Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. okt. 1947 Gjalde yrisvandamálið V. — LEIÐIR TIL ÚRLAUSNAR í SÍÐUSTU grein minni var á það bent, að eí leysa ætti vandamál útflutningsframleiðsl unnar hjer eftir sem hingað til með niðurgreiðslum neysluvara og útflutningsuppbótum, væri um eftirtaldar þrjár leiðir að ræða: a. Afgreiða fjárlög með tekjuhalla. b. Lækka önnur út- gjöld ríkissjóðs. c. Hækka skatta tolla og önnur opinber gjöld. Skulu þessar þrjái leiðir nú ræddar hvor um sig. Tekjuhalli á fjáilögum. Tekjuhalli á fjárlögum myndi hafa í för með sjer aukna skulda söfnun ríkisins, annaðhvort er- lendis eða innanlands. Ef fjár- ins væri eingcngu aflað innan- lands, gæti það verið með tvennu móíi, annaðhvort með sölu ríkisskuldabrjefa á innlend um markaði eða með yfirdrætti í bönkunum. Margir munu nú segja, að þessi leið sje ófær, þó ekki sje vegna annars enn þess, að slík skuldasöfnun ríkisins verði þeg ar fram í sækir ofviða gjaldgetu skattborgaranna, þar eð vextir og afborganir af ríkisskuldun- um krefjist stórfelldra skatta- hækkana í framtíðinni. Þeim, sem þannig álykta, sjest þó yf- ir það, að tekjuhalli á fjárlög- um eykur peningatekjur borg- aranna og þá um leið gjaldþol þeirra, reiknað í krónum. Ef ríkissjóður borgar t. d. 50 milj. kr. meira út á ári en hann tek- ur inn í sköttum og öðrum álög- um, hljóta tekjur borgaranna að hafa aukist um þá upphæð, Þar sem þeir, er þannig hafa fengið auknar tekjur, skapa svo auknar tekjur hjá öðrum og svo koll af kolli, má gera ráð fyrir að þjóðartekjurnar aukist um miklu meira en þessar 50 milj. á árinu, t. d. 100 eða 150 milj. Gera má því ráð fvrir, að jafn- vel með óbreyttum skattstig- um myndi' nægilega mikið af þessum auknu tekjum renna inn í ríkissjóðinn til þess að standa undir hinum auknu ríkis skuldum, og jafnvel meira til. Hjer er þó þvi miður ekki öll sagan sögð. Einmitt í því, að hallinn á fjárlögum eykur pen- ingatekjurnar og peningavelt- una liggur hættan, sem þessi leið hefir í för með sjer. Þegar þennsla í atvinnuliíinu er svo rnikil sem nú er, myndi slík aukning peningaveltunnar stofna peningamálum þjóðar- innar í enn meiri voða en þau þegar eru stödd í. Annaðhvort myndi þá af þessu leiða aukin verðbólga eða vöruþurð, þar sem ekki væru gerðar strangar skömmtunarráðstafanir, og svartur markaður. Að svo stöddu verður því síst af öllu mælt með þessari leið. Ef hins vegar kæmi í ljós, að verulegur samdráttur verði í atvinnulífinu, t. d. vegna gjald eyrisskorts, horfir mál þetta öðruvísi við. Þá myndi aukin peningavelta ekki hafa svo skað vænleg áhrif sem ella, og gæti þá orðið verjandi. og jafnvel skynsamleg fjármálastefna að afgreiða fjárlög með tekjuhalla. Eftir Ólaf Björnsson. En það mál skal ekki nánar rætt hjer. ' ......... ................. * Lækkun annarra ríkisútgjalda. Þessi leið myndi án efa verða miklum stjórnmála’egum örðug leikum bundin. Þar að auki tel jeg meira en vafasamt hvort hún væri æskileg eins og sakir standa, að öðru ieyti en því, að gjaldeyrisskortur mu.n óhjá- kvæmilega verða til þess að tefja ýmsar opinberar fram- kvæmdir. Ekki þó svo að skilja, að jeg telji ekki, að ríkisbú- skapurinn mætti að skaðlausu dragast nokkuð saman. En tímar þeir, sem nú eru fram- undan, þegar mikil hætta er á atvinnukreppu sökum gjald- eyrisskortsins eru ekki rjettu tímarnir til þess að hið opin- bera dragi saman seglin. Slíkt myndi verða til þess að auka atvinnuleysisvandræðin í stór- um stíl, og raunar vafasamt, hvort um nokkurn sparnað get- ur orðið að ræða frá sjónarmiði hins opinbera, þó framkvæmd- ir verði dregnar saman og fólki sagt upp, þar sem slíkt eykur jafnharðan úígjöld hins opin- bera vegna atvinnuleysis ráð- stafana. Ef æskilegt þykir, að opinberír aðilar dragi saman starfsemi sína, á það að ger- ast á þeim tímum, þegar fram- kvæmdir einkafyrirtækja standa með blóma, þannig að þau geti auðveldlega tekið við þeim starfskröftum sem leystir eru af hólmi hjá því opihbera. Niðurstaðan af þessu verður því sú, að ekki sie mikils ár- angurs að vænta af þessari leið. Hækkun skatta, tolla og ann- arra opinberra gjalda. • Af því, sem sagt hefir verið, verður að draga þá ályktun, að ef halda eigi áfram á þeirri braut, að leysa dýitíðarvanda- málin með niðurgreiðslum og uppbótum, mynd; það óhjá- kvæmilega hafa í för með sjer að stórhækka yrði opinberar álögur frá því sem nú er. Það er fjarri mjer, að vilja gylla þessa leið með því að halda því fram, að hjer vrði urn ein- hverjar smávægilegar fjárhæð- ir að ræða. Þjóðin mun líka áður en langt um líður fá það upplýst hjá rjettum aðilum, hvað þessi leið myndi koma til að kosta í skattaáiögum. Samt sem áður verður sú rök semd ekki borin fram gegn þess ari leið, að hún yrði gjaldgetu borgaranna ofvaxin. Menn verða að gera sjec ljóst, að sá möguleiki er ekki fyrir hendi að skjóta sjer undan byrðunum. Þjóðin á aðeins um það að velja, í hvaða formi hún vill taka þær á sig. Vilji menn ekki borga hærri opinber gjöld, verða menn að taka á sig tilsvarandi fjárhagslegar fórnir á þann hátt að peningatekjur þeirra lækka án þess verðlag eclendra vara lækki samsvarandí (verðhjöðn- unarleiðin) eða þá að greiða erlendar vörur hærra verði án þess að tekjur þeirra hækki (gengislækkunarieiðin). Vilji menn ekkert af þessu ,,leysist“ vandamálið á þann hátt að það verður vöruskortur og atvinnu- leysi, þannig að hin óumflýjan- lega skerðing lífskiararma kem ur þá í því formi. Annað mál er svo hitt, hvort skynsamlegt er að leggja hin- ar óumflýjanlegu byrðar á í formi skatta og annarra opin- berra álagna.. Má í því sam- bandi fyrst á það benda, að uppbætur og styrkir úr ríkis- sjóði eru vitanlega ekki kall- aðir pfan af himnum, heldur sótt í vasa borgaranna. Það virðist því óneitanlega dálítið hjákátlegt, að borgararmr skuli halda uppi umsvifamiklu bákni til þess að láta heimta af sjer skatta og tolla til þess að greiða sjálfum sjer uppbætur á kjöt og aðrar vörur, sem þeir kaupa. Þá má einnig á það benda, að vegna þess að skattaálagn- ingin og skattheimtan tverða aldrei gerð fullkomin, verða því alltaf takmörk sett, hve miklar byrðar verða lagoar á í því formi, ef fullnægja á rjettlæt- inu. Einnig má vekja athygli á því, að meðgjafir með fram- leiðsluvörum, hvort heidur út- flutningsvörum eða öðrum, skapa hættu á því, eigi þær sjer stað til lengdar, að framfara- viðleitni stöðvist að meira eða minna leyti, mönnum verður þá kleift að halda áfram svo lengi sem vera skal óarðgæfri fram- leiðslu í skjóli uppbótanna. Þrátt fyrir þessa og aðra ann marka, sem á þessari leið eru, verður þó varla sjeð að hjá því verði komist að fara hana enn um skeið að meira eðá minna leyti. Menn geta verið þeirrar skoðunar að það hafi verið heimska, að ’eggja nokk- urn tíma út á þessa braut. En ef skyndilega yrði með öllu horfið frá þessum úrræðum, færi ekki hjá því, að gera yrði róttækar breytingar á hag- kerfinu, sem hafa myndu stór- felda röskun í för með sjer. ó- hagræði það, sem siórfelld nið urfærsla peningatekna eða gengislækkun hefðu í för með sjer, yrði svo mikíð, að slíkt myndi vega upp þá kosti, sem af niðurfellingu uppbótanna myndu leiða. Hjer skal því sleppt, að ræða það atriði, hvernig afla eigi ríkissjóði tekna til þess að standa straum af niðurgreiðsl- um þeim og uppbótum, sem sjálfsagt verða áhjákvæmileg- ar enn um skeið. Eðlilegast virðist þó, að láta slíkar álögur hvíla sem mest á neysiu, sem ekki getur talist bráðnauðsvn- leg, svo sem neyslu munaðar- vara, hækka skemmtanaskatt, bifreiðaskatta o. s. frv. Ef fjár- ins er aflað með aimennrj tolla- hækkun verður þessi leið eins og fyrr getur náskyld gengis- lækkuninni þar sem gengislækk un er í rauninni ekki annað en almenn hækkun aðflutnings- gjalda, sá munur er þó m. a., að í síðara dæminu rennur hækkunin beint í vasa útflytj- enda án þess að ríkissjóðurinn sje milliliður. Aðrar Iciðir. Niðurstöður. Ýmsar leiðir aðrar en þær, sem nefndar hafa verið, gætu orðið til stuðnings ráðstöfunum þeim, sem gerðar yrðu, til við- reisnar atvinnulífmu. Af því að jeg fæ ekki komið auga á, að nein þeirra gæti þó haft úr- slitaþýðingu í þessu efni, ræði jeg þær ekki freka’- hjer. Mikil vægastar þeirra aðgerða, sem hjer hefir verið sleppt að ræða væru ýmsar aðgerðir í sam- bandi við útlána- og innlána- starfsemi bankanna. Hækkun innlánsvaxta myndi t. d. óefað hafa hagstæð áhrif, eins og fjár hagsmálum er nú háttað. Þar sem ekki kæmi til mála til- svarandi hækkun útlánsvaxta af lánum, sem nauðsynleg yrðu framleiðslunni, myndi þetta hafa í för með sjer minni ágóða hjá bönkunum, en opinberar lánstofnanir ber heidur ekki að reka út frá gróðasjónarmiðum einkafyrirtækja. Eins og getið var í upphafi greinaflokks þessa, var það ekki markmið hans að gera ákveðnar tillögur um það hvernig leysa skuli fjár hagsvandamál þau, er nú steðja að þjóðinni, enda verða þau mál efni, er þessar greinar hafa fjallað um, ekki ieyst án hlið- sjónar af því, hvernig leysa beri önnur fjárhagsvanriamál, er úr- lausnar krefja, svo sem fjáröfl- un til nauðsynlegra nýsköpun- arframkvæmda o. fl. Tilgangur greinanna er hinsvegar aðeins sá, að vekja athyph á nokkrum staðreyndum, um samhengi þess ara mála, sem mónnum hættir gjarnan við að sjásf yfir, er þeir ræða þau. A það má þó aðeins benda að lokum, að annmarkar þeir, sem hver þessara leiða um sig er háð, fara vaxandi, eftir því sem hverju úrræði er beitt í ríkara mæli. Af því má á- lykta, að æskilegt væri að fara fleiri en eina leið. Ef jeg að síðustu mætti draga saman í fáum línum pe ónu- legt álit mitt á þeim skoðun- um, sem almennast virðist gæta í því, sem um þessi mál hefir verið skrifað að undanförnu, þá tel jeg, að verðhjöðnunin (nið- urfærsla kaupgjalds og verð- lags) njóti miklu meira fylgis en sú leið á skilið, með tilliti til þeirra miklu truflana, sem hún hlyti að valda í atvinnu- lífinu eins og nú er komið. Gengislækkunin er ekki eins hættuleg og almennt virðist á- litið, og enda þótt niðurgreiðsl- unum og uppbótunum megi margt til foráttu finna, þá hafa þær ráðstafanir hlotið of harða dóma, og er það ekki síður rjett, þó svo kynlega sje þessu varið, að stjórnmálamennirnir eru margir hverjir sjálfir fremstir í flokki þeirra er í þessu efni fella harðari dóma um þessi verk þeirra en þau raunveru- lega eiga skilið. Heims íslenskra Á ÞESSU ári var gefin út í Vesturheimi mikil og vönduð handbók varðandi nútímabók- menntir Norðurálfu. ITún er um 900 blaðsíöur, tvídálka, er með orðabókarsniði, uppsláttarorð- um raðað í stafrófsröð, , og nefnist Columbia Dictionary of Modern European Literature. — Iiún tekur því sem næst til 70 síðastliðinna ára— yfirlitsgrein ar birtar um bókmenntir 31 lands og sjerstaklega f jallað um rúmlega 1100 skáld og rithöf- unda. Til að mynda eru þarna greinar um h. u. b. 200 höfunda franska, 150 þýska, 100 rúss- neska, 100 ítalska, 100 spænska, 60 sænska, 35 norska, 25 danska og 20 íslenska. — Aðalritstjóri verksins var Horatio E. Smith, prófessor í frönsku við Columbia háskólann, en hann ljest á síð- astliðnu ári. Hinir, sem lagt hafa efni til bókarinnar, eru um 240 talsins, og virðist hafa ver- ið mjög til vals þeirra vandað. Það mun ekki fyr hafa verið gerð úr garði algjörlega hlið- stæð bók, bæði að efni og formi. En hjer er hennar ekki fyrst og fremst getið vegna þess, hve handhæg hún er til ígripa og hve margháttaðan fróðleik er í henni að finna. Á hitt vildi jeg einkum benda, hve hlut íslands er þarna vel borgið í höndum Stefáns Einarssonar, sem hefur einnig ritað yfirlitsgreinina um færeyskar bókmenntir. Stefán Einarsson, prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore, er raunar fyrst og fremst mál- og hljóðfræðingur, en liefur einnig þaulkannað ís- lenskar bókmenntir síðari tíma, birt um þær margar ritgerðir, sem mikill fengur er að, og hefur nú samið á ensku sögu íslenskra bókmennta sundur- lauss máls frá 1800 til okkar daga, og mun hún væntanleg innan skamms. í bókmenntariti því, sem hjer um ræðir, ber yfirlitsgrein Stefáns um íslenskar bókmennt- ir vitni traustri þekkingu og ágætri yfirsýn. Það er furðu glögg og samfelld mynd, sem honum tekst hjer að draga upp af jafnvíðtæku efni j 1800 orð- um. Höfundar þeir, sem hann skrifar um sjerstaklega, eru þessir: Grímur Thomsen, Bene- dikt Sveinbjarnarson Gröndal, Steingr. Thorsteinsson, Matth. (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.