Morgunblaðið - 30.09.1947, Page 14
<4
T
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. sept. 1947
MÁNADALUR
SL dicíiaqa eitir J/ach cjLon.doti
15. dagur
„Það skiftir engu máli. Alt
er komið undir taugunum og
vöðvunum. Hann mundi ráðast
á mann eins og mannýgt naut,
en svo þarf ekki annað er verj
ast og þreyta liann, og eftir
nokkra stund er hann úttaug-
aður. Hjartað er bilað, lungun
eru biluð. Auk þess átti jeg
alls kosti-við hann og það vissi
hann vel“.
„Þjer eruð eini hnefaleikar-
inn, sem jeg hefi kynst“, sagði
Saxon.
„Jeg er ekki hnefaleikari
lengur“, greip hann fram í.
„Jeg lærðí það líka á því að
vera hnefaleikari, að best er
að vera það ekki. Það borgar
sig ekki. Maður æfir og æfir
þangað til maður er orðinn
mjúkur eins og köttur og húð-
in er fín eins og silki, og mað-
ur er orðinn svo hraustur að
maður ætti að geta lifað í
hundrað ár. Og svo eitt kvöld
er manni skipað á móti öðr-
um, sem hefir æft sig jafn vel.
Tuttugu lotur — og þú hefir
misst allt og glatað heilu ári
af lífi þínu. Sumir missa fimm
ár af ævi sinni á þessari stund,
aðrir helmingi meira, og sum-
ir bíða þess aldrei bætur. Jeg
hefi athugað þetta. Jeg hefi
þekkt menn, sem voru sterkir
eins og uxar og þeir voru dauð
ir áður en ár var liðið frá því
að þeir börðust — annaðhvort
úr tæringu eða nýrnaveiki.
Hvaða vit er í því? Peningar
geta ekki bætt það tjón. Þessi
er ástæðan til þess að jeg er
hættur hnefaleikum og er orð-
inn ökumaður. Jeg bý að öllu
því, sem jeg ávann með æfing-
unurn, og jeg er staðráðinn í
að búa að því framvegis“.
„Það hlýtur að vera gaman
fyrir yður að vera þess með-
vitandi að þjer eruð öðrum
mönnum meiri“, sagði Saxon
blíðlega. Hún var sjálf mjög
hreykin af kröftum hans og
frækni.
,,Það er satt“. sagði hann
blátt áfram. „Mjer þykir vænt
um að jeg æfði mig í hnefaleik,
°g nijer þykir líka vænt um að
jeg skyldi hætta við það. Jú, jeg
lærði mikið á því, lærði að hafa
augun opin og vera stiltur. Áð-
ur var jeg ógurlega uppstökk-
ur, svo að jeg varð stundum
hræddur við sjálfan mig. Jeg
var altaf uppi, hvað sem út af
bar. En á hnefaleikaæfingunum
lærði jeg að stilla mig og flana
ekki að neinu, sem jeg gat haft
ástæðu til að iðrast seinna“.
„Þjer eruð sá rólyndasti og
prúðasti maður, sem jeg hefi
nokkurn tíma hitt“, sagði hún.
„Þjer megið ekki halda það,
þjer munuð komast að raun um
það að einhvern tíma fær hið
illa yfirhönd hjá mjer, og þá
veit jeg ekki hvað jeg geri. Jeg
er alveg bandóður. ef jeg sleppi
mjer“.
Saxon þótti vænt um hrein-
skilni hans.
Þau voru nú komin í ná-
munda við heimili hennar.
„Eftir á að hyggja“, sagði
hann, „hvað ætlið þjer að hafa
fyrir stafni á sunnudaginn?“
„Ekkert. Jeg hefi ekkert
hugsað um það“.
„Það er gott. Hvað segið þjer
um það að aka með mjer til
skemtunar upp í fjöllin?“
Hún svaraði ekki þegar, því
að þetta minti hana óþægilega
á það er hún fór seinustu öku-
íerðina og varð að stökkva út
úr vagninum í dauðans ofboði
og fara gangandi heim í
myrkri, illa skóuð, yfir lángan
og grýttan veg. En svo mintist
hún þess að hún átti ekki neitt
slíkt á hættu með þessum
manni og tilhlökkun greip
hana.
„Mjer þykir vænt um hesta“,
sagði hún, „en jeg hefi aldrei
kynst þeim neitt. Pabbi átti
stóran rauðblesóttan stríðsfák,
því að hann var kapteinn í
riddaraliðinu. Jeg sá pabba!
aldrei, en mjer finst oft sem!
jeg sjái hann ríðandi á þeim j
blesótta, með band um mittið
og sverð við hlið. Georg bróðir
minn á nú sverðið, en Ton
bróðir minn, sem jeg bý hjá,
segir að jeg eigi að eiga sverð-
ið vegna þess að pabbi var ekki
faðir þeirra. Við erum sem sje
hálfsystkin. Jeg er eina barnið,
sem móðir mín átti í seinna
hjónabandi sínu. Og það var
rjetta hjónabandið — ástar-
hjónabandið á jeg við“.
Hún þagnaði skyndilega og
var hissa á sjálfri sjer að hafa
romsað öllu þessu upp úr sjer.
En það var freistandi að segja
þessum unga manni frá högum
sínum.
„Ségið þjer mjer fleira“,
sagði Billy. „Mjer þykir gaman
að heyra um það, sem liðið er.
Forfeður okkar lifðu við sömu
kjör, og mjer er nær að halda
að heimurinn hafi þá verið
betri en hann er nú. Þá hafi
alt verið einfaldara og eðli-
legra. Jeg veit ekki hvernig jeg
á að koma orðum að því. En
það sem jeg á við er hjer um
bil þetta: Jeg skil ekki lífið
eins og það er nú, með öllum
þessum verkamannafjelögum
vinnuveitendafjelögum, verk-
föllum og erfiðleikum, atvinnu
leysi og þess háttar. Það var
öðru vísi hjer áður fyr. Þá
voru allir bændur, þeir fóru á
veiðar og lifðu af sínu eigin
og sáu vel fyrir gamla fólk-
inu. En nú er alt saman einn
hrærigrautur, sem jeg skil ekki.
Máske er það vegna þess að jeg
er heimskur. En það er nú sama
— haldið þjer áfram sögunni“.
„Já, sagan er þannig, að með-
an mamma var enn kornung,
þá trúlofaðist hún Brown —
hann var óbreyttur hermaður
þá. Þetta var fyrir stríðið. En
svo var hann sendur austur á
bóginn til vígvallarins. Og svo
kom frjett um það, að hann
hefði fallið hjá Shiloh. Þá gift-
ist hún manni, sem lengi hafði
elskan hana. Þau höfðu verið
samferða yfir sljetturnar.
Henni þótti vænt um hann, en
hún elskaði hann ekki. Seinna
frjetti hún svo að pabbi hafði
ekki fallið. Upp frá því varð
hún þunglynd og náði sjer aldr-
ei eftir það. En hún var bæði
góð eiginkona og móðir, altaf
blíð og elskuleg og jeg held að
hún hafi haft fegursta rödd í
heimi“.
,,Já, þetta hefir verið góð
kona“, sagði Billy.
„Pabbi gifti sig ekki. Hann
tregaði mömmu altaf. Jeg á
fallegt: ásíarljóð heima, sem
hún orkti til hans. Það er svo
fallegt að það er eins og söng-
ur í því. Löngu seinna ljest
maður herinar og þá giftust þau
pabbi. Það var ekki fyr en
1382, og þá var hún ekki leng-
ur ung“.
Hún sagði honum ýmislegt
fleira á meðan þau stóðu fyrir
utan hliðið. Hann kvaddi hana
aftur með kossi og henni fanst
kossinn vera dálítið lengri en
venjulegur koss.
Þegar hún. var komin inn fyr
ir hliðið sagði hann:
„Jeg kem hingað kluxkan
níu. Þjer skuluð ekki hugsa
neitt um það að borða morguri-
mat. Jeg skal sjá um að þjer
fáið að borða. Hugsið bara um
það eitt að vera ferðbúin klukk
an níu“.
IX. KAFLI.
Á sunnudagsmorgun var
Saxon ferðbúin löngu fyrir á-
kveðinn tíma, og var altaf að
gægjast út um gluggann. Svo
fór hún fram í eldhús og þá
byrjaði Sara með skæting eins
og hún var vön:
„Það er skammarlegt að sum
ir skuli altaf hafa ráð á því
að ganga í silkisokkum. Líttu
á mig. Jeg verð að þræla allan
daginn, og aldrei fæ jeg silki-
sokka, og ekki heldur skó, hvað
þá þrenna. En guð er yfir okk-
ur og sumum mun bregða í-
skyggilegá í brún á efsta degi,
þegar hver maður er dæmdur
eftir verðleikum“.
Tom sat úti í horni, reykti
pípu sína og hossaði yngsta
barninu á knje sjer. Hann depl-
aði augunum framan í Saxon
til aðvörunar um það, að Sara
væri nú í sínum versta ham.
Saxon Ijet sem ekkert væri, en
hnýtti rauðu bandi í hárið á
bróðurdóttur sinni. Sara var á
þönum um eldhúsið, þvoði leir
tau og tók af borðinu. Hún and
varpaði þungan og sneri sjer
svo að Saxon.
„Ertu mállaus — eða hvað?
Hvers vegna segir þú ekkert?
Það er vonandi vegna þess að
þú skammast þín. Ekki nema
það þó að vera í týgjum við
hnefaleikara. Já, jeg hefi heyrt
alt um ykkur Billy Roberts. Það
er þokkapiltur — eða hitt þó
heldur. En bíddu bara — bíddu
þangað til Charley Long tekur
í lurginn á honum“.
Tom fanst ástæða til þess
að skerast í leikinn:
„Bill Roberts er besti strák-
ur, eftir því sem jeg hefi
frjett“.
Saxon brosti, eins og hún
vissi þetta rrianna best. Sara sá
það og espaðist um allan helm-
ing.
„Hvers vegna giftistu ekki
Charley Long? Hann er vitlaus
eftir þjer og hanp er laglegur
og reglusamur maður“.
„Hann þambar nú sinn skerf
af bjór — og máske meira“,
sagði Saxon.
„Já, það gerir hann“, sagði
bróðir hennar, „og jeg veit að
hann hefir altaf hálftunnu af
öli heima hjá sjer“.
„Gat verið að þú hefðir ver-
ið að þamba öl þar“, hvæsti
Sara.
„Það getur verið“, sagði Tom
og strauk sjer um munninn.
GULLNI SPORINN
100.
Svona hjeldu þær áfram að hæða vesalings Jóhönnu,
og þegar jeg sá, að hún varð eldrauð í andliti, þótti mjer
það ráð vænst, að kaupa spegilinn af þeim horaða og’
draga hana með mjer burt úr hópnum.
Þetta skeði þó andartaki of seint, því á sama augnabliki,
sem jeg rjetti fram þrjátíu pennýin, heyrði jeg hávaða
fyrir aftan mig og sá, að Jóhanna hafði gripið í hárið á
tveimur stelpnanna og fleygt þeim til jarðar. Hún sleppti
þeim þó strax, en á næsta andartaki hafði hún þrifið í
skeggið á speglasalanum og steypt honum á hausinn niður
af kassa sínum. Vart hafði hann fyr snert jörðina. en
Jóhanna byrjaði að lumbra á honum, og brátt kom að
því, að hann hrópaði og skrækti og baðst náðar með
aumkvunarverðri röddu.
Þessa stundina þorði ekki einn einasti nærstaddra að
reyna að skilja þau, enda hefði það víst þýtt lítið, því
áður en varði hafði Jóhanna gripið í hnakkadrambið á
andstæðingi sínum og steypt honum á höfuðið ofan í kar,
sem stóð þarna fullt af vatni. Svo strauk hún hárið frá
augunum og sneri sjer við, tilbúin til að taka á móti hverj-
um sem væri.
Hún hafði ekki sagt eitt einasta orð, meðan þetta skeði,
og nú stóð hún þarna eldrauð og með leiftrandi augu, en
þegar enginn þorði að leggja hendur á hana, ruddi hún
sjer braut gegnum hópinn, og jeg fylgdi á eftir með spegil-
inn í hendinni.
Vegna uppþots þessa. hafði vagn, sem ætlað hafði fram-
hjá, orðið að nema staðar. Eftir útliti hans að dæma, hlaut
hann að tilheyra mjög tignum manni, og þegar jeg nú leit
inn í hann, kom jeg auga á gamlan mann, sem mjer
endilega fannst jeg áður hafa sjeð. Þegar jeg gætti nánar
að, þóttist jr^ þess þó fullviss, að mjer hefði skjátlast, og
flýtti mjer niður götuna á eftir Jóhönnu.
Hún gekk á undan mjer, án þess að líta til baka, og
er jeg náði henni og reyndi að hugga hana, svaraði hún
aðeins með einsatkvæðisorðum.
„Hvert ertu nú að fara, Jóhanna?“
,,Að sækja hestinn minn.“
,,Já, en ætlarðu þá strax heim?“
,,Já, það ætla jeg — jeg er búin að fá nóg af þessari
markaðsferð“.
— Góðan daginn, það er jeg,
sem á heima hinum meginn við
vegginn.
★
— Mamma, jeg var að leika
póstamanninn og jeg hefi lagt
brjef í hvern einasta póstkassa
í götunni.
— Jæja, en hvar hefirðu feng
ið öll þessi brjef?
— Jeg fann þau inni í skápn-
um þínum,' jeg tók brjefin, sem
bundið var um rauðu silki-
bandi.
Ferðamaður mætir bónaa á
þjóðveginum. Það er steikjandi
heitt í veðri og ferðamaðurinn
er þyrstur og segir.
— Hjer í þessum hjeruðum
rignir lítið. Er hvergi til vatn
hjer?
— Nei, svarar bóndinn, við
höfum svo lítið vatn, að það
eru til hjema silungar, sem eru
orðnir fimm ára gamlir og enn
kunna ekki að synda.
★
í reglugerð frá 1838 er bann-
að að ferðast á skíðum í Stokk-
hólmi. Reglugerðin var skyndi-
lega sett, vegna þess, að Lappi
einn var þá á ferð í borginni
og fór um alt á skíðum sínum.
Var það talið ógnun við al-
mennt öryggi.
★
— Til hvers notarðu þessi
brúnu gleraugu?
— Kærastan mín heimtar
það, því að hún er svo freknótt.
★
Verslunarstjórinn (við fram-
kvæmdastjórann): Já, jeg hefi
tekið eftir því, að ungfrú Fjóla,
sem vinnur í konfekt deildinni
jetur af vörunum.
— Nú, þá skulum við flytja
hana yfir í járnvörudeildina.
★
Meðan maðurinn minn var á
ferðalaginu, lærði jeg að búa
til mat.
Jæja, og hvað sagði hann,
þegar hann kom?
Ekki eití einasta orð, hann
fór bara aftur í ferðalag.