Morgunblaðið - 18.09.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 18. sept. 1947 Gjaldeyrismálið: — 3. grein VANDAMÁL ÚTVEGSINS Minningarorð um Samúel Guðmundsson AF ÞVÍ, sem sast hefur verið í fyrri greinum mínum, ættu að vera ljósar veigamestu orsakir þeirra fjárhagsvandræða, sem útvegurinn á við að stríða. — Eftir það að styrjöldinni lauk, hefur sem sje skapast þar ná- kvæmlega samskonar ástand og síðustu árin fyrir, styrjöld- ina, aðeins á enn stærri mæli- kvarða. Útgerðarmenn verða að sætta sig við verð á framleiðsluvöru sinni — gjaldeyrmum —, sem er langt fyrir neðan jafnvægis- veið, ef gjaldeyrismarkaðurinn væri frjáls, en reka útgerðina með hinum háa innlenda fram- leiðslukostnaði. Gengisskrán- ingin hefir haft áhrif sem stór- feldur útflutningstollur en inn flutningsverðlaun . . Fyrgreindu áhrifin hafa á glöggan hátt komið fram í því, að engin fleyta treystist á fiot á síðustu vetrarvertíð, nema ríkisábyrgð kæmi til, en hve innflutnings- verðlaunin hafa verið áhrifarík má marka af þvi, sem jeg drap á í síðustu grein minni, að á árinu 1946 vildu menn kaupa gjaldeyri, sem nam öllum inn- stæðunum, er þær voru mestar, öllum útflutningi ársins og sennilega 1—200 miljónir kr. að auki. Nú verður að balda útflutn- ingnum uppi, ef fullkomið neyð arástand á ekki að skapast, um það getur ekki verið ágrein ingur, hversu sem menn grein- ir á um leiðir. Þær leiðir, sem aðallega virðast koma til greina og mest hafa verið ræddar í þessu sambandi, eru þessar: 1. Niðurfærsla framleiðslu- kostnaðar innanlands. Verður sú Ieið hjer eftir kölluð verð- hjcðnunarleiðin. 2. Hækkun á verði erlenda g;aldeyrisins, sem hjer verður kölluð gengislækkunarleiðin. 3. Uppbótargreiðslur með út- fluttum afurðum úr ríkissjóði. Ef tekna til þessara greiðslna er aflað með tollum, verður þessi leið náskyld gengislækk- unarleiðinni, eins og nánar mun verða skýrt hjer á eftir. Skal nú hvor þessara leiða um sig rædd, með tilliti íil þess, hvernig þær korna við hinar ýmsu stjettir bjóðfjelags- ins og hver áhrif þær hafa á þjóðarbúskapinn almennt. 1. Verðjöfnunarleíðin. Þessi leið, ef farin yrði, myndi vera í því fólgin að knýja niður kaupgjald og ann- an framleiðslukosrnað innan- lands, þannig að útgerðin verði þannig fær um að bera sig fjár hagslega. Þetta er sú leið, sem me'st hefir borið á góma, í sam bandi við umræðurnar um þessi mál, og virðist hún eiga all- miklu fylgi að fagna. Ekki verður heldur á móti því borið, að sje um nægilega miklar niðurfærslur að ræða, mætti láta útgerðsna bera sig með því móti, það er þó að segja eftir að viðeigandi gjald- þrotauppgjör þeirra útgerðar- fyrirtækja, sem stofnað hafa til skulda síðústu árin hefur farið fram. Eítir Ólaf Björnsson Þó að leið þessi hafi mikið verið rædd, minmst jeg þess þó ekki að hafa sjeð borin fram þau rök fyrir henni, sem jeg tel veigamest, samanborið við aðrar leiðir, eða a, m. k. upp- bótagreiðsluleíðina, nefnilega þau, að uppbótargreiðslurnar skapa hættu á því, að í viðskifta samningum yerði einblínt á það, að fá sem hæst verð fyrir afurðirnar á pappírnum, en ekki ,spurt að þvi. hvort þjóð- irnar, sem við seljum, geti með hóflegu verði selt okkur þær vörur, sem við nauðsynlega þörfnumst. En með tilliti til hinnar miklu innfiutningsþarf- ar okkar, er það atriði ekki síð- ur mikilvægt. Ein króna í frjáls um gjaldeyri getur þjóðhags- lega sjeð verið okkur eins mik- ils 'virði og þrjár krónur í clearing-gjaldeyri. En á hinn bógmn hefir þessi leið marga og stórfelda ann- marka, ef henni á að beita svo um muni. Til þess að ekki verði dregnar rangar ályktanir af því, sem hjer fer á eftir, vil jeg taka það fram, að jeg álít, að þeir menn hafi alltaf haft rjett fyrir sjer, sem á undan- förnum árum hafa viljað hamla á móti verðbólgunni, og tel það mikla ógæfu, að ekki voru farn ar aðrar skynsamíegri leiðir til þess að veita launþegum og bændum rjettmæta hlutdeild í stríðsgróðanum, en sú, að setja í gang hina alkunnu svikamyllu er kaupgjald og afurðaverð var látið hækka hvort annað á víxl, en það var höfuðorsök verð- bólgunnar. En því fer fjarri. að mistök- um þeim, er leiddu til þess, að verðbólgunni var hleypi á stað og misrjetti því, er hún hefur skapað, verði einfaldlega kippt í lag með því, að keyra verð- lagið niður á ný. Mjer liggur miklu fremur við að segja, að verðhjöðnun í stærri stíl myndi þar bæta gráu ofsn á svart. Með verðrjöðnun eru þungar og jafnvel óbærilegar byrðar lagðar á alla þá, sem stofnað hafa til skulda á verðbólguár- unum. Það órjettlæti, sem þetta alltaf hefur í för með sjer, myndi aldrei verða tilfinnan- legra en nú, þar sem ríkisvald- ið hefur einmitt síðustu 2-—3 árin hvatt menn til þess að stofna til skulda i stórum stíl í sambandi við nýsköþunarfram kvæmdir, íbúðarhúsabyggingar o. fl. Á þá, sem oiðið hafa við þessari hvatningu, væru lagð- ar þungar byrðar, en þeir, sem haldið hafa a ðsjer höndum og geymt fje sitt í handranum, munu ekki einungis sleppa við að taka þátt í þeim fórnum, sem krefjast verður af öllum borgurum þjóðfielagsins að þeir taki þátt i, hver eftir efna- hagslegri getu sinni, heldur hagnast stórlega á nayéðarráð- stöfunum. Þá má á það benda, að enda þótt niðurfærsla kaupgjalds og verðlags í nægileea stórum stíl gæti hjálpað útgerðinni, þá myndi þetta hafa mjög óhag- stæð áhrif á framkvæmdir fyr- ir innlendan markað. — Þeg- ar menn búast við lækkandi verðlagi, kippa menn að sjer höndum með allar þær fram- kvæmdir, sem þola bið, þannið að atvinnuleysi skapast í miklu stærri stíl en alla. í . Með þessu er ekki sagt, að það ástand geti ekki skapast, að óhjákvæmilegt verði að fara þessa leið að einhverju leyti. Ef sú verður raunin, er ekki ókleift að finna leiðir, til þess að draga úr þeim annmörkum verðhjöðnunarinnar, sem lýst hefur verið. Það myndi þó leiða of langt, að ræða þær leiðir hjer en aðeins á það bent, að reki að því, að fara verði þessa leið, þá er nauðsynlegt að gera sjer grein fyrir því, hvernig bregð- ast eigi við' þeim vanda, sem verðhjöðnunin skapar. Því skal við þetta bætt, með þessu er jeg ekki að lýsa fylgi við ,,kjarabóta“ kröfur þær, sem enn bólar á, þrátt fyrir hið alvarlega ástand í fjárhagsmál- unum. Þvert á móti tel jeg bera brýna nauðsyn til þess að spornað verði af alefli gegn hverskonar slíkum kröfum, og raunar hverskonar tilhneiging- um til verðhækkunar, sem eru af innlendum uppruna. Ilvort hinsvegai verði kom- ist hjá verðhjöðnun, verður undir því komið liverju unnt væri að afreka með þeim tveim öðrum úrræðum, sem nefnd hafa verið og skai næst vikið að því. búast ti! hreyfinp Rómaborg í gær. MEIRA en 2 miljónir ítalskra verkamanna eiga nú í verk- föllunp þar af 850.00 í Milano og Torino. Hafa verkföllin mjög færst í aukana vegna tíma- skipta, sem urðu í sögu Ítalíu er friðarsamningarnir voru undirritaðir. Einkum búast kommúnistar til að hækka sinn hlut þar sem Bretar cg Bandaríkjamenn eiga að fara með her sinn úr land- inú 90 dögum eftir friðarsamn ingana. Togliatti, foringi ítalskra kcmmúnista, hjelt ræðu í dag fyrir miklum mannfjölda og rjeðist þar harkalega á Banda- ríkjamenn og hersetu þeirra á Ítalíu. Einnið rjeðist hann á páfann fyrir að hann væri til skiptis að biðja fyrir friðinum og að hrósa stríðsæsingaræðum Trumans forseta. Togliatti mót mælti eindregið öllum sögum um að ítalskir kommúnistar hefðu safnað vopnabirgðum. — Reuter. HINN ?5. apríl s.l. Ijest að heimili sínu á Bíldudal Samúel Guðmundsson, fyrrum bóndi á Kirkjubóli á Litlanesi í Barða- strandasýslu. Samúel var Barðstrendingur að ætt og uppruna. Fæddur 9. júlí 1887 í Vestur-Botni í Pat- reksfirði, en mun ungur hafa flust inn á Barðaströnd og alist þar upp við landbúnað og sjó- sókn, jöfnum höndum, eins og algengast er á þeim slóðum. — Árið 1913, hinn 4. okt., giftist Samúel Arndísi ljósmóður Árna dóttur frá Sauðeyjum, tápmik- illi dugnaðarkonu^ er lifir mann sinn. Þau hjón eignuð- ust 8 börn, er öll komust til fullorðins ára, nema einn pilt- ur, er dó kornungur. Fram til ársins 1922 munu þau Samrel og Arndís hafa búið í Sauðeyj- um og ef til vill víðar í Barða- strandarhreppi, en árið 1922 hófu þau búskap á Kirkjubóli og bjuggu þar til ársins 1944. Saméel kynntist jeg á árun- um 1930—1940, er við vorum samtímis í Múlasveit og hann hjó á Kirkjubóli. — Það er strjálbýli um mið- bik Barðastrandasýslu — í þverfjörðunum er Landnáma- bók kallar svo. — Þar er einn bær úti á nesodda, annar við fjarðarbotn og firðirnir eru býsna langir. Þar eru vegir slæmir, en kjarngræði í öllum hlíðum og ckógur í dölum; í fjarðarbotnum silfurtærar ár og silungsveiði. Túnip eru grýtt og torsótt nokkuð til fullkom- innar ræktunar, en engjahey- skapur reitingslegur og víðast lítill. Bændurnir stunda sauð- rjárrækt. — Kirkjuból er lítil jörð við norðanverðan Kerling- arfjörð, og meðal þeirra harð- býlli og afskektari á þessum slóðum. Þar er því eigi heigl- um hent að ná miklum árangri í búskap, og síst eins og versl- I unarárferðið var fyrir bændur á árunum milli 1930—’40. En Samúel bjó vel. Hann var bú- höldur í besta lagi, og hygg jeg, að hann haíi mátt teljast með fremstu bændum sveitarinnar. Jörðina bætti hann stórlega að byggingum, túnrækt og girð- ingu.m. Bú hans var aldrei stórt., en þó svo sem jörðin gat frek- ast borið hverju sinni, en gagn- samleg, enda hirðing og um- önnun öil í besta lag: allan ðrs- ins hring. En það, sem framar öllu öðru einkenndi búskap þeirra hjóna á Kirkjubóli og gaf honum mest gildi, var hin framúrskarandi snyrtimenska og góða umgengni utanbæjar, sem innan, og ætla jeg að hin ágæta kor.a hans hafi átt sinn mikla hlut þar í. — Kirkju- bólsheimiiið var fyrirmynd. Samúel starfaði all-mikið að opinberum málum í sveit sinni, var t.d. forðagæslumaður hreppsins um mörg ár og í hreppsnefnd. Þau störf leysti hann af höndum af sömu 'trú- mennsku, sem búskspinn. Samúel brá búi árið 1944 og fluttist til Bíldudals. Börnin voru vaxin úr grasi og þótti þröngt útsýnið við Kerlingar- fjörð. — Þeim ferst nú of mörg um sveitabörnunum íslensku eins og ungum farfuglanna, þau fljúga úr hreiðrinu og leita burt af æskustöðvunum þegar væng- irnir geta fleytt þeim yfir firð- ina og fjöllin. Foreldrunum, lúnum og slitnum, finnst ein- veran dauf i fámenni afsketra dala og stranda, þegar ærsl og hlátur barnanna heýrist ekki lengur. Og íkritnir rnenn mega það vera, sem liggja þeim á hálsi fyrir það. Ekki heíur verið búið á Kirkjubóli síðan Samúel fluttist þaðan, og gerist nú langt bilið á milli góðbændanna þeim slóðum. Samúel Guðmundsson var tæpur meðal maður á hæð, en þykkur undir hönd og þjettur á velii. Glaður jafnan og þýður í viðmóti og góður heim að sækja, skapheill og vinafastur. — Með honum er fallinn í val- inn góður drengur, fyrirmyndar bóndi og ninn nýtasti þegn í hvívetna. — Og nú kembir norðan næðingurinn kaldar hær ur Glámu ofan yfir eyddan bæinn á Kirkjubóli. B. Sk. Ráðskonan á Grund DRAUPNISÚTGÁFAN hef- ur nýverið sent á markaðinn skáldsögu sænska nthöfundar- ins Gunnars Widegren, Ráðs- konan á Grund. — Hefur Jón Helgason, blaðamaður, íslensk- að söguna, en prentsmiðjan Edda prentað. Saga þessi birtist fyrst sem framhaldssaga í sænskum blöð- um. Kom hún samtímis í tutt- ugu dreifbýlisblöðum og öðlað- ist þegar í stað alveg óvenju- legar vinsældir. Síðar kom hún út í bólcaformi og var þá enn geysimikið keypt og lesin. Að lokum var sagan svo kvikmynd uð og hefur einnig att miklum vinsældum að fagna í-þvi formi. Efni sögunnar er í stuttu máli það, að ung húsmæðra- kennslukona af góðu bergi brot in ræður sig sem ráðskonu súm arlangt á bæ einum í Smálönd- um, án þess að láta þess getið hver hún er. Verður þetta harla söguleg sumardvöl, enda koma ýmsar sjerstæðar og skemmti- legar persónur við sögU. — Og hrekkalómurinn Amor sneiðir heldur ekki alveg hjá Grundar- heimilinu þessa sólbjörtu sum- armánuði. Widegren hefur glöggt auga fyrir kímnilegri hliðum tilver- unnar, eins og sögur hans bera gleggst vitni um, og ekki síst þessi. „Ráðskonan á Grund“ er fyrsta bók í flokki skáldsagna, sem Draupnisútgáfan gefur út og kallar Gulu skáldsögurnar. Verða í þeim flokki ljettar og skemmtilegai' skáldsögur til skemmtilestrar, ekki síst „hum oristiskar“ rögur, en af slíkum skáldsögum hefur furðu lítið komið út á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.