Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. oit. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 BORGUM NORÐUR ÞÝSKALANDS GRÓA RÚSTIRNAR GRA BREIÐGÖTUR Parísar og Briissel, styrjaldarsár Antwerp en og Arnhem, blómagarðar, vindmyllur og síki Niðurlanda liggja að baki. Framundan er Þýskaland, hjarta meginlands Evrópu. Land án ríkis. Það er ekki hægt.að verjast dálítið einkennilegri tilfinn- ingu þegar farið er yfir þýsku landamærin. Þýskaíand er ekki lengur ríki, aðeins ,,svæði“, sem fjögur stórveldi hersitja. Svona eru öi’lögin stundum grá- lega grimmlynd. Þúsund ára ríkið, -sem leiðtogar nasismans töldu sig hafa stofnað varð aldrei nema 12 ára gamalt. Þá hrundi það til grunna. U'ndir rústum þess urðu 70 miljónir Þjóðverja og miljónir saklauss fólks um alla veröki. Og í dag, þegar við förum yfir þýsK- hollensku landamærin grúfir hinn skelfilegi skuggi mann- anna frá Muncheu yfir þessu frjósama og auðuga landi og fólkinu sem byggír það. Landamæraverðirnir eru flest ir þýskir. Þeir bera hina gömlu þýsku einkennisbúninga. Húf- ur þeirra halda sömu reisninni og áður. En öll merki hafa ver- ið tekin af honum Hakakross- ínn og þýski örninn eru farnir þaðan og ekkert hefur komið í staðinn. Þýskaland á í dag hvorki fána nje merki. Breskur hervörður stendur við slána, sem er í landamærahliðinu. En Þjóðverjarnir annast allt eftir- lit. Spyrja um myndavjelar, sem skylt er að segja frá og athuga hvort nokkur bannvarn- ingur sje í farangri okkar. Einn þeirra spyr í gamni hvort nokk ur hafi atombombu í pússi sínu. Já, jeg er með nokkrar, gell- ur í góðlátlegum di'plomat frá Rio de Janeiro. Hann opnar pappakassa og sýnir Þjóðverj- anum ofan í hann. Þar eru nokkur hænuegg og rjómakök- ur. Þjóðverjanum hnykkir við en þiggur þó stærstu rjómakök- una. Svona ættu allar atom- bombur að vera, segir hann og flýtir sjer burtu með kökuna. — Hörkusvipurinn er horfinn af andliti 'hans. Hann er ekki lengur strangur embættismað- um við skyldustörf sín heldur horaður unglingur, sem er ný- næmi í að bragða ætan bita. Sláin lyftist og tellur að baki okkar. Við erum í Þýskalandi- Lífið, sem fyrir augun ber er gjörólíkt því, sem við höfum sjeð undanfama dagaHoilandi og Belgíu. Vegurmn er fáfar- inn. Það heitir varla að vjel- knúnu ökutæki bregði fyrir. Stöku sinnum breskum herbif- reiðum. Öðru hverju mætum við hestvögnum. Flestir þeirra eru hlaðnir einhverskonar elds- neyti eða kartöflum. En þessi eldiviður er harla fátæklegur, aðallega skógarbrak, trjárætur, mór og jafnvel moldar salli. Kartöflu uppskeran stendur yfir. Allstaðar er fólk að taka upp kartöflur konur og karlar, börn og gamalmenni. En í Eftir Sigurb B jarnason þess um rústir heimila sinna. En það er aðeins ytra borðið af tilveru þess. Hvað hugsar þetta íólk um, .hvernig cr við- lítur út fyrir að þar sje skóli. horf þess til þess sem gerst hcf- Eftir loftárás á Hamborg. þorpunum sjest varla hræða a ferli. Þó er betta um hádaginn. Og þar sjest enginn við vinnu. Styrjaldareyðilegging sjest ennþá lítil. Bóndabæirnir og smáþorpin virðast yfirleitt lítið skemd. Yfjr þetta landsvæði sóttu Bretar fram veturinn og vorið 1945. Öllu er cviðhaldið. Omáluð og skítug húsin stinga mjög í stúf við hollensku húsin, máluð og snyrtileg. Ömurlegur tóm- leiki er megineinkenni þess, sem fyrir augun ber. Jafnvel andlit fólksins bera hann með sjer. I Bremen. Fyrsta stórborgin, sem við komum í er Bremen, sem fyrir stríð var einn aðal útgerðar- bær Þýskalands. Hún stendur við ána Weser, sem rennur í gegnum borgina. Bremen var einu sinni borg, þar bjuggu 350 þús. manns. Hún getur varla heitið borg í dag. Jeg hefi sjeð styrjaldareyði- legginguna í beim borgúm, sem verst eru útleiknar í Englandi og Frakklandi. Mjer fannst hún ægileg þá. Og hver getur þó gleymt Eastend í London eðs hafnarhevrfum Le Havre? En Bremen. EyCileggingin þar er engu öðru lik, svo hræðileg er hún og ægileg. Þar eru ekk iaðeins heilar götur gjörsamlega 1 rúst um, heldur og heil hverfi. Raun ar er heildarmyndin .af borg- inni sú að hún sje öll ein gap- andi auön og rúst. Evðilegg- ingin verður ennþá sýnilegri og meira áberandi við það að rúst- irnar hafa hvergi verið hreins- aðar. Húsin liggja í sömu hrúg unni og þau urðu að þegar I sprengjurnar fjellu á þau. Að- eins göturnar hafa verið hreins aðar, víðast hvar. Og húsarúst- | irnar eru^eknar að gróa. Grænt | grasið er smám saman að breiða | yfir hin flakandi sár. Þannig er það einnig í Iiamborg og Kiel. A einurn stað sýndist mjer ofurlítill fífill gægjast fram undan múrsteinsbroti. En þessi gróðrarvottur gerir umhverfið á þessum stöðum aðeins ennþá ömurlegra. Þarna á ekkert líf, enginn gróður, heima. Græn- gresið er þar ,,hafrekið sprek á annarlegri strönd“. En bað reyn ir samt að skjóta þar rótum og breiða úr sjer. Sumstaðar hefir þvi tekist þao. Og rústin er orðin græn eins og lambhól- ar heima á Islandi. I Hamborg er svipað um að litast og Brem- en. Alengdar virðist mikill hluti borgarinnar standa. Verk- smiðjureykháfana ber hátt við himinn. Ur einstaka þeirra rýk- ur. En þegar nær er komið og inn í borgina sjálfa kemur sann leikurinn í ljós. Hamborg ein stærsta borg Þyskalands er hrunin. Aðeins nokkur út- hverfi hennar standa. Sama sagan og í Bremen. Göturnar hafa verið hreinsaðar en húsa- rústirnar standa óhreyíðar. Kilometer eftir kilometer af hrúgum, sem einu sinni voVu hús, verslunarhús verksmiðj- ur, skemmtist.v'ir og íbúðarhús. Þessi börn, sem virðast vera á 10 ára aldursskeiði eru sum ber- fætt og öll eru þau tötralega klædd. Yfirleitt er fólkið frá- munalega ljelega til fara. Jeg sá ekki einn einasta mann í Hamborg sæmilega klæddah. Fólkið virðist ekki vera sjer- staklega horað en bað er grannt cg þreytulegt. Og það siest ó- trúlega lítið af laglegu og mynd arlegu ungu fólki. Sporvagnarnir, sem ganga um aðalgöturnar, eru troðfull- ir og fjöldi fólks bíður þeirra í löngum röðum. Sporvagnarn- ir eru nærri því eini votturinn um skipulagða starfsemi í borg- inni. Gluggar hálfhruninna versl- ananna eru allir galtómir. Þar getur aðeins að líta gömul myndaspjöld og dalítið af bók- um í bókabúðunum. En á hlið- um húsarústanna getur að líta gamlar auglýsingar: „Hvérgi betri bjór en hjer“, ,,Nýslátrað svínakjöt til sölu“, ..Drekkið Rínarvín“ o. s. frv. I einum búðarglugganum situr grá- bröndótt kisa og horfir út á götuna. Hún er það eina, sem sjest í þeim glugga. I öðrum eru nokkrir ljelegir kvenhatt- ar. Það er bókstaílega ekkert, sem er til sölu. Þetta er um miðjan daginn og matvælabúð- irnar virðast vera lokaðar. Ann ars sjest hvergi neitt matarkvns í búðarglugga. Fólkið hefur heldur okki neitt matarkyns með sjer. Það sem treður sjer inn í yfirfulla sporvagn- ana er með allt annað með sjer en matvæli. Er endurbygging mögulcg? En mitt í þessaii eyðimerkur göngu um stórborgir Norður- Þýskalands vaknar sú spurn- ing hvort það muni yfirleitt Hvar bvr fólkið? Þegar ásland þessara borga iefur verið athugað hlýtur sú spurnfng að vakna. hvar fólkið búi, sem á þar heima. Er ann- ars nokkuð fólk .sjáanlegí þar? Jú, þar er fólk, íólk sem flýt- ur um milli rústanna eins og bungur straumur, sem bó virð- ;st varla stefna að neinu á- kvcðnu marki. Nær hverri sjesf maður við vinnu. Aðeins á einum stað : Hamfcorg sá jeg unnið að hreinsun rústa. En flestir eru ■>ó með eitthvað á milli hand- anna. Sængurföt eða flík, búsá ’öld og hverskonar pinkla. Það ar eins og allir s.ieu að flvtja búferlum.* En hvert er fólkið að lytja, hvart stefnir það? Þetta fólk viröist ekkert tpm- mark eiga. Svipur þess er ger- samlega tcmur. Varla nokk- ■im manni sjest stökkva bros. Jafnvel börnin eru alyarieg. A ■inum stað siáum við þó barna- hóp koma út úr kjallararúst- um. Húsið er hrunið en einhver hluti kjallara þess stendúr. Það mögulegt að byggja þessar borg ir upp aítur. Hinar endaiausu er niðurkominn. rústir, vonleysið og tómleik- inn í andlitum fólksins, sem reikar um þær, geta aðeins gef ið neihvatt svar við henni. End- urbygging virðist í íljótu bragði óhugsanleg. En tnilega eru það þó stundaráhrif þessara ógnar- sýna, sem leiða til þessarar skoð unarTíminn græöir öll sár, megnar jafnvel að breyta þess- um hrundu og moinuðu borg- um á ný í lifandi og starfandi byggð, En það er ekki bægt að horfa á það hyldj>pi crvænting- ar og ringulreiðar, sem ber þar fyrir augu nú, án þess að fyllast sjálfur hryllingi og vonleysi um að framtíðin geti nokkurntíma byggt á þessum grunni. Sjálf Karþagó borg getur trauðla hafa verið gjörsamlegar eydd en þessar borgir. Mannkyns- sagan á ekkert greinilegra dæmi um skipuiagða tortím- ingu. ur og er að gerast? Að sjálfsögðu verður þeirri spurningu ekki svarað hjer til hlýtar eftir stutt ferðalag um nokkrar þýskar borgir. En af samtali við fólk, sem jeg ótti tal við fannst mjer viðhorf þess bera vott um algera uppgjöf - fyrir þeim örðugieikum. sem að steðja. Fólkið einblinir á eymd sína í gagnrýnislítilli sjálfsvorkunn. Megináhuga- mál þess í samtali við útlendinga er útmálun báginda sinna. Um. þetta ber flestum saman, sem komJð hafa til Þýskalands s. 1. tvö ár. Á vilja eða þrótti til uppbyggingar örl- ar varla. Svo óskaplega hefur ósigurinn og hrunið lamað þessa þrekmiklu þjóð. Rjett fyrir utan Bremen átti jeg tal við fullorðna sveitakonu. Hvernig komist þið af, cpurði jeg. Við erum sveitafólk, sagði hún. Húsið okkar er heilt og við höfum haft meira að borða en fólkið í borgunum. En í vet- ur lítur út fyrir að við mun- um svelta. Eini vetrarforðinn er dálítið af kartöflum Upp- skeran í sumar hefir að mestu brugðist. En við hóggvum skóg- inn til eldiviðar. Fer þetta ekki að lagast á næstunni ? Ekki á næstunni, varla með- an jeg. liíi. Það er tkki hægt að byggja Þýskaland upp á nokkr- um áratugum. Fólkið trúir ekki á íramtíCina, jafnvel við, sem vinnum að framleiðsiu :nat væla óttumst hungursneyð á næstu grösum. Svo vöknar henni um augu þegar jeg minn- ist á stjórnmál og fcóndakcnan verður áköf. Jeg var alltaf á móti Hitler, segir hún. Jeg átti fimm syni, jeg veit aðeins hvar einn'þeirra En svo spyr hún: Fara Bandáríkjamenn í stríð við Rússa? Ætli það, jeg veit það ekki, segi jeg. Við gefurn bóndakonunni nokkrar brauðsneiðar, sem við eigum í brjefpoka. Svo kveður ’nún og hverfur inr í skóginn, sem er á milli vegarins og bæj- ar hennar. En fcíllinn okkar brunar á- fram eftir hinum glæsi’egu steinsteyptu akbrautum Hitlers tímabilsins. Adolf Hitler lagði þægileg- ustu akbrauíir Evrópu um Þýskaland. En brout konunnar, sem gekk inn í skóginn, fólks- ins, sem við sáum í Bremen og Hamborg stráði hann byrnum, ’.em særa ekki aðeins fætur bess, heldur sál þess og hjarta. Tvær konur. Jeg hefi minnst á yfirbragð fólksins, vonleysið og tómleik- ann í svip þess, tötralegan klæðaburð og tilgargslaust reik Lífið snýst um kaloríur. I litlu þorpi rjett fyrir sunn- an landamæri Danmerkur átti. jeg tal ■ við aðra konu. Hún byrjaði að vikna um leið og samtal okkar hófst (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.