Morgunblaðið - 18.09.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1947, Blaðsíða 8
3: MORGVNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 18. sept. 1§4T Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Gregory Alexandrov MENN hafa iðulega veitt því eftirtekt, að skoðanir kom múnistanna, bæði þeirra, sem í Þjóðviljann skrifa, og ann í ra, eru oft nokkuð reikular. En þetta er ekkert íslenskt fyrirbrigði, frekar en annað í fari hinna sanntrúuðu komma. Allir kommúnistar um allan heim, eru undir sama stranga aganum. Eru skoðanaskifti þeirra eðlileg, því þau koma beina leið frá æðstu vígstöðvum þeirra. Miðstjórn kommúnistaflokksins í Austur-Evrópu, rekur sjerstaka áróðursskrifstofu, sem á að vaka yfir því, að allir rithöfundar flokksins (aðrir verða að þegja), hugsi, tali og skrifi nákvæmlega eins og flokksreglurnar íyrirskipa. Forstjóri eftirlitsstöðvar þessarar hefur í nokk ur ár verið sami maður, Georgy Alexandrov. Flann hefur annast um útgáfu á tveimur tímaritum. Annað þeirra heitir „Bolsivikkinn“, en hitt „Líf og menning“. í ritum þessum fá rithöfundar og aðrir listamenn svo og blaðamenn, forskriftirnar um það, hvernig þeir eigi að skrifa um hvað eina, hvað sje hin sanna viðurkennda ,,lína“ í öllum dagskrármálum. En þeir, sem fara út af iínunni, fá þá líka í ritum þessum rækilegar ráðningar. Forstjórinn Gregory Alexandrov hefir verið meðal ná- komnustu vina hinna æðstu manna í landinu. Var talið, að hann nyti hins óskoraðasta trausts hjá hmum allra æðstu. Þangað til nú, ekki alls fyrir löngu, að boð komu frá einvaldsherranum að Alexandrov skyldi tafarlaust rekinn úr stöðu sinni, eftir því, sem fregmr herma í sænsku blaði. Einkavinur einræðisherrans, Sjdanov, annaðist ofaní- gjöfina, sem Alexandrov skyldi fá. Var kallaður saman íundur, þar sem viðstaddir voru margir helstu rithöf- undar og blaðamenn einræðisins. En ákærurnar á bendur hinum fyrri umsjónarmanni, yfir leyfilegum skoðunum í einræðisríkinu voru þær, að hann hefði í bók, er kom út eftir hann, ekki alls fyrir löngu, farið sjálfur gersamlega út af hinni löglegu línu. Bók þessi fjallar um sögu heim- spekinnar í Vestur-vrópu. í fyrra fekk höfundurinn æðstu bókmentaverðlaun ríkisins fyrir bók þessa, Stalin-verð- launin er nema 100.000 rúbla. Hinir hlýðnu kommúnista-prófessorar urðu að sjálfsögðu allir að beygja sig. Og hinn brottrekni eftir- litsmaður eða ,,línuvörður“ ekki síst. Enda kom út yfir- lýsing frá honum í ,,Pravda“, nokkrum dögum seinna, að hann viðurkenndi afbrot sín gegn hinni einu sönnu kenningu kommúnismans, eins og hún er úrskurðuð rjett að vera í dag. > ★ Hjer á landi gætu menn fyllilega látið sjer á sama standa, hvað höfðingjar kommúnismans í miðstöðvum þess fjelagsskapar kalla hinn eina sanna kommúnisma í dag, og hvernig hann verður túlkaður frá sömu æðstu stöðum á morgun, ef hjer á landi væri ekki nokkuð fjöl- menn klíka af undanvillingum frá heilbrigðri skynsemi, sem eru fyllilega undir áhrifum þessara erlendu yfir- drottnara Það myndi hafa verið talið ótrúlegt fyrir nokkrum ára- tugum síðan, ef sagt hefði verið að um það bil sem ís- land varð sjálfstætt lýðveldi að nýju, þá væri í landinu flokkur manna, sem hefði gert það að æfistarfi sínu, að vera erindrekar fyrir erlendá einræðisstefnu, sem veitir ekkert hugsana, skoðana eða ritfrelsi, heimtar að allir jarmi sama sönginn út um allan heim, eins og lömb á stekk. En þá kastar tólfunum, þegar menn hjer á landi, sem fengist hafa við ritstörf, og halda, að þeir hafi hæfileika til þess að gerast andlegir leiðtogar þjóðarinnar, eru ekki annað, þegar á herðir, en jarmandi lömb í flokksdilk hins austræna einræðisvalda, og verða að bíða eítir því, eins og innistöðufjenaður, hvaða skoðanir eru bornar fyrir þá á hina kommúnistisku jötu. \JiluerJi ihri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Iíekluferðir. HEKLA GAMLA hefir enn sama aðdráttaraflið og er hún byrjaði að gjósa í fyrravor og þá ekki síst góðviðrisdagana undanfarið. Tugum saman fara bílarnir fullir af fólki austur og það sjer víst enginn eftir að fara í Hekluferð, því þótt hún sje hætt að gjósa og sprengja eins og hún gerði fyrst þá er glóandi hraunstraumurinn nið- ur hlíðar fjallsins síst minni en hann var fyr í sumar og Heklu- eldarnir eru jafn ægilegir og stórkostlegir og þeir voru. Vegurinn er mjög sæmilegur alla leiðina austur að gamla Næfurholti, en þangað fara flestir og ganga svo upp að hraunjaðrinum og jafnvel inn á sjóðandi heitt hraunið. Aðrir láta sjer nægja að aka upp á Land, eða í Þjórsárdal- inn og svo eru þeir sem fara fljúgandi. Híalín og hálfsokkar. EN ÞÓTT það sje eftirsókn- arvert að sjá Hekluelda og komast sem næst þeim, þá er þó best að hafa allt kapp með forsjá, en það er langt frá að svo sje hjá mörgum Hekluför- um. Jeg sá það sjálfur í fyrra- kvöld og undraðist satt að segja, að ekki skyldi hljótast stórslys af glannaskap ferða- langa. Fólkið æðir úr bílunum misjafnlega vel klætt og skóað. Inn í miðju nýja hrauninu sá jeg stúlku, sem var í þunnum híalínskjól, með bera fótleggi í hálfsokkum og þunnum striga- skóm. Það var komið myrkur í hrauninu og orðið hálfkalt, en um tveggja tíma gangur að bil- unum. Það má geta nærri að þessi stúlka hefir ekki haft mikla ánægju af ferðinni. Þarna voru unglingar, piltar 10—12 ára gamlir, leiðsögu- lausir að því er virtist. Þetta getur kanski gengið á meðan tíðin er góð, en þegar haustar að verða þarna slys, ef þessum glannaskap verður ekki hætt. o Eins og að ganga á! hnífum. NÝJA HRAUNIÐ, sem farið er að kólna á yfirborðinu svo mikið að hægt er að ganga á því er glóandi heitt undir og upp úr gjótum og skorum gýs j hiti og brennisteinsþefur mik- ill. Mega menn fara varlega! þegar inn í hraunið kemur til að brenna sig ekki. I rauninni eiga menn ekkert erindi þarna inn í hraunið. Þeir, sem vilja sjá nýtt hraun á hreifingu eiga að fara að hraunjaðrinum og ekki lengra. En hinir, sem vilja leggja á sig það erfiði að komast alla leið upp að hraunfossunum í fjallshlíðinni verða að fara fyr- ir norðan hraunin, bæði það gamla og hið nýja. Og núna í skóskömtuninni skal engum ráðlagt að leggja skóna sína í það, að ganga á nýja hrauninu, því það er eins og að ganga á hnífum, oða byssustingjum: og er stórhættu legt ef menn detta. Of seint á ferðinni. í FYRRAKVÖLD virtust, menn yfirleitt vera altof seint j á ferðinni til að sjá Heklu- hraunið. Flestir bílarnir komu austur rjett undir myrkur og þá flæddi fólkið út í hraun. Lenti það í myrkri á leiðinni að bílunum aftur og það er ó- hætt að segja, að það er eng- inn skemtiganga að fara yfir nýtt hraun í myrkrinu, enda skriðu flestir frekar en gengu og lofuðu hamingjuna fyrir að komast heilir úr þessu sjálfs- skaparvíti, sem þeir höfðu sett sig í. En ferlegt er það. EN ÞAÐ er ekki að furða, þótt menn sækist eftir að sjá Heklu góðviðriskvöld, eins og verið hafa undanfarið. Frá hraungígnum í suðvestur öxl fjallsins rennur stöðugur hraun straumur niður fjallshlíðarnar. Fyrst í stað í einíöldum straumi, en er neðar kemur, kvíslast hann í tvennt og rennur önnur norðvestur, en hin í suðaustur. Hingað og þangað í hrauninu eru glóandi hraunbjörg, sem færast til og molna svo niður með braki miklu, en reykur mikill mynd ast við. Þetta er ferlegt, en þeir, sem leggja á sig hina löngu og erf- iðu bílferð, þurfa að hafa góða leiðsögumenn til þess að fara ekki út í neina vitleysu, sem eyðileggur alla ánægju. o Nckkur ráð. VEGNA ÞESS að búast má við miklum ferðamannastraum austur að Heklu á næstunni, ef góða veðrið helst, vildi jeg gefa þeim er þangað ætla nokkur ráð: Hægt er að fara austur í sveitir, upp á land, eða Þjórs- árdal og sjest þá vel til Heklu í björtu veðri. En hinum, sem vilja fara alla leið upp að hrauni er ráðlagt fyrir það fyrsta að velja sjer góða og sterka bíla. Það er ekki ger- legt að fara þessa leið í venju- legum fólksbílum, þótt það sje gert. Þá ættu ferðamenn að kynna sjer vel þá leið, sem þeir ætla að fara, eða hafa kunnugan mann með. Nauð- synlegt er að kiæ.ða sig vel, ef eitthvað á að ganga og einkum velja sterka skó. Og síðast en ekki síst, að leggja tímanlega af stað til þess að vera kominn að hraunrönd- inni í björtu. • Fullmikið sagt. ÞAÐ HEFIR slæðst inn sú prentvilla í dálkana í gær, að Markús Guðmundsson vega- vinnuverkstj óri á Hellisheiðar veginum væri vegamálastjóri. Prentvillupúkinn á einn sök á þessu. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Hirosliima rís úr rústum HVERGI í allri veröldinni finnast eins miklar vonir um að framtíðarfriður sje nú loks kominn á. Hiroshimabúar skilja allra manna best, hvað önnur styrjöld myndi kosta. Þeir hafa sjeð hvernig borgin þeirra var J lögð í rúst á einu augnabliki. Fyrir skömmu var haldin tveggja ára minning þeirra, sem fórust, er kjarnorku- sprengjunni var kastað yfir Hiroshima. í borginni hefir ver ið reistur 43 feta hár friðar- turn og íbúar borgarinnar söfn- uðust í kring um hann og stóðu berhöfðaðir. Friðarhátíð. Minningardagurinn var hald inn sem friðarhátíð. Kamfóru- trje, sem á að tákna friðartrje j var gróðursett í nýjum skrúð- ! garði borgarinnar, fjölda mikl um af snjóhvftum dúfum var sleppt og flögruðu þær um fegnar frelsinu. Að lokum var lesinn upp boðskapur frá Mac Arthur hershöfðingja. Hann varaði m. a. við að mannkynið (tæki öfl náttúrunnar meir og meir til stríðseyðileggingar, þar til svo væri komið, að tækin gjöreyddu mannkyninu sjálfu. Endurreisn borgarinnar. En Hiroshima búar eru von- góðir. Fyrir einu ári byrjuðu þeir endurreisn borgarinnar. Það var mikið verk, að hreinsa allar rústir fyrst í burtu og síð- an að reisa við. Hið fyrsta, sem fylgdarmaður segir við ferðamenn er: Ekkert þessara húsa stóð hjer fyrir einu ári. Þegar sprengjan sprakk, þá lifðu 250.000 manns í borginni. 175.000 lifðu sprenginguna af og nú hafa svo margir flutst til borgarinnar að íbúatalan er komin upp í 210.000. Einkaframtakið. 60.000 hús gjöreyðilögðust, en 23.000 hafa verið bygð á þessu eina ári. En eftirtektar- verðast er að 98% húsanna eru bygð af fólkinu sjálfu án þess að fá nokkurn styrk frá ríkinu. Undarlegt er að Bandaríkja- menn mæta hvergi í Japan eins miklum vingjarnleik og í Hiro- shima. Það er eins og íbúunum finnist, að sprengjan hafi hreins að alla stríðssök af þeim og a þeir geti því talað við Banda ríkjamenn eins og menn tal við aðra menn. Fórnardýr sprengingarinar. En á sjúkrahúsi í Hiroshim liggja enn förnardýr spreng ingarinnar, sem hafa brunni illilega eða orðið fyrir hinui stórhættulegu geislum, sem £ kjarnsprengingu stafa. Ein þeirra er Kiyoshi Kikawa, sei bandarískir blaðamenn töluð við. A baki hans og handleg^ um er undarlegur holdofvöxl ur, líkur krabbameini og han sagði við blaðamennina, Segi þeim í Bandaríkjunum, að je hafi heldur viljað deyja, en a lifa með þetta á mjer. En í þv.í svona er, vona jeg. að je fái að koma til Bandaríkjann því að það er eini staðurim sem jeg get fengið lækningi Mjer væri sama þótt læknarn gerðu tilraunir á mjer, þanni gæti jeg orðið heimi friðarir að gagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.