Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 10
 10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. ágúst 1947 ÆVIRAUNIR MART 0’ NEILL (Cftir J4a(( Cai ne GULLNI SPORINN 9. dagur „Hamingjan góða, er þetta ekki skemtilegt?“ sagði hann. Jeg sagði aðeins jú, því að jeg var hrædd um að tennurnar mundu glamra í munninum á mjer ef jeg segði meira. „Sumar stelpur — systir hans Jimmy Christophers, Nessy Mac Leod og Betsy fagra yrðu hræddar ef þær ættu að fara í rannsókriarför. Heldurðu það ekki?“ „Jú“, sagði jeg og hló þótt jeg væri skjálfandi af hræðslu. Við vorum komin langt frá landi, svo langt, að mjer sýnd- ist kofinn hans Tommy vera eins og lítill kassi. Martin sneri sjer að mjer og sagði ljóm andi af ánægju: „Sjáðu norðurpó-linn þarna fram undan“. „Heldurðu að jeg sjái hann ekki?“ sagði jeg kotroskin þótt jeg væri gjörsneydd slíku hug- myndaflugi. Jeg vissi vel hvert hann ætl- aði. Hann ætlaði út að Maríu- kletti, hræðilegasta staðnum á jörðunni. Þetta var kolsvartur drangur 20—30 feta hár og reis þarna eins og eitthvert skrímsli upp úr hafrótinu og þangið á honum var eins og úfinn lubbi. Og svo var fult þar af leiðin- legum og ljótum fuglum. Þegar við nálguðumst klett- inn ruku allir fuglarnir upp með gargi og vængjaslætti og sveimuðu yfir okkur. Mig lang aði til að hljóða af hræðslu, cn Martin sagði: „Guð minn góður, er þetta stórkostlegt?“ „Jú“, sagði jeg og þótt jeg væri hrædd, byrjaði jeg að syngja. Jeg söng vísu, sem Tommy hafði kent mjer, af því að mjer fannst hún eiga best við: Stína, mitt ljúfa ljós. líddu með mjer í dansinn. Þú ert mín æskudrós, enda skaltu hljóta kransinn. En þessi uppgerðargleði míri stóð ekki lengi, því að brátt vildi mjer nýtt óhapp til. Bát- urinn skreið að klettinum og Martin stökk í land. Svo rjetti hann mjer hendina og ætlaði að hjálpa mjer, en í því reið alda að bátnum og jeg hikaði þegar jeg átti að stökkva og fyrir vikið skall aldan á mjer svo að jeg varð holdvot frá hvirfli til ilja. Jeg varð skömm ustuleg og hjelt að hann mundi ávíta mig, en hann hló og sagði: „Þetta gerir ekkert til. Við erum ekki að kippa okkur upp við það þótt við vöknum, þeg- ar við erum í rannsóknarferð“. Það var kökkur í hálsinum á mjer svo að jeg gat ekkert sagt, en hann var ekki að fást um það. Hann batt fangalín- unni um handlegginn á mjer og sagðí mjer að standa þarna og halda í bátinn á meðan hann færi upp á klettinn og helgaði hann krúnunni í nafni kon- ungsins. „Þetta gerum við altaf þeg- ar við erum á rannsóknarferð- um“, sagði hann. Svo slöngv- aði hann pokanum á bak sjer, tók sóflaskaftið í aðra hendi og fánann í hina, kleif upp klett inn og á hvarf. Hundurinn fór með honum svo að jeg var þarna alein, og þá óx óttinn hjá mjer um all- an helming. Svo sýndist mjer eins og það ætlaði að fara að flæða yfir hleinina, sem jeg stóð á og ætlaði því að forða mjer hærra. En ekki hafði jeg stig- ið tvö skref er mjer varð fóta- skortur á þanginu. Jeg reyndi að bera fyrir mig hendur, en í því smokkaðist fangalinan fram af handleggnum á mjer. Hún fór hoppandi niður hleinina og fjell seinast í sjóinn. Jeg sá þegar að mig hafði hent stórt óhapp svo að jeg hljóðaði. Martin kom hlaupandi niður, en þá var það um sein- an. Bátinn hafði þegar hrak- ið nokkuð frá klettinum. Nú átti jeg von á ádrepunni, en hann sagði aðeins: „Þetta gerir ekkert til, fje- lagi. Þegar við erum á rann- sóknarferðum, megum við altaf búast við því að missa bát“. Jeg yar svo aum að jeg gat ekkert sagt, en Martin dró mig upp á klettinn. Þar hafði hann reist upp sóflskaftið og á því blakti fáninn. „Góði, hvað eigum við nú að gera“, kjökraði jeg. „Vertu ekki hugsjúk út af því“ sagði hann. „Við gefum næstu bækistöð merki — það gerum við altaf þegar við er- um á rannsóknarferðum“. Jeg skildi strax að hann ætlaði að hringja klukkunni, sem var þarna á klettinum svo að það heyrðist í land og ein- hver kæmi að sækja okkur. En klukkan var þung og það var ekki ætlast til þess að henni væri hringt með höndunum. Storminum var ætlað að hringja henni, þegar hann ljet verst á dimmum nóttum og hafið braut með beljandi nið við klettinn. Martin fjekk því ekki mikið hljóð úr henni. Klukkustund leið, tvær stund ir liðu og jeg sá ekkert á sjón- um nema bátinn okkar, sem rak hægt að landi. „Ætli nokkiír komi?“ sagði jeg með grátstaf í kverkunum. „Áreiðanlega. Bíddu bara við. Og þegar við komum í land þá verður þar sægur af fólki til að fagna okkur og fylgja okkur heim. Já, þar verða áreiðanlega hundruð manna“, sagði hann drýldinn. En sólin gekk til viðar út við hafsrönd og það var rjett svo að við eigðum ströndina. Nú var komið háflóð og það var eins og kletturinn ætlaði að fara í kaf. Faglarnir yfir- gáfu okkur og flugu til hafs. Jeg skalf af hræðslu, en Mar- tin var hinn kátasti og söng. Alt í einu fór hann að tala um að hann væri svangur. „Hamingjan góða, nú er jeg svo svangur að jeg gæti etið hundakjöt — við erum vanir því að jeta hundana okkar þeg ar við erum á rannsóknarferð- um“. Þetta minti mig á kexkök- una, en þegar jeg stakk hend- inni niður í vasann var hún horfin, hefir líklega skoppað upp úr vasanum þegar jeg datt. Tárin komu í augu mjer og jeg leit hrædd á hann. „Þetta gerir ekkert til“, sagði hann. „Við eigum því að venj- ast að vera svangir þegar við erum í rannsóknarferðum“. Jeg vissi ekki þá það sem jeg veit nú, að þessi litli dreng ur, sem enginn vildi sjá og ekkert gat lært, hafði fengið drengskap í vöggugjöf. En það var kökkur í hálsinum á mjer og augun full af tárum svo að jeg þóttist vera l^sin. „Já, einmitt“, sagði Martin. „Það er náttúrlega blóðsótt •— við fáum altaf blóðsótt þegar við erum á rannsóknarferð- um“. En örugt meðal var til við henni — mjólk. ,Við dekkum altaf mjólk við blóðsótt og þá batnar hún und ir eins“, sagði hann. Þá mundi jeg eftir mjólkur- flöskunni, en þegar jeg dró hana undan belti mínu þá var það sama sagan og með kexið — flaskan hafði brotnað og hver dropi var farinn úr henni. Nú þoldi jeg ekki meira. Jeg Eftir Quiller Couck, 73 Ekki leið á löngu þar til vagninn var kominn inn á eina af aðalgötum bæjarins; en nú var orðið svo framorðið, að hlerarnir höfðu verið settir fyrir flesta verslunar- glugga, og aðeins örfátt fólk var á ferli. Við enda götunnar beygðum við snögglega til vinstri inn í breiða hliðargötu og þar nam vagninn skyndilega staðar. ,,Erum við komnir að húsinu?“ hugsaði jeg; en nei, þetta var borgarhliðið, og' þar urðum við að bíða í að minnsta kosti þrjár mínútur, þar til varðmennirnir höfðu fullvissað sig um, að vagn Essex riddara var þarna á ferð, og opnað hliðið fyrir okkur. Þeir stilltu sjer upp beggja vegna við borgarhliðið og heilsuðu með byssum sínum, en við ókum áleiðis og næsta andartak fórum við yfir eina af brúm Avonfljóts. Á ánni var krökt af skipum. Bráðlega vörum við aftur komnir inn á langa götu, sem við stóðu verslanir, íbúðarhús og vörugeymslur, og skömmu seinna ókum við fram hjá hárri kirkju. Nokkr- um mínútum seinna námum við aftur staðar, og jeg gægð- fór að háskæla. En Martin hjelt; ist Út. afiam að blistra og syngja ems j höfðum staðnæmst fyrir framan lágt hlið. Jeg steig reyndi að hringja bjöllunni Iut ur vagnmum, opnaði hliðið, gekk að husmu fynr mnan Það dimdi óðum og svalt og^hringdi dyrabjöUimni. kvöldkul kom utan af hafi. j í fyrstu kom enginn til dyra, en er jeg hringdi aftur, Öldugnauðið við klettinn óx og heyrði jeg ljett fótatak nálgast. Og andartaki síðar var jeg fói að skjalfa. hurðinni lokið upp og ung stúlka, sem hjelt á logandi kerti „Við sofum altaf í svefnpoka j birtist i dyrunum. Jeg beið ekkx boðanna, en þegar við erum á rannsóknar- ferðum“. Jeg lofaði honum að setja mig í pokann. Hann hagræddi mjer sem best og sagði svo að nú hlyti mjer að líða vel. En þá mundi jeg eftir nokkru, sem jeg hafði lesið í sögubók, og jeg snökti: „Martin“. „Hvað viltu nú, fjelagi?“ „Þetta er alt mjer að kenna • • • • og jeg er alveg eins hrædd og systir Jimmy Christopher, Nessy MacLeod og Betsy fagra .... og jeg er engin hetja .... og þú verður. að skilja mig hjer eftir .... og reyna að bjarga sjálfum þjer ....“ Martin rak upp stórkarlahlát ur. „Ekki hann Martin minn. Ekki að tala um. Við hlaup- umst ekki frá fjelögum okkar þegar við erum á rannsóknar- ferðum. Við yfirgefum þá ekki meðan nokkur líftóra er í okk- ur. Aldrei“. Þessi göfugmenska fór alveg með mig. Jeg háhrein og Willi- am Rufus spangólaði mjer til samlætis. .Rjett a eftir varð jeg vör við það, þótt jeg sæi það ekki, að Martin gafst upp við það' að toga í klukkubandið. Hann kleif upp í klukkuna, tók um kólfinn og hjekk þar og sveifl- aði sjer fram og aftur til þess að reyna að ná meira hljóði úr klukkunni. Jeg heyrði einn hvellan hljóm og svo skruðn- inga. „Hvað er þetta?“ kallaði jeg, en hann svaraði ekki. „Hefirðu meitt þig?“ Og þá kom svarið veiklulegt og hikstandi. Hann hafði hand leggsbrotið sig, en þrátt fyrir þjáningarnar reyndi þessi hug rakki drengur að bera sig karl mannlega: „Við látum það ekki á okk- ur fá þótt við meiðum okkur — við látum ekkert á okkur fá þegar við erum í rannsókn- arferðum“. flýtti mjer fram hjá henni og inn í gangmn. „Delía!“ „Jack!“ „Þey! Lokaðu hurðinni. Hvar er frú Finch?“ „Uppi; hún er að bíða eftir Essex riddara. Ó, guði sje iof að jeg skuli fá að sjá þig aftur“. — Hún leiddi mig inn í lítið og dimmt herbergi, sem sneri frá götunni, setti kertið á borð, sem var þarna, og horfði framan í mig. „Jack, jeg er orðin rauðeygð af gráti vegna þín“. „Já, það get jeg sjeð. Og á morgun átti að hengja mig“. Hún greip andann á lofti, og jeg gat ekki annað en veitt því eftirtekt, hversu falleg hún var í hinum gráa, lát- lausa kjól sínum. BENSINSKOMTUN Viljið þjer selja bensínið. ★ I stjórnmálagrein í blaði einu á Ítalíu stóð þessi klausa einu sinni í leiðaranum: Þótt það sje satt, að ídíótar lifi jafnan stutt, þá er víst, að þeir þríf- ast hvergi eins vel og lifa hvergi eins góðu lífi og hjer á Ítalíu. ★ Góð hegðun er: að fela hvað maður hugsar mikið um sjálf- an sig og hvað maður hugsar lítið um aðra. — Mark Twain. ★ — Hvaða blóm sýnist þjer að hæfi best litarhætti mínum? — Gerfiblóm. Sú saga hefur borist frá bæn um Rar-es-Salaam í Tangany- ika í Afríku, að töfralæknir einn kom til lögreglunnar og kærði svertingja einn. Hann hefur svikið gerða samninga. Hann lofaði að borga mjer háa upphæð, ef jeg vildi drepa ó- viri hans. Nú er jeg búinn að drepa manninn og sá sem jeg samdi við vill ekki borga, sagði töfralæknirinn. í Omaha kom maður inn á veitingahús og þegar hann fór út aftur eftir að hafa borðað mat án þess að borga hann, misreiknaði hann sig alvarlega á frú Nonie Anderson veitinga konu, 61 árs að aldri, því að hún elti hann út í bílinn hans fyrir utan, tók upp skamm- byssu, skaut á hann, dró hann inn og kallaði svo á lögregluna til þess að heimta borgunina af honum. — Elsa, ef jeg kyssi þig, ætlarðu þá að kalla á mömmu þína? — Nei, hana langar ekkert til að láta kyssa sig. — Umm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.