Morgunblaðið - 02.10.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.10.1947, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. okt. í 947 Vetrarstarfsemi Heim- dailar að byrja FjelagaSalan vex stöðugt HEIMDALLUR er nú um það bil að hefja vetrarstarfsemi sína og var fyrsta kvöldvaka f jelags- ins á þessu hausti haldin í Sjálf- stæðishúsinu s.l. miðvikudags- kvöld. Fjelagið mun í vetur halda uppi mjög mikilli og fjölþættri starfsemi. Hefur meðlimatala fjelagsins vaxið mikið á þessu ári og í hverri viku bætast við nýir fjelagar. Er þetta örugg sönnun þess, hversu miklu og og stöðugt vaxandi fylgi Sjálf- stæðisflokkurinn á að fagna hjá unga fólkinu í Reykjavík. SUMARSTARSEMIN í sumar efndi Iieimdallur til margra kynnis- og skemmti- ferða víðs\regar um land. Þátt- takan í þessum ferðum var yfir- leitt mikil og heppnuðust þær allar mjög vel. Þessar ferðir voru m.a. farnar: Til Isafjarðar og um ísafjarðardjúp, til Akur- eyrar, hvítasunnuferð um Ár- nessýslu og Snæfellsnessferð, Ferðir þessar voru ekki ein- ungis þeim er tóku þátt í þeim til óskiptrar ánægju, heldur juku þær kynningu ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og ungra Sjálfstæðismanna á þeim stöðum er farið var til og treysti samstarf þeirra. í sam- bandi við þessar ferðir voru víða haidnir fundir er yfirleytt voru vel sóttir og hinir áhrifa- ríkustu. STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Heimdallur hefur ákveðið að efna til stjórnmálanámskeiðs í nóvember n.k. Verða þar fluttir fyrirlestrar um ýmis efni stjórn málalegs eðlis og auk þess verða mælskuæfingar. Verða fundir sennilega þrisvar sinnum í viku, en ekki er ennþá afráðið á hvaða dögum þeir verða eða tíína. Öllum ungum Sjálfstæðis- niönnum verður heimilt að sækja námskeiðið og ættu ungir Sjálfstæðismenn utan af landi, er dvelja hjer í bænum á þess- um tíma við nám eða vinnu, að nota tækifærið og sækja það. í fyrra hjelt Heimdallur slíkt námskeið. Var það mjög fjöl- sótt og árangur af því ágætur. Allir hafa gott af því að sækja slíka fræðslufundi. Menn fá þar fræðslu um ýmis þau mál er mestu skipta lífsafkomu þjóðar- innar og þeir fá þar æfingu í að láta skoðanir sínar í ljós í mæltu máli. Heimdallur hefur á undanförnum árum haldið mörg stjórnmálanámskeið og hafa þar komið fram margir á- gætir ræðumenn, er einmitt þar hafa lagt grundvöllinn að mál- snilld sinni. Öll nánari tilhögun námskeiðsins verður auglýst síð ar. FUNDIR OG KVÖLDVÖKUR Fjelagið mun eins og undan- farið efna til fjelagsfunda þar sem rætt verður um fjelagsmál og stjórnmál og svo almenna æskulýðsfundi þar sem ungir Sjálfstæðismenn kynna stefnu sína og lýsa hugsjónum þeim, er þeir berjast fyrir. Einnig mun fjelagið halda tvær kvöldvökur í mánuði hverj um. Verða þær aðeins fyrir Heimdellinga og gesti þeirra og verður vandað til þessarra skemmtana eftir föngum. Verða þar fluttar ein eða tvær stuttar ræður og góðir skemmtikraftar fengnir til að skemmta. Dansleiki mun fjelagið halda öðru hvoru og verða þeir h'ka aðeins fyrir Heimdellinga og gesti þeirra Fjelagið undirbýr margt fleira en hjer er nefnt, en frá því er ekki hægt að segja að svo stöddu. Slgurgeir SigHfj^nSson _________> >Slmi 1043, nrátia kommánisia gegn frelsi iafnrjetti og bræðralagi EINHVER spekingur úr Æ. F.R. hefur nýlega gert gaum- gæfilega athugun á kjörorðum frönsku byltingarinnar, og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hið skelfilega íslenska „afturhald“ berjist alls ekki fyrir frelsi, jafnrjetti og bræðralagi, heldur beinlínis gagngert á móti öllu slíku. Þessu til sönnunar eru svo rúnir þrír dálkar á unglinga- síðu Þjóðviljans, og þá þurfa menn nú ekki frekar vitnanna við. Og þó að savjetsannleikur- inn eigi ekki alltaf samleið með þessum venjulega, gamla og góða, er ekki að efa, að Þjóð- viljinn þekkir og veit, til hvers má ætlast af þeim. — En illa mundi hverjum öðrum ganga að gleypa þær tuggur, sem í grein þessarri eru. Fyrst er nú frelsið tekið til meðferðar. Og átakanlegasta dæmið um ófrelsi á íslandi, sem kommúnistar geta grafið upp, er það, að tveir Gyðingar skuli eigi hafa fengið ríkisborgara- rjettindi. IIví,lík ógn og skelf- ing! Að vísu stendur nú hvergi í íslenskum lögum, að hverjum og einum skuli veitt ríkisborg- ararjettindi hjer á landi, en þar sem þessir menn eru einnig kommúnistar hlýtur það að ganga glæpi næst að útskúfa þeim. En „það er huggun harmi gegn“ að auðvitað mun friðar- og sæluríkið í austri taka þeim opnum örmum. Svo er minnst lítillega á hina „fyrrverandi fasista“ í Mið- og Vestur-Evrópu, sem nú er sem óðast verið að myrða. Að vísu minnast menn þess eigi, að Pet- kov hafi tekið brosandi í hönd von Ribbentrop og gert stóra samninga við Þjóðverja, svo sem fjelagi Molotoff, ep komm- únistar eru sjerfræðingar í að sanna .allt um alla, sjeu þeir bæði sækjendur, verjendur og dómarar. Nú dæmist rjett að vera, And-nasistinn Molotoff, sem gerði samninga við Þjóð- verja og talaði fjálglega um innilega vináttu Þýskalands og Rússlands, var bara að plata nasistana. Nasistinn Petkov, sem var einn af foringjum leyni hreifingarinnar gegn nasistum, skal líflátinn. Ekki fer betur fyrir vitringn- um, þegar hann minnist á Bandaríkin. Honum finnst það hræðilegt, að kommúnistar skuli egi fá að starfa í í þjónustu hins opinbera, og segir rjettilega, að það sje vegna skoðunar þeirra. En það er eigi vegna skoðunar þeirra í þjóðfjelagsmálum, held ur vegna þeirrar skoðunar, að ættjarðarást og tryggð við föð- urlandið sje smáborgaraleg hug tök, þjóðfáni og þjóðsöngur sjeu „hermerki auðvaldsins" og að „Alþjóðasamband kommúnista hefur æðsta vald í málefnum allra einstakra kommúnista- flokka, sem sjeýað hver komm- únistaflokkur er undir stjórn frá Moskva. Annars ætti þessi kommúnista að hætta harma- gráti sínum út af bandarísku kommunum og snúa sjer að frelsinu í Sovjet. Væri gaman, ef hann upplýsti, hve margir andstaíðingar þjóðfjelags sósial ismans eru á lífi, hve margar ábyrgðarstöður þeir hafi á hendi, hve margir pólitískir flokkar þeirra eru leyfðir, hve mörg blöð þeir gefa út o. s. frv. Gætu slíkar athuganir orðið honum til mikils góðs, eins frelsisunnandi maður og hann virðist vera. Honum blöskrar auðvitað sú skerðing á verkfallsrjettinum, sem Bandaríkjamenn komu ný- lega á. En hvað varð af þess- um „heilaga rjetti verkalýðsins" í „ríki verkamannsins“. Menn skyldu ætla, að hann væri hvfergi hafður í meiri hávegum en þar. En hvað skeður? Hann er ekki til! Loks minnist hann á negra, sem eigi fá að kjósa í Banda- ríkjunum. Veit sá góði maður, hversu margir hvítir menn fá ekki að kjósa í frelsi kommún- istalandanna? Þegar kommún- istar hafa veitt þeim kosninga- rjett geta þeir farið að berjast fyrir kosningarjetti negra, en þangað til ættu þeir að tala sem minnst um slíkt. Hvað jafnrjetti kommúnista viðvíkur, skal látið nægja að minna á embættaveitingar Brynjólfs fyrrverandi kennslu- málaráðherra. Eða var það ef til vill „Heimdallarjöfnuður“, sem hann fór eftir? Svo er það bræðralagið. Um- hyggján fyrir negrum og Gyð- ingum kemUr auðvitað aftur fram, svo að unun er á að líta. Svo spyr þessi gáfaði maður: „Hefur það ekki alltaf verið ráð og aðferð auðvaldsins að egna kynþáttum gegn kynþátt- um, þjðð gegn þjóð?“ Spyr sá," sem ekki veit. Honum til fróð- leiks skal bent á, að af íslensk- um stjórnmálaflokkum eru það aðeins sósílistar, sem hafa nokk uð líkt því á stefnuskrá sinni. Hefur hann gleymt því, að stjettabaráttan er guðspjall kommúnismanns. Það ber ef til vill vitni um „bræðraþel til al- þýðu heims“, að etja stjett gegn stjett, og er engin Hiætta á að alþýðan verði „máttvana og flakandi í sárum“ eftir slíka bar áttu. Að lokum skal hann minntur á tvær setningar tveggja komm úánista. „Kommúnisminn er ekki sunnudagaskólakenning. Börnin verða að vera viðstödd líflát og gleðjast yfir, þegar fjendur ör- eigans eru drepnú'“. Lenin. „Vjer hötum kristna menn. Þeir prjedíka kcerleika og um- burðarlyndi, sem er beint gegn kenningum vorum. Burt rneð kœrleikann til núungans. Það, sem vjer þurfum er hatrið“. Lunartscharski. Hvílíkt bræðarlag! Það er ekki að undra, þótt menn hríf- ist af svona „hugsjónum“. Næst þegar andinn kemur yfir ung- kommúnistana, ættu þeir að láta sjer nægja kvikmyndagagnrýni og kjaftasögur, en ræða sem minnst stjórnmál líðandi stund- ar. íslensk æska þekkir fortíð kommúnista, litaða af draum- um um byltingar og blóðsúthell- ingar, hún þekkir nútíð þeirra, litaða af lygum og blekkingum og hún mun sjá um, að þeir eigi sjer enga framtíð. Ágæl kvöldvaka Heimdallar HEIMDALLUR hjelt kvöld- vöku í Sjálfstæðishúsinu s.l. miðvikudagskvöld. Þar flutti Jóhann Hafstein, alþm., ræðú. Síra Jón Thorarensen flutti er- indi. Ólafur Magnússon frá Mosfelli söng, undirleik annaðist Weisshappel. — Vigfús Sig- urgeirsson sýndi íslenskar kvik- myndir í eðlilegum litum, m.a. frá Heklugosinu. Að lokum var svo dansað. Hásið var þjettskip- að og skemmti fólk sjer hið besta. HárgreiSslusfofa í fullum gangi til sölu með tækifærisverði. Framtíðar I 5 húspláss. Uppl. í síma | 4109. I Nýleg Willy’s með Stillishúsi til sölu. — | Til sýnis við Leifsstyttuna | eftir kl. 7 í dag. I Kaupiiöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna Súni ,1710.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.