Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 2
2 RIORGUMSLAÐIÐ Fimmtudagur 2. okt. 1947" ; Nægpniegt kalt vatn þar til Reykjavík er orðin rúml 90 þúsund íbúa lorg Prestar vilja kristnidóms- fræðslu í gagnfræða- skólum KLUKKAN 6.10 i gærkvöldi hieypti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, vatni inn á hina nýju kaldavatnsleiðslu Rvík- urbæjar. Með þessari aukn- ingu vatnsveitunnar er hún komin upp í sern svarar 865 lítrum af vatni á mann yfir sólarhringinn. Mun óvíða í veröldinni vera jafnmikið vatn á hvern íbúa, sem nú er orðið hjer í bænum. A'ð llótel Borg í tilefni af þessari aukningu vatnsveitunnar, hafði borgar- st jóri boð inni fyrír bæjarfull- trúa, forstjóra bæjarstofnana og blaðamenn, að Hótel Borg í gær dag. í stuttri ræðu er borgarstjóri flutti við það tækifæri, mintist hann þeirra kvaða sem á bænuro hvíldu í sambandi við vatnsveitu tií borgarinnar. — Síðan rakti hann í stuttu máli framkvæmd- ir Reykjavíkurbæjar í þessu roáli. Næstur tók til máls Helgi Sigurðsson forstjóri Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur og komst hann m. a. svo að orði: Rœ'Sa Helga Sigur&ssonar Aukning sú á Vatnsveitu Reykjavíkur, sem nú er að verða lokið, er sú mesta, sem gerð hefur veriö. betta sjest best með samanburði við fyrri aukningar.. Vatnsveitan var lögð 1908—9 og flutti þá 381/2 1/sek. til bæj- arins. Þá voru íbúar Reykjavík- ur 11,016. Árið 1923 var hún aukin svo að hún flutti 96 1/sek. íbúar voru þá 20,148. Árið 1933 var hún enn aukin, svo að hún flutti 240 1/sek., þá voru íbúar 31.689. Eftir núverandi aukn- ingu getur hún flutt 530 1/sek. en íbúatala er nú 52—53 þús. Út frá vatnsmagni og íbúa- tölu má reikna hve margir lítr- «r koma að meðaltali á hvern (búa á sólarhring, en þá kemur í Ijós að árið 1908 voru það 301 I Árið 1923 hafði fjölgað það ( bænum, að ekki voru nema 165 1 á íbúa á sólarhring, en eftir stækkunina það ár urðu 415 1/íb. Árið 1933 var talan aftur komin niður í 259 1, en hækkaði við aukninguna það ár upp í 650 1. Nú höfum við 392 l/íb,/sól. fyrir stækkunina, en eftir að nýja aðalæðin er tekin í notkun getur hver íbúi að með nltali fengið alt að 865 lítra af köldu vatni á sólarhring. Meira vatn en erlendis Það má draga ýmsar álykt- aitir af 'þessum tölum. Aukin vatnsnotkun fylgir t. d. auknu hreinléeti og lífsþægindum og auknum iðnaði. Tölurnar tala skýru máli um þetta. Fiskverk- un okkar og fiskiðnaður gerir meiri kröfur til vatnsnotkunar en margur annar iðnaður, enda er vatnsnotkun okkar með því mesta sem nokkursstaðar þekk- ist. Það er vitað að vatnsnotkun pr. íbúa er þeim mun meiri sem borgirnar eru stærri, en í Ev- ?ópu er þó talið að 2—300 lítrar Nýja kaldavatnsleiðslan tekin í notkun - Hún kostar rúmar 6 miljónir mmm Fundí Prestaljelagsjns lauk í gærkvöldi AÐALFUNDUR Prestafjelags ísl. hjelt áfram í gær og varð honum lokið síðla dags. Á íundinum voru gerðar samþyktir um kristniboð og kristnidómsfræðslu í gagnfræðaskólum. Ennfrem- ur var rætt urn sjóðsstofnun til bókaútgáfu á vegum fjelagsins.. NÝJA vatnsleiðslan er um 11 km Iöng. Þar af liggja 1100 metrar ó botni Helluvatns. Siest hjer áður en leiðslunni var sökt í vatnið. (Ljósan. Rögnvaldur Þorkelsson verkfræðingur) á íbúa á sólarhring nægi í stór- borgum. Hjer er vatnsnotkunin miklu meiri og á vart sinn líka nema í Ameríku. Notkunin hef- ur og stöðugt farið vaxandi. — Árið 1908 voru 301 1. á íbúa ríflegt. Árið 1923 voru 415 lítr- ar ríflegir, en 1933 var talið hæfilegt hjer að reikna með 400 1. 1 ár vantar töluvert á að það nægi. Hinsvegar eiga 865 1. á íbúa á sólarhring, sem verður til umráða eftir aukninguna að vera mjög ríflegir, enda er mjer ekki kunnugt um neina borg, sem noti svo mikið vatn, hvað þá heldur ef við bætum við þetta álitlegum sopa af heitu vatni. Þessar tölur eru að vísu ekki alveg nákvæmar vegna þess, að Seltjarnarnesið og nokkuð af Digraneshálsinum fær vatn frá Reykjavík. Nœgi í 20 ár Ef við litum á ártölin, sjáum við að fyrsta vatnsveitan dug- aði bænum í 15 ár, næsta stækk un í 10 ár og sú önnur í 14 ár. Hvað getur þessi stækkun nú dugað lengi ? Ef við hugsum j okkur að 500 1. dugi á íbúa á sólarhring, á hún að duga þar til bæjarbúar eru orðnir 92 þús. en það verður væntanlega ekki fyr en eftir ein 20 ár. Nú kunna menn að spyrja, hvað tekur þá við? Er meira vatn til í Gvendarbrunnum? — Já. Þessi heilsubrunnur Reykja- víkur á enn í fórum sínum nokk ur hundruð 1/sek. þótt þessir 530 sjeu teknir. Þurkasumarið 1945 þegar vatn var alstaöar með minsta móti hjer, mældist 600 lítra rennsli á sek. úr uppsprettum þeim, sem nýja æðin liggur úr, þar eru því enn eftir 310 1/sek. (Framhald á bls. 12) Að loknum morgunbænum, sem sr. Hálfdán Helgason pró- fastur flutti, hófst framhald umræðna um staríshætti kirkj- unnar. Sr. Jóhann Hannesson talaði um kristniboð og tóku margir til máls um það efni, og samþykti fundurinn í því svofelda tillögu: „Aðalfundur Prestafjel. ísl. 1947 álítur, að það sje til heilla fyrir kristnilíf þjóöarinnar að unnið sje að eflingu kristniboðs hugsjónarinnar hjer á landi, og mælir með því að h&ldnar sjeu kristniboðsguðsþjónustur í kirkj unum og söfnuðirmr sjeu frædd ir um kristniboð“. Þegar mál þetta hafði verið afgreitt flutti sjera Guðbrand- ur Björnsson, prófastur á Hofs- ósi skýrslur og tillögur nefndar þeirrar, er undaniarin tvö ár hefur starfað að því að athuga samræmingu námsskrár í gagn- fræðaskólum og kristniboðs- kensluna þar. Tillögur nefndarinnar voru svofeldar: 1) Aðalfundur Prestafjelags Islands 1947 leggur til að trúar- bragðafræðsla fari íram í öll- um bekkjum gagnfræðastigsins, 2 stundir á viku. í 1. bekk sje lögð megináhersla á biblíusögur er taki við af biblrusögum barna skólanna og fari þá fram upp- rifjun á meginatriðum barna- skólafræðslunnar í kristindómi. I 2. bekk sje kend kristileg sið- fræði og ágrip af kirkjusögu og sje þá lögð mest stund á að jfræða um líf og starf ágætis- manna kirkjunnar. í /3. bekk sje kent ágrip af trúfræði og yfir- leitt um trúarbrögð alment. í 4. bekk sje farið yfir eitt höfuð- rit Biblíunnar með skýringum og þá jafnframt vakin athygli nemenda á lífsgildi heilagrar riíningar. 2) Prestafjel.stjórnin beiti- sjer fyrir því í samráði við fræöslumálastjórn að samdar sjeu hæíilegar keiislubækur í þessum námsgreinum. Helst sje ein bók samin fyrir alla bekk- iiia og sje sjerstökum manni falin ritstjórn hennar, en sjer- fróðum mönnum "j.e ætlað að semja hvern meginkafla bókar- innar. Tillögur þessar voru sam- þyktar í einu hljóði. Þá fóru fi’am almennar um- ræður og ræddu menn þá ýmsa hluti og samþyktu tillögur m. a. um sjóðsstofnun innan fje- lagsins til bókautgáfu með framlögum frá hverjum fjelags- manni og um áskrrun til út- varpsráðs um að hafa stutta guðræknisstund í morgunút- varpinu. Að loknum þessum almcnnu umræðum fór fram stjórnar- kosning og hlutu þessir kosn- ingu: Sr. Árni Sigurðsson, próf, Ásmundur Guðmundsson, sjera Bjarni Jónsson,- vígslubiskup, sr. Guðm. Einarsson, sr. Svein- björn Högnason. Eftir fundinn var kaffidrykkja í Oddfellowhúsinu. Þar flutti sr. Benjamín Kristjánsson er- Framh. á bls. 5 Frá málverkasýningu Sigurðar SlgurSssonar Maður með hest. (Sjá grein á 16. síðu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.