Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUIS'BLAÐIÐ Fixnmtudagur 2. okt. 1947 Svar við athugasemd frá skrifstofu borgarstjóra — VatnsveHan (Frarnhald af bls. 2). þegar minst er, auk ýmsra ann- ara linda. Reykvíkingar ættu því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af vatnsleysi fyrsta kastið. Undirbúningur þessa mann- virkis hófst árið 1945. Vegna anna hjá verkfræðingum Vatns og Hitaveitunnar var Sig. Thor- oddsen verkfræðingur fenginn til að gera áætlun um verkið og var hún lögð til grundvallar fyr- ir stækkuninni. Næstur tók til máls Rögnvald ur þorkelsson verkfræðingur, sem hefur haft umsjón með framkv. verksins. Gerði hann grein fyrir þessari stórfeldu aukningu, frá tæknilegu sjónar- miði og rakti gang framkvæmda við virkjunina. En í máli sínu gat hann þess, að hinn 23. sept. s.l. hafi síðasta pípan verið lögð. Síðan hefur verið unnið að því að skola pípurnar út og við að • bika samsetningar, en þetta þurfti að gera áðqr en vatns- veitan var tekin í notkun. Verð- ur lýsing hans á verkinu birt hjer í blaðinu síðar. Borgarstjóri tók næst til máls. Færði hann Helga Sig- urðssyni og samstarfsmönnum hans, svo og öllum þeim, er unnið hafa að þessu mannvirki, þakkir Reykjavíkurbæjar. Síðan var haldið upp að Gvendarbrunnum, en þaðan var haldið að ventli þeim er opnar fyrir vatnið á þessari nýju veitu. Borgarstjóri opnaöi íyrir hana, en því næst forseti bæjarstjórn- ar Hallgrímur Benediktsson. Síðan bæjarfulltrúarnir, Jón Axel Pjetursson og Sigfús Sig- urhjartarson, og svo verkfræð- ingarnir Helgi Sigurðsson og Rögnvaldur Þorkelsson og loks verkstjórar við íramkvæmd þessarar nýju og stærstu aukn- ingar Vatnsveitu Reykjavíkur. 35 þúsund Pólverjar sfarfandi í Breflandi ÞRJÁTÍU OG FIMM þúsund Pólverjar eru nú starfandi í Bretlandi. Voru margir þeirra í fyrstu í pólska hernum en nokkr ir hafa komið sem flóttamenn frá meginlandinu. Pólverjar þessir vinna aðal- lega við iandbúnað, skógarhögg og byggmgarvinnu. Þá starfa og um 5.000 þeirra í breskum kola- námum. - HeimskYnning Framh. al ols. 6 Jochumsson, Stephan G. Step- hansson, Jón Sveinsson (Nonni), Þorsteinn Erlingsson, Einar H. Kvaran, Einar Benediktsson, Guðmundur Friðjónsson, Jón Trausti, Jóhann Sigurjónsson, Sigurður Nordal, Guðmundur Kamban, Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðarson, Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín, Þlalldór Kiljan Laxness og Kristmann Guðmundsson. En auk þess gr vikið að h. u. b. 25 skáldum og höfundum öðrum í yf irlitskaf lanum. Það má löngum deila um mat á skáldum og verkum þeirra. En svo fá eru þau atriði, sem jeg tef orka verulegra tvímæla í þessum dómum Stefáns, að jeg sje ekki ástæðu til að ræða þau hjer. Hitt er umtalsverðara, af hve mikilli þekkingu, dóm- greind, kostgæfni og hlutlægni þetta er samið, án þess að sneitt sje hjá persónulegu mati, og hve miklu efni er hjer fyrir komið í takmörkuðu rúmi. Sjálfum getur íslendingum verið lær- dómsríkt og umhugsunarvert ýmislegt það, er Stefán segir hjer um þeirra eigin bókmenntir. En auðvitað er þetta þó samið útlendingum til handa. Og það er ekki að efa, að margir muni þeir til þess leita fegins hugar, því að mjög er skortur á heim- ildum, sem útlendingum sje til- tækar um íslenskar samtímabók menntir, en hjer um að ræða rit, samið af hinum bestu kunnáttu mönnum, sem lengi mun verða vitnáð til. Og á kápu þess er sjerstaklega getið þeirra bók- menntaþátta, sem einna nýstár- legastir megi þykja væntanleg- um lesendum, og er íslenska efnið þeirra á meðal. Stefán Einarsson hefur hjer unnið þarft verk og gott, sem skylt er að þakka. Okkur er það mikils virði að eiga í vestur- vegi slíkan útvörð og fulltrúa íslenskra mennta. Steingrímur J. Þorsteinsson. THo hreinsar til RJETTARHÖLD hófust hjer í Belgrad í dag í máli leiðtoga bændaflokks Serbíu og eins af fyrverandi starfsmönnum ríkis- ins. Eru báðir mennirnir sakað- ir um að hafa reynt að steypa stjórn Titos af stóli, auk þess sem því er haldið fram, að þeir hafi njósnað fyrir erlend her- veldi. Hr. ritstjóri. VEGNA ummæla frá skrif- stofu borgarstjóra, sem lesin var í Ríkisútvarpinu 29. sept. s.l. , og birt í Morgunblaðinu 20. sept. s. 1., varðandi heil- brigðissamþykt Reykjavíkur- bæjar, þar sem meðal annars konum þeim, er ræddu þetta mál á opinberum kvennafundi í Reykjavík 25. sept. s. 1. er borin á brýn skortur á kunn- leika um gang málsins, vil jeg leyfa mjer að gefa eftirfarandi skýringu: Á umræddum fundi Banda- lags kvenna og Áfengisvarnar nefndar Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, var mjer falið að hafa framsögu um hina væntanlegu heilbrigðissamþykt Reykjavík- ur. Gerði jeg þar grein fyrir gangi málsins frá byrjun, m. a. þess, að nú væri um 4 ár liðin síðan hjeraðslæknir hefði lagt frumvarp að nýrri heilbrigðis- samþykt fyrir bæjarráðsfund, en það var 8. okt. 1943. Enn- fremur gat jeg brjefs landlækn is tveim árum seinna, 23. okt. 1945, til hjeraðslæknis, þar sem spurst er fyrir- um orsakir fyrir seinagangi málsins í bæj- arstjórn og innt eftir skýlausu svari um, hvenær vænta megi afgreiðslu þess. Þá gat jeg brjefs hjeraðslæknis til for- manns heilbrigðisnefndar frá 30. okt. 1945, þar sem óskað er eftir ákveðnu svari, og loks brjefs formanns heilbrigðis- nefndar til hjeraðslæknis, frá 28. okt. 1945, þar sem upplýst er að meiri hluti heilbrigðis- nefndar telji rjett að fresta sam þykt nýrrar heilbrigðisreglu- gerðar, þar til nýr heilbrigðis- fulltrúi taki við starfinu. í þessu sambandi er vert að geta þess, að mjer og sjálfsagt mörg um öðrum þykir það harla ein kennileg ráðstöfun, að binda þurfi afgreiðslu heilbrigðissam þyktar Reykjavíkur við nýjan heilbrigðisfulltrúa, rjett eins og heilbrigðisfulltrúa þeim, er gegnt hefir starfinu með trú- mennsku í fjölda ára, megi ekki auðnast að starfa um stutt tímabil eftir heilbrigðissam- þykt samkv. kröfum tímans. Um gang málsins tvö seinni árin, var mjer og stjórn banda lags kvenna fullkunnugt, einn- ig um ráðningu hins nýja heil- brigðisfulltrúa frá 1. mars 1946, enda væntu Reykjavík- urbúar, er um þetta mál hugsa, þá skjótrar afgreiðslu þess. Einnig vissum við vel um skoð anamun hjeraðslæknis og heil- brigðisfulltrúa á starfinu og kom það greinilega fram í um- ræðum á fundinum, en í fram- sögu minni forðaðist jeg af fremsta megni, að sveigja að nokkrum einstökum aðilja í sambandi við málið, enda var tilætlun fundarins með umræð um þessum einungis sú, að ýta undir framgang þess. Efa jeg, að allir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjavíkur hafi verið eins kunnugir þessu máli og þær fundarkonur, sem stóðu að fund arsamþyktinni. En vonandi fær það nú skjóta afgreisðlu, fyrst í bæjarstjórn Reykjavíkur og loks á Alþingi því, sem nú er að hefjast. Munu konur Reykja víkurbæjar fylgjast vel með öllum aðgerðum í þessu mikils- verða menningarmáli. Reykjavík 1. okt 1947. Sigríður Eiríksdóttir. - N. Þýskaland Framh. af bls. 9 Við eigum að fá 1500 kalorí- ur (hitaeiningar) á dag í mat- arskammtinum okkar. En við fáum 900. 100 grömm af kjöti á viku er allur kjötskammtur- inn, segir hún. Sama takmarka lausa sjálfsmeðaumkvunin og afneitan nasismans. Það er sannarlega hægt að vorkenna þessu fóiki. Bágindi þess og niðurlæging er óskap- leg. En þess verður lítið vart að það geri sjer ljóst hvaða ógæfu leiðtogar þess hafa leitt yfir aðrar þjóðir. En ef til vill er þessi sjálfsmeðaumkvun ekki einkennandi fyrir þýsku þjóð- ina eina. Hver er sjálfum sjer næstur. Menn horfa á það, sem næst þeim er og snertir þá sjálfa. Hitt er fjarlægt og ósjeð. En þetta fólk, sem við höf- um sjeð í borgum Norður Þýska lands, veit ekki hvert leið þess liggur. Það veit aðeins hvað imimmiiiiiiiiiiiiimiiimiiiMmiiiimiimmmitiiiiHirw j Barnabækur ] I Barnabóltin eftir Stefán 1 i Jónsson. 20.00. { Bláhattur og önnur æfin- i týri. Axel Thorsteinsson | þýddi. 10.00. I Fósturdóttur úlfanna, Steingr. Arason þýddi. | | 25.00. 1 Gcstir á Hamri, sögur eft | i ir Sigurð Helgason. — 1 12.50. ! Bresk æfintýri, með mörg j um myndum. 12.5Q. i Dýrasögur eftir Bergstein I : Kristjánsson. 5.00. { Duglegur drengur, ísak { Jónsson þýddi. 12.00. { Labbi og Lubba, ísak I | Jónsson þýddi. 8.00. i Hve glöð er vor æska, eft i : ir Frímann Jónasson ; frá Strönd. 20.00. { Lilly í sumarleyfi, eftir | { Þórunni Magnúsdóttur. I 12.50. , { I Hvað er bak Við fjallið, | eftir Hugrúnu. 15.00. ! Meðal Indíána, saga sem | { allir drengir hafa gam- { an af. 10.00. ; ! Mýsnar og mylluhjólið. — ! 5Í00. { Skóladagar eftir Stefán i Jónsson, 12.00. { Sögur af Jesús frá Naza- i { ret, fallegar litmyndir. i 10.00. { Strokudrengurinn, eftir P. { ] Askog. 12.50. I Æskudraumar, eftir hinn i vinsæla barnabókahöf- { { und Sigurbjörn Sveins- { \ son, kosta aðeins 3,kr. { { Tarzan og ljónamaðurinn. 12.50. ! Þessar barnabækur fást { l hjá öllum bóksölum. | Bókaverslun ísafoldar j f«rniiiiiiiiiimiiiiiniii'iiii'ii>!iiiiiiii»iii"i"Hi',',i‘,ii» Bandaríkjamenn kaupa bíla í Brellandi FORSTJÓRI einnar af stærstu bifreiðaverksmiðjum Bretlands tjáði frjettamönnum í dag, að Bandaríkjamenn hefðu pantað bíla fyrir um sjö miljón ster- lingspund frá verksmiðjum sín- um. I margar hitaeiningar matar- skamtur þess inniheldur. Um þær snýst tilvera þ'ess og dag- legt líf á hrikalegustu styrjald- arrústum allra alda. S. Bj. X-9 Effir Roberf Sform -i«—tF1 AcTlund, aud wrn-l no motor s-till racmo, LN'TE-LIP£' BOAT 15 EAfiLV LOCATED pmZi SARÖE1 THERE'5- ■ A CMANCE THAT ME AdlöHT OE LViNö IN IT; W0UNDED- EA1PTV! 'iODR TMEORV WA£ RIöHT.hHE 5WAM ASHORE 0N the east e-ide AND LIT INTO the HILL^! HE WOULDN’T LEAVE THl£ MOTOR RUNNIN6 TO GUIDE U4>1 COME ONÍ I WANT TO * $EE A /MAP OF THE$E HlLLE-i |At THl$ MOMENT, FIVE MILES AWAV; LIVER'LIPE- « HA$ E.TUA1BLED INTO A 5AVJ-TOOTHED BEARTRAP Það tekur aðeins skamma stund að finna bát þjónninn: Hann er tómur. Þú hafðir rjett fyrir þjer. hjerna. — En í fimm mílna fjarlægð hefur Kalli Kalla. Phil: Farðu varlega, það getur verið að Hann hefur synt í land og flúið upp í hæðirnar. orðið fastur í bjarnagildru. Hann getur ekki losnað. hann sje enn í bátnum og þá særður. Lögreglu- Phil: Komdu. Jeg þarf að sjá kort yfir hæðirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.