Morgunblaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói:
BYGGING íslendingaliúss í
í Kaupmannahöfn. — Sjá grein
Hvass suðaustan og sunnan.
Rigning með köflum.
191. tbl. — Þriðjudagur 26. ágúst 1947.
bls. 2.
Boranir liafnar á jarðhitásvæði
Beykjavíkurbæjar í Mosfeilsdaf
FYRIR skömmu síðan var byrjað á að bora eítir heitu
vatni á jörðinni Varmaland í Mosfellsdal. Nú þegar hefur
verið borað nokkra tugi metra niður í jörðina, en vatnið
er þar rúmlega 85 gráðu hcitt. Boranir þessar eru fram-
kvæmdar á vegum Hitaveitu Reykjavíkur.
Einn liður í stækkiminni
Þessar boranir og aðrar er
gerðar verða í Mosfellsdalnum á
næstunni, er einn liður í væntan
legri stækkun Hitaveitu Reykja-
víkur. Að vísu eru boranirnar
enn á frumstigi, en þeim verður
haldið áfram næsta ár að
minnsta kcsti. Að þeim tíma
liðnum er gert ráð fyrir, að vit-
að sje hversu mikið vatnsmagn
sje að fá frá jörðum í Mosfells-
dal, er boranir verða fram-
kvæmdar á.
Svo sem kunnugt er, keypti
Reykjavíkui bær heitavatnsrjett
indi á nokkrum jörðum í daln-
um, en aðrar jarðir keypti bær-
inn í þessu skyni.
Varmaland og Revkjahlíð
Samkvæmt samningi Reykja-
víkurbæjar við búendur á sam-
býlinu Varmalandi og Æsustöð-
um, um vatnsrjettindi, var
Iteykjavíkurbæ gert að skyldu,
að láta bora eftir heitu vatni
fyrir býlin. Skyldu þau eiga
rjett á fjórum sekúntulítrum.
Fyrir nokkru var farið með
minni bor Hitaveitunnar að
Varmalandi. Þessi bor er fjórar
tommur í þvermál. Fyrir fáein-
um dögum síðan var búið að
bora niður á 40 metra dýpi. Þar
var 85Vá gráðu heitt vatn, en
magnið var 6 sek.lítra. Nú hefur
vatnsmagnið aukist svo að það
er orðið 7,3 sek.lítrar.
Borunum verður nú haldið á-
fram á þessum slóðum.
Á jörð Reykjavíkurbæjar,
Reykjahlíð í Mosfellssveit, er nú
verið að undirbúa miklar bor-
anir eftir heitu vatni. Stóri bor-
inn, sem Hitaveitan á, verður
fluttur þangað og er byrjað á
því að koma honum fyrir. Þessi
bor er 8 tommur í þvermál.
Áður en Reykjavíkurbær
keypti Reykjahlíð var búið að
bora þar þrjár tiltölulega grunn
ar holur, sem gefa töluvert
vatnsmagn og bendir allt til að
þarna megi fá töluvert heitt
vatn til viðbótar.
Þjófnaoir faeras! í
aukana
ÞJÓFNAÐARALDA gengur
yfir bæinn um þessar mundir.
Varla líður nú svo ein nótt, að
ekki sjeu framdir einn eða fleiri
innbrotsþjófnaðir. Með þeim
stærri sem framdir hafa verið
um langt skeið var nú um helg-
ina. Var þá brotist inn í hús-
gagnavinnustofu og stolið það-
an 12,000 krónum. Ennfremur
var stolið dýru gólfteppi og á
nokkrum stöðum öðrum var
brotist inn, ýmist var litlu eða
engu stolið.
í húsgagnavinnustofunni.
Húsgagnavinnustofuna á
Hjalti Finnbogason og er hún
að Einholti 2. Innbrotsþjófarn-
ir hafa sprengt upp útidyr skrif
stofunnar. Þar inni var mjög
ramgert geymsluhólf, með
þykkri járnhurð fyrir, og var
henni læst með tveim læsing-
um. Inni í hólfinu var lítill
kassi, sem í voru 12 þúsund kr.
og hafa þjófarnir tæmt kass-
ann. Ennfremur brutu þjófarn-
ir upp skrifborð og tvo litla
yrði skipað að hverfa á brott
fjemætu stálu þeir úr hyrsl-
um þessum.
Rannsóknarlögreglan vinnur
að rannsókn málsins og hefur
komið í ljós, að hurðinni að
geymsluhólfinu, hafði ekki ver
ið vel læst, er því var síðast
lokað.
Onnur innbrot.
Monaco hættir
hemaðaraðserðum
Monaco í gær.
FURSTADÆMIÐ Monaco á
suðurströnd Frakklands á enn
í styrjöld við Öxulríkin. Nú
loks hefur verið ákveðið að
hætta styrjöldinni. Verður því
lýst yfir hátíðlega 1. september,
að Monaco hætti frá og með
þeim degi hernaðaraðgerðum
við Öxulríkin. — Reuter.
I bragga á fiugvellinum
geymdi maður nokkur mjög
vandað gólfteppi og var því
stolið aðfaranótt sunnudags.
Maðurinn telur að teppið hafi
verið um 2000 króna virði.
I Þá var brotist inn í litla versl
|un við Bústaðaveg, Snorrabúð.
Þar var stolið allskonar sæl-
'gæti og milli 20 og 30 sígarettu-
pökkum.
í Netagerðina Neptún, Skipa-
sundi 29 og í verslunina á Skóla
jvörðustíg 8 var einnig brotist
^inn. Ekki verður sjeð að neinu
^verðmætu hafi verið stolið á
þessum stöðum.
Rúmlega 17 þús. hl. bár-
ust til bræðsiu í vikunni
sem leið
-------- í
Saltað var í rámlega 10 þús. hmnur
SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskifjelagi Island:;, vaí
bræðslusíldaraflinn orðinn 1,230,093 hektólítrar á miðnætti
aðfaranótt s.l. sunnudags. — I vikunni sem leið bárust á
land samtals 17334 hektólítrar.
r
Islensk fegurðar-
drofning í Kaliforníu
SNJÓLAUG Þórðardóttir
heitir þessi unga stúlka og er
nemandi við Mentaskóla í Sun-
land Valley, Los Angeles. —
Fyrir skömmu fór fram feg-
urðarsamkeppni þar og hlaut
Snjólaug fyrstu verðlaun, og
var kjörin „Drottning dalsins"
fyrir þetta ár.
Snjólaug, sem er 17 ára, er
uppeldisdóttir Steingríms Ara-
sonar kennara og konu hans.
Hún er einnig nákominn ætt-
ingi Steingríms. En Snjólaug
er ekki aðeins fríð, heldur hef-
ur hún einnig getið sjer gott
orð, sem námsmær og hlotið
hrós kennara sinna fyrir iðni
og ástundun.
Fjölmenn jarðarför
sjera Ólafs frá
Amarbæli
Hveragerði í gær.
JARÐARFÖR sjera Ólafs
Magnússonar frá Arnarbæli fór
fram s. 1. laugardag að við-
stöddu á fimrnta hundrað
manns. Er það ein fjölmenn-
asta jarðarför, sem um getur í
Árnessýslu um langan aldur.
Jarðað var á Kotströnd.
Athöfnin hófst kl. 2 e. h,
heima á Öxnalæk. Þar flutti
sjern Sigurður Pálsson í Hraun
gerði húskveðju. Nokkur ferm-
ingarbörn sjera Ólafs báru kistu
hans úr heimahúsum. Karla-
kórinn Fóstbræður söng er kist
an hafði verið borin út. Kirkju
kór Ölfusinga söng við hús-
kveðjuna og í kirkju.
í kirkju töluðu biskupinn
yfir íslandi, herra Sigurgeir
Sigurðsson og sjera Helgi
Sveinsson í Hveragerði. Sjera
Guðmundur Einarsson á Mos-
felli flutti líkræðuna. U'r kirkju
báru prestar úr Árnessýslu. Við
gröfina söng karlakórinn Fóst-
bræður. Fjórtán hempuklæddir
prestar voru við jarðarförina,
þeirra á meðal biskup og vígslu
biskup. 1
Nýja vainsvðifan
tekin í nofkun í
sepf.
ÞAÐ er nú talið fullvíst, að
hin nýja kaldavatnsleiðsla til
borgarinnar verði tekin í notk
un seinnipart septembermánað
ar.
Undanfarið hefur verið unnið
að hinum mesta krafti við lagn
ingu leiðslunnar og er nú kom
ið niður undir Kringlumýri.
Því miður er leiðslan ekki alveg
samfelld, því um 300 m. af píp-
um vantar í kafla fyrir ofan
Elliðaár, en talið er víst að ekki
muni þær tefja fyrir áfram-
haldandi framkvæmdum. Und-
anfarið hefur efni til veitunn-
ar komið með hverri skipsferð
sem fallið hefir frá Bretlandi.
Tíu listamenn
sýna verk sín
MJÖG athyglisverð sýning
verður opnuð hjer í Reykjavík
í Sýningarskála myndlistar-
manna um næstkomandi helgi.
Tíu ungir listamenn sýna þar
verk sín, málverk og högg-
myndir. Einar Borg, danskur
1 arkitekt, gengur frá sýning-
unni, en í sambandi við hana
verður gefið út rit, sem selt
verður í bókaverslunum. í riti
þessu eru meðal annars myndir
eftir listamennina tíu.
Þessir eru þátttakendur sýn-
ingarinnar: Nína Tryggvadótt-
ir, Tove Ólafsson, Sigurjón Ól-
afsson, Þorv. Skúlason, Kjart-
an Guðjónsson, Jóhannes
Jóhannesson, Gunnlaugur
Scheving, Kristján Davíðsson,
Snorri Arinbjarnar og Valtýr
Pjetursson.
í ráði er að hafa músíkpró-
•gram á degi hverjum meðan á
listsýningunni stendur.
HANDALÖGMÁL í
ÖRYGGISRÁÐI.
LAKE SUCCESS. Tveir Eg-
yptar sem sátu á áheyrenda-
pöllum í Öryggisráðinu, þegar
Egyptalandsmálið var tekið
fyrir fóru að hafa í frammi
hróp og háreysti og lenti þeim
í slagsmálum við lögreglu Ör-
yggisráðsins.
Fiskifjelagið birti ekki yfir«
litsskýrslu sína um afla ein-
stakra skipa í gær. Hjá flestum
þeirra er breytingin svo óveru-
leg og mörgum skipum engin,
svo ekki tekur að birta skýrsl-
una.
Bræðslusíldin
Á miðnætti aðfaranótt sunnu-
dags, var bræðslusíldaraflinn
87,079 hl. meiri en á sama tíma
í fyrra. — 26. ágúst 1944
var bræðslusíldaraflinn orðinn
1,699,984 hl. í lok síldarvertíðar-
innar það ár várð bræðslusíldar-
aflinn 2,355,200 hl.
Söltunin
Heildarsöltun nemur nú 52,
850 tunnum. 1 vikunni sem leið
hefur verið saltað í 10,850 tunn-
ur. Á sama tíma í fyrra var búið
að salta í 126,492 tunnur og árið
1945 47,303 lunnur.
Verksmiðjumar
1 vikunni sem leið hefur mest
af bræðslusíld borist til Hjalt-
eyrar, eða 4,607 hl. Bræðslusíld-
in skiptist þannig niður á verk-
smiðjurnar:
H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði, 42,
603 hl., H.f Djúpavík, Djúpu-
vík, 66,563 hl„ S.R., Skaga-
strönd, 33,695 hl„ S.R., Siglu-
firði, 453,3S7 hl„ Rauðka, Siglu-
firði, 116,391 h.l, H.f. Kvcldúlf-
ur, Hjalteyri, 166,087 hl„ Síldar-
verksmiðjan, Dagverðareyri, 96,
550 hl„ Síldarverksmiðjan,
Krossanesi, 64,320 hl„ S.R.,
Húsavík, 7,127, S.R., P.aufar-
höfn, 164,001 hl„ H.f. Síldar-
bræðslan, Seyðisfirði, 19,369 hl,
Samtals 23, ágúst 1947 1,230,
093, 24. ágúst 1946 1,143,014,
25. ágúst 1945 454,099, 20. ágúst
1944 1,699,984.
Engin sfld
Samkvæmt viðtali við Siglu-
fjörð í gærkvöldi, höfðu leitar-
flugvjelar verið á sveimi yfir
öllu veiðisvæðinu, bæði djúpt
og frunnt I gær, en hvergi sáú
flugmennirnir síld.
IVokkur skip fá köst
Nokkru eftir að dimmn tók I
gærkvöldi, bárust frjettir til
Siglufjarðar, að nokkru ,-kip er
stödd voru við Svínalækjartangá
og Digranes, hafi í ljósaskipt-
unum fengið mjög sæmileg köst,
eða frá 100 til 400 tunnur. —•
Ekkert skipanna gat kastað
tvisvar, því myrkur var skollið
á, er búið var að losa nótina.
Sæmilegt veiðiveður var a
veiðisvæðinu í allan gærdag.