fólksins
og skella allri skuld af hverju,
sem aflaga fer, á vesturveldin.
Og jafnan kveður við tónninn:
Þetta eru hinu kapitalistíska
Vestri að kenna.
Eru kolin flutt út?
íbúum borgarinnar hefir lítt
getist að Rússum og nú eftir
allan áróðurinn líst þeim ekki
heldur á hinn hlutaðeigandann.
Það ganga sífelt sögur um að
öll kolin, sem numin eru úr
jörð í Ruhrhjeruðunum sjeu
flutt úr landi til þess að nota
í breskum og frönskum stál-
smiðjum og geta má nærri að
það veldur óánægju, þar sem
kolin sem Berlínarbúar hafa,
eru aðeins brúnkol og jafnvel
lítið af þeim.
í raun og veru væri eina vel-
gjörðarþjóð Þýskalands sú, sem
leysti þá undan þessum viðjum
rammrar áróðurstækni ósvif-
inna gróðabrallsmahna, sem
hafa fastákveðið að grípa eins
mikið og mögúlegt ér af þýsk-
um vjelum og þýskri fram-
leiðslu.