Morgunblaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 6
6
’j ’w.flf5?íww|
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. ágúst 1947
!
Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
yrjettaritstjóri: ívar GuSmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr.10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
RAFORKAN
FYRIR rúmri viku síðan skýrði Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri frá því að eimturbínustöðin við Elliðaár
mundi verða fullbúin og taka til starfa snemma á komandi
vetri. Hann gat þess jafnframt, sem vitað er, að með
byggingu þessarar stöðvar væri ekki náð neinum loka-
áfanga í raforkumálum höfuðborgarinnar. Stöðin væri
fyrst og fremst varastöð en mikið hagræði og öryggi fyrir
rafmagnsnotendur væri samt að henni.
Þá skýrði borgarstjóri frá því að undirbúningur að
virkjun Neðri Sogsfossa væri í fullum gangi. Þegar þeir
hefðu verið virkjaðir þyrftu hvorki Reykvíkingar nje aðr-
ir íbúar Suðurlands að kvíða rafmagnsskorti.
Virkjun Sogsins var stærsta átakið, sem unnið hefir
verið í raforkuframkvæmdum á íslandi. En það átak
kostaði mikla baráttu. Það varð þess m. a. valdandi að
Alþingi var rofið og boðað til nýrra kosninga. Það var
árið 1931. Og í þeim kosningum unnu andstæðingar máls-
ins einn mesta kosningasigur sem pólitískur flokkur hefur
nokkurntíma unnið á íslandi. Hann fjekk um það bil
hreinan meirihluta á Alþingi. Þessi flókkur var Fram-
sóknarílokkurinn.
Eftir þessi málalok hefði mátt ætla að virkjun Sogs-
fossanna hefði verið drepið á dreif um langan aldur. En
svo varð þó ekki. Málið var gott, það var nauðsynjamál
og glæsilegt framfaramál, ekki aðeins fyrir það fólk, sem
bjó í höfuðborginni heldur og þúsundir annara íslend-
inga. Það er hægt að sigra einu sinni í baráttu gegn
slíku máli í kosningum, en ekki oftar. Það er hægt að
tefja það en ekki að svæfa. Að lokum hlaut það að ganga
fram. Og það gekk fram. Glæsileg orkuver risu við Sogs-
fossanna og Reykjavík fjekk stóraukna raforku.
En þrátt fyrir hinar myndarlegu og hröðu virkjunar-
framkvæmdir við Sogið voru þessar aflstöðvar fyrr en
varði orðnar of litlar. Bærinn hafði vaxið upp úr orku
þeirra. Þessvegna var ráðist í byggingu eimtúrbínustöðv-
arinnar við Elliðaár til þess að bæta úr brýnustu þörfinni
meðan unnið væri að frekari virkjunarframkvæmdum
við Sogið.
En getur Reykjavík átt samleið með sjávarþorpunum
og sveitunum á Suðurlandi um þessi mál?
Þeirri spurningu hefur oft verið varpað fram og nú
síðast í sambandi við tengingu eimturbinustöðvarinnar.
Það má að vísu teljast eðlilegt að íbúar Reykjavíkur
láti sig það fyrst og fremst varða í þessu efni,
hvernig Reykvíkingum verði sjeð fyrir nægri raforku. En
frá því að raforkumálin fyrst bar á góma á Alþingi hefur
verið ráð fyrir því gert að þjettbýlið styddi og starfaði
með strjálbýlinu að framkvæmdum í þessum málum. Þá
hugmynd setti Jón heitinn Þorláksson þar fram fyrstur
manna en hann hreyfði raforkumálunum á þingi nokkru
fyrir 1930.
í tillögu Jóns Þorlákssonar um þessi efni gætti mikils
stórhugar. Hinn hygni verkfræðingur og athafnamaður
sá að nægileg raforka var ekki aðeins grundvöllur margs-
konar lífsþæginda heldur og frumskilyrði fjölbreytts og
þróttmikils atvinnulífs til sjávar og sveita.
Reynslan hefur sannað þessa skoðun. Nú er engin flokk-
ur lengur til, sem treystir sjer til þess að byggja þingrof
og nýjar kosningar m. a. á því að hætta sje á því að
fleiri þúsundir hestafla verði framleiddar við Sogsfossa
í dag myndi heldur enginn kjósandi kjósa frambjóðendur
slíks flokks.
Hinar miklu virkjanir, sem framundan eru sameig-
inlegt nagsmunamál Reykvíkinga og annara Sunnlend-
inga. En Reykjavík hefur forustuna um framkvæmd
þeirra eins og þær virkjanir, sem þegar hafa verið teknar
í notkun. Hinar nýju aflstöðvár við Sogsfossa munu verða
Oin glæsilegustu og þýðingarínestu mannvirki a íslandi.
‘Þfessvegria mun verða fylgst með undirbúningi þeirra af
vakandi áhuga.
VíL
ÚR
rar:
ikrifa
DAGLEGA
LÍFINU
Snorri Sturluson
birtist á þili.
Það var dálítið einkennilegt
atvik, sem kom fyrii mami ejnn
hjer í bænum, daginn serr ]jk-
neski Vigelands af Sncrra
Sturlusyni var afhjúpað í Reyk
holti. Haitn var nýbúinn að
borða og hafði hallað sjer aft-
ur á bak á legubekk í stofunni
sinni. Það sækir að honum
svefn og honum finnst sjer
renna í brjóst, rjett sem allra
snöggvast. En um leið og hann
vaknar sjer hann í svefnrof-
unum bjartan sólargeisla á
stofuþilinu. í þessum birtu-
bletti greinir hann mannsand-
lit, fyrst óskírt en síðan skírt
og greinilegt. Andlitið er mik-
ilúðlegt og svipurinn afar gáfu
legur og yfirbragð þess allt
höfðinglegt.
Á samri stundu lýstur þess-
ari hugsun niður í huga hans:
Þetta er Snorri Sturluson. En
í svipaðan mund hverfur sýn-
in.
•
Var skegglaus.
Mjer var strax að orði, er
mjer var sögð þessi saga:
— Var andlitið á þilinu svip
að hugmynd Vigelands um yf-
irbragð Snorra?
— Nei, gjörólíkt.
Það var í fyrsta lagi skegg-
laust. Og svipurinn var miklu
gáfulegri og höfðinglegri en jeg
hefi sjeð á hugmyndum þeim,
sem menn hafa gert sjer um
hinn mikla fræðaþul og stjórn-
málamann.
Þetta var saga mannsins,
sem sá Snorra Sturluson upp
á þili í Reykjavík þegar verið
var að ,,afdúka“, eins og Norð
menn kalla það, styttu hans
upp í Reykholti.
★
„Herran leiddi frúna
við hægri hönd en
hundinn í bandi við
vinstri“.
Hvernig stendur á því, spyr
einn brjefritara minna, að
útlendingar mega hafa hunda
hjer í bænum á sama tíma, sem
Islendingum er bannað það?
Svo hellir hann sjer yfir það
sem hann kallar hundadekur
og nefnir sem dæmi þess að
hann hgji „í dag sjeð hjón á
gangi á einni aðalgötu bæjar- \
ins. Herran leiddi frúna við
hægri hönd en hundinn í bandi
við þá vinstri“.
Þetta finnst manninum voða
leg sjón. |
En um spurningu hans er það
að segja að útlendingum er
alls ekki leyfilegra að hafa hjer
hunda en íslendingum og ef
brögð eru að því þá fer það
í bága við þar um settar regl-
ur.
En jeg er ekki sammála
þessum brjefritara mínum um
að áfellast fólk fyrir hunda-
dekur. Það getur að vísu geng
ið út í öfgar. En ekkert er eðli- :
legra en að menn hafi ánægju '
af umgengni við dýr og þá ekki
síst hunda, sem eru falleg og
vitur dýr. Hjer á landi eru á-
reiðanlega ekki mikil brögð að
öfgafullu dekri við húsdýr. —
Þvert á móti eru því miður til
sorgleg dæmi um siðlausa og
samviskulausa meðferð á þeim
og þá fyrst og fremst hestum,
sem í hundraðatali hafa verið
settir á guð og gaddinn. Það
er fyrirbrigði, sem verður að
leggjast af og sem er sem bet-
ur fer að verða fátíðara með
hverju árinu, sem líður. |
Það er ómenningarvottur, að
níðast á dýrum. Það geta ekki.
verið góðir menn, sem gera
það.
Ekki leikhús, held-
ur tukthús.
Einn af þekktustu rithöfund
um okkar skrifaði einhvern-
tíma í sumar grein í íslenskt
tímarit, þar sem hann, að dá-
litlum krókaleiðum að visu,
deildi harðlega á útigangs-
hrossabúskap þjóðarinnar. En
um leið komst hann að þeirri
skemmtilegu niðurstöðu, að í
sveitum ætti ekki að byggja
leikhús eða samkomuhús, held
ur ætti að gefa nokkrum mönn
um þar kost á tukthúsi.
Því fer fjarri að jeg vilji
bera blak af slæmri meðferð
á hestum en hitt fæ jeg með
engu móti skilið, hvernig hægt
sje að komast að þeirri nið-
urstöðu að vegna þess að til
eru menn í einhverjum sveit-
um landsins, sem fara illa með
hross, eða fóru einhverntíma
illa með þau, megi alls ekki
byggja leikhús eða samkomu-
hús út um land!!
Nei, þessi kenning skálds-
ins er dálítið ,,abstrakt“ og þó
jeg hafi stundum dálítið gam-
an af slíkri list finnst mjer
hún ekki passa alveg þarna.
0
Slátrið ekki til
skiftanna.
Helgi Bergs forstjóri Slátur
fjelags Suðurlands hefur beðið
mig að árjetta það, að megin
ástæða þess að sláturhúsin ekki
hafa selt slátur í heilu lagi síð-
an sumarslátrunin hófst, sje sú
að meðan svo fáu fje sje slátrað,
sje ómögulegt að fullnægja eft
irspurninni. Þessvegna hafi
verið farin sú leið í bili að búa
til blóðmör og setja í búðirn-
ar. Með því fyrirkomulagi gætu
fleiri náð í þessi matvæli með-
an svo lítið er til af þeim.
Að sjálfsögðu muni fólk eiga
þess kost er haustslátrunin
hefst að fá slátur keypt í heilu
lagi.
Hitt taldi forstjórinn auka-
atriði í þessu sambandi, að rjett
í bili hefði ekki fengist fólk
til þess að afhenda slátrin. Það
hafi ekki verið nein hindrun
í þessu máli og muni ekki
verða það.
MEÐAL ANNARA ORDA ....
1.G. Farbeninduxtrie
Allir æðstu forstjórar þýska
risafirmans I. G. Farbenindu-
strie eru nú fyrir stríðsglæpa-
rjetti í Núrnberg. Þeir eru sak
aðip fyrir að hafa undirbúið
og stutt árásarstríð Þjóðverja
og fyrir marga aðra glæpi, sem
eru nátengdir aðalákærunni.
Má sjá af skjölum þessa vold-
ug firma, að það hefur verið
sem mergurinn í öllum styrj-
aldarundirbúningi og styrjald-
arrekstri Þjóðverja. Til þess að
nefna nokkur dæmi um þýðingu
þessa fjelags má spyrja: hvað-
an fengu Þjóðverjar allt það
gúmmí, sem þeir notuðu á
stríðstímanum? Ekki höfðu
þeir neinar gúmmíekrur. —
Nei, en I. G. fann upp aðferð
til að búa gúmmí til úr kolum
og það gúmmí var sterkara og
endingarbetra en gúmmíið, sem
bandamenn höfðu.
Þetta er aðeins eitt dæmi og
það er ótrúlegt, hve framleiðsla
I. G. greip inn í á mörgum stöð
um. *Þar var öll efnafræðileg
þekking þýskra vísindamanna
saman komin við að finna ný
efni, sem Þjóðverjar þyrftu á
að halda við nýja styrjöld.
I. G. var stofnsett 1925 me‘3
sambræðslu sex stærstu efna-
verksmiðja Þýskalands og varð
því strax í byrjun voldugur
auðhringur.
Samvinna við
Hitler.
í nóvember 1932 fóru tveir
fulltrúar I. G. á fund Hitlers
og ræddu við hann um hvort
firmað gæti ekki vænst stuðn-
ings frá honum ef hann næði
völdum í landinu. Það fór svo,
að Hitler lýsti því yfir, að risa
framleiðsla og rannsóknir á
efnasviðinu fjellu nákvæmlega
saman við áætlanir hans. Það
þarf þá ekki að fara neinar
grafgötur um hverjar þessar
áætlanir voru. Þá þegar var
undirbúningur undir -styrjöld-
ina hafinn. Fyrsta skrefið' til
hennar var samvinna I. G. og
Hitlers. Og fjelagið útvegaði
Hitler fjármagn til flokksstarfa
á síðustu stundum hins þýska
lýðveldis.
Vald út um allan
heim.
Svo náðj Hitler völdupum og
ítökum i öllum stærstu efna-
verksmiðjum út um allan heim.
Það gerði skiftasamninga við
2000 fyrirtæki í Bandaríkju’n-
um, Bretlandi, Frakklandi,
Noregi, Hollandi, Belgíu og Pól
landi. Þessa skiptasamninga
notaði það ekki aðeins til að
| efla sem mest viðskiptavald
sitt, heldur einnig til þess að
! koma á víðu njósna- og áróð-
ursneti fyrir þýsku leyniþjón-
ustuna. Fyrir heimsstyrjöldina
beindust samningar þessir að
| því að veikja Bandaríkin sem
mest fyrir hergagnabúr i kom-
andi styrjöld. Farben kom því
] til leiðar, að framleiðsla í
! Bandaríkjunum á mörgum
] hernaðarlega mikilvægum efn
um, svo sem gerfigúmmí, magn
] esíum, köfnunarefni. tetrasene
og atabrine var takmörkuð.
Bretland varð háð
Þýskalandi.
Bretland varð algjörlega háð
Þýskalandi um magnesíum, svo
að þegar styrjöldín hraust út
. „ T „ i • voru Bretar í ogurlegum vand-
starf I. G. var aukið ems og . .
.. ■ , , “ ræðum.
mogulegt var, og nu for vald „ . , ...... , , „„„„
, L , .’■■,,,-: ■„,.: Þegar styrjoldm hofst 1939
þess að teygjast ut um allan
heim. Það náði einkaleyfum og Framn. á bls. 8