Morgunblaðið - 24.09.1947, Page 7
7
iVIiðvikudagur 24. sept. 1947
MORGVyBLAÐlp
UM DAGINN OG VEGI
JEG heyri oft, að útvarpið
tilkynnir, að þessi eða þessi tali
nú um daginn og veginn, og þar
sem jeg er lítið frumlegur, há
ætla jeg að taka hjer upp þessa
fyrirsögn að því, sem jeg segi
hjer, og spjalla svolítið um dag-
inn og veginn.
í þessum útvarpserindum og
í dagblöðunum líka er oft
minnst á verðbólguna og dýr-
tíðina, og það ekki að ástæðu-
lausu, því vegna þessa ástands
er nú virkilega alvarleg hætta
á ferðum um framtíðarafkomu
okkar.
Verðbólgan þróast óðfluga
og peningarnir hrynja í verði,
en hrun peninganna þýðir
hrun þjóðfjelagsins. — Enginn
mun hafa skilið þetta betur en
Jón Þorláksson. — Hann lagði
mikla áherslu á að efla gildi
krónunnar, enda mun hann
hafa verið einhver sá mesti
fjármálaspekingur, sem Island
hefur átt fyrr og síðar.
Á mínum fyrstu búskaparár-
um var vinnumannakaup 60 kr.
fyrir allt árið og 4 flíkur, sem
eftir þágildandi verðlagi hefðu
ekki kostað meira en 20--24
krónur, og þá var sláttur úr
lambi með haus og garmör 40
•—50 aura. Jeg man, að þegar
Hvanneyrarskólinn fór að borga
duglegum vinnumönnum fyrir
allt árið 100 kr. þótti mörgum
bændum það mjög viðsjárverð
ráðstöfun, því slík verðhækkun,
ef aðrir yrðu eftir að herma,
gæti sligað landbúnaðinn að
fullu.
Það mun nú vera algengt, að
vinnandi menn, einkum iðnaðar
menn, fái um og yfir 100 kr. A
dag og sumir langtum meira,
og þetta flýgur áfram. Vegna
dýrtíðarinnar gera ýmsar vinn-
andi stjettir kauphækkunar-
kröfur, með verkföllum og harð
heitum fá þeir vanalega kröfum
sínum fullnægt að meira eða
minna leyti, og þá þegar hækka
landbúnaðarvörurnar í hlut-
falli við það, og þá aftur vísi-
talan og kaupgjaldið, og nú ný-
verið hafa bændur knúið fram
verulega hækkun á vörum sín-
um, og við það hækkar vísi-
talan tilfinnanlega og þá aítur
kaupgjaldið að sama skapi. Og
svona hleypur það áfram holl
af kolli, hjer er verið að tefla
hina reglulegustu svikamyllu,
sem ekkert rtiannlegt auga get-
ur sjeð fyrir endann á.
Jeg minnist þess ekkí, að jeg
hafi heyrt eða lesið neinar
virkilegar ákveðnar tillögur til
útbóta í þessu mikla vandræða-
máli og það er líklega erfitt að
gera það, en það er víst, að það
dugar ekki að taka hjer á með
linum og loðnum vettlingatök-
um.
Þar, sem jeg tala nú hjer um
daginn og veginn, verður það
sama og jeg hefi minnst á hjer
að framan, þ.e. um verðbólg-
una og dýrtíðina, og bera hjer
fram ákveðnar tillögur til um-
bóta í máli þessu, sem að mínu
áliti mundi breyta viðskipta-
horfum þjóðarinnar mikið til
batnaðar og líklega duga til
fullnustu til að hefta þá við-
skipta-vitleysu, sem hjer er nú.
_ Bara að hinir bestu menn þjóð-
arinnar vildu taka þær að sjer
og berjast fyrir þeim til sigurs
með viljafestu og krafti.
Eftir Jc
frá
Jeg get nú hugsað, að jeg
muni heyra það úr ýmsum átt-
um, að jeg sje orðinn nokkuð
sljór, og á eftir tímanum, eða
jafnvel alveg elliær. Jæja, það
verður þá að hafa það.
Jeg legg til, að öll verslun og
viðskipti verði sem allra frjáls-
ust og allir búi þar við sömu
rjettindi og sömu skyldur og að
allar verslanir sjeu sem minnst
háðar afskiptum hins opinbera.
nema að sjerstakar knýjandi á-
stæður liggi fyrir til grundvall-
ar eða ef hlutaðeigendur óska
eftir. hjálp og aðstoð ríkisins,
vegna samninga við aðrar þjóð-
ir. Þá er ríkinu skylt að veita
hana.
Flestar þær nefndir, sem nú
eru hjer starfandi, ættu að
leggjast niður, því þær eru
þungur baggi á ríkinu. Þó eru
2 nefndir, sem jeg býst við að
verði óhjákvæmilegt að hafa
starfandi fyrst um sinn, á með-
an viðskiptalífið er ekki komið
í nægilega góðan og fastan far-
veg, þ.e. innflutningsnefnd og
verðlagseftirlit.
í sjávarútvegsmálum þarf
ekki aðra nefnd en Fiskifjelag
íslands, útvegsmenn annast
sjálfir um allar framkvæmdir
sinna eigin mála, þeir senda út
verslunarerindreka, þegar þeim
þykir þörf til, þann mann eða
menn, sem þeir sjálfir bera fullt
traust til, allar þær framkvæmd
ir, sem þeir gera, eru á þeirra
kostnað og ríkinu óviðkomandí.
Þó skal ríkinu skylt að veita
þeim hjálp og aðstoð, ef þeir
beiðast þess, vegna viðskipta
og samninga út á við.
Hið sama gildir um Mjólkur-
sölunefnd og kjötverðlagsnefnd,
að þær hætta störfum og hefur
þao opinbera engin afskipti af
þeim málum lengur að öðru
leyti en því, sem við kemur
heilbrigðiseftirlitinu og svo
það, að bændur verða að sætta
sig við það hámarksákvæði,
sem sett verður á útsöluverðið,
og kem jeg að því atriði hjer á
eftir;
Framleiðendur annast sjálfir
um sölu og dreifingu vara sinna,
hvort þeir gera það í smærri eða
stærri fjelögum eða maður sel-
ur manni geta þeir haft eftir
því sem þeim sýnist best. —
Bændur reyna auðvitað að haga
sölunni og viðskiptafyrirkomu-
lagi þannig, að dreifingarkostn-
aður verði sem allra minnstur.
Áður en jeg minnist á kaup-
greiðslumálin, ætla jeg að koma
með litla tillögu í þeim tilgangi
að mýkja hugarfar þeirra, sem
lesa það, sem hjer fer á eftir.
Jeg legg til, að allur tollur á
kaffi og sykri og á allri korn-
vöru, hvort sem heldur er til
manneldis eða dýrafóðurs, verði
afnuminn. Ríkissjóðurinn ætti
vel að geta það, því ef farið er
eftir tillögum mínum, þá ljettir
af honum stórum útgjalda-
böggum.
Þá kemur tillagan um verka-
rnannakaup og önnur laun, og
verður það líklega erfiðasta við-
)hann Ey
Sveinatu
fangseínið. Þó ætti það ekki að
vera það, ef góður skilningur
og góður þegnskapur væri fyrir
hendi hjá hinum betri mönnum
þjóðfjelagsins.
Þegar ákveða skal hin al-
mennu verkamannalaun, þá er
tvennt, sem maður verður að
hafa íyrir augum til að byggja
tillögu þessa á. Fyrst það, hvað
getur framleiðslan borgað, og
svo það, að samræma verka-
mannakaupið og verðlag á af-
urðum landbúnaðarins.
Þaö er óhrjekandi sannleik-
ur, að ekkert fyrirtæki, hvorki
á sjó nje landi, getur greitt
meira en allan arðinn af fyrir-
tækinu, og þegar svo er komið,
að reksturinn gengur meir og
meir niður á við, fer fljótt að
draga úr framkvæmdum, og þá
þegar orðin kyrrstaða, og þá
um leið atvinnuleysi, vandræði
og hrun.
Við verðum að skilja það, að
það er hvorki á valdi ríkis-
stjórnarinnar eða neins manns
hjer að selja vörur okkar fýrir
kostnaðarverði á útlendum
markaði, ef við sjálfir getum
ekki hagað okkur svo, að við
sjeum samkeppnisfærir við aðr-
ar þjóðir.
Við verðum líka að skilja það,
að það er betra að hafa rýra at-
vinnu um eitthvað óákveðið
tímabil en enga.
Þegar um kaupgjald er að
ræða, þá verður það aðeins
grunnkaupið, sem kemur til
greina, allar dýrtíðaruppbætur
falla niður og hverfa bæði hjá
lágtekju- og hátekjumönnum.
Allir þeir, sem sjómennsku
stunda, hvort sem er á stærri
eða smærri skipum, hafa kaup
sitt af hluta aflans á minni skip
um, eins og það hefur tíðkast
hjer áður og til þess dags, og á
stærri skipunum með prósent-
um aí aflanum, líkt og fyrir-
komulagið er á Englandi. Jeg
meina, að hægt sje að koma því
íyrirkomulagi á við frystihúsin,
sem verði líkt og á smærri skip-
unum, að fyrirtækið með því
sem það leggur til, fái ákveðinn
hluta af tekjunum, og verka-
fólkið, konur og karlar, sinn á-
kveðinn hlut, sem svo aftur
skiptist á milli þess eftir um-
sömdum og ákveðnum hlutföll-
um. Auðvitað yrði fólkið að fá
eitthvað grunnkaup jafnframt
því sem það vinnur.
Jeg er því miður ekki svo
kunnugur þessum málum, að jeg
treysti mjer til að gera neinar
tillögur um, hvernig skiptingin
ætti að vera, hvorki milli fólks
ins, eða fólksins og fyrirtækis-
ins. Best væri, að þar gætu orð-
ið helmingaskipti.
Það er víst, að þetta væri
gott, ef hægt væri að koma því
í framkvæmd. Þá mundi fólkið
vinna betur og hafa meiri á-
huga fyrir velgengni hússins og
þar af leiðandi gengi fyrirtækið
betur.
Jeg legg til, að vinnunni verði
hagað þannig, að hinn almenni
vinnutími sje frá kl. 7 að morgni
ólfsson
ngu
til kl. 7 að kvöldi og eftirvinnu-
tími byrji kl. 7 og næturvinna
eftir kl. 11. Hinn reglulegi
vinnutími yrði þá 10 klukku-
tímar. Þá geta þeir, sem ekki
vilja vinna nema 8 tíma eða
skemur, fengið það, um það
verður að vera samkomulag
milli verkamannsins og verk-
stjórans.
Kaup verkamanna fyrir al-
menna vinnu skal vera 4 kr.
fyrir hvern klukkutíma, og iðn-
aðarmanna, sem hafa full rjett-
indi, 6 kr. fyrir hvern klukku-
tíma.
Þetta mun nú sumum kannske
þykja nokkuð lítið, en það er
samt ekki víst, að það geti orðið
svona mikið, því það er alveg
undir því komið, hvort fram-
leiðslan þolir það. Það verður
að vera ákveðin sögnA að sjávar
afurðirnar okkar verða að selj-
ast og seljast fyrir kostnaðar-
verði.
Ef það reyndist mögulegt að
tímakaupið gæti orðið 4 kr., þá
fengi maður, sem vinnur 10
tíma á dag, 40 kr. fyrir daginn.
Þetta samsvarar því, sem maður
fengi nú sem næst 50 kr. á dag.
Þetta verður maður að álíta
vandræðalaust og allt annað en
atvinnuleysi.
Jeg álít, að engum heilbrigð-
um manni ætti að vera ofvaxið
að vinna 10 tíma á dag. Að
minnsta kosti hefði það ekki
verið kölluð nein vinnuharka í
mínu ungdæmi. En nú á tímum
leggur fólkið því miður allt of
mikla áherslu á að lifa við
hægð, skemmtanir og leikara-
skap.
Jeg ætla ekki að bera hjer
fram neinar beinar tillögur um
laun hinna opinberu starfs-
manna eða um aðrar launa-
greiðslur, heldur aðeins leggja
það til, að þær verði í vana-
legu og sanngjöi'nu hlutfalli við
laun verkamannsins.
Viðvílcjadi vérði á landbún-
aðarvörum legg jeg til, að skip-
uð verði nefnd af viðkomandi
aðilum, og’ svo á þann hátt, sem
best þykir við eiga til að á-
kveða verðlagið. Verð á vörum
þessum má ekki vera hærra en
það, að neytendur njóti full-
komlega eins gþðra viðskipta
og þeir hafa nú í hlutfalli við
laun sín.
Jeg held, að við samning
þann ætti að líta svolítið á það.
að bændur hafa fengið talsverð-
an styrk frá ríkinu til ag gera
búskapinn arðmeiri og kostn-
aðarminni, en verkamenn eng-
an.
Þá kemur hjer seinasta til-
lagan mín, sem jeg legg mesta
áherslu á af öllu því, er jeg hefi
sagt hjer að framan, og álít
stærsta hamingjuspursmálið.
hvernig þjóð og þing tekur
henni.
Jeg legg til að samin verði
lög um stofnun gerðardóms og
að sá gerðardómstóll hafi hæsta
rjettardómsstólsvald 1 öllum
vinnudeilumálum og ýmsum
viðskiptamálum.
Iíjer er ekki að ræða úm 'fast-
an dómstól, heldur verður hann
skipaður í það og það skiptið,
þegar á þarf að halda sam-
kvæmt lögum, sem um það
gildi.
Gerðardómslög geta verið
með ýmsu móti, en þau verða
þó að vera þannig að dómurinn
afgreiði málið að fullu. — Jeg
mundi leggja til að hjer væru
þau þannig, að ef hlutaðeig-
endur geta ekki samið á sátta-
fundi, þá tilnefna báðir aðilar 4
menn hvor í gerðardóminn (þá
kemur það, sem kallað var á
gömlu máli að ryðja kviðinn),
þ.e. að báðir aðiljar ryðja 2
andstæðingum úr kviðnum,
þeim sem þeir treysta ver. Þá
eru 4 eftir og 5. maðurinn,
oddamaðurinn, er væri skipaður
af hæstarjetti. Eru þá 5 menn,
sem skipa dóminn. Fyrir dóm
þenna eru svo lögð öll þau.
skjöl og skilríki, sem til eru,
bæði til sóknar og varnar, og
jafnframt tillaga sáttasemjara
ríkisins. Svo dæmir dómurinn,
og þá er málið þar með af-
greitt.
Um allar aldir hofa geisað
stríð og styrjaldir milli þjóða
og landa. Öllum þeim hörmung-
um og skelfingum, sem þær
leiddur yfir lönd og þjóðir,
ætla jeg ekki að fara að lýsa,
en það var eitt, sem alltaf var
sammerkt og er enn í dag, að
sigur eða ösigur er ekkert
undir því komið, hver hefur á
rjettu að standa, heldur aðeins
því, hver sje betur búinn að
mönnum, vopnum og verjum
tií þess að heyja stríðið.
Útlendur málsháttur segir:
Innanlandsstríð eru verstu
styrjaldirnar, þ.e. að af innan-
landsstríðunum stafi meiri vand
ræði og óhamingja en af milli-
landastríðum. íslenskur máls-
háttur segir: Heimilisófriður er
versti ófriðurinn.
Vinnudeilur éru virkilega
innanlandsófriður og þar verð-
ur það eins og í öðrum styrj-
öldum, að sá sigrar, sem sterk-
ari er og lengur getur haldið út
í baráttunni, hvort staðið er á
rjettu eða röngu hefur hjer
ekkert að segja, það er þýðing-
arlaust aukaatriði. Sá sigrar
oftast, sem til deilunnar stofn-
ar, því hann notar vanalega
tækifærið, þegar hann veit og
sjer, að andstæðingurinn á
mjög illt og erfitt til varnar.
Það er hægt að sanna það og
sýna með mörgum dæmum, að
það er ekki alltaf hið virkilega
rjettlæti, sem ræður í því úr-
sliíum.
Við skulum taka t.d. að það
er gott árferði, mikið að gera
og víða vantar vinnandi menn.
Skipaflotinn er að búa sig á
síldveiðar og hugsar gott til.
Þá er gert verkfall og krafist
stórrar kauphækkunar. — Það
verður ómögulegt annað en að
ganga að kröfum verkfalls-
manna, því af tvennu illu skal
taka það skárra.
Annað dæmi.
Það er ekki gott árferði, rýr
atvinna og sumir ganga at-
vinnulausir. Hjá hinum stærri
atvinnuveitendum eru menn
alltaf á ferðinni til að leita eft-
ir, hvort þeir geti ekki fengið
eitthvað að gera. Þá taká hinir
Framh. á bls. 12