Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. okt. 1947 MORGUNBLÆÐIÐ 9 ÍSLENSKAN GAGNLEGUST FYRIR FYRIR mörgum árurn las jeg greinar í Hafnarblöðunum um hinn franska prófessor Jolivet, er kom þangað í heimsókn við og við, til að halda fyrirlestra við háskólann þar. Blaðamenn töluðu um hann, með mikilli hrifningu, um Iærdóm hans, fjör hans, áhuga á því að kynna norrænar bókmentir fyrir frönskumælandi þjóðum. Jeg man að þessi franski lær- dómsmaður stóð lifandi fyrir hugskotssjónum mínum af lýs- ingum þeim og umsögnum, er Hafnarblöðin birtu um hann. Og jeg hugsaði með mjer, að gott væri að eiga Háskóla og geta boðið þangað andans mönn um utanúr heimi, til þess m. a. að þakka þeim fyrir það sem þeir hefðu gert af áhuga og skilningi til að útbreiða þekk- ing á menning og bókmentum landsins meðal stórþjóðanna. Þ-essar hugrenningar rifjuð- ust upp fyrir mjer í gær, er jeg hitti Jolivet prófessor að máli á heimili Alexander-, ;próf. Jóhannessonar við Hringbraut. En Jolivet prófessor er hingað kominn til að flytja fyrirlestra við Háskólann og til þess um leið að æfa sig í íslensku. Þetta er í annað sinn sem hann kem- ur hingað. Hann var hjer 6 vik- ur haustið 1931. Islenskan nauðsynleg. Jeg varð prófessor við París- arháskólann í norrænum fræð- um árið 1930, segir hann. Þá greip jeg fyrsta tækifærj til að koma hingað, sem alveg sjálf- sagt var. Því enginn háskóla- maður í víðri veröld ætti að láta sjer detta í hug að kenna germanska málfræði, án þess sjálfur að kunna íslensku. ís- lenskan getur frætt mann meira um forn-germönsku en nokk- urt annað mál. Hun hefir líka þann mikla kost umfram t. d. gotneskuna, að him er lifandi mái. Talar íslensku. Hinn franski prófessor talaði íslenskuna dálítið hægar en al- ment gerist í daglegu talj ís- lendinga. Horfði fram fvrir sig rjett einsog hann Ijeti orðin og beygingar þeirra renna upp fyr- ir hugskotssjónum sínum áður en hann sagði þau. Það kom fyr ir að orðaval hans var dálítið frábrugðið því sem venjulegt er í mæltu máli. En aldrei skeik aði honum um beygingar eða rjetta orðmyndun og framburð- urinn er svo óaðfinnanlegur sem framast verður á kosið. Jeg ympraði á því hvenær hann hefði lært íslensku. Nú er jeg orðinn of gamali til þess að læra mál segir hann. Jeg ætlaði mjer a'ð koma hing- að árið 1914 þá varð jeg sendi- kennari við Osloarháskóla, ætlaði að vera hjer um tíma. En þá kom heimsstyrjöldin fyrri, svo ekkert gat orðið úr því. Jeg fann að prófessor .Tolivet lagði annan skilning i það að „kunna mál“ en alment gerist, og ljet hann óáreittan með sína skooun á því að hann kynni ekki íslensku. Hörmungatímarnir Talið sveigðist sem snöggv- ast að hinni nýafstöðnu styrj- GERMÖN Sarntal vio Aífred Jolivet prófessor frá París Hann flytur hjer háskólafyrirfestra Prófessor Alfred Jolivet öld. Þá komst hann að orði á þessa leið: Ástandið í Frakklandi var ógurlegt, í einu orði sagt. Með engu móti hægt &ð lýsa þvi fyrir þeim, sem þekktu þuð ekki af eigin reynd svo þeir skilji til fulls við hvaða kjör við átt- um að búa. Enginn gat verið óhultur um líf sitt nokkra stund. Sífeldar aftökur. menn teknir og skotnir án dóms og laga, vitaskuld saklausir. Um aðra var ekki að ræða Maður komst ekkert. Ekki einu sinni í þann hluta Frakklands sem að nafninu til var ekki hernum- inn. Þau tilbúnu landamæri voru alveg lokuð. Flestir sem sóttu um leyfi til J>ess að fara þangað, fengu ekki svar, fyrri en eftir að það var orðið of seint, og alt landið var hernum- ið, eftir innrás Bandaríkja- manna í Norður-Afriku. Parísarháskclinn hjelt áfram störfum öll styrjaldarárin, svo um ekkert var annað að gera, en þrauka við störf sín eftir því sem við var komið. 200 þúsnndir. Hve marga rnonn skvldu Nasistar bafa tekið af lífi í Frakklandi á styrjald-irárun- ’jm? Tvö hundruð þúsundir. En svo var sandur af fólki flutt til Þýskalands, og hnept þar í þræl dóm. Sumir þeirra hurfu, ekk- ert rpurðist um atdrif þeirra. Aðrir komu aftur, seint og síð- arméir, og þá kannski berkla- veikir, eða lamaðir á líkama og sál, svo þeir bíða þess aldrei j bætur. sem þýtt hefir verið af íslensk- um bókurh á frönsku. Onei, það er ekki mikið enn- þá, segir prófessor Jolivet. Sendikennarinn okkar hjerna hr. Rousscau hefir í undirbún- ingi rit um íslensk efni, er ýmsir hafa samið og kemur það út á vegum Alliancé Francaise. Og rjett áður en styrjöldin braust út, þýddi jeg Sölku Völku Kiljans á frönsku. Þetta var á óhentugum tíma, en samt hefir upplagið nú selst. En fornsögurnar, er ekki eitt hvað af þeim þýtt á frönsku. Jú. Nokkrar þeirra, svo sem Egiissaga, Grettissaga, Lax- aæla, Gunnlaugssaga orms- tungu. Einn af nemendum mín um hefir nýlega þýtt Eiríks sögu rauða og Völsungasaga mun bráðum koma út í franskri þýðingu. Einnig á jeg von á að Hrafnkellssaga koroi út bráð- lega í þýðingu eftir Naert, er eitt sinn var hjer í Rvík. Hann þýddi líka nokkur kvæði Tómas ar Guðmunössonar úr bók haps Fagra veröld. Eru það mjög sæmilegar þýðingar. Annars eru fá íslensk kvæði þýdd á frönsku. Marmier þýddi t. d. I nokkur kvæði á sinni tíð m. a. Og enn á þjóð yðar við mikla ! eftir Bjarna Thorarensen. En jeg hefi einmitt athugað þyð- ingar þessar nýlega. Þær eru ísland sje hjálenda Danmerkur. Vera má að íslenskur bóka- vörður þarna gæti st.undað nám með starfinu, og jafnvel fengið námsstyrk, með laununum, et því verður komið þannig fyrir, sem jeg vona að franska stjórn- in sjái sjer fært, að veita nokkra námsstyrki til íslenskra náms- manna, eins og jeg sje að ýmsar aðrar þjóðir gera, t.d. Svíar. Ef íslenskur fræðimaður yrði búsettur í París um tíma, mretti vel vera að hægt væri að útvéga honum kennslu. Því þeir sem leggja stund á germönsk fræði, vilja læra íslensku, og finna að íslenskan ér þeim nauðsynleg. Dýrtíðarvandamáíið. erfiðleika að etja. — Já. Það : aá ; egja. Dýrtíð- in hjá okkur er ógurleg. Og' ek,ki Sóðar'. Þýðingarnar gefa fer hriðversnandi. Nú sje jeg | t. d. í blöðum að heiman, að, Sildi kvæðanna. mjólkin hefir hækKað síðan jeg ,. . ., , , . „ fleiri íslenskum skáldsögum til for um nalega helmmg. Hun ° 14 þýðingar9 alls ekki rjetta hugmynd um ildi kvæðanna. Hafið þjer ekki augastað á Jú. Ve! gæti komið til mála að þýða t.d. bækur eftir Jón kostaði íyrir stuttu síðán franka líterinn. Ei> er nú kom- in í 23 franka. Smjörið t. d. kostar nú 380 franka kílóið. Við TraUsíe °g SV° KUjanS ba?kUrn' verðum að gera okkur ánægða 1 sr- td' IslandskIukkuna.Það eru ■ * „ • , |skemmtile'rar sögur. Jeg fyrir með .(jelegt viourvæn, i. d. > ■ ö e , * ... , , s 1 mitt leyti hefi lengi baít dalæti brauð, sem mjog er blandað ; __ _ mais, til drýginda. Það er vont á bragðið og óviðkunnanlegt. á sögum Cests Pálssonar. Við crum að vona að við get- um fengið lán frá Bandaríkj- unum, til þess að koma fótum undir atvinnuvegi landsins að nvju. Að sjálfsögðu aðeins til bráðabirgða. Fyrirlestrarnir. Jee sá að eí við'færum ler<*rr útí þessa sáíma, þá mynd> ekki annað komest að, að þessu inni, Svo jeg vjek málinu að aðalerindinu um væntanlege fyrirlestra hans njer, Það er ákveðið að fyririestr- 'rnir verði tveir, segir þá Alex- rnder Jóhannesson prófessor. Annar þ. 15. og hinr. þ. 22. oktcber. Sá fyrri fja!!ar um rit Xavier klarroiers um Islsnd, > n hinn um norræn ábrif í frönsk- um bókmentum einkum í riturn skáldsins. Leconte de Lisle, en 'iann hefir kynnst ritum Marm- iers um ísland. Islenskar bækur París. iá íslenskar Þýðingar. Það er víst ekki ta rnikið Er ekki erfitt að bækur í París? Jú. Þar er ekki mikiil íslensk- ur bókakostur. Við höfum ail- mikið safn Norðuriandaboka í bókasaíninu St. Genevieve. Þar eru' bæði danskar, norckar, ænskar og finnskar bækur. — Kemur árlega til safnsins, það nerkasta sem gefið er út i þessum lcndum. Og þar eiu íá- ?inar íslcnskar bækur. En þær ru alltof fáar. Við þessa deild if bókasafninu er alitaí cjer- takur bókavörCur. Fr skiptst á um það, að fá mann til þcssa ;tarfs frá einhverju Norour- landanna. Er hver maður þrj' ir við þetta bókavarðarstarf. Mjög væri það æskilegt að ís- endingar legou til mann í þessa töðu til skiptis við hinar Norð irlanda þjócirnar. Það myndi mdirstrika fyrir þeim sem í ;afnið koma að ísiendingar sjeu sjálfstæð þjóð. Oft vill það við Orðabók. Síðan beinist talirt að verk- um prófessors Jolivet sjálfs. Er» um þau var hann heldur fáorð- ur. Hann kvaðst hafa stundað þýsku, í upphafi skrifað ritgerð til prófs um Heine. og aðra um Kielland. En síðan ritaði jeg bók um Strindberg, segir hann. Og nokkrar bækur hefi jeg þýtt úr Norourlandamálum. Alexandei' prófessor vildi nú fá að heyra eitthvað um orða- bókastarf Jolivet. En hann færðist undan að segja nokkuð frá því. Jeg byrjaði eitt sinn, segir hann, fyrir all-!öngu síð- an, að semja íslensk-franska orðabók. En hún er ekki nema stutt komin, kannski helmingur unninn af því verki. Nógur tími til að segja frá því, þegar verk- inu er lokið, hvenær sem þa‘J verður. Prófessor Jolivet er framúr- skarandi yfirlætislaus maður, eins og Jieir jafnan eru, sera gagninenntaðir eru og standa í fremstu röð á sviði menningar- mála. Svipur hans er alvarleg- ur, jafnvel líkt og yfir honum hvíli nokkur skuggi frá liðnum erfiðleikaárum, þegar hann sit- ur þögull og hugsi. En undir- eins og hann hreyfir hugöarcfn um sínum, brýst fram binn innri eldur, sem jafnvel getur orðið til þess að hann tali í lík- ingum og bregði fyrir sig hnytti legum orðatiltækjum og máls- háttum, þó hann tali á íslensku. Það hlýtur að vera dásamlegt að hlusta á hann. þegar hann talar á móðurmáli sínu, fyrir þá sem skilja. Síðan hann kom hingað fyrir 3—4 vikum, hefur hann ekki talað stakt orð á öðru máli en íslensku. Og hann kann því illa að hann sje ávarpaður á annari íun'gu. Enda sagði frú Heba, kona Alexanders prófessors, að hann hefði á dögunum kvartað yfir því, að þann stutta tíma sem hann getur dvalið hjer, skuli hann ekki geta vakað á nóttunni, til þess að lesa ís- 'ensku allan sólarhringinn. Svo mikla áherslu leggur hann á það að hafa sem mest gagn af veru sinni hjer í þessu efni. V. St. Prins dœmur í fangelsi. BERLlN: — Ferdinand prins, sonur Hei’minu prinsessu, héfur verið dæmdur í níu mánaða fang- ’Isi fyrir að skýra rangt frá stjórnmálaafstöðu sinni á dögum nasista. Það var bandarískur dóm- brenna enn, að mer.n halcla aðstóll, sem dæirfdi prinsinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.