Morgunblaðið - 30.09.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.1947, Qupperneq 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. sept. 194/ Islenskir stúdentar i Höfn vilja trvgga gjaldeyris- vfirfærslu FJELAG íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn hjelt fund í húsi stúdentafjelagsins danska í Kaupmannahöfn 22. september s.l. til að ræða þá tilkynningu Viðskiftanefndar, að gjaldeyris- yfirfærslur til námsmanna erlendis verði minkaðar frá því sem uú er. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: ,.Með tilvísun til tilkynning- ar háttvirtrar Viðskiftanefndar ■dags. 10. sept. 1947, þar sem rn a. er tekið fram, „að allar greiðslur til þeirra er við nám dveljast erlendis, verði minnk- aðar frá því er áður tíðkaðist“ vill Fjelag íslenskra stúdenta í Khöfn taka fram eftirfarandi: 1) að það álítur algerlega óviðunandi að gjaldeyrisyfir- færslur til námsmanna erlendis verði ákveðnar og fastbundnar við hámark án undangenginn- ar ranhsóknar á því, hvað telja rná sanngjarnan framfærslu- kostnað í hverju landi, 2) áð það telur brýna nauð- eyn á því, að þeim mönnum, sem erlendis dveljast við nám, verði þegar í stað veitt trygg- ing fyrir ákveðinni lágmarks- yfirfærslu á gjaldeyri hvern mánuð, svo að þeir viti. á hvaða fjármagn þeir geíi treyst og hftgað sjer samkvæmt því (sbr. fyrsta lið). 3) að með tilvisun til þeirrar g/einar í áðurnefndri tilkynn- <ngu. þar sem segir, „að um- sóknir til að hefja nám erlend- ís verði eigi teknar til greina, nejria alveg sjerstakar ástæður sjeu. fyrir hendi“, telur fjelag- ið, að eðlilegast sje, að Mennta rnálaráð eða anrvar aðili, sem heyrír undir mentamálaráðu- ncytið, fjalli um siíkar umsókn- íj í samráði við Viðskiftanefnd. Að lokum vill íjolagið leggja ríka ánerslu á það, að þessum tilmælum þess veröi sinnt eins fljótt og auðið er, þar sem meg inþorri íslenskra stúdenta í Khöfn er í algerri óvissu um hag sinn á komandi vetri“. . Úr greinargerðinni. I greinargerð fyrri ályktunar segir m. a.: „E'nda þótt tækifæri til náms hafi aukist mjög á Islandi s.l. mannsaldur, hafa kröfur þjóð- arinnar til sjermentaðra manna jafnframt aukist svo, að aug- ljóst er, að um fyrirsjáanlega framtíð muni mikill hluti ísl, mentamanna verða að leita utan til náms. Nú munu fleiri ísi námsmenn veia við nám eilendis en nokkru sinni fyrr, flestír í námsgreinum, er ekki ej hægt að stunda heima. Það er að vísu í mörgim tiifellum hægt ao deila um það. hvaða námsgrejnar má te’.ja nauðsyn- legar fyrir stundarhag þjóðar- irmar og hverjar ekki, og því eðíiiegt. ef ætlunin er að ták- marka gjaldeyrisyíirfærslur til námsdvalar, að nokkur greinar iriunur sje gerður á hinum ýrnr.u námsgreinum. En það hiýiur hins vegar að liggja í augum uppi, að óverjandi er að meina þeim námsmönnum um áframhaldi yfirfærslur, sem þegar hafa eytt þæði tíma og fjármunum í nám erlendis, en hafa enn ekki lokið námi. Það kemur í ljos í tilkynn- ingu Viðskiftanefndar frá 10. sept. s.l., sem er aðaltilefni með fylgjandi ályktunar, að ætlun- in er að minka aliar yfirfærsl- ur til námsmanna, sem nú eru við nám erlendis. Það er að vísu ekki hægt að sjá það á til- kynningunni, hvort ætlunin er, að miðað verði við ákveðið há- mark, sem verði jafnt fyrir alla námsmenn í hverju landi, eða hvort minnka á yfirfærslur til þeirra í hlutfalli við þær yfir- færslur, sem þeir hafa fengið hingað til, en að óreyndu þykj- umst við mega álíta, að um hið fyrnefnda sje að ræða. — Það kemur þá til álita, hvort unt sje að fara þá leið án þess að áður hafi farið fram rannsókn á því, hvað telja má sanngjarnan framfærslukostnað í hverju landi“. Ijömlna lagði ÞEGAR Reykvíkingar vökn- uöu á sunnudagsmorgun, var jörð því sem næst hvít. Allan daginn gekk á með hvössum jelj um, en hiti var um frostmark. — í fyrrinótt gerði lítilsháttar frost og lagði þá Tjörnina. — Veðurstofan segir, að frostið hafi mest orðið hjer eitt og hálft stig, en mest mældist það á Blönduósi og að Kvígindisdal 2 stig. Veðurstofan telur frostið vera búið að sinni og spáir nú í dag sunnan kalda og rigningu. Slérkosðleg fjár- kaup á Vesffjörðum Frá frjettaritara vorum á Þúfum. TIL fjárkaupa víðsvegar á Vestfjörðum, eru komnir um 60 menn, frá fjárskiptasvæðum í Strandasýslu, Barðastranda- sýslu, Dalasýslu og úr þrem hreppum í Húnavatnssýslu. Keypt verður um 14,500 íjár, aðallega lömb. Búist er við, að flytja þurfi sjóleiðis norður í Hrútafjörð og inn í Dalasýslu, um 11 þúsund fjér, en rekið verður í fjárrekstrum um 3500. Ráðin hafa verið til fjárflutn inganna 14 skip. Á laugardag fóru Freydís og Hafdís, með 600 fjár, allt úr Sljettuhreppi og Grunnavíkurhreppi. Farið var til Hrútafjarðar. Næstu daga verða skipin hlaðin eftir því sem fjeinu er smalað og veður leyfir. Fjárrekstrarnir á landi eru að hefjast. Sæmundur Friðriks son framkvæmdar.stjóri og Páll Pálsson hafa yfirumsjón með fjárflutningunum, Mæðrasfyrksnefnd fær lóð undir dval- arheimili EINS og getið hefur verið í frjettum blaðsins, þá hefur Mæðrastyrksnefndin sótt um lóð Hlaðgerðarkots í Mosfellssveit til bæjarráðs. Þar hyggst nefnd in ætla að reisa dvalarheimili fyrir mæður og börn. Bæjarráð f jallaði um málið á fundi sínum s.l. föstudag. Var samþykt að gefa Mæðrastyrks- nefnd kost á um það bil 1 ha. lands, í þessu skyni. Talsímasamband við Belgíu, Frakkland OPNAÐ hefur verið talsam- band hjeðan við þrjú lönd, sem ekki héfur áður verið talsam- band við. Eru það Belgía, Frakk land og Sviss. Eftir stríð hefur verið talsam band við þessi lönd: Norðurlönd in, Bretland, Bandaríkin og Hol- land. Stjórn Berlínar WASHINGTON: — Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur neytað fregnum um það, að Þjóðverjar taki við stjórn Berlínarborgar á vori komanda. Síðari umræða m heilbrigðis- samþykktina í þessum mánuði Borgarstjóri gerir greln fyrir málimi ÚT AF ÁLYKTUN, sem gerð var á kvennafundi í Reykjavík 25. þ. m., varðandi heilbrigðissamþykt bæjarins og störf heil- brigðisfulltrúa, hefur skrifstofa borgarstjóra sent Mbl. eftirfar- ar.di upplýsingar: Guðjón M. Slgurðs- son hæslur í meisl- araflokki ÞRIÐJA umferð í meistara- flokki á haustmóti Taflfjelags Reykjavíkur fór fram í gær. — Leikar fóru þannig, að Guðjón M. Sigurðsson vann Bjarna Magnússon, Jón Ágústsson vann Steingrím Guðmundsson, . Egg- ert Gilfer og Guðmundur Pálma son gerðu jafntefli, en biðskák var hjá Áka og Sigurgeir og Óla og Benóný. — Guðjón M. er hæstur eftir þessar þrjár um ferðir, hefur unnið allar sínar skákir. í Il.-flokki eru búnar fjórar umferðir og er Eiríkur Marels- son þar eftir með 4 vinninga, en næstur er Valur Norðdahl með 3ý2 vinning. Yeifing prófessorsembæffis í lyflæknisfræði gagnrýnd í SÍÐASTA hefti Lækna- blaðsins, sem komið er út fyr- ir nokkrum dögum, ritar dr. med. Jóhannes Björnsson grein um veitingu prófessorsembætt isins í lyflæknisfræði við Há- skóla Islands og bendir á að mentamálaráðherran (Eysteinn Jónsson), gekk framhjá þeim umsækjenda, sem læknadeild háskólans hafði talið hæfastan til að gegna embættinu, en læknadeildin mælti eindregið með því að dr. Óskari Þ. Þórð- arsyni yrði veitt umbættið, þar sem hann, að dómi deildarinn- ar, væri hæfastur umsækjenda. Embættið var sem kunnugt er veitt Jóhanni Sæmundssyni. í grein sinni rekur dr. Jó- hannes Björnsson gang þessa máls mjög ítarlega frá því að embættið var auglýst laust til umsóknar og samkvæmt fund- argerðum læknadeildar um mál þetta er ekki um að villast, að deildin taldi dr. Óskar þann af umsækjendum, sem ætti að fá umbættið, vegna hæfileika og lærdómá í lyflækisfræði. Dómur háskólakcnara um kcnnaraval hvar- vctna teknar til grcina. í grein sinni segir dr. Jó- hannes m. a.: „I hinum mentaða heimi er það föst regla að háskólakenn- arar eru látnir dæma um hæfni þeirra manna sem sækja að háskolanum og telur veitinga- i valdið það sjálfsagði skyldu sína að hlýta þeim dómi. Þessi hefð í veitingum byggist á því, að háskólar og starfslið þeirra nýtur trausts og virð- ingar alþjóðar, og einnig á því, að mcð þessu fyrirkomulagi þykir best tryggt, að til háskól anna veljist jafnan hinir hæf- ustu vísindaménn hver á sínu sviði“. „Enginn mun halda því fram, að menntamálaráðherrann, hr. Eysteinn Jónsson, hafi betri skilyrði til þess að dæma um vérðleika umsækjendanna en kennarar Háskólans, og skal hjer engum getum að því leitt, hvaða öfl hafa því valdið, að menntamálaráðherrann veitti ekki þeim umsækjenda em- bættið, sem samkyæmt hinum faglega dómi var til þess hæf- astur“. Óheppilcgt fordæmi. „Með svipuðum veitingar- hætti verða ekki liðin mörg ár, þar til meiri hluti kennara við Háskólann verður kominn að honum í óþökk Háskólans sjálfs Er þó einsætt að virðing þjóð- arinnar fyrir Háskólanum hlýt- ur að skerðast. Ekki er það held ur líldegt, að ungir mentamenn muni í framtíðinni leggja mikið í sölurnar til þess að búa sig undir háskólastöður, er þeir sjá, að annað ræður meiru um val í stöðurnar en fagleg hæfni. Einnig er það hæpið að þeir, sem til háskólastarfa eru hæf- astir, verði óðfúsir að ganga í flokk þeirra manna, sem þá verða við stofnunina." ^ Samkvæmt lögum frá 12. febr. 1940 um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþyktir skulu heil- brigðisnefndir beita sjer fyrir því, að settar sjeu heilbrigðis- samþyktir og semja, með að- stoð hjeraðslæknis og lögreglu- stjóra, frumvarp að þeim og leggja fyrir hlutaðeigandi bæj- arstjórn. Þar sem heilbrigðissamþykt Reykjavíkur er gömul og að ýmsu leyti úrelt, þótti sjálfsagt að vinna að nýrri heilbrigðis- sapiþykt. Hjeraðslæknirinn hef- ur fyrir all-löngu gert ýtarlegt uppkast, heilbrigðisnefnd haft það til rækilegrar athugunar, og með brjefi, dags. 4. júní í ár, afgreiddi heilbrigðisnefndin frumvarpið frá sjer til bæjar- stjórnar með ýmsum breyting- artillögum. — Á öðrum bæjar- stjórnaríundi þar frá, 3. júlí, var frumvarpið tekið til fyrrl umræðu og vísað til síðari um- ræðu. Á frumvarpi þessu, sem er mjög ýtarlegur bálkur og víð tækur, hefur síðan farið fram lögfræðileg athugun, -sem nú er senn lokið, þannig að frumvarp- ið verður tekið fyrir til síðari umræðu á fyrsta eða öðrum fundi bæjarstjórnar í október. Bæjarstjórn er það fyllilega ljóst að nauðsynlegt er að hraða setningu nýrrar heilbrigðissam þyktar, en henni er jafnljóst, að til samþyktarinnar ber sem best að vanda. Varðandi störf heilbrigðis- fulltrúa skal þetta tekið fram: Nýr heilbrigðisfulltrúi fyrir Reykjavík, dr. med. Jón Sigurðs son, var ráðinn frá 1. mars 1946. Hann var erlendis á veg- um bæjarins til undlrbúnings starfi sínu þangað til í júlí-lok 1946, er hann kom heim. Það var tilætlun bæjarstjórn- ar, að starfssvið og vald heil- brigðisfulltrúa yrði aukið og því breytt verulega, þegar læknis- fróður maður kæmi í stöðuna. Var beðið með að ákveða starfs- svið heilbrigðisfulltrúans þar til er hann kæmi heim. Hjeraðs- læknir skilaði umsögn sinni um það mál í lok apríl síðastl. Kom þá í ljós mikill skilsmunur á skoðunum hjeraðslæknis og fyr- irætlunum bæjaryfirvaldanna um skiftingu starfa milli hjer- aðslæknis og heilbrigðisfulltrúa. Lagabréytingu þarf til að koma þeirri skipan á, sem bæjarráö hafði hugsað sjer. Borgarstjóri gerði tilraunir til samkomulags í málinu en það hafði ekki náðst er Alþingi lauk störfum síðastl, vor. Þessum tilraunum hefur verið haldið áfram, og eru nú horfur á, að lausn fáist, sem lögð verði fyrir næsta Alþingi, Sú undrun og óánægja, sem lýst er í tillögu kvennafundar- ins, stafar því af skorti á kunn- leika um gang málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.