Morgunblaðið - 24.09.1947, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24, sept. 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reýkjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórl: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Hver á uppbótin að vera ?
KOMMÚNISTARNIR halda áfram að tala um afurða-
sölumálin, í blaði sínu. Þeim er það ekki of gott. Engum
gera þeir mein með því áframhaldi, nema ef vera skyldi
sjálfum sjer. Almenningur hefir fyrir alllöngn sjeð, að alt
skraf kommúnista um markað í Austur-Evropu, þarsem
selja mætti íslenskar afurðir kvaðalaust fyrir hærra verð
en fengist hefir fyrir þær, er ekki annað en vaðall útí
loftið.
Niðurstaðan af þeim umræðum sem fram hafa farið
um þessi mál er í stuttu máli þessi.
Þegar Alþingi gekk í ábyrgð fyrir freðfisk og saltfisk,
var það gert til þess að útgerðin stöðvaðist ekki í fyrra-
vetur.
Þegar átti að selja fiskinn til Breta-og Rússa, var ekki
viðlit að fá ábyrgðarverðið fyrir hann nema, að síldar-
lýsi fylgdi með í kaupunum. Bretar vildu þó taka við
nokkru af freðfiskinum, án þess að þeir hefðu tekið á
móti tilsvarandi magni af lýsi. Rússar vildu engan fisk
fyrri en lýsið væri komið í þeirra hendur. Og af lýsi
fjekkst ekki á vertíðinni meira en sem svo að nál. helm-
ingurinn af freðfisknum seldist fyrir það verð sem fjekkst
íyrir hann, með því að láta lýsi fylgja með í kaupunum.
Bretar sögðu, að raunverulega væri verðið á freðfisk-
inum miklum mun lægra, en þeir með þessu móti fengust
til að gefa fyrir hann. Og sama hljóðið var í hinum rússn-
esku samninganefndarmönnum. Þeir kváðust geta fengið
þessar fiskafurðir fyrir mun hagstæðara verð frá Norð-
mönnum, en heimtað var fyrir íslenska fiskinn. Enda
spöruðu Moskva menn ekki að benda hinum íslensku
samningamönnum á, að verðlagið á hinum íslensku afurð-
um væri of hátt. En það kæmi þeim ekki við. Það væri
íslendinga sjálfra að haga fjármálum sínum þannig að
þeir gætu selt vörur sínar fyrir framleiðsluverð.
Kommúnistar höfðu fulltrúa í báðum nefndunum,
bæði þeirri sem til Bretlands fór, og hinni sem fór til
Moskva. Ekkert höfðu fulltrúar þeirra að athuga við þá
sölusamninga sem gerðir voru á þessum stöðum. Allir
vita að fulltrúar kommúnista, hvar sem þeir eru, og við
hvað sem þeir starfa, eru altaf undir svo strör.gu eftirliti
yfirboðara sinna, og í svo nánu samstarfi við þá, að þó
þeir sitji í London eða Moskva, þá gera þeir ekkert eða
samþykkja ekkert, nema það sje í samræmi við vilja
flokksstjórnar sinnar. Það þýðir því ekkert fyrir Þjóð-
viljann að reyna að telja nokkrum manni trú um, að
samningarnir sem gerðir voru um sölu á hraðfrystum
fiski og síldarlýsi, við Breta og Rússa fyrripart ársins í
ár, hafi verið á nokkurn hátt gegn vilja kommúnista-
flokksins. Þó Þjóðviljinn sje með ónot og illindi útaf samn-
ingum þessum nú. '
Annað mál er svo það að við og við er hægt að selja
slatta af fiski fyrir hátt verð í vöruskiftum fyrir dýrar
og óhentugar vörur. En að selja meginhluta framleiðsl-
unnar á þann hátt, kemur aldrei til greina.
Ef kommúnistar halda áfram að klifa á þeim fullyrð-
ingum sínum, að hægt muni vera að selja íslenskar fram-
Jeiðsluvörur í Austur-Evrópu, fyrir mikið hærra verð en
aðrar þjoðir fá á sömu slóðum, fyrir samskonar vörur,
þá gefur það auga leið að ætlast er til að eitthvað mikið
eigi að fylgja með í kaupunum frá okkar hendi. Því það
hafa fulltrúar Ráðstjórnarríkjanna sagt, að þeir keyptu
ekki vörur með öðru móti en því að fá vörurnar uppá
sem hagkvæmasta skilmála fyrir sig.
Dytti þeim góðu kaupmönnum þar eystra í hug að
kaupa alt í einu fisk hjeðan, fyrir mun hærra verð en
þeir geta fengið hann annarstaðar frá, þá liggur í hlut-
arins eðli að þeir ætla að fá frá okkur einhverja meiri en
Iitla uppbót á þær greiðslur.
Geta menn gert sjer í hugarlund hverskonar uppbætur
þar eigi að koma til greina?
ÚR DAGLEGA LÍEINU
f 2 I jf í 1 i
Lánsviðskifti
afnumin.
KAUPMANNAFJELÖG í
bænum hafa tekið sig saman
um að hætta öllum lánsviðskift
um frá 1. október n. k. og þýð-
ir það raunverulega, að ekki
verður framar um lánsverslun
að ræða í smásölu hjer í bæn-
um. Menn verða að greiða vör
una, hvort sem það er matvara
eða vefnaðarvara og hvað ann-
að með peningum út í hönd.
Og það verður öllum gert
jafnt undir höfði. Engar und-
antekningar og stórvíti liggja
við ef út af er brugðið. Það er
með öðrum orðum alvara hjá
kaupmönnum að hætta að lána.
Þessi nýbreytni í verslunar-
háttum mun koma misjafnlega
við fólk. Sumum þykir hún
þörf og góð, en öðrum eintóm
vitleysa, en þegar famm í sæk
ir, spái jeg, að mönnum líki
það vðl og best er að eiga ekki
nein eftirkaup við einn eða
neinn.
•
Erfitt fyrst.
ÞAÐ FER ekki hjá því að
það verði mestu erfiðleikarnir
fyrst. Þeir, sem þurfa að borga
reikninga sína fyrir mánuðinn,
sem nú er að líða og ennfrem-
ur staðgreiða allar vörur í
næsta mánuði, sjá kannski ekki
hvernig þeir eiga að láta tekj-
urnar hrökkva til, en ólíklegt
er að kaupmaðurinn, sem búið
er að versla við lengi, heimti
allan reikninginn greiddan í
einu af ábyggilegum mönnum,
sem altaf hafa staðið í skilum
og fara nú að versla „beint út
í hönd“. Það hlýtur að vera
hægt að komast að samkomu-
lagi um að greiða reikninginn
í tveimur þremur áföngum.
•
Heilbrigðari
verslun.
EN GEGAR komið er yfir
byrjunarörðugleikana, getur
enginn neitað því, að stað-
igréiefslani er Ke:ilbrigðásti versl
unarhátturinn. Þá er minni
hætta á að menn kaupi meira
en þeir hafa ráð á og ennfrem
ur spara menn frekar við sig,
ef þeir eiga að borga brúsan,
en er þeir geta sagt: „Skrifa
það“.
Það er ekki lengur hætta á
að konan eða krakkarnir gangi
í reikninginn og taki út botn-
laust og vitlaust. Og svo þurfa
menn ekki að fara í feluleik
lengur við rukkarana um mán
aðamót. Þeir verða atvinnulaus
ir, skinnin, svona með tíman-
um. En það verður vafalaust
hægt að finna eitthvað handa
þeim að gera.
•
Gamall ósiður.
LÁNSVERSLUNIN er gam-
all ósiður, sem legið hefir hjer
í landi frá því fyrsta. Skal ekki
sú raunasaga rakin lengra.
En með núverandi tekjum
manna og kaupgreiðslum í pen
ingum er lánsverslun alveg ó-
þörf og það mun með tíman-
um þykja merkilegt spor, sem
stigið var 1. okt. 1947, er láns-
verslun var afnumin í Reykja-
vík.
•
Illa með farnar
póstsendingar.
TOLLVERÐIR á bögglapósts
stofunni hafa sagt mjer í til-
efni af kvörtun konunnar hjer
á dögunum, um að hlutir hyrfu
úr póstbögglasendingum frá
útlöndum, að það sje rjett að
oft komi það fyrir að bögglar
sem sendir eru hingað til lands
sjeu illa leiknir á leiðinni og
geti þá vitanlega komið fyrir,
að eitthvað falli úr þeim.
•
Margar hendur fara
um þá.
ÞAÐ FARA margar hendur
um böggla þessa, áður en þeir
koma hingað. Póstur frá Amer
íku fer stundum um England
og Norðurlandapóstur um mörg
lönd áður en hann kemur hing
að. —
Þá segja tollverðirnir að það
sje misskilningur af konunni,
að það þurfi nauðsynlega að
tollskoða vörur í viðurvist við-
takanda. Það væri ekki hægt
að koma slíku við nærri altaf
og síst í þeim húsakynnum,
sem tollverðir hafa til starfa
síns.
o
Á ekki að ciga
sjer stað.
ÞAÐ ER enginn að bera toll
vörðum á brýn, að þeir vinni
ekki sitt verk eins og þeir eiga
að gera og eftir settum regl-
um. En hitt hefir verið sagt,
að það er ófært að hlutir hverfi
úr bögglum frá útlöndum og
ef það kemur fyrir, þá er sjálf-
sagt að heimta rannsókn á
hvernig það megi vera að slíkt
komi fyrir og reyna að íá úr
því skorið^ hver eigi sökina.
•
,,í leit að lífsham-
ingju“.
NÝJA BÍÓ sýnis þessa dag-
ana kvikmyndina „í leit að lífs
hamingju“, en hún er gerð eft-
ir skáldsögu W. Sommerset
Maugham. Kom þessi skáld-
saga sem framhaldssaga í
Morgunblaðinu fyrir þremur
árum og vakti þá mikla at-
hygli.
Kvikmyndin er líka einstak
lega vel gerð og vel leikin og
er ekki furða að mikil aðsókn
skuli vera að henni. Þar að
auki hafa kvikmyndirnar, sem
sýndar hafa verið hjer undan-
farið ekki verið svo beisnar,
að menn eru fegnir ef góð mynd
kemur.
Það væri sannarlega óskandi,
að kvikmyndahúsin gætu far-
ið að fá betri myndir en þau
hafa haft undanfarið, því sann
leikurinn er sá, að fæstar kvik
myndir, sem nú eru á boðstól-
um eru boðlegar.
MEÐAL
ANNARA ORÐA . . . . !
i
Vörusýning í Hannover
HIN MIKLA vörusýning í
Hannover var sett á til þess að
sýna heiminum, hvað Þýska-
land, þrátt fyrir stríðið og erf-
iðleikana alla, sem hafa fylgt
því að vera hernumið land,
getur afhent og selt innan 12
til 18 mánaða. Samt er það enn
svo, að þótt Þjóðverjar geti
framieitt hinar margbreyttustu
vörur, að það er allmiklum erf
iðleikum bundið að flytja þær
út úr landinu til annarra landa.
Sameiginlegt ráð Breta og
Bandaríkjamanna hefir ná-
kvæmt eftirlit með öllum út-
flutningi. Sumar vörutegundir
er jafnvel algjörlega bannað
að flytja út úr landinu, því að
útflutningur þeirra væri sam-
keppni við útflutning Breta.
• Eignast vini í
Þýskalandi.
Nú myndu margir spyrja:
Hvernig stendur á því, að fleiri
hundruð og jafnvel fleiri þús-
und manna frá ýmsum löndum
Evrópu og einnig margir frá
Bandaríkjunum gera sjer ferð
til Hannover á vörusýningu án
þess að búast við að gera
nokkra kaupsamninga? Jú, hví
ekki það. Þó ^ð lítið sje enn
sem komið er, sem hægt er að
flytja út frá Þýskalandi, er
ekki þar með sagt, að ástandið
verði jafnan svo og það getur
vissulega borgað sig upp á síð-
ari tíma að eiga sjer vini í
Þýskalandi.
Vörusýningin er vel
skipulögð.
En svo talað sje um sjálfa
vörusýninguna, verður fyrst að
segja, að hún er ákaflega vel
skipulögð. Hún er ekki inni í
sjálfri Hannover, heldur á
sljettum flötum um 20 km. fyr
ir utan borgina, því að þar
voru rúmgóðir skálar, sem í
stríðinu voru flugvjelaverk-
smiðjur. Eru það fimm gríðar-
lega stórir salir og eru þar í
stuttu máli sagt deildir fyrir
hvern þátt þýska iðnaðarins,
sjer í lagi ýmiskonar vjelaiðn-
aður, allt frá úragerð og upp í
framleiðslu stærstu vörubif-
reiða.
Almenningsbílar.
En það sem vekur mesta at-
hygli alls, sem sýnt er, eru hin
ir þýsku „folkswagen“, sem eru
litlir almenningsbílar. Nú sem
stendur framleiðir Þýskaland
um 1000 þeirra á mánuði, en í
ráði er að auka framleiðsluna
mikið á næstunni.
Almenningsbíllinn er lítill
um sig, en samt rúmgóður og
þægileg sæti í honum. Enda er
hann þektur fyrir hve mjúkur
hann sje. Hann eyðir ekki nema
6 lítrum af bensíni á 100 kíló-
metra og verðið á honum nú
er 5000 mörk, og þó mun verð
hans lækka mikið á næstunni.
Hann tekur fimm farþega og
kemst hraðast 120 km. á klst.
Skortur á gjaldeyri.
Mesti skortur Þjóðverja næst
matarskortinum, er skortur á
erlendum gjaldeyri. Þýska mark
ið eftir styrjöldina hefur ekki
verið verðfest, og þýskur al-
menningur fær ekkert keypt
fyrir mynt þá, sem bandarísku
og bresku hermennirnir nota.
Skiptingin milli Þjóðverja og
útlendinga er jafnvel enn meiri,
því að Þjóðverjar fá ekki mat
á veitingastöðum útlending-
anna, nema þeir borgi með
enskri eða bandarískri mynt.
An skömmtunarseðla.
Það er mikill hópur Þjóð-
Frh. á bls. 12.