Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 2. okt. 1947
<4
ÁMAÐALUR
Sí álcliacfa eptir Jjacj> cJlondon
18. dagur
Henni fanst Billy f allegri en ^
nokkru sinni áður. Hann var t
rjóður í kinnum og það voruj
fleiri ljósbreytingar í augum'
hans en áður. Hann bauð heiini j
góðan dag og brosti um leið svo
að skein í mjallhvítar íennur.
hans á bak við rauðar varirnar. I
Og það var eins og friður og'
vellíðan færi um hana alla. Ró-
semi hans og öryggi lægði gjör-
samlega geðshræringu hennar
út af uppþotinu og æðinu í,
Söru. Og hún gat ekki annað cn I
brosað, þegar henni varð hugs-
að til þess að hann hafði sagt
að hann gæti orðið ,,bandóður“. 1
Hún hafði áður ekið í vagni, j
en það var eineykisvagn, sterk- j
ur og klunnalegur, eins og allir
leiguvagnar. En hjer var fall-
egur vagn með tveimur gæð-
ingum fyrir, fjörugum og fall-
egum, og var auðsjeð á því
hvað þeir voru gljástroknir, að
þeir voru aldrei leigðir. Á milli
þeirra var furðulega mjó vagn- '
stöng og aktýgin voru svo nett
að þau voru eins og skraut.
Þetta var jafn frábrugðið því,
sem hún hafði sjeð. Hann sat í
vagninum og hjelt aðeins laus-
lega í taumana. Það var engu
líkara en að hann hefði vald á
hestunum með viljaafli sínu
einu. |
Krakkar og forvitið fólk safn
aðist saman á götunni til að
horfa á þessa nýlundu, og víða
gægðust andlit fram á bak við
gluggatjöld, eða út um hálf-
opnar dyr. Billy rjetti henni
hendina og studdi hana upp í
vagninn. Þar settist hún við
hlið hans í mjúkt bólstrað leð-
ursæti, með háu og þægilegu
þaki. Henni var unun að því að
sitja í svo góðu sæti, ekki síst
fyrir það að hún sat við hlið-
ina á honum.
„Hvernig líst yður á klár-
ana?“ spurði hann og greip
taumana með báðum höndum.
Hestarnir ruku á stað með þeim
hraða að Saxon fanst nóg um.
„Þetta eru hestar húsbóndans.
Slíkir hestar fást ekki leigðir.
Hann lætur mig stundum liðka
þá fyrir sig, því að þeir verða
óviðráðanlegir ef þeir standa
lengi óhreyfðir. Þessi hægra
megin heitir King. Líst yður
ekki vel á hann. Ber hann sig
ekki fallega? Hinn er líka á-
gætur. Hann heitir Prince.
Hann þarf gott taumhald. Hæ.
Sáuð þjer til hans núna, Saxon?
Þetta er hestur sem vert er um
að tala. Snillingur — það er
hann“. j
A bak við þau hrópuðu krakk
arnir húrra. Saxon hagræddi
sjer í sætinu. Nú var þessi þráði
dagur að byrja.
X. KAFLI.
„Jeg hefi ekkert vit á hest-
um“, sagði Saxon. „Jeg hefi
aldrei komið á hestbak, og þá
sjaldan jeg hefi farið í öku-,
ferðir, þá hefir jafnan verið
ein húðarbykkja fyrir vagnin- i
um. En jeg er ekki hrædd við
hesta. Mjer þykir vænt um þá. j
Jeg held að mjer sje það.með-
fætt“.
Billy þótti vænt um að heyra
þetta.
„Þetta líkar mjer“, sagði
hann. „Mjer geðjast að stúlk-
um, serii eru hugrakkar. Sumar,
þær stúlkur, sem jeg hefi verið
með — — jæja, í fám orðum
sagt mjer velgdi við þeim. Þær
voru hræddar og skjálfandi og
hljóðuðu. Svei því. Þær hugs-
uðu víst meira um mig en hest
ana. Jeg vil stúlkur, sem þykir
vænt um hesta. Þær eru eftir
mínu höfðu — eins og þjer,
Saxon. Og jeg get talað við yð- |
ur. Allar aðrar hafa gert mig
svo leiðan, að jeg varð mállaus.
Þær skilja ekki neitt, en eru
altaf hræddar — þjer skiljið
hvað jeg á við?“
„Það getur verið að mjer
þyki vænt um hesta vegna þess,!
að jeg hefi altaf hugsað mjer
pabba ríðandi á þeim rauðbles- ’
ótta“, sagði hún. ,,Þegar jeg var-
lítil var jeg altaf að teikna!
hesta. Og mamma hvatti mig til
þess. Jeg á stóra bók, sem er
full af hestamyndum, sem jeg
teiknaði í æsku. Stundum hefir
mig jafnvel dreymt um það
að jeg ætti hest og að jeg væri
að þeysa á honum“.
„Jeg skal lofa yður að taka
við taumunum bráðum, þegar
mesti ofsinn er úr klárunum“,
sagði hann. „Þeir eru erfiðastir
fyrst. Sko, takið þjer hjerna
um taumana fyrir framan hend
urnar á mjer. Hvað finst yður?
Taka þeir ekki á? Jeg veit að
þjer finnið það, en þetta er ekk-
ert. Jeg þori ekki að sleppa
taumunum við yður enn, þjerj
eruð svo veikbygð“.
Augu hennar tindruðu þegar|
hún fann hvernig hestarnir
lögðust í taumana. Hann sá það
og gladdist við.
„Nú skal jeg trúa yður fyrir
nokkru, Saxoi»“, sagði hann.
„Jeg hefi oft barist á leiksviði
og fengið slæma útreið, aðeins
til þess að þóknast whisky-
sambandi og tóbakslyktandi
sportfíflum, sem mjer bauð við.
Labbakútar, sem ekki hefði þol
að eitt högg á kjálkann eða mag
ann, öskruðu húrra fyrir mjer
og heimtuðu að sjá blóð. Blóð
— heyrirðu það. Jeg hefði held
ur kosið að berjast fyrir einn
— til dæmis fyrir yður -— ein-
hvern, sem mjer þykir vænt
um. Það hefði verið mjer sam-
boðið. En að berjast fyrir þessa
heimsku róna, sem ekki hafa
hug á við kanínu — og láta þá
hrópa húrra fyrir mjer. Nei,
það get jeg ekki. Eruð þjer mjer
ekki sammála um það að rjett
hafi verið hjá mjer að hætta?
Það veit hamingjan að heldur
vildi jeg berjast fyrir hóp af-
lóga vagnbykkja, heldur en
fyrir þessa óþrifagemsa, sem
ekki hafa annað en vatn í æð-
unum, blábert rigningavatn“.
„Jeg — jeg vissi ekki að það
var svona að vera hnefaleik-
ari“, stamaði hún, slepti taum-
unum og hallaðist aftur á bak
í sætið.
„Það er í sjálfu sjer ekkert
óheilbrigt við það að berjast,
heldur hitt að skemta með því
þessum skríl“, sagði hann. ,,Auð
vitað á ungur hnefaleikari það
á hættu að verða fyrir meiðsl-
Það er ekkert. En það eru
hinir organdi áhorfendur, sem
gera út af við mig. Hvatningar-
orð þeirra og hrós eru mjer
viðbjóður. Skiljið þjer það
ekki? Jeg verð hreint og beint
veikur af því. Hugsið yður að
þjer sjáið útlifaða fyllirafta,
sém ékki þyrðu að fást við kött,
og ekki eru þess verðir að binda
skóþveng heiðarlegs manns —
að sjá þá stökkva upp á bekki
og æpa og hrópa húrra fyrir
mjer — mjer“.
Stór hundur kom hlaupandi
út á götuna og skeytti ekkert
um vagninn. Prince kipti í taum
inni og ætlaði að bíta hundinn.
„Ha, ha. Hvað segið þjer um
þetta? Er hann ekki makalaus?
Hann hefir hið rjetta bardaga-
eðli. Hann er ekki að sýnast.
Hann gerði þetta ekki til þess
að einhver öskurapi hrósaði
honum. Hann gerði það sjálfs
sín vegna, aðeins vegna þess að
hann varð reiður. Eðlið sagði
til sín. En þessir æpandi sport-
asnar. Herra trúr---------“.
Þótt hann ljeti þannig dæluna
ganga hafði hann nákvæmar |
gætur á hestunum og umferð-
inni. Hann sveigði hestana til
og ók út á vegarbrún svo að
smástrákar, sem voru að leika'
sjer á götunni, yrðu ekki undirj
þeim. Saxon sat hljóð og gaf j
honum hornauga. Frásögn hans
opnaði henni nýja heima, sem
hún hafði aldrei skygnst inn í,
og hún þóttist skilja hann bet-
ur en áður. Aldrei hafði hún
verið hrifnari af honum en ein-
mitt nú.
„Það veit hamingjan“, hjelt
hann áfram, „að stundum lang-
aði mig til þess að hlaupa út
úr hringnum, steypa mjer yfir
áhorfendur og berja á báðar
hendur, lofa þeim að finna
hvernig það er að vera í hnefa
bardaga. Það var nú til dæmis
þegar jeg fjekst við Billy
Murphy. Þjer kannist víst ekki
við hann? Þetta er sá röskvasti
og ágætasti piltur, sem nokkru
sinni hefir staðið innan vje-
banda. Við erum skólabræður.
Við ólumst upp saman og vor-
um bestu vinir og fóstbræður.
Við hjálpuðum hvor öðrum. Ef
1 jeg komst í hann krappan þá
var hann óðar kominn að hjálpa
mjer. Við urðum báðir hnefa-
leikarar, og svo lcom að því að
við áttum að berjast. Það er að
segja við höfðum oft kept áður.
Tvisvar sinnum urðum við
jafnir, einu sinni sigraði jeg og
einu sinni sigraði hann. Þetta
var í fimta skifti, sem við átt-
um að berjast. Við vinirnir.
Hann er þremur árum eldri cn
jeg, og hann á konu og tvö
börn. Jeg þekki þau. Og hann
er besti vinur minn. Skiljið þjer
það? Jeg er tíu pundum byngri
en hann, en það skiftir ekki
svo miklu máli. Hann er miklu
snarari og viðbragðsfljótari en
jeg, en jeg er þrautseigari. Báðr
ir þolum við þung högg, og við
erum báðir jafnvígir á báðar
hendur. Hann þekkir mína bar-
dagaaðferð og jeg þekki hans
aðferð. Við stóðum jafnt að
vígi. Tvisvar hafði verið jafn-
tefli milli okkar, og sinn sig-
urinn hafði hvor unnið. Jeg var
honum ekki fremri og var ekki
kominn til að sigra. En það var
bardaginn, sem jeg ætlaði að
segja yður frá. Viljið þjer
heyra um hann?“
„Já, já, jeg vil endilega heyra
um hann“, sagði hún áköf.'
„Þjer segið svo skemtilega frá“.!
Hann tók hrósinu eins«og vel
uppalinn drengur.
Jllútíiö.iiikla'biií'ísð
GULLNI SPORINN
102.
Jóhanna kinkaði kolli. „Þetta var Hannibal Tingcomb,
húsvörður á Gleys.“
„Hvað segirðu!“
„Jeg kippti í tauminn og stöðvaði hest minn.
„Frá Gleys?“ hrópaði jeg. „Húsvörður hjá Sir Deakin
Killigren — eða raunar fyrverandi húsvöröur.“
„Rjett, nema það síðasta. Hann vinnur ennþá fyrir
Sir Deakin.“
„Nei, það. er þjer. sem skjátlast, Jóhanna, því Sir
Deakin er dauður og grafinn fyrir fimm mánuðum síðan.
En hvar er Gleys höfuðbólið? Jeg verð að fara þangað
strax á morgun.“
„Það er enginn vandi að finna það, því það er út
við suðurströndina, og engin önnur hús eru í. nágrenn-
inu. Það er í mílu fjarlægð frá næsta húsi og þremur
til fjórum mílum frá Temple. — Ep hverjum hefði get-
að dottið það í hug, að jeg væri svona óskaplega óhrein!“
Þegar við nálguðumst kofann, sáum við, að dyr hans
voru opnar og að ljettan reyk lagði út um þær. Fyrir
innan var allt á tjá og tundri, alveg eins og þegar jeg
fyrst kom þarna. Innan um allt ruslið lá gamli maðurinn
á grúfu. en við hlið hans sat kötturinn og maiaði.
„Fullur aftur“, sagði Jóhanna stuttlega.
En þegar jeg gætti betur að, sá jeg blóðbletti á gólf-
inu við munn gamla mannsins, og velti honum varlega á
bakið.
„Jóhanna,“ sagði jeg, „hann er ekki drukkinn — hann
er dáinn.“
Hún stóð skamma stund og horfði fyrst á líkið og síðan
á mig, án þess að mæla orð frá vörum. Loks sagði hún:
„Jæja, þá er best við jörðum hann.“
„Heyrðu!“ hrópaði jeg og skiidi ekkert í þessu tilfinn-
ingaleysi, „þetta er faðir þinn — og nú er hann dáinn!“
„Rjett, drengur minn. Ef hann væri á lífi, mundi jeg
ekki láta þig hafa fyrir því að jarða hann.“
Ef I/oftur cetnr þafi ekliri
— þá hver?
Halló, er þetta líkbrennslustöð-
in. Jeg ætlaði bara að láta ykk-
ur vita, að þið þurfið ekki að ná
í mig.
*
Mállaus skilur mállausan
þessum efnum í nágrannalönd-
Mállaus maður einnn í Ame-
ríku, sem er giftur mállausri
konu, nefur krafist skilnaðar.
Ástæðan er, að hún blótar svo
mikið að ógurlegt er.
Gullgrafarinn Camillo Reg-
hensani, sem hafði verið sex
mánuði að leita að gulli í Vest-
ur-Ástráliu var orðinn svo leið-
ur og reiður á þessarri enda-
lausu leit, að hann var nú loks
ákveðinn í að hætta. Hann tók
allar dýnamít sprengjurnar, sem
hann átti, batt þær saman,
kveikti á sprengiþræðinum og
kastaði því inn í gamlan
helli. Þetta átti að vera kveðju-
skotið og Reghensani fór í skjól
bak við bergstand einn.
Ogurleg sprenging kvað við og
þegar Reghensini opnaði augun
varð hann vissulega forviða, því
að allt í kringum hann lágu stór
ir gullklumpar. Sprengingin
hafði raskað við gullæð.
Reghensani hefur ákveðið að
fara ekki strax frá Ástralíu.
★
Nýlega skeði það í bruggun-
arstöð í Skotlandi, að það varð
að fleygja 30,000 lítrum af
viský. Orsökin var, að köttur
hafði dottið ofan í ámuna og
drukknað þar. Þótti ekki hæít
að selja vínið úr því. Var því
öllu rennt niður um skolpleiðsl
una. Og segið svor að Skotar
sjeu nískir.
★
Auður minn er ávöxtur af
áralangri sparneysiu og nýtni.
Nú, jeg sem hjelt, að þú hefð-
ir erft frænku þína.
Já, það var einmitt það.
4r
Veistu það að þrír læknar
hafa gefið upp alla von með
Halldór.
Nú, hvað gengur að honum.
Þeir hafa gefist upp á að fá
börgaða læknishjálpina.
★
Af hverju ertu að flýta þjer
svona mikið?
Jeg ætla að vera við jarð-
arför skrifstofustjórans og hann
hefur alltaf orðið bálreiður ef
menn koma of seint.
/