Morgunblaðið - 30.09.1947, Qupperneq 1
16 síður
S4. árgangur 221. tbl. — Þriðjudagur 30. september 1947 Ííaloldmrprentsmiðja h.i.
580 miljón dollara aðstoð nauðsynleg
lianda Frakklandi, Italíu og Austurríki
Skömmtun á hverskonar lífsnauð-
synjum og bensíni heíst á rnorgun
Skömmíynarsljóri gerir grein fyrir henni
í úbarpinu
Á MORGUN, miðvikudaginn 1. október, kemur til fram-
kvæmda skömtun á því nær öllum lífsnauðsynjum landsmanna.
Skömmtunarseðlarnir, er gilda við þessar nýju skömmtunar-
reglur ganga í gildi á morgun, og byrjað verður að afhenda
þá í dag.
Fundur hjáTruman um
hjálparþörf Evrópu
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TRUMAN forseti, hefur beðið nefndir í báðum deildum Banda
ríkjaþings að byrja þegar í stað að undirbúa 580 miljón dollara
bráðabirgðaaðstoð til handa Frakklandi, ítalíu og Austurríki. —•
Tjáði forsetinn blaðamönnum í kvöld, að hann hefði farið fram á
þetta við utanríkisnefnd og fjárveitinganefnd, en áður hafði hann
haldið tveggja og hálfrar klukkustundar fund með ráðherrum sín-
um og leiðtogum beggja stjórnmálaflokka á þingi Var á fundi
þessum rætt um nauðsyn þess, að aðstoða Evrópuþjóðirnar sem
allra fyrst, auk þess sem bráðnauðsynlegt væri að koma í veg
fvrir hækkandi verðlag í Bandaríkjunum.
•---------------------«>
Reitir hins nýja skömmtun-
arseðils eru allir númeraðir
með ákvejinni tölu og bókstöf-
um og bera það ekki með sjer
hvað þeir gilda. Hverju núm-
eri, ef svo mætti að orði kveða,
verður svo gefið ákveðið inn-
kaupa gildi með auglýsingu.
Erindi skömmtunarstjóra.
I gærkvöldi var ekkert látið
uppi um hvernig skömmtun-
inni yrði hagað. Hinsvegar ætl-
ar forstjóri Skömmtunarskrif-
stofunnar, Elís Ö. Guðmunds-
son að flytja erindi í útvarpið
kl. 1 e. h, í dag. Mun hann þar
gera grein fyrir reitum skömmt
unarmiðanna, gildi þeirra og
hvaða númer skuli gilda fyrir
hverri vöru. Á morgun munu
Reykvíkurblöðin einnig flytja
frjettir um mál þetta og nauð-
synlegar skýringar á því.
Skömmtunarflokkarnir.
Skömmtunarflokkarnir eru
þessir: Matvara, vefnaðarvara,
hreinlætisvara, skófatnaður, en
skömmtun á honum er hafin
svo sem kunnugt er og loks
eru búsáhöld og bensín. Einnig
verður gerð grein fyrir bensín-
skömmtuninni í erindi Elís Ó.
Guðmundssonar.
Reglur þær, er settar verða
um skömmtun á bensíni munu
vera svipaðar og voru í gildi á
stríðsárunum.
Afhending seðlanna.
Eins og fyr segir, þá hefst
afhending skömmtunarseðla í
dag í Góðtemplarahúsinu og
mun standa yfir í næstu þrjá
daga frá kl. 10 til 5.
Auk þessara skömmtunar-
reita, er þegar hefir verið gerð
grein fyrir, þá munu nú einnig
verða afhentir mjólkurskömt-
unarmiðar. En eins og kunnugt
er, af .frjettum hjer í blaðinu,
þá stendur til að taka upp
skömmtun á mjólk nú í haust
eða vetun Hvenær fólk þarf svo
að grípa til mjólkurmiðanna,
verður tilkynt þegar þar að
kemur.
Eins og að undanförnu verða
hinir nýju seðlar afhentir gegn
stofni eldri miða, greinilega
árituðum. Það hefur þótt á-
stæða til að benda þeim mönn-
um á, er eiga skömmtunarseðla
sína hjá öðrum, t. d. hjá mat-
sölum, að þeir verða nú sjálfir
að nálgast hina nýju skömmt-
unarseðla og varðveita þá
sjálfir.
Tíu drepnir
í sprengjuárás
í Haifa
Jerúsalem í gær.
TÍU MANNS biðu bana í Haifa
í morgun, er nokkrir menn úr
ofbeldisflokknum Irgun Zvai
Leumi sprengdu í loft upp lög-
reglustöð við aðalgötu bæjar-
ins. Fimtíu og fjórir manns
særðust við þetta tækifæri, þar
af þrír hættulega.
Sprengjuárás Jressi var þann-
ig gerð, að árásarmennirnir
komu á vörubifreið upp að lög-
reglustöðinni og veltu tunnu
fullri af sprengjuefni að húsinu,
áður en nokkuð yrði að gert.
Sprakk sprengiefnið þvínær sam
stundis, með ofangreindum af-
leiðingum.
Fjórir Gyðingar voru hand-
teknir skömmu eftir atburð
þennan, en bifreið ofbeldis-
mannanna fanst við torg í ná-
munda við árásarstaðinn.
Handsprengja fanst í bifreið-
inni. — Reuter.
Spnrn matvœli
NEW YORK: -— Trygve Lie, að-
alritari Sameinuðu þjóðanna, hef-
ur skipað svo fyrir, að fyllsta
sparnaðar sje gætt í meðferð mat-
væla á veitingastöðum S. Þ. Er
þetta í samræmi við áskorun Tru-
mans um matvælasparnað.
Yill 580 miljcn doílara
Truman forseti skýrði frá
því í gærkvöldi, að hann vildi
að Bandaríkin legðu fram 580
miljón dollara til að aðstoða
Frakka, ítali og Austurríkis-
menn.
BELGRADE: — Þrír bandarískir
hermenn hafa verið látnir lausir í
Júgóslavíu, eftir að stjórnin þar
hafði beðið afsökunar á handtöku
þeirra. Bandaríkin krefjast skýr-
ingar á handtökunum.
ASstoð við skœruliða
Tsaldaris fór ekki í grafgöt-
ur með það, að Júgóslavar, Al-
banir og Búlgarar hefðu ljáð
grísku skæruliðunum aðstoð.
Sagði hann, að hver sá dagur,
sem það drægist að Sameinuðu
þjóðirnar tækju Grikklands-
vandamálið í sínar hendur hjálp
aði þjóðum þeim, sem nú ógn-
uðu sjálfstæði Grikklands. —
Hann bætti því við, að jafnvel
á þessari stundu, væru Júgó-
slavar, Búlgarar og Albanir
stöðugt að auka vopnasending-
ar sínar til skæruliðanna.
Skýrslur, sem birtar
voru í Aþenu í (lag, sýna,
Hinn nýi sendiherra
Breia kontinn
HINN nýskipaði sendiherra
Bretlands hjer, Charles William
Baxter, kom hingáð til lands í
gær, með leiguflugvjel Flugfje-
lags íslands.
Sendiherrann var áður deild-
arstjóri í breska utanríkismála-
ráðuneytinu.
að 45,000 óbreyttir borg-
arar og 3,000 lögreglu
menn hafa failið í Grikk
landi, síðan landið fyrir
þrem árum síðan var
frelsað undan ánauð
Þjóðverja. Engar tölur
liafa þó verið gefnar um
manntjón í gríska hern-
um.
Friðsamleg lausn
Bandaríkin hafa, eins og
kunnugt er, borið fram þá til-
lögu í stjórnmálanefnd S. þ. að
Balkanlöndum verði gefin fyrir
mæli um að leysa deilumál sín
á friðsamlegan hátt.
Aukaþing
Truman tjáði frjettamönnum
í kvöld, að hann hefði átt lang-
ar viðræður við bandaríska
stjórnmálaleiðtoga um það,
hvort kalla bæri saman auka-
þing. En forsetinn neitaði að
skýra frá því, hvort nokkur á-
kvörðun hefði verið tekin í því
máli. Hann tók þó skýrt fram,
að fje það, sem nú væri fyrir
hendi til að koma í veg fyrir
hungur og kulda í Evrópu,
mundi aðeins duga til 1. des-
ember. Að þeim tíma loknum,
mundi þingið verða að grípa til
einhverra aðgerða.
Þarfnasl 580 miljóna
Truman sagði, að Frakldand,
Ítalía og Austurríki þörfnuðust
580 miljón dollara til að geta
þraukað til 31. mars n. k. Hann
gat þess einnig, að þarfir Bret-
lands væru ekki taldar með í
þessari hjálparáætlun.
Bandarískur hindur-
spillir reksl á lund-
urdufl
BANDARÍSKI tundurspillir-
inn Fox rakst í dag á tundurdufl
um 18 mílum frá Trieste og lask
aðist nokkuð. Ljetu þrír menn
lífið við sprenginguna, en 12
særðust.
Dráttarbátar eru nú lagðir af
stað til að draga skipið til hafn-
ar. — Reuter.
Afflee ræðir við verk
lýðsleiðfoga
London í gær.
ATTLEE forsætisráðherra mun
á miðvikudagsmorgun eiga við-
tal við forystumenn breska verk
lýðssambandsins um stefnu
stjórnarinnar í launamálum. —>
Gríska sfjórnin fús fi!
samvinnu vi S. Þ.
50,000 hafa fallið I áfökunum
við skærullða
New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TSALDARIS, utanríkisráðherra Grikkja, lagði í dag hart að
a llsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að það gerði skjótar ráð-
stafanir til að leysa gríska vandamálið. Kvað hann Grikki reiðu-
húna til að hafa fulla samvinnu við stofnunina, enda mundu þeir
þegar í stað styðja hverja þá nýja rannsóknarnefnd, sem S. þ.
kynni að skipa.