Morgunblaðið - 24.09.1947, Side 5
Miðvikudagur 24. sept. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5
Walferskeppnim
KR - Víkinpur 2:1, eftfr framlengdan leik
Skemmiilegur, hraður og tvísýnn leikur
EFTIR frammistöðu K.R. á|
raóti Fram í hinu nýafstaðna
Reykjavíkurmóti," var það
kannske enginn furða þótt flest
ir (að undanskildum hinum
gallhörðustu KR.-ingum),
foyggist við að þessi leikur yrði
auðunninn fyrir Víking. — En
raunin varð önnur, því nú var
eins og æfingin, þolið og hin
góða leikni, er K.R.-ingar sýndu
begar í vor er þeir unnu Túlíní-
usarmótið (en sem liðinu hefur
ekki síðan áunnist að sýna),
hefðu allt í einu náð hinum
góðu tökum á leikmcnnum liðs-
ins. Árangurinn varð sá að lið-
ið vann allt frá byrjun til enda
kappsamlega að því að gefa
ekki sinn hlut eftir, og varð þar
af leiðandi hinn haröasti keppi-
nautur.
Víkingar voru yfirleitt í meiri
og öruggari sókn alian leikinn
út, en það skeði í þessum leik,
sem oft áður með þetta lið, að
þótt knattmeðferð leikmanna,
staðsetning þeirra og góður
skilningur til uppbyggingar
leiks og samleiks, sje fremri og
meiri en gerist yfirleitt hjá
hinum fjelögunum, fer árangur
inn til unnins sigur ekki ávalt
eftir því. Leikur liðsins fer of
mikið milli framvarða og inn-
he:. ja liðsins, 'sem aítur á móti
or: kar það, að sóknirnar eru
of mikið byggðar upp miðjan
vö ':in, með þverum, stuttum
se ingum, sem að vísu er
m,' . ; fagur og oft á tíðum á-
fe mikill leikur, og krefst
milállar leikni og góðs saðsetn-
in:;:.okilnings leikmannanna,
en ?m aftur á móti orsakar
þa . að sóknarhríðirnar eru það
ler ;i á leiðinni, að hinu óum-
flýj ::lega takmarki knatt-
sp. unnar — marki andstæð-
ing:: ns, að vörn þeirra hefur
gefiJ sjer nægan tíma til að
lol. því. Árangur slíkrar sókn-
ar erður alltaf hinn sami —
þvr.r.a við mark andstæðing-
an . og illmögulega að skora
ma.Ic. í þessum leik, sem er
vaíalaust sá besti, sem Víking-
ur I.efur leikið í ár, brá þó oftar
en venja er til, fyrir snöggum,
hröðum og skemmtilegum upp-
hlaupum, og má þar til dæmis
nefna upphlaup það, sem lið-
inu heppnaðist að gera mark
sitt úr. Upphlaupið hófst með
sentringu frá Erling (vinstri
fcakverði) til Einars Pálssonar
(vinstri framv.), sem leikur
til Hauks Óskarssonar (hægri
framvarðar). Haukur leikur til
Gunnlaugs Lárussonar (vnistri
innherja). - Gunnlaugur til
Ingvars Pálssonar (vinstri út-
herja). Ingvar aftur til Hauks,
sem leikur milli miðframvarðar
og hægri bakvarðar K.R. Gunn-
laugur fylgir knettinum eftir
og spyrnir öruggu skoti í
hægra horn marksins.
Leikur K.R. var ekki eins
samstilltur og dreifður og Vík-
ingsliðsins. Aftur á móti voru
sóknir þeirra sneggri og hrað-
ari, og oft á tíðum bráðhættu-
legar, sjerstaklega hægra meg-
in, eftir samvinnu og skiptingu
þeirra Harðar og Óla Hannesar,
sem báðir voru sjerstaklega
góðir þennan leik. Fyrra mark
K.R. gerði Haflið Guðmunds-
son, vinstri útherji, eftir snögga
sókn K.R., upp hægri helming
vallarins. Víkings vörnin hafði
hætt sjer of framai'iega, og er
K.R.-ingarnir allt í einu skipta
leiknum með langri spyrnu
upp kantinn til Hafliða, vannst
honum auðveldlega að hlaupa I
af sjer hægri bakvörð Víkings'
og leikur þar með ,,frír“ að
marki Víkings og skorar örugg
lega. Síðara mark sitt settu
K.R. á síðustu mínútu síðari
framlengingar leiksins, sem var
35 mín. á mark. Hörður skaut
lausu hæðarskoti að marki
Víkings. Markmaður Víkings
hefur vafalaust í fyrstu reiknað
knöttinn yfir slánni, — og sjer
of seinnt að sjer og nær ekki
til knattarins er hann gerir til-
raun til að slá hann yfir, og
dettur knötturinn sem sagt
dauður niður í markið.
Bestu menn Víkingsliðsins
fannst mjer vera Bjarni Guðna-
son, sem er í stöðugri framför,
sem dugandi leikmaður. Hauk-
ur Óskars og Einar Páls unnu
vel og gáfu góða bolta. — í
vörninni stóð Erlingur sem
klettur úr hafinu. Og Gunnar,
markmaður, varði oft vel, þótt
hann hafi ekki fengið varið
síðara markið.
í K.R. liðinu far.nst mjer
Hörður Óskarsson bestur. Hann
er ávallt að verða betri og betri,
skiptir vel við samherja sína
og er skotharður, ef því er að
skipta. Óli B. gefur góða bolta
og byggir upp og Birgir er stoð
og stytta varnarinnar.
Hrólfur Benediktsson dæmdi
leikinn. Hefði hann bæði mátt
sjá betur, flauta hærra og gera
sjer meira íar um að taka eftir
línuvörðunum.
Á. A.
Elísabet Haraldsdólt-
ur færðar géðar
gjaf ir
ÁÐUR en þau Dóra og Har-
aldur Sigurðss. og dóttir þeirra
Elísabet fóru af landi burt,
færði stjórn Tónlistarfjelagsins
Elísabeti að gjöf rit Hallgríms
Pjeturssonar, með áritun frá fje
laginu. — Ennfremur afhenti
stjórnin Elísabeti að gjöf frá
Tónlistarfjelagi Akureyrar, lit-
mynd af Akureyrarbæ. — Var
myndin í fallegum ramma er á
var silfurskjöldur með áletrun.
Gaf Tónlistarfjelag Akureyrar
Elísabeti myndina til minningar
um fyrstu opinberu hljómleika
hennar hjer á landi, en þá hjelt
hún á Akureyri.
WASHlNGTON: —- Fulltrúi
bandaríska utanríkisráðuneytis
ins hefir lýst því yfir, að frá-
sagnir Moskva útvarpsins um
bandaríska hernaðarsjerfræð-
inga í Libanon sjeu uppspuni
frá rótum. Hann sagði: Það eru
engir bandarískir hernaðarfull-
trúar í Libanon.
Fyrverandi viðskiptanefnd svarar
athngasemd frá skókaupmönnum
Alhugasemd frá
Ríkisskip
ÚT AF FRÁSÖGN í Morgun-
blaðinu í dag varðandi hrakn-
inga mb. Bjarna Ólafssonar hjer
í Faxaflóa sendi Skipaútgerð
rikisins blaðinu svohljóðandi at-
hugasemd:
Það hefur aldrei verið venja,
að fastur bátur væri hjer í Faxa
flóa til aðstoðar öðrum bátum á
þessum tíma árs, og er þessu
heldur ekki þannig ráðstafað nú
enda erfiðar ástæður, þar sem
Óðinn liggur hjer vjelarlaus eft-
ir óvænta vjelbilun og skip
Slysavarnafjelagsins, Sæbjörg,
er enn ekki tilbúin eftir umbygg
ingu, sem upphaflega átti að
Ijúka á árinu 1946.
í sumar hefur Skipaútgerðin
samkvæmt venju leigt lítinn bát
(m.b. Víking, GK 277, 37 tonna)
til landhelgisgæslu hjer í flóan
um, og er leigutími þess báts
enn ekki útrunninn. M.b. Faxa-
borg, RE 126, 109 tonna, hinum
nýleigða bát, var því falið ann-
að gæslusvæði, og var það auka-
atriði, að báturinn var með vör-
ur innanborðs, sem skjóta átti í
land á gæslusvæðinu, einhvern
tíma við hentugleika.
Ekkert orð hafði fallið um
það á milli Slysavarnafjelagsins
og Skipaútgerðarinnar, að m.b.
Faxaborg ætti að vera staðbund
in hjer í Faxaflóa og vitum vjer
því ekki hvernig sá skilningur
hefur orðið til.
Að því er snertir „öll björg-
unartœkirí', sem vanta átti tii
þess að veita nefndum bát að-
stoð, af því að Faxaborg væri
með þau innan borðs, þá mun
þar aðeins átt við gilda kaðal-
taug, sem heppilegt er, en ekki
óhjákvæmilegt, að hafa til þess
að draga skip á. En slíka drátt-
artaug átti Slysavarnafjelagið
til í Keflavík.
í framangreindu sambandi
getum vjer að lokum ekki látið
hjá líða að drepa á það, að sum
ir álíta, að síðan farið var að
halda úti staðbundnum aðstoðar
eða dráttarskipum fyrir fiskibát
ana, hafi tekið að bera á þv>,
einkum hjer við Faxaflóa, að
skipstjórnarmenn og vjelstjórar
væru óprúttnari að fara út á
skipunum, þó að þau væru ekki
í lagi og bilun yfirvofandi. Skal
ekki um það dæmt hjer, hvórt
þetta er rjett, en mjög er það
athugavert, ef svo er.
Hjálparskip eru að vísu nauð-
synleg, en þó er það tvímæla-
laust best og öruggast fyrir alla
aðra að kappkosta að hafa skip
sín í góðu standi. 1 fyrsta lagi
getur eitt hjálparskip, á stóru
svæði, ekki verið allstaðar. — í
öðru lagi geta fleiri en eitt skip
orðið aðstoðarþurfi samtímis,
en ósjálfbjarga skip getur stund
um verið í svo bráðri hættu, að
það þoli ekki bið eftir aðstoð. í
þriðja lagi eru hætturnar á sjón
um stundum þess eðlis, að hiálp
arskip koma ekki að gagni og
fleira kemur enn til greina í
þessu sambandi.
Reykjavík, 19. sept. 1947.
f. h. Skipaútgerðar ríkisins.
Guöjón F. Teitsson.
ÆFINGAFLUG.
WASHINGTON: — 1 ráði er að
bandarísk risaflugvirki fari í noklu:r
æfingafiug frá Bandarikjunum til
hernámssvæðis Bandaríkjanna i
Þýskalandi.
I „ATHUGASEMD11 sem
stjórn skókaupmannafjelagsins
hjer í bæ hefir birt í dagblöð-
unum varðandi innflutning á
skjófatnaöi án gjaldeyris- og
innflutningsleyfa, segir svo:
„Svör Viðskiptaráðs voru mjög
á einn veg, að ekki væri hægt
vegna dollaraskorts að veita
leyfi fyrir skófatnaði frá Ame-
ríku, en tækist skókaupmönn-
um hinsvegar að útvega skó frá
þeim löndum, sem tækju
greiðslu í sterlingspundum, þá
myndi ráðið vera þeim þakklátt
og veita leyfin um leið og var-
an bærist til landsins“.
Ut af þessu viljum við und-
irritaðir, sem sæti áttum í Við-
skiptaráði, og staddir erum hjer
á landi, taka fram eftirfarandi:
Því fer mjög fjarri, að Við-
skiptaráð hafi á s 1. ári gefið
innflytjendum skófatnaðar eða
innflytjendum nokkurs annars
varnings yfirlýsmgu um, að
ekki þyrfti að sækja um gjald-
eyris- og innflutnmgsleyfi fyrr
en jafnóðum og vara bærist til
landsins. Hið gagnstæða . er
rjett, að Viðskiptaráð brýndi
fyrir innflytjendurn í viðtöJum
og á annan hátt, að ekki mætti
gera bindandi kaup á erlendum
vörum, fyrr en hlutaðeigendur
hefðu tryggt sjer hjá Viðskipta
ráði leyfi til slíks innflutnings.
Á þetta jafnt við um innflutn-
ing frá dollarasvæðinu sem og
um innflutning, sem hægt var
að greiða í sterling.
Að.því er snertir áðurnefnda'
„athugasemd“ stjórnar skó-
kaupmannafjelagsins, vill nú
svo vel til, að fyrir hendi er
brjef, er Viðskiptaráð skrifaði
fjelaginu seint á s. 1. sumri.
Brjefið er á þessa leið:
„Viðskiptaráðið vísar til sam
tals, er nefnd frá yður átti við
ráðið fyrir skömmu, varðandi
leyfisveitingu fyrir skófatnaði,
og vill um leið taka fram, að
það telur sjer ekki fært að út-
hluta viðbótarleyfum fyrir skó-
fatnaði frá Ameiúku á þessu
ári.
Jafnframt því að tjá yður
þetta, vill ráðið benda á, að á
þessu ári var frarnlengt tals-
vert af USA-skófatnaðarleyf-
um frá fyrra ári og þess utan
afgreidd ein úthlutun. Nokkrir
möguleikar virðast vera fyrir
hendi, að fá sk.ófatnað frá
Sterlinglöndunum, cg mun ráð-
ið taka til athugunar umsóknir
fyrir skófatnaði þaðan eftir því
sem fært þykir, ef upplýsingar
liggja fyrir um afgreiðslumögu
leika.“
Brjef þetta er skrifað í fram-
haldi af samtali, er Viðskipta-
ráð átti við stjórn fjelagsins,
þar sem henni var frá því skýrt
hvaða reglum væri fylgt í leyfis
veitingum frá sterJingslöndun-
um, svo og því, að ráðið myndi
fyrst um sinn reyna að komast
hjá leyfisveitingum fyrir venju
legum neysluvörum, ef af-
greiðslufrestur þeii ra væri leng
ur en til áramóta 1946—47.
Annars skal ekki fjölyrt frek
ar um ,,athugasemdina“, afSeins
; á það bent, að niðurlag brjefs-
ins bendir vissulega ekki til
þess, að innflytjendur skófatn-
aðar liafi ekki þurft að sækja
urn gjaldeyris- og innflutnings
leyfi fyrr en varan væri kom-
in til landsins.
Rvík 23. sept. 1947.
Oddur Guðjónsson, Friðfinnur
Oiafsson, Sigtryggur Klemens-
son, Torfi Jóhannsson.
Vilhjábnur Finsen
sendiherra og
Rauði krosslnn
FYRIR nokkrum dögum var
skýrt frá því hjer í blaðinu að
Vilhjálmur Finsen, sendiherra,
hafi verið sæmdur gullmedalíu
Rauða krossins sænska fyrir
líknarstörf er hann innti af
hendi meðan á styrjöldinni
stóð. íslendingur, sem undan-
farin ár hefur verið í Svíþjóð
skrifar blaðinu.
Vilhjálmur Finsen var öll
stríðsárin mikið í sambandi við
sænska Rauða krossinn, eigi
einvörðungu vegna líknarstarf-
semi íslands heldur og á öðrum
sviðum þar sem hinn viður-
kenndi dugnaður hans og fram-
takssemi gat notið sín. Fjölda
margir íslendingar minnast
Finsen með þakklæti íyrir fyrir
greiðslur hans við að koma for-
eldrum og ættingjum í sam-
band við sína nánustu erler.dis
og var það oft gert með aðstoð
sænska Rauða krossins. — Og
greiðvikni og allskonar aðstoð
Finsens við alla landa, sem
komið hafa til Stokkhólms eftir
að stríðinu lauk, er þekkt um
allt land og lofuð. Hinir mý-
mörgu vinir hans hjer gleðjast
yfir því, að konungur Svía skuti
hafa sýnt honum þann sóma
að sæma hann æðstu crðu hinn-
ar virðulegu líknarstofnunar,
eftir tilmælum yfirstjórnar
hennar.
Skákkeppni milli I
Brefa og Rússa
London í gær.
FIMMTÁN rússneskir skák-
menn, sem munu tefla við
breska skákmenn í London 21.
september, komu hingað í gær.
Þeir fóru með sjerstakri flug-
vjel frá Moskvu til Berlínar, og
síðan með járnbrautarlest og
skipi til Bretlands. Keppnin
mun verða opnuð af George
Tomlinsson, menntamálaráð-
herra. Þetta er fyrsta skák-
keppni, sem fer fram beint milli
breskra og rússneskra skák-
manna. — Reuter.
Spanskur Eýðveldissinni
SiS Breflands
London í gær.
TIL Bretlands kom í dag
spanskur lýðveldissinni að
nafni Prieto, sem er þar á ferð
í boði breska verkamanna-
flokksins. Maður þessi styður
spönsku útlagastjórnina í
Frakklandi, en hann er samt
ekki beinn fulltrúi hennar.