Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriöjudagur 26. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) yrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. Hafgúusöngur eða drengileg ákvörðun ÞJÓÐVILJINN má eiga það, að hann er iðinn við kol- ann, að telja mönnum trú um, að allt sje eins og það á að vera í efnahagsmálum okkar, ef bara hvergi sjeu rifuð segl nje gáð til veðurs, heldur látinn geisa „nýsköpunar“- gammurinn. Einar Olgeirsson flýgur fugla hæst og lætur rigna álfa- gullinu úr sínu rússíska nægtahorni, án þess að skeyta hót um það, hvernig umhorfs er á jörðu niðri. Hann er enn á línu Ákanefndarinnar, sem spáði 800 miljóna gjald- eyristekjum á árinu, mest fvrir óþrotleg kaup Rússa á hvaða vörum, sem við hefðum á boðstólum, fyrir hvaða verð, sem okkur þóknaðist að þurfa og heimta. Hans háfleygi andi er ekki enn farinn að líta svo lágt að sjá, að tekjutnar verða líklega um 300 miljónir og að Rússar eru slyngir kaupmenn og vilja fátt af okkur kaupa og ekki með neinum afarkostum. Og samtímis þýtur í forustugreinadálkum blaðsins gamli ,,hrunstefnusöngurinn“, þar sem hrunið er æfinlega fólgið í því að gá niður fyrir fæturna á sjer, en „nýsköp- un“ er engin viðurkennd, nema sú, sem siglir skýin í stað sjávarins. Alla daga er þó lendingin viss, þar, sem hugur þeirra dvelur dögunum oftar, og er það líklega sannleiks- kjarninn í áætlunum Ákanefndarinnar, að nýsköpun atvinnuveganna í anda kommúnista myndi leiða til ný- sköpunar þjóðfjelagsins, og það yrði allt saman vel þegið og verði keypt á vissum stað. Þess væri sannarlega óskandi í fullri alvöru, að sem flestir vildu lesa skrif Þjóðviljans um þessi efni með gaumgæfni og raunsæi því, sem löngum hefir einkennt íslendinga, því að öllu betri skóli mun vart vera til í því, hver munur er á hafgúusöng og heilbrigðu verksviti. Þá mundu menn finna rökfestuna í því, að öll vand- ræði þjóðarinnar verði leyst með rausinu um „braskara- lýð“, „100 heildsala og 100 miljónir“, ,,þjóðfjelagssnígla“ og svo á hinn bóginn „voldug átök“, „allsherjar skipu- lagningu o. s. frv., án þess að víkja nokkurntíma að því, hvernig þessi furðuverk starfi til ills eða góðs. Hvers vegna segja þeir ekki t. d. hvernig eigi að kaupa tugi togara, reisa verksmiðjur og iðjuver o. fl. o. fl., og yfirleitt halda áfram nýsköpunarframkvæmdum, eftir að búið er að ráðstafa öll fje nýbyggingarreiknings og meiru til? Hvers vegna gefa þeir ekki ráð um það, hvernig eigi að gera öll framleiðslutækin arðbær, þó að hóflaus og skynsemdarlaus dýrtíð, sem mest er búin til af þeim sjálfum, sje að gera alla framleiðslu óarðbæra og þar með stöðva hana? Hvers vegna sýna þeir ekki hvar fjármagn er til handa tframleiðslunni, eftir að gjaldeyririnn er upp urinn, og f jármagn bankanna og verðbrjefamarkaðurinn er notaður til hins ýtrasta? Til landsins hefir verið keyptur fjöldi góðra skipa og annara þarfra hluta, en því miður stendur fjármálakerfi okkar enn á leirfótum, (og þarf ekki að setja það í neinar gæsalappir), meðan við getum ekki framleitt vörur fyrir samkeppnisfært verð. Þessi sannleikur verður ekki hrak- inn með neinum leturbreytingum, gæsalöppum, fúkyrð- um eða öðrum fyrirbrigðum í dálkum Þjóðviljans. Nú stendur þjóðin á krossgötum. Hún á um tvennt að velja, að hún verður að velja tafarlaust. Annaðhvort verður hún að taka drengilega ákvörðun um róttækar breytingar, svo að uppbygging og aukning atvinnuveganna geti haldið áfram og við komist með þeirra atbeina út úr kreppunni, og ekki víla fyrir sjer miskunnarlausa samfærslu á öðrum sviðum um stund. Eða hlýða áfram á söng hafgúanna og sigla beint inn í svelginn upp á það að ná því landi sem þeir óska. m ar sLrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Geysisgos og sápu- skortur. Húsmæðurnar eru orðnar af brýðissamar gagnvart Geysi í Hukadal. Hvenær skyldi manni hafa dottið í hug að slíkt gæti hent. En á hinum síðustu og verstu tímum er eins og tiiver- an geri sjer leik að því að gefa manni langt nef. Raunar má vera að þessi af- brýðissemi gagnvart Geysi sje ekki með öllu ásfæðulaus. Það virðist mjer af brjefi, sem frú S. M. skrifar mjer. Ilún segir m. a. á þessa leið: „Kæri Víkar, I blöðunum í dag má lesa tilkynningu um skemtiferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins til Geysis og Heklu. Þar las jeg mjer til mikillar undrunar þessa setningu: „Sápa verður látinn í hverinn kl. 1“. Nú er það á allra vitorði að sápa til brýnustu þarfa hefur verið ófáarileg hjer í bænum um langan tíma. Þessvegna þykir okkur húsmæðrunum það undarleg ráðstöfun að hægt skuli að fá sápu til þess að fleygja henni í hveri. Það má kanske segja að þetta sje svo lítið að það muni engu ef það ætti að skifta því milli margra. En það er heldur ekki það sem máli skiftir, heldur hitt að einn hefur sjerrjettindi fram yfir annan. • Vill láta skammta sápuna. Jeg er að vona, heldur frúin áfram, að bráðum verði sú sápa. sem á annað borð er fá- anleg, skömtun, svo þeir, sem ónýtir eru að hamstra, geti þveg ið úr sokk, að ekki sje meira sagt. En hvað verður þá Geysis- skammturinn stór? Hann kvað ekki líta við minna en 50—100 kgr. í einu. Það dregur sig saman yíir alt sumarið. En ef konur ættu sæti í skömtunarnefnd mundi hann ekki fá eitt gramm . .. . “ • Hvað þarf Geysir mikið? | Þetta segir frúin og er all- reið. En hvaða sápuskamt læt- ur Geysir sjer þá nægja til þess að vera svo náðugur að gjósa? Hann þarf hvorki meira nje minna en 60 kgr.. sagði sá ferðafróði maður^ Kristján Skagfjörð mjer. — Vanalega er notuð blautsápa. En 60 kíló eru líka nokkuð. það er jeg öldungis sammála frúnni um. En jeg vil samt ekki styðja þá tillögu hennar að Geysir verði algerlega svipt ur sápurjettindum. Hugsum okkur að hann hefði enga sápu fengið þegar Ólafur krónprins eða norrænu þingmennirnir komu. Það hefði verið laglegur nánasarskapur eftir. allt gort okkar og yfirlæti af Geysi. Nei, það á.að gefa Geysi sápu við hátíðleg tækifæri meðan sápuskorturinn ríkir en endra nær þegar fólk, innlent eða er- lent, langar til að sjá hvað hann getur. Geysisgos er ógleymanlega fögur og mikilfengleg sjón, sem hver einasti íslendingur ætti að njóta a. m. k. eiu sinni á æfinni. • Prakkarar. Það er slæmur siður, sem sumir krakkar hjer í bænum hafa tekið upp. Með fimmeyr- ingi eða krónupeningi ráðast þeir á bifreiðar og rispa gljá- húð þeirra með rönd penings- ins. Stundum draga þessir skemmdarvargar langar línur, teikna hringi eða skrifa jafn- vel klúryrði utan á bifreiðarn- ar. Veldur þetta athæfi oft miklum skemmdum á þeim bif reiðum, sem fyrir því verða. Þetta er ljótur leikur og sóða legur. Hann er engum til gagns og lýsir einkennilegu innræti. Svona mega ekki góð börn haga sjer. • Nýir veitingastaðir. Það eru ekki svo fáir nýir veitingastaðir, sem risið hafa upp hjer síðustu árin og jafn- vel síðustu mánuðina. Og sum ir þessara staða eru reglulega snotrir og notalegir. Það er mikil bót að þeim. Þrifalegir og fallegir veitingastaðir eru þýð ingarmeira atriði en margir gera sjer grein fyrir. Það er þægilegt að geta sest inn í litla veitingastofu með snotrum húsgögnum og drukkið þar kaffisopa eð,a ölglas með kunn ingja sínum. En ennþá er þó alltof lítið gert að því hjer að gera slíka staði vistlega og sjer stæða. Það er t. d. fátítt að sjá málverk eða mynd upp á veggj um slíkra staða. Og yfirleitt hafa flestir apað hver eftir öðr um húsbúnað allan. Það vant- ar aukna fjölbreytni í útlit þeirra. En samt sem áður bera ýms ir hinna nýju veitingastaða með sjer, að aukinn skilning- ur er vakinn á. þessu og er það vel. • Oþarfa barsmíði. Það voru heldur ósmekkleg gleðilæti eins eða tveggja pilta, sem voru að horfa á skemtanir Reykjavíkurkabarettsins í Sjálfstæðishúsjnu á sunnudags kvöldið. Þeir lömdu hnúum og hnefum í borðið, sem þeir sátu við svo að í því buldi um allan salinn. Og þetta átti að tákna hrifningu þeirra. Þessir pilt- ar voru myndarlegustu menn. En það er samt rjett að þeir viti að þetta er ekki að kunna mannasiðí. Þetta eru skrílslæti. *• 1 - '■ - - «■ ..... ..n . ml t MEÐAL ANNARA ORÐA .... Nú er Indland búið að ná sjálfstæði og nokkurn tíma hef, ur fólkið fagnað unnum sigri og látið í Ijós gleði sína með miklum hátíðahöldum sem virð ast seint hafa ætlað að enda. I En það gekk ekki til lengdar og fólkið varð að skilja að líf- | ið er strit og vinna, hvort sem menn lifa í nýlendu eða sjálf- stæðu ríki. Og sama var að segja um stjórnarvöldin. Það var ekki nóg að draga upp nýja fána og halda ræðu og segja: Hana nú, þá er Indland sjálfstætt. Nei, það þurfti mikla vinnu og hreina hugsun til þess að finna rjettar leiðir. Landstjóri Ind- lands var önnum kafinn. Hann hafði kallað fulltrúa bæði frá Pakistan og Indlandi á sinn fund til þess að þeir gætu rætt um skiftingu landsins. Hcilt ár til að ganga frá skiftingu. Með því undirstrikaði hann staðreynd, sem menn hafa lít- ið veitt eftirtekt hingað til, að breska stjórnin hafði rjett fyr- ir sjer þegar hún hjelt því fram, að það þyrfti heilt ár til að ganga fullkomlega frá skift ingu landsins, en Mountbatten hjelt fast við að engir aðrir en Skipfing Indlands Indverjar sjálfir, sem í fram- tíðinni ættu að búa við þá skift ingu, skyldu vinna að því. Þess vegna vildi hann að valdaaf- sal Breta færi fram áður en skiftingin yrði framkvæmd út í ystu æsar. Það er ekki svo lítið eða ljettvægt verk að skifta landi með 400,000,000 íbúum í tvennt. Mountbatten ljet valda afsal Breta fara fram 10 mán- uðum fyrr en áður hafði ver- ið ákveðið, en þannig kom hann ábyrgðinni á skifting- unni af sjer yfir á indverskpr herðar. En þeir sem að halda, að Mountbatten sem landstjóri sje nú aðeins orðinn valdalaus fígúra, þeir hafa rangt fyrir sjer. í stjórnmálum er langt frá því að hann þurfi aðeins að dæma, því að hann getur beitt áhrifum sínum mikið bæði til að jafna skoðanir og koma á samkomulagi. Hvað verður um Hyderabad? Sem dæmi upp á í hvaða mál J um Mountbatten stendur nú er samræming kröfu fúrstadæm- isins Hyderabad um nokkra sjálfstjórn við kröfu alríkisins j um að Hyderabad megi ekki i klofna út úr ríkinu. Indverska þingið telur víst, að það geti velt furstanum, sem er múha- meðstrúar, úr sessi, fneð því að æsa fólkið í Iiyderabad, sem er Hindúar, upp á móti hon- um.. En margs þarf að gæta. Nú vita þingmennirnir að slíkt myndi kosta eins árs borgara- styrjöld í Hyderabad inni í miðju Indlandi og að þegar nokkur hluti þjóðarinnar er kominn upp á það að láta of- beldið gilda, þá eru fullar lík- ur fyrir því að slíkt myndi leiða til óeirða og blóðugra bardaga út um allt Indland. Menn eru vissir um að bændauppreisn .myndi breiðast út um Indland frá hafi til Himalaya. Og fyr- ir því eru ekki aðeins spádóm- ar vísra stjórnmálamanna, heldur er það staðreynd, að saga Indlands hefur verið sífeld endurtekning óróabylgja, sem hafa flætt yfir landið og valdið sundrungu þjóðarinnar í ólíka flokka svo að öðrum þjóðum reyndist ljett að ná landinu und ir sig. Sammngaíilraunum haldið áfram. Hyderabad verðum við að fá Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.