Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 2, ott. 1947
iitiiisttfil&ftife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefínsson (ábyrgðarm.1
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meO Lesbók.
Skömmtunin miðar
að jaínrjetti
SKÖMMTUN SÚ, á margskonar nauðsynjavörum, sem
nú hefur verið upp tekin miðar fyrst og fremst að því.
að tryggja það, að vörubirgðir þær. sem nú eru til í land-
mu og fluttar verða inn á næstunni, skiftist sem jafnast
og rjettlátlegast milli almennings í landinu.
Þessar skömmtunarráðstafanir hafa orðið nauðsynlegar
vegna þess, að fyrirsjáanlegt er að þjóðin verður að tak-
marka innflutning sinn. Hún verður að miða kaup sín á
erlendum varningi við greiðslugetu sína.
íslendingar eru ekki einir um að taka upp hjá sjer slíka
skömmtun. Hver einasta þjóð Evrópu, raunar flestar
þjóðir heimsins búa í dag við strangar skömmtunarregl-
ur og hafa gert það mörg undanfarin ár. íslendingar hafa
hinsvegar öll stríðsárin búið við miklu rýmri kost í þess-
um efnum en aðrir. Hjer hefur t. d. fatnaður verið ó-
skammtaður og almenningur hefur átt þess kost að kaupa
eins mikið af klæðnaði og þarfir hans hafa krafið vegna
óvenju mikillar kaupgetu og velmegunar. Við eigum því
ólíkt hægra um vik með að mæta skömmtun á slíkum
nauðsynjum en þeir, sem undanfarin ár hafa átt þess litla
möguleika að kaupa þessar vörur. Mun það og sanni næst,
að íslenskur almenningur hafi aldrei, hvorki fyrr nje síð-
ar verið jafnvel fatnaður. Er það vel farið. Það er að vísu
rjett að ekki búa allir við jafn góðar aðstæður í þessum
efnum. En það er samt óhætt að fullyrða að almennt erum
við mjÖg vel á vegi staddir með fatnað.
Einhverjum kann að finnast þær skömmtunarreglur,
sem settar hafa verið, naumar. Og víst er um það, að með
nokkrum sanni má segja það um sumar þeirra. En yfir-
leitt verður ekki sagt. að þær sjeu óeðlilegar strangar,
þegar litið er á allar aðstæður og þá fyrst og fremst á
það, hvernig þjóðin er undir það búin að mæta þeim.
íslendingar búa, þrátt fyrir þessar nýju reglur við ó-
endanlega miklu betri kjör en flestar Evrópuþjóðir. Þeir
eiga kost gnægða af nauðsynlegustu neysluvörum ó-
skömmtuðum svo sem kjöti, fiski og garðávöxtum. Óvenju
lega óhagstæð heyskapartíð í sumar mun að vísu draga
nokkuð úr mjólkurframleiðslu landsmanna og ef til vill
skapa mjólkurskort einhvern hluta ársins. En allir þeir,
sem nauðsynlega þurfa á mjólk að halda munu fá hana
eftir þörfum.
Á það má einnig benda, að engar líkur eru til þess að
verulegur skortur verði hjer á eldsneyti til upphitunar.
. I þeim efnum býr einnig meginþorri Rvíkinga við meira
öryggi en íbúar nokkurrar borgar í heiminum. Svo er hita
veitunni fyrir að þakka.
Þegar á þetta er litið, að íslendingar búa við gnægð
nauðsynlegustu matvæla og eiga þess kost að hita hús
sín eftir þörfum verður það auðsætt, hversu vesalmann-
leg er afstaða þeirra manna, sem nú gera allt til þess að
æra almenning vegna þeirra nauðsynlegu ráðstafana, sem
gerðar hafa verið til þess að tryggja honum jafnrjetti til
kaupa á þeim nauðsynjum, sem skömmtun hefur verið
ákveðin á. En um þá iðju eru kommúnistar einir. Þeir
kæra sig ekkert um jafnrjetti í þessum efnum fremur en
öðrum. Þeir vilja þvert á móti glundroða og öngþveiti á
þessum sviðum sem öðrum Þeir hafa leynt og ljóst hvatt
fólk til þess að „hamstra" og því miður, fyrst í stað, orðið
nokkuð ágengt í þeirri viðleitni. En allur almenningur
hefur skellt skoilaeyrum við þeim áskorunum.
Um bensínskömmtunina er það að segja, að í reglum
þeim, sem um hana eru settar, er reynt að tryggja hags-
muni atvinnulífsins eftir fremstu getu. Almenningsvagn-
ar, vörubifreiðar og lefgubifreiðar til mannflutninga, fá
eins ríflegan skammt og talið hefur verið fært. Skammtur
leigubifreiðanna nægir að vísu ekki til þess að eigendur
þeirra geti haldið í sama horfinu og áður, en hann á samt
sem áður að nægja til þess að nauðsynlegasta akstri verði
haldið uppi.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ljósir punktar
ÞAÐ voru þó nokkflr ljósir
punktar í deginum í gær, þrátt
fyrir upphaf skömmtunarinnar
og afnám lánsviðskipta.
í fyrsta lagi var það blessað
veðrið. Yndislegur haustdagur,
eins og þeir verða bestir. Veðrið
eitt nægði til þess að menn litu
bjartari augum á tilveruna, en
ella hefði verið.
Svo var það vatnið, blessað
Gvendarbrunnavatnið, sem nú
rennur í stríðum straumum til
bæjarins. Og loks sáust menn
með epli. En það er viðburður,
eins og kunnugt er, að sjá menn
>með nýja ávexti í þessum bæ.
Þannig eru alltaf einhverjar
ljósar hliðar á tilverunni til að
vega upp á móti skuggunum.
•
Alþingi og ávextir
ÞAÐ er ekki gott að segja
hve margir hafa notið góðs af
þeim eplum, sem sáust í versl-
unum í gær. Það er orðið svo
hjer á landi, að það fá ekki
allir ávexti í einu þegar þeir
koma til landsins. Það fer eftir
því hver það er sem flytur þá
inn. Stundum er það kaupfje-
lagafólk, sem verður ávaxtanna
aðnjótandi og stundum hitt,
sem versla við kaupmenn.
Eins og kunnugt er samþykkti
háttvirt Alþingi í fyrra að jafn-
an skyldi vera nóg til af ávöxt-
um í landinu. En það er nú svo,
að það er ekki nóg að þingið
samþykki. Það þarf stundum
meira til. Vonandi að ilmurinn
af eplunum hafi borist inn í þing
salina í gær til að minna þá
háttvirtu á loforðið frá í fyrra.
•
V atnsskorturinn
úr sögunni
ÞAÐ eru ekki nærri allir
Reykvíkingar, sem taka- eftir
því að vantið er nú komið aftur
eins og hver vill hafa, því að
þótt stundum hafi verið kvartað
háværum röddum um vatnsleysi,
þá hafa flestir Reykvíkingar
hafa nægilegt vatn. Það eru að-
eins húsin sem hæst standa í
bænum, sem verið hafa vatns-
laus. En þar heíur ástandið
líka verið aumt. -
Húsmæðurnar hafa orðið að
3afna í stampa og koppa og
geyma allan daginn. Ekki hefur
verið hægt að hreinsa vatns-
salerni og sumsstaðar ekki hægt
að fá sjer svo mikið sem vatns-
glas að drekka.
Þá hafa bílaeigendur neyðst
til að leita út fyrir bæinn í
lækjarsprænur til að þvo bíla
sína og ekki heíur verið leyfi-
legt að nota garðslöngur, eða
þvo glugga.
Nú er vatnið frjálst
ÞAÐ munu því margír verða
harla ánægðir í dag er þeir á
ný geta notið eins mikið af
köldu vatni og þá lystir.
En ekki er með þessum orð-
um verið að hvetja fólk til að
nota vatn í óþarfa eða láta sí-
renna hjá sjer. Vatnsbruðlið
hefur jafnan verið óhemju mik-
ið hjer hjá okkur í þessum bæ,
því að það mun staðreynd, að
óvíða er eitt öðrum eins kynstr-
um af köldu vatni eins og í höf-
uðstað íslar.ds.
•
Skömmtunin
ÞAÐ er bollalagt um skömmt-
unina nýju, eins og við var að
búast. Þrátt fyrir skýringar sjer
fróðra manna á skömmtunar-
reglunum virðist enginn skilja
neitt í neinu. A og B og tölu-
stafir. K, M, J og stofnaukar.
Þetta merkja mál er hrein-
asta kínverksa fyrir flesta. —
Jafnvel kaupmenn og afgreiðslu
fólk veit illa hvað er hvað.
Það tekur tíma að læra þetta
allt.
„Lesið vandlega í blöðunum,
auglýsingar um það, hvaða
gildi hver reitur hefur“, stendur
á ckömmtunarseðlunum. Já, það
er víst eins gott.
•
Bílstjórarnir
óánægðastir
ÞAÐ viroist sem bílstjórarnir
sjeu einna óánægðastir með
sitt hlutskipti í sambandi við
skömmtunina. Þeir halda fundi
um málið og kvarta sáran, enda
er atvinna þeirra í veði.
,,Það er ekki annað að. sjá,
en að bílstjórastjettin leggist
niður“, heyrði jeg 'einn segja í
gær. En varla er málið svo al-
varlegt. Vícast hvar í heimin-
um er bensín skammtað ennþá,
en bílstjórastjettin er enn til
fyrir það og verður vonandi eins
hjer.
Hitt er annað mál, að það ætti
að kenna bílaeigendum hvernig
þeir geta sparað. Hvaða hraða
er best að aka á til að bensín-
eyðslan verði sem minnst.
•
Næturaksturinn
OG svo er það næturakstur-
inn, sem á að leggjast niður.
Það er bæði gott og illt, um það
að segja. Þráfaldlega hefur ver-
ið á það bent, að nauðsynlegt
sje að leigubílar sjeu fyiir hendi
að næturlagi fyrir almenning,
sem þarf að sækja lækni, Ijós-
móður, eða ef eitthvað annað
bráðnauðsynlegt ber að að nóttu
til.
En það, sem vinnst við að
næturakstur leggst niður er að
áfengissala úr bílum mun leggj-
ast niður að miklu leyti. Og það
er gott.
Það er vitanlega langt frá því,
að allir bílstjórar hafi selt
áfengi, en þeir eru margir, allt
of margir.
í MEÐAL
i
ANNARA ORÐA .
í feit að efnl
ÞEGAR á að fara að finna
efni í „Meðal annarra orða“ og
langt er síðan útlendu frjetta-
stofurnar hafa sent greinar til
blaðsins, verður maður að fara
út í bókaverslanirnar og reyna
að leita fyrir sjer í útlendu
blöðunum, sem þar eru, hvort
ekki sje eitthvað nothæft þar.
Nokkrum sinnum, þegar svo
hefur staðið á fyrir mjer hef
jeg skroppið út í næstu búð,
flett blöðunum, sem þar liggja
í hillunum, stundum með góðum
árangri. En ní í sumar hefur
sjaldan verið um auðugan garð
að gresja og í hvert skipti, sem
jeg kem þarna inn verður mjer
á að hugsa, að það hefði verið
annað í gamla daga, þégar allar
búðir voru fullar af margskonar
„magasínum" og frjettablöðum.
Það var á stríðsárunum og
nógur gjaldeyrir til. — Þá gat
maður gengið inn í hvaða bóka-
verslun, sem var og keypt þar
eins mikið og maður vildi af
Life og Time eða ensku blöð-
unum Illustradet og Post. Nú
er það rjett með glöppum að
hægt er að ná í þetta.
Jeg fór inn í bókabúð í gær
og spurði hvort þar væri til
Time.
Time, segir búðarmaðurinn.
Það komu fimm eintök af því í
morgun, en þau seldust eins og
skot, — Já, það er ekki gaman
að því, við fáum ekki fleiri.
Það er slæmt segi jeg. Mjer
finnst jeg ekki fylgjast með
heimsfrjettunum, ef jeg hef
ekki Time/
Já, svarar búðarmaðúrinn, og
þeir eru margir þeirrar skoðun-
ar.
En hefur þú ekki News
Review (það er enskt vikublað).
Jeg hef ekki sjeð það svo lengi.
Nei, svarar búðarmaðurinn.
Það hættir líklega alveg að
koma. Okkur vantar gjaldeyrir
og það verður að spara og spara.
Skuggar fortíðarinnar
Má jeg líta á blöðin, sem
liggja hjerna segi jeg og fer að
grúska og brátt er jeg kominn
þar í skugga fortíðarinnar, því
að fyrsta blaðið, sem jeg tek
upp er móoublað frá því í mars
1945. Og allt er eftir þessu. —
Þarna er gamalt Life, en undar-
lega nýtt Colliers, frá því síðast
í ágúst á þessu ári. Og svo er
þarna gamalt Aktuell.
Aktuell er norskt blað og það
er eitt af þeim fáu blöðum, sem
hægt er að segja, að sje prýði-
legt bæði að efni og frágangi.
Gunnar Axelson var að segja
mjer fyrir skömmu, að nú eigi
það alveg að hætta að flytjast
til landsins. Það er vissulega
skaði og mjer sýndist Gunnar
vera reiður yfir því. Hann
sagði: Þið flytjið inn allskonar
sælgæti og munaðarvörur, sern
þið hafið lítið anpað gagn af
en að fá gott bragð stundar-
korn upp í munninn, en svo á
að fara að skerða innflutning á
andlegu efni, á blöðum, sem eru
til þess að veita fólkinu fróð-
leik. Síðast sagði hann: Þið
eígið ekki að hugsa aðeins um
magann á ykkur. þið verðið
líka að hugsa um það andlega.
Og er þetta ekki rjett hjá
honum ? Er ekki loku skotið fyr-
ir að fólk hjer á landi geti t.d.
kynnst erlendum bókmenntum?
Hvar er hægt að fá útlend skáld
rit, bæði eftir gamla og nýja
höfunda? Nei, það er hvergi
hægt aö fá neitt slíkt, og það er
ómögulegt lengur að fylgjast
með því, sem er að gerast í
nágrannalöndum okkar.
Síðasfi afh@ndíngardapr
SÍÐASTI afhendingardagur
skömtunarseðlanna er í dag. —
Fer afhendingin fram í Góð-
templarahúsinu og verður opið
til klukkan 5 síðdegis. Samtals
höfðu um 46.000 manns sótt
skömtunarmioana í gærdag.