Morgunblaðið - 24.09.1947, Síða 10
10
MORGVTSBLAÐI0
r , i i 1 í ,. ■ r i
Mi^vijmdagur 24. ^ sep|t. 1947
SEINNI UMRÆÐURNAB UM DÝRTÍÐARVAN
I '
ÞEGAR síldarvertíðin tók að
styttast og sjeð varð, að hún
m’yndi bregðast, færðist að
nýju líf í umræður manna um
„ dýrtíðarvandamálið. Bæði léik-
-ir og lærðir hafa skrifað um
þetta efni í dagblöðin seinustu
vikur.
Þessar auknu umræður eru
eðlilegar, því að margir höfðu
talið, að undir aflanum væri
komið, hvort unnt myndi að
halda áfram því verðlagi, sem
nú er. Fje til niðurgreiðslu á
nauðsynjum og uppbóta á af-
urðum, sem Alþingi samþykti
af tillögu Hermannsnefndarinn
ar, átti að taka af gróðanum,
er síldarvertíðin gæfi, enda
þótt engin vissa væri fyrir,
hvort hann yrði nokkur. Nú
þegar sýnt er, að hann verður
enginn, skilst þeim, er lögðu á
ráðin, að hús þeirra var byggt
á sandi og að þörf er raun-
hæfra aðgerða. Jafnvel þeir,
sem fóru háðulegum orðum um
svonefnda „verðhjöðnunar-
menn“ á síðastliðnum vetri,
fullyrða, að dýrtíðina verði að
lækka.
Þeir, sem framsýnni voru,
láta sjer ekki t-regða á þennan
hátt, þó að vertíðin hafi mis-
heppnast. Þeim var ljóst, að í
óefni var komið og að síldar-
gróði gat aðeins veitt gálgafrest.
Að því hlaut að reka fyr eða
síðar, að finna yrði varanlega
launs dýrtíðarvandamálsins.
Tvö atriði.
í nefndum umræðum eru
einkum tvö atriði, sem jeg vildi
víkja að nokkrum orðum, enda
virðist mjer, að þau þarfnist
leiðrjettingar. Annað varðar
deiluna um það, hver á sök
gjaldeyriseyðslu undanfarinna
ára, hitt tillögu, sem komið hef
ir fram, um að binda kaup-
gjald í landinu við afurðaverð
á hverjum tíma.
Hver eða hvað olli
gjaldeyriseyðslunni?
Það tíðkaðist til skamms
tíma að kenna innflytjendum,
eða „heildsölunum“, gjaldeyris-
eyðsluna. Á hendur þessum
mönnum hefir verið rekinn slík
ur áróður, að fólk hefir fyllst
gegn þeim nokkurskonar nas-
istisku gyðingahatri.
Þessar deilur á verslunar-
stjettina eru heimskulegar, þeg
ar þess er gætt, að vörurnar
myndu ekki flúttar inn, ef ekki
fyndust nógu margar til að
kaupa þær. Ástæða hins mikla
innflutnings er fyrst og
fremst hin aukna kaupgeta al-
mennings, og getut enginn sak
að innflytjendur um að reyna
að afla þeirra vara, sem við-
skiptamaðurinn biður um þrá-
faldlega, því að það er blátt á-
fram skylda þeirra.
Þær upplýsingár eru gefnar,
að peningatekjur landsmanna
hafi tífaldast á stríðsárunum.
Það má heita stórfurðulegt, að
enginn ábyrgur stjórnmálamað-
ur eða hagfræðingur virðist
hafa sjeð hættuna, sem er sam-
fara svo örum vexti kaupgetu.
Þessi ofvöxtur, sem er sjálf
meinsemdin, hefir verið látin
afskiptalaus, en allskyns skottu
nieðul eru notuð til að ráða bót
á-'sjúkdómseinker.nunum, þ. e.
Eftir Magna Guðmundsson
verðbólgunni og fjármálaspill-
ingunni. Þannig höfum við flók
ið og erfitt lagabákn um niður-
greiðslur og verðuppbætur,
stofnun til að banna mönnum
að byggja hús fyrir fje si++.
nefnd til að komast að og refsa
fyrir skattsvik, og svo má telja
lengi, en peningunum er ausið
á allar hliðar með taumlausri
eyðslu hins opinbera og óhóf-
legum útlánum banka og spari
sjóða.
Aðgerðir í öðrum löndum.
I öllum löndum, sem komust
hjá verðbólgu á siríðsárunum,
svo sem Bandaríkjunum, Bret-
landi og bresku samveldisríkj-
unum, voru gerðar víðtækar
ráðstafanir til varnar of skjótri
aukningu kaupgetu. Skyldulán
voru lögskipuð og sala ríkis-
skuldabrjefa rekin með geysi-
legum áróðri, auk þess sem út-
lán banka voru takmörkuð eft-
ir megni. Á sama hátt bar okk
ur íslendingum að „frysta“
stríðsgróðann að verulegu leyti,
bæði þann, er fjekkst fyrir
hækkun afurðaveiðs og fyrir
setuliðsvinnuna, jafnframt því
sem lánsstofnunum væri boðið
að gæta fyllstu varúðar. (Oðru
máli gegnir að sjálfsögðu nú,
þegar tekið er að þrengja að).
Þá væri verðiag hóflegt, fjár-
flótti og skattsvik hverfandi,
útflutningsframleiðslan á föst-
um fótum og drjúgir varasjóð-
ir, er við ættum aðgang að eft-
ir þörfum.
Viðskiptaráð.
I seinni tíð hefir örvunum ver
ið beint gegn Viðskiptaráði.
Meðlimir þess haat verið sak-
aðir um ábyrgðarlcysi og bruðl.
Deilur á Viðskiptaráð eru
rjettmætari en deilur á versl-
unarstjettina að því leyti, að
stofnunin hafði það sjerstaka
hlutverk með höndum að synja
um gjaldeyrisleyfi fyrir öllu,
er gat talist óþarft, enda var
öllum óheimilt að flytja inn
vörur, nema með samþykki ráðs
ins. Hins vegar verður að gæta
þess, að stofnunin starfar í um
boði ríkisstjórnarinnar. Hin
mikla gjaldeyriseyðslu bæði
Viðskiptaráðs og Nýbyggingar
ráðs var í fullu samræmi við
yfirlýstan vilja þings og stjórn
ar. Þessir aðiljar bera að mín-
um dómi fyrst og fremst ábyrgð
á því, hvernig komið er, enda
höfðu þeir alla aðstöðu til að
fylgjast með gangi málanna.
Það er og athvglisvert, að
Viðskiptaráð er síður en svo í
ónáð stjórnarinnar, sem fór
með völd, nje hetdur þeirrar,
er nú situr. í stað þess að víkja
ráðinu úr embætti, svo sem
stjórnin hlyti að hafa gert, ef
hún hefði talið það hafa brugð
ist skyldu sinni, hefir hún blátt
áfram hækkað meðlimina í
tign! Tveir hafa fengið sæti í
Fjárhagsráði, sem er miklu
valdameiri stofnun en Viðskipta
ráð, en hinn þriðji á áfram sæti
í Viðskiptanefnd.
Ætlun mín er ekki að bera í
bætifláka fyrir Viðskiptaráð,
enda hygg jeg, að margt hefði
mátt fara stórum betur. Hins-
vegar tel jeg, að slík stofnun
með beinu synjunarvaldi sje
þess megnug að takmarka gjald
eyrisnotkun eftir vild, ef aðeins
stjórnarvöldin gefa skipanir í
þá átt. Galla á rekstri stofnun-
arinnar, slíka sem orðið hefir
vart hjá Viðskiptaráði, má bæta
með því meðal annars að láta
tvo af fimm meðlimum ráðsins
víkja sæti á sex mánaða fresti.
Til að koma í veg fyrir hlut-
drægni mætti láta skrásetja op
inberlega, t. d. í Hagtíðindum,
öll veitt leyfi.
Víst er um það, að slík ráð
hafa með höndum skömmtun
gjaldeyris í flestum menningar
löndum á vorum dögum. Tollar
í þessu augnamiði er gamalt og
úrelt fyrirkomulag, er leiðir til
einangrunar og dýrtíðar.
Er heppilegt að binda
kaupgjald við afurðaverð?
Sú tillaga hfeir borið á góma
að hafa vinnulaun á hverjum
tíma í samræmi við afurðaverð
ið, enda myndi tryggt á þann
hátt, að sögn formælenda, að
sjómenn og útgerðarmenn bæru
ekki skarðan hlut.
Þeir, er þetta vilja, virðast
gleyma eða missa sjónar á, að
breytingar á vinnulaunum hafa
víðtæk áhrif á allt hagkerfið.
Ef vinnulaun í landinu eru færð
niður, t. d. vegna þess að verð
fiskjar hefir fallið á erlendum
markaði, minnkar kaupgetan
inanlands. Eftirspurn varn-
ings og vinnuafls dvín, þannig
að samdráttur og verðfall getur
orðið á mörgum sviðum. Hver
grein atvinnulífsins er tengd
annari og ein stjett á afkomu
sína undir hinni. Af þessum sök
um getur minnkun kaupmáttar
og eyðslu, enda þótt smávægi-
leg sje, leitt til allsherjar við-
skiptahruns og atvinnuleysis.
Ef, hins vegar, vinnulaun al
mennt eru aukin, vegna þess
að verð fiskjar hefir hækkað
á erlendum markaði, vex kaup-
getan. Aukin eftirspurn varn-
ings og vinnuafls er skaðlaus,
meðan nóg er framboð hvors-
tveggja; en þegar vörur taka að
þverra og örðugt reynist að fá
vinnukraft, stígur verðlagið.
Slíkt leiðir til enn aukinna pen
ingatekna, svo fremi að bank-
arnir auka fjármagnið (the
supply of money). og svo koll
af kolli, uns verðbólga er orð-
in, er oft verður erfitt að lækna
með öðru en hruni og kreppu.
Tilfærslur á vinnulaunum og
kaupgetu verða þannig til þess
beinlínis að skapa hagsveiflur,
er bitna misjafnlega á ýmsum
stjettum, en baka þjóðarheild-
inni tjón vegna atvinnuleysis,
öryggisleysis og framleiðslu-
taps.
Það er takmark hverrar á-
byrgrar fjármálastjórnar að
koma í veg fyrir^ hagsveiflur,
og sú er yfirlýst slefna engil-
saxneskra þjóða, sem við höf-
um mest skipti við. Þegar við
höfum samræmt verðlag okk-
ar, á viðleitni okkar að beinast
í þá átt að halda því stöðugu
með samstarfi lánsstofnana,
ríkissjóðs og skattalöggjafar. Ef
t. d. verðfall verður á útflutt-
um afurðum vegna markaðs-
til sölu.
Uppl. í síma 6106.
ona
með 10 ára barn óskar eft-
ir ráðskonustöðu hjá mið-
aldra manni. Gjörið svo
vel og sendið tilboð til
Morgunbl. fyrir föstudags-
kvöld, merkt: „Heimili —
695“.
Stúlka með eitt barn ósk-
ar eftir einu
Herbergi
og eldhúsi eða eldunar-
plássi. Húshjálp kemur til
greina. — Tilboð sendist á
afgr. Mbl. merkt: „Reglu-
söm 130 — 696“.
Austin 8
Félksbifroið
lítið keyrð til sölu. Til
sýnis á Miðtúni 13 kl. 12
til 1 og eftir kl. 5.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiitmmiiiiiiiiimiiiiimiiiMimiM
Til sölu lítill
Stofuskápur
úr eik. Til sýnis á Há-
vallagötu 55.
missis, á að auka atvinnufram
kvæmdir hins opinbera, jafn-
framt því sém bankarnir greiði
fyrir einstaklingum og fyrir-
tækjum, meðar -^^^^markað-
ur fyrir útflut. una er
fundinn eða ný grein fram-
leiðslu er tekin upp. Á slíkum
tímum er hentugt og nauðsyn-
legt að eiga aðgang varasjóða,
og kemur hjer að því, sem áð-
an var sagt, að viturlegra hefði
verið að „frysta“ verulegan
hluta stríðsgróðans.
Magni Guðmundsson.
•miiiiiiiniiiiiiiiin iiiiiiMiiiiiiniiiMimiiMiiiiimMiiiMi
* m
: :
Vauxhall 141
er til sölu. Tilboð leggist I
inn á afgr. blaðsins fyrir 1
26. þ. m. Skifti á „jeppa“ l
gætu komið til greina.
Ittomon
tvíbreiður,
til sölu
kjallara, eftir kl. 2 í dag.
lítið notaður,
á Hagamel 25,
imiimiimmmMmimMmmiMiMimmimimmii miiii
Herbergi
óskast fyrir einhleypan
mann.
Uppl. í Ingólfs Apóteki.
IMMIIMllllMMIIIilllllllllllliilitlinilllllillUHlliimiin...
.............
Sendisveinn
óskast
Uppl. í Ingólfs Apóteki.
llllmlll•MMlll■lll•H•l
IIIIIIIIIIMIMIMMIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIMIIIIII
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna. Sími 1710.
Rafmapssekkjalyfiur og handfalíur
af mismunandi gerðum útvega jeg frá Noregi gegn
leyfum. Tiltölulega stuttur afgreiðslutími.
GUÐMUNDUR MARTEINSSON
símar 5896, 1929.
Sundæfingar íþróttafjelaga
eru byrjaðar í Sundhöllinni og verða öll kvöld nema
laugardagskvöld.
Aðrir baðgestir eru minntir á að koma fyrir kl. 20.