Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. ágúst 1947 j íslendingflhús í Höfn [fnt verður tii fjáröfiunar Avarp ti! þjóðarinnar ÍSLENDINGAR í Kaupmannahöfn hafa löngum fundið til þess, að mikil þörf væri á samastað þar í borg, sem gæti orðið miðstöð íslensks fjelagslífs og athvarf íslenskra manna og kvenna, sem þar ættu langa eða skamma vist. Margir Hafnar- íslendinggr hafa lengi haft áhuga á þessu máli og rætt það sín á milli, og á fundi 14. febrúar 1945 ákváðu stjórnir íslendinga- fjelagsins og íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn að stofna ..Ryggingarsjóð íslendinga í Kaupmannahöfn" og gengu frá stofnskrá hans. í 2. grein stofnskrárinnar segir svo: „Markmið sjóðsins er að afla fjár til byggingar húss, eða til kaupa á húsi í Kaupmannahönf, er verði samastaður íslendinga. Þar er ætlast til að verði bústaður handa námsfólki, vistarverur handa gamalmcnnum, bókasafn, lestrarstofa o. fl.“. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, sem stjórnað er af 5 íslend- ingum, búsettum í Danmörku. Ríkisstjórn íslands, eða fulltrúi hennar í Danmörku, tilnefnir endurskoðanda sjóðsins, og skal haft samráð við hana um allar framkýæmdir sjóðsins. Vjer undirritaðir höfum tekið að oss að verða fulltrúar í nefnd, sem annast skal fjársöfnun hjer á landi til Byggingarsjóðs ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Þó að mikil breyting sje nú á orðin frá þeim tímum, þegar allir íslendingar, sem utan fóru til náms, leituðu til Kaupmannahafnar, þá er hitt víst, að enn um langan aldur mun mikill fjöldi íslendinga dveljast í Kaupmannahöfn nokkurn hluta ævi sinnar. íslenska „nýlendan" í Kaupmannahöfn er elsta, og mun lengi enn verða stærsta, ÍS- lendingabyggðin á meginlandi Evrópu. Nauðsyn þess og gagn- semi, að íslendingar eignist þar samastað, ætti því að vera hverj- nm íslendingi augljós. Vjer vonumst því til, að allir íslendingar bregðist nú vel við, þegar til þeirra er leitaö um aðstoð til þess, að íslendingar í Dan- mörku — æskulýður og gamalmenni — eignist heimkynni, al- íslenskan samastað, sem orðið geti þeim í senn til hjálpar og stuðnings- í margvíslegum erfiðleikum og tengiliður við ættland sitt, tungu sína og þ'jóðerni. íslendingar í öðrum löndum hafa löngum sýnt vilja og áhuga á því að halda órofnum tengslum við ættjörð sína. íslenska þjóðin á að sjá sóma sinn í því að styðja þá viðleitni eftir fremsta megni. Reykjavík, 18. júní 1947. Ólafur Lárusson, prófessor, formaður. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, lyfsali, varaformaður. Vilhjálmur Þór, forstjóri, gjaldkeri. Jakob Benediktssbn, cand. mag., ritari. i Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra. Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri. Benedikt Gröndal, forstjóri. Vjer undirritaðir mælum með framanskráðri áskorun: Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í., Bjarni Ásgeirsson, atvinnu- málaráðherra, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Einar Árnason, forseti S.Í.S., Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, Eysteinn Jónsson, menntamálaráðherra, Geir Hallgrímsson, for- maður Stúdentaráðs, Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamála- stjóri, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Hallgrímur Benedikts- son, formaður Verslunarráðs, Helgi H. Eiríksson, formaður Landssambands ísl. iðnaðarmanna, Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri, Hermann Guðmundsson, forseti Alþýðusambands íslands, Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, Jón Ás- björnsson, forseti Hæstarjettar, Jón Pálmason, forseti sameinaðs þings, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendafjelags íslands, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri, Lúðvíg Guðmundsson, varaforseti Stúdentasambands íslands, Ölafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Páll S. Pálsson, for- maður Stúdentafjelags Reykjavíkur, Pálmi Hannesson, rektor, Sigurður Guðmundsson, formaður Bandalags ísl. listamanna, Sig- urður Guðmundsson, ritstjóri, Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Stefán Pjetursson, ritstjóri, Steingrímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, Sverrir Júlíusson, formaður Landssambands ísl, út- vegsmanna, Valtýr Stefánsson, ritstjóri, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Morgunblaðið veitir fjárframlögum móttöku. Skriffinskan og Sigfús FJÁRHAGSRÁÐ á ekki upp á pallborðið hjá Þjóðviljanum og kommúnistunum. Sama er hvað þaðan kemur, þá er það öfugt og heimskulegt. Stundum á að skipuleggja meira og stundum minna og stundum öðruvísi. Bara ekki eins og fjár hagsráð hefir gert. Síðasta dæmið er um „skrif- finnskuna“ og aths. Sigfúsar Sigurhjartarsonar í bæjar- stjórn. Hann telur það nú með öllu ófært, að menn verði að senda uppdrætti af húsi með beiðni um fjárfestingu, rjett eins og nú liggi fyrir að veita fjár- festingarleyfi til húsa, sem menn hafa í þyggju að byggja, en hafa ekki fengið lóð nje leyfi nje nokkurn hlut. Lauslegt yfirlit sýndi fjár- hagsráði þegar, að með þeim cfnum, sem nú eru eftir skilin, verður algerlega óhugsandi að veita leyfi til þess að koma upp öllum þeim húsum, sem menn kynnu að vilja reisa. Það er ekki einu sinni hægt að koma upp öllum þeim húsum, sem leyfi er fyrir, búið að fá lóð og teikna, og ekki heldur þeim öllum, sem byrjað er á. Fyrst er að ljúka þeim húsum, sem eru langt komin, svo þeim, sem fokheld eru og að öðru leyti hæfileg. Svo verður að velja úr þeim, sem skemmra eru á veg komin þau hús, sem mest þörf er á, hentugust virðast til þess að bæta úr húsnæðisþörf- inni og minnst vantar í af efni. Hitt verður að bíða. Það er í raun og veru alls ekki fjárhagsráð, sem þessum niðurskurði ræður, heldur „þeir Kroppinbakur og Kolur“, þ. e. skorturinn á gjaldeyri til fram kvæmda og hin brýna, alveg tvímælalausa þörf, að beina því fjármagni, sem til er, að aukn- ingu og viðhaldi framleiðsl- unnar. En ef meta skal rjett, hvað þarf til þess að ljúka húsun- um og ekki á að fara blint eftir því sem menn segja um þarfir sínar, verður fjárhagsráð að láta kunnáttumenn rannsaka umsóknirnar og áætla þarfirn- ar. Og það verður ekki gert nema hafa m. a. uppdrátt. Hvernig þessum málum verð ur svo fyrir komið í framtíð- inni, þegar leitað verður fjár- festingar og hún leyfð áður en nokkuð hefir verið aðhafst, er annað mál og þessu óviðkom- andi. Þá er það mikil sök hjá fjár- hagsráði að hafa óskað svars bæjarins fyrir 25. ág. um vænt- anlegar framkvæmdir hans. Sannleikurinn er sá, að sæmilega mynd er ekki unnt að fá af gjaldeyrisþörfum til verk- legra framkvæmda, húsbygg- inga og annars, fyr en upplýs- ingar eru fengnar í stórum dráttum um allt það, sem nú er á prjónunum. Nema með einu móti •— að vera að hætti kommanna all- an daginn nppi í skýjunum og bregða sjer aðeins niður á jörð- ina við og við til þess að út- húða öllu, sem þar er verið að streitast við að framkvæma. Tveir Bandaríkjamenn í heimsflugi staddir hjer VeSur hefír vsidíð þeim erfiðletkum SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld komu hingað tveir banda- rískir flugmenn, sem í tveimur Piper Cub flugvjelum hafa hugsað sjer að fljúga kringum jörðina. Vjelar þessar, sem eru þriggja manna, kosta 3,500 ðollara hver, og stjórnendur þeirra ætla með flugi sínu að sanna það, að venjulegur borg- ari geti keypt sjer flugvjel og komist á eigin spítur kringum hnöttinn. ÁSÓLFUR bóndi að Ásólfs- stöðum, skýrði Morgunþlaðinu svo frá í gær að það hefði verið stórfengleg sjón, að sjá hraun- straumana frá Heklu í fyrra- kvöld. Ásólfur sagði, að ekki hefði verið neitt tiltakanlega mikið gos í fjallinu, en hraunstraum- urinn var slíkur, að annað eins hefur ekki sjest, síðan fyrsta daga gossins. Sagði hann að það hefði verið líkast því, sem hrauhstraumurinn í vesturhlíð Heklu hafi stórlega aukist og nýjar elfur myndast. 2, flokks enóii KNATTSPYRNUMÓT ís- lands í öðrum aldursflokki hófst á Akranesi s. 1. laugar- dag. Þátttakendur j mótinu eru Reykjavíkurfjelögin fjögur, KR, Víkingur, Valur og Fram. íþróttabandalag Akraness og íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Á laugardaginn kepptu Fram og Valur og varð leikur þeirra jafntefli 1:1. Einnig kepptu I.B.A. og Víkingur og lauk leik þeirra með sigri Akranesing- anna 5:0. Á sunnudaginn kepptu svo KR og Hafnfirðingar. Lauk leik þeirra með sigri KR 3:1. Næsti leikur mótsins verður milli Fram og Víkings. 19 kolanáfliumenn farasl í Brellandi NÍTJÁN kolanámumenn ljetu lífið í nótt, er sprenging varð í námu einni í Durham í Norð- ur Englandi. Sprenging varð, er næturvaktin var að koma til vinnu. Fyrir utan þá, sem ljet- ust, særðust nokkrir námumann anna hættulega. Þetta er annað námuslysið, sem verður á skömmum tíma í Bretlandi. Flóttafélk slreymir til Delhi UNDANFARNA daga hafa flóttamenn frá Punjab komið í tugþúsundatali til Delhi. Er þetta fólk að flýja undan blóðs úthellingum og skærum þar. Á síðustu vikum hafa um 150,000 flóttamenn komið til borgarinn ar, en það er aðeins lítill hluti af öllnm þeim fjölda, sem orð- inn er húsnæðislaus og er kom- inn á flæking. Áætluð tala þeirra er rúmlega milljón. Var á íslandi Flugmennirnir heita Cliff Evan og George Truman. Tru- man er frá Los Angeles en Ev- ans frá Washington. Þeir eru báðir giftir, en Evans — auk þess sem hann barðist í Burma og Kína með bandaríska flug- hernum — dvaldist hjer í {Tjá mánuði 1943. Odvrt ferðalag Truman tjáði frjettamönnum, er þeir í gær ræddu við þá fje- laga, að bensín það, sem hver flugvjel notaði til hnattflugs, mundi kosta um 250 dollara. Hann tók það að vísu fram, að bensínverðið væri aðeins einn liður í þeim útgjöldum, sem það hefði í för með sjer að fljúga kringum jörðina, en benti um leið á, að hinar ódýru flugvjelaf ættu að fám árum liðnum að gera meðalfjölskyldu kleyft að setjast upp í einkaflugvjel sína og ferðast hvert sem er í heim- inum. Slæmt veður Til þessa hefur veður hamlað því, að þeir Evans og Truman gætu haldið áætlun. „í raun og veru ættum við að vera komnip til Indlands", sagði Evans í gær. En þeir gera ráð fyrir að vera „komnir yfir það versta“ og ferðin öll ætti ekki að taka meir en fjórar til fimm vikur. Að fara í Piber Cub flugvjel kringum hnöttinn tekur 250 flugstundir. Gæfa fylgir trúlofunar hringunum j frá SIGURÞÓR Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar gerðir. Sendir gegn póstkröfu hverl á land sem er. — ScndiS nákvœmt mál —•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.