Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1947 ÆVIRAUNIR MARY 0’ NEILL 1. Cftír J4all Caine +• 6. dagur Það var um seinustu jól. A aðfangadagsnótt vaknaði jeg snemma við dynjandi klukkna- hljóm og söng úti fyrir húsinu. Jeg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og hjelt fyrst að jeg væri komin í annan heim. Jeg hlust- aði nokkra stund og svo hvíslaði jeg: „Mamma, hvað er þetta?“ „Þey“, sagði mamma. „Liggðu kyr og hlustaðu“. Jeg lá kyr eins lengi og jeg hafði þolinmæði til þess, en svo skreið jeg út að glugganum. Og þá sá jeg úti fyrir hóp manna og kvenna með blys í höndum. Allir voru eldrauðir í framan vegna frosthörkunnar. Eftir litla stund hættu þau að syngja og þá heyrði jeg að slagbrandi var skotið frá útidyrahurð og jeg heyrði að pabbi kallaði til þeirra og bauð þeim inn. Þegar allir voru komnir inn skreiddist jeg aftur upp í rúmið og þá heyrði jeg mikið manna- mál og hlátra niðri og yfir- gnæfði Bridget frænka alla aðra. Jeg spurði mömmu hvað væri að gerast og hún sagði mjer að það væri verið að veita söngvurunum kökur og vín. Jeg sofnaði áður en þessu var lokið, en þegar jeg vaknaði um morguninn hjet jeg því með sjálfri mjer að jeg skyldi líka fara út og syngja jólasálma. Mjer var það ljóst, að enginn mætti vita um þetta, því að þá fengi jeg ekki að fara. En jeg fjekk mömmu til þess að leika fyrir mig jólasálminn, sem jeg heyrði sunginn um morguninn og söng með þangað til jeg þótt ist viss bæði í laginu og erind- inu. Og svo þegar dimdi um kvöldið stalst jeg út. í óðagotinu gleymdi jeg auð- vitað að búa mig og var því bæði berhöfðuð og kápulaus, en á morgunskóm og með bera arma og fótleggi. Það snjóaði ofurlítið og hríðin þyrlaðist um mig og við ljósbirtu frá hús- inu sýndist mjer hríðin koma bæði að neðan og ofan. Þegar jeg kom út úr Ijós- birtunni var niðamyrkur. Jeg sá aðeins móta fyrir kirsiberja trjánum og mjer sýndist að þvottur hefði verið hengdur á jörmuðu upp á mig í nætur- kyrðinni svo að mjer brá. Að lokum sá jeg ljósin í Sól- heimum og kom að hliðinu. Grindin var klökug og snjóug, en jeg hratt henni upp og gekk inn í garðinn. Tennurnar glömr uðu í mjer af kulda, en samt byrjaði jeg að syngja Oss barn er fætt í Betlehem Betlehem Þeim boðskap gléðst_______ Lengra var jeg ekki komin þeg- ar jeg heyrði umgang í húsinu, og svo var dyrunum hrundið upp og læknisfrúin kom út. Hún starði undrandi á mig og svo hrópaði hún: „Guð stjórni okkur læknir. Þetta er þá hún litla Mary O’Neill. Guð blessi hana“. „Komdu með hana inn und- ir eins“, heyrði jeg að -læknir- inn kallaði. Og áður en jeg vissi af var jeg komin inn í eldhús, sem jafnframt var borð stofa. Þar var hlýtt og nota- legt. Þar logaði glatt móeldur í eldstó og yfir honum hjekk ketill, sem hvein í. Á gólfinu var þykk ábreiða. Þar var skáp ur með diskum og þar var rauð ur bekkur. Jeg býst við að það hafi ver- ið vegna viðbrigðanna að koma inn í hitann, að nú leið yfir mig. Þegar jeg rankaði við mjer aftur sat jeg í kjöltu lækn isfrúarinnar og hún kallaði mig „bragt millish“ (litli anginn) og „veg-veen“ (góða barnið). Og svo nuggaði hún handleggi mína og fótleggi og gerði móð- urlega gælur við mig. Conrad læknir sagði að jeg yrði að vera þar um nóttina, og kvaðst ætla að skreppa heim í Stóra húsið til þess að láta fólkið vita um það. Hann fór, og á meðan hann var burtu bað aði frúin mig í bala fyrir fram- an eldinn. Svo klæddi hún mig í náttkjól, sem var mjer alt of stór og bar mig síðan upp á loft og lagði mig í rúm í litlu súðarherbergi. Jeg veit ekki hvað gerðist um nóttiná nema að mjer var óskaplega heitt og jeg vaknaði við það hvað eftir annað. Og altaf sat læknisfrúin við rúm- stokkinn, klappaði ofan á mig og hvíslaði einhverju að mjer. Jeg heyrði ekki hvað það var, þau. Við illan leik komst jeg Því að mjer fanst röddin langt 1 it ViIÍÍÍÍvmi T _kV 1 Vm 1 V»+t t T"\ __ 1 _ -■‘f * _ ut að hliðinu, opnaði það með hálfum huga, og langaði mest til þess að snúa aftur. En þá varð mjer hugsað til þess að jeg mundi fá bæði kökur og vín og það hresti mig upp. Og svo lagði jeg út á þjóðveginn, fór yfir brúna og svo þvert af leið yfir sljettar grundir og stefndi til sjávar. Jeg vissi ósköp vel hvert jeg ætlaði að fara. Jeg ætlaði að fara heim til læknisins. Bú- staður hans var nefndur Sól- heimar. Jeg hafði sjeð hann oftar en einu sinni er við ók- um þar fram hjá, og jeg hafði dáðst að því hvað hann var fallegur, með hvítum veggjum og brúnu stráþaki og rósarunn ,um fyrir framan. Mjer var orðið ákaflega kalt áður en jeg kom þangað. Snjór hafði farið ofan í skóna mína og ofan á bakið á mjer og klest í hárið. Á einum stað hafði jeg gengið fram á nokkrar kindur, sem húktu undir garði, og þær í burtu. Daginn eftir leið mjer betur. Þá kom Bridget frænka. Hún stóð við fótagaflinn á rúm inu í kápu og með stóran hatt og talaði eitthvað um það að mönnum hefndist altaf fyrir þegar þeir gerðu eitthvað, sem þeir máttu ekki gera. Undir kvöldið kom læknirinn til mín og sagði: „Jæja, hvernig líður okkur núna? Miklu betur, það sje jeg! Miklu betur“. Svo sneri hann sjer að konu sinrii og sagði: „Það er óþarfi að vaka yfir henni í nótt“. „En verður hún þá ekki hrædd að vera ein?“ Jeg sagði henni að jeg yrði ekkert hrædd, og þá kysti hún iriig og sagði mjer að berja í þilið ef eitthvað væri að. Og svo fóru þessi góðu hjón frá mjer og hann hjelt utan um hana. Jeg veit ekki hvaðan mjer kom það, en jeg vissi með I { ■——•■—■• + sjálfri mjer að í þessu húsi átti kærleikurinn heima. Jeg veit ekki hvaðan mjer kom það, en jeg vissi að þessi kona var dóttir auðugra foreldra og margir ríkir menn höfðu orðið til að biðja hennar, en hún valdi Conrad þegar hann var ekki annað en nýútskrifaður læknir frá Þýskalandi eða Sviss. Jeg veit ekki hvaðan mjer kom það, en jeg vissi að hún hafði yfirgefið föður og móður og allsnægtir, farið með hon- um til Ellan, þar sem þau þektu engant og lifað þar í fátækt, en aldrei iðrast þess. Jeg veit ekki hvaðan mjer kom það, en jeg vissi að þetta var þveröfugt við það, sem móðir mín hafði átt við að búa, hún var auðug, en átti ekkert; þessi kona átti ekki neitt, en var rík. VII. Morguninn eftir vaknaði jeg við það, að sólin skein inn um glugga. Læknisfrúin greiddi mjer og kembdi hár mitt. Og svo sat jeg uppi í rúminu og var að snæða egg með þeirri minstu silfurskeið, sem jeg hefi sjeð. Þá var hurðinni alt í einu hrundið harkalega upp og lítill drengur kom vaðandi inn. Hann var tveimur árum eldri en jeg. Hann var í gráum jakka og stuttbuxum og það var ekkert merkilegt. Hitt var merkilegra, að á höfðinu hafði hann ógurlega barðastóran stráhatt, mjög óhreinan og með gati á kollinum, svo að hárið á drengnum stóð þar upp úr. Hann reigði höfuðið aftur á bak svo að jeg sá framan í hann. Ekki var hann laglegur, en hann hafði ákaflega falleg blá augu — blá eins og hafið. Hann skeytti ekkert um það þótt jeg væri þarria, heldur tók heljarstökk á gólfinu, krækti fótunum upp á stólbak, henti sjer svo yfir borðið og stóð seinast á höndunum upp við vegginn andspænis rúminu. ■ Það var auðsjeð að hann ætl- aði að standa þannig eins lengi og hann gæti, en áreynslan var svo mikil að hann hitnaði í framan. Og á meðan hann var í þessum stellingum fór fram fyrsta samtal okkar. Jeg spurði: „Hvað heitir þú, litli dreng- ur?“ „Mart“ svaraði hann. „Hvaðan ertu?“ „Frá Spitzbergen“. Nú var hann uppgefinn að standa á höndunum. Hann setti fyrir sig fætur og steypti sjer síðan kollhnýs yfir rúmið mitt hvað eftir annað, svo að jeg var í vandræðum með matinn minn. Og eftir það þaut hann út úr herberginu eins og kólfi væri skotið^ en jeg sat þarna alveg forviða. Jeg vissi það ekki þá, að frá órofi alda hafa drengir látið þannig þegar þeir vildu gera sig mikla menn í augum telpn- anna. Þegar láeknisfrúin kom brosandi til mín litlu seinna, spurði jeg hana því hvort það væri geggjaður strákur í hús- inu. „Ónei, langt frá því, blessuð mín, hann lætur aðeins svona“, sagði hún og svo fór hún að segja mjer frá honum. GULLNI SPORINN Eftir Quillcr Couck. 70. — Einmitt það, svaraði hinn, en jeg hjelt nú, að við værum orðnir ásáttir um það, að þjer lánuðuð mjer þús- und menn af liði yðar,-- — Já, það myndi jeg með mestu ánægju gera, ef jeg væri einráður. En þjer verðið, lávarður minn, að athuga það, hve jeg er alvarlega á vegi staddur. Þeir öfgafyllstu í liði mínu eru þegar orðnir andvígir mjer, og það er farið að tala um það að setja Fiennes í minn stað. — En Fiennes er alls enginn hermaður. — Nei að vísu ekki, en hann er ofstækismaður, og það er miklu betri meðmæli. Ef nú ráðagerð yðar mistækist og jeg missti þúsund menn, — — Já, en maður lifandi, hún getur ekki mistekist. Hlust- ið nú á mig: Ruthen sækir fram frá Plymouth með allt sitt lið, og heldur eftir syðri Þjóðveginum. Einni dagleið á eftir honum kem jeg, en jeg sný svo til norðurs. Allar Cornwall hersveitirnar eru í Bodnim, eins og þjer vitið, og þar ráðumst við svo á þær, tvisvar eða þrisvar sinnum mannfleiri en þær. Getið þjer svo efast um úrslitin? — Varla, þegar það er jarlinn af Stamford, sem veitir liðinu forustu. En jarlinn var of niðursokkinn í sínar hugsanir til þess að veita þessum gullhömrum athygli. — Við komum að þeim með jafnmikili leynd og jafn skyndilega og dauðinn sjálfur, — og álíka örugglega. Þá svaraði Essex riddari hægt: Já, hugmyndin er ágæt, og ef jeg væri ekki í þessari klípu, mundi jeg ekki hika við að fallast á hana. En hlustið þjer nú á: síðast í morgun, var jeg neyddur til að gefa skipun um að hengja ung- lingspilt, sem gæti gefið mikilsverðar upplýsingar, ef hann fengi að halda lífinu. En jeg þorði ekki að neita. „Er það sá, sem var með konungsbrjefið á sjer?“ „Já, og suma hluta brjefsins skiljum við ekki, enda þótt víst sje, að í þeim felist allskonar upplýsingar, sem kæmu ckkur að góðu haldi, ef við gætum fengið þær“. „Það kann að vera, að honum verði tamara um tungu- SIÐASTA TÆKIFÆRIÐ — Jæja, nú er síðasta tæki- færi til þess að skrifa undir þessa slysastryggingu. ★ — Hjónabandið er eins og happdrætti. — Jæja, finst yður það, er- uð þjer giftur? — Nei, jeg er enn í happ- drættishjólinu. ★ Maður datt í sjóinn. Annar maður stakk sjer til þess að bjarga honum og hjelt á regnhlíf í annari hendi. — Takk fyrir, sagði sá sem dottið hafði, en jeg held að það þýði ekkert. Jeg er þegar orð- inn holdvotur. — Siggi, hvað eiga litlu tví- burasysturnar þínar að heita? — Dauði og Pína, eða það sagði pabbi minsta kosti, þeg- ar honum var sagt af þeim. ★ — Konan mín, hún fór á uppboð. — Nú, hvað fjekkstu mikið fyrir hana? ★ Málarinn Leibl kom inn í vinnustofuna og kom einum af lærisveinum sínum, sem var að reykja þar, að óvörum. En það var stranglega bannað að reykja inni 1 vinnustofunni. Leibl tók sígarettuna frá hon- um og sagði: — Þetta er undarlegur pens- ill. Hvað ætlið þjer að mála með honum? — Ský^ svaraði lærisveinn- inn. ★ — Það er undarlegt með Línu söngkonu, að hún lokar alltaf augunum, þegar hún syngur. — Hún er líklega góð mann- eskja í sjer. Hún þolir ekki að sjá meðbræður sína líða þján- ingar. 3 or L acjnuó ^Shorlaciuó hæstar j ettarlögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.