Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagúr 3. okt.' 1 ‘Í47 Magnús Gíslason: SÚIMGFÖR FRA SVÍÞJÓÐ TIL SVISS er sannkallaður óasi í' eyðimörkinni. Þýskaland er hörmulegt útlitis, íátæktin og eymdin nær takmarkalaus, en Sviss er ríkt land og ber allt annan svip, eins og við er að búast af því, sem á undan er gengið. Basel er fyrsta borgin, sem við heimsækjum. Hún liggur beggja megin Rínarfljótsins og er aðeins fám kílómetrum sunn an við landamærin Sviss er oft skift í þrjá hluta: þýska hlut- ann, franska hlutann og ítalska hlutann. Bæði hvað máli og menningur viðkemur bera þessir landshlutar svip ná- grannalandanna. Basel er all- þýsk borg, enda er hún aðal- tengiliðurinn milii Sviss og Þýskalands. Við gistum tvær nætur í Basel. Stúdentaráð Baselhá- skólans hafði sjeð okkur fyrir náttstað, og mötuneyti ýmissa stúdentaklúbba sáu okkur fyr- ir fæði þennan hálfan annan sól arhring, sem við dvöldum þar í borg. Það var orðið framorðið, þegar við komum til Basel og allir þreyttir eftir aksturinn gegnum Þýskaland, svo við vorum hvílunni fegnir og gengum til náða strax og tæki- faeri gafst. Eins og við var að búast, höfðu stúdentar skipulagt dvöl okkar og ákveðið að sýnda okk ur helstu mannvirki borgarinn- ar og þá fyrst og fremst dóm- kirkjuna og helstu söfnin, — Þessi kynnisför um borgina endaði hjá forseta fylkisins á ráðhúsinu. Forsetinn bauð okk- ur velkomna og fór mörgum fögrum orðum um Svíþjóð og Svía. Síðan gafst okkur tæki- færi til að fara okkar eigin göt- ur og kynnast borginni á eigin spýtur. Torgið — Marktplatz — þar sem við komum kvöldið áð- ur, var nú þjettskipað sölu- borðum, sem svignuðu undir alls konar innlendum og er- lendum ávöxtum. Jarðarberin og kirsuberin voru algengust og mjög ódýr. Kílóið af jarðar- berjunum kostaði aðeins hálf- an annan franka og kirsuberin eitthvað svipað — þrisvar eða fjórum sinnum óaýrari, en í Svíþjóð, á sama tíma. Við gengum um knng og bár- um saman Svíþjóð og Sviss, og í öllum aðalatriðum var vöru- magn, verðlag og „standard“ svipað í þessum tveim löndum. Verðmunurinn á innfluttum vörum var að jafnaði ekki svo stór, þó voru amerískar sígar- ettur helmingi ódýrari í Sviss, en í Svíþjóð. Svissnesku úrin voru a. m. k. þriðjungi ódýrari hjer en í Svíþjóð og framleiðslan var mikil, , manni virðist þriðja hver verslun hafi úr og klukkur á boðstólnum. Hjá konsúlnum. *■ . Við sungum í forsal lista- safnsins um kvöldið. Undirtekt .ii . ir voru prýðilegar og mörg aukalög sungin. Að samsöngn- Óasi Síðari um loknum vorum við boðnir heim til sænska konsúlsins, sem var svissneskur maður af Gyð- ingaættum. Hann byrjaði sem vikadrengur á aðaljárnbrautar- stöðinni, en var nú. þegar þetta gerðist, einrver ríkasti heild- sali borgarinnar og bjó í höll í einu úthverfinu. Fengum við þar smurt brauð og hvítvín •— moselvín frá 1922. Það var besta vínið, sem við fengum í ferðinni. Seinna frjettum við, að konsúllinn hefði það fyrir sið að bjóða fín og dýr vín í fyrstu 1—2 staupin, en þynna síðan út með yngri árgöngum. En hvað um það, Við áttum þarna góða kvöldstund í höll konsúlsins. Þar voru a'llir vegg- ir þaktir af fágætum og kost- bærum listaverkum, svo vart sá í flauelsveggfóður stáss-stofunn ar. Sem þakklætisvott fyrir góðan beina leiddi söngstjórinn hallarfrúna — sem reyndar var af dönskum ættum •— til sætis í gyltan stól, sem stóð á miðju gólfi. Kórinn myndaði hálf- hring kringum har.a og söng sinn fegursta mansöng henni til heiðurs. Alpafjöllin blasa við í suð- urátt. Það hefur snjóað síðustu nætur, sVo hæstu topparnir eru drifhvítir tilsýndar. Bíllinn skreiðist áfram upp þröngan dal. Háir skógivaxnir hálsar og hjallar á báða vegu. Það glamp ar á fagurbláa fjallavötn og glittir í flúð eða foss hjer og þar á milli trjátoppanna. Veg- urinn hlykkjast og bugast, en breiður er hann og vel bygð- ur. Víða sjest fólk við heyskap í skógarrjóðri. Bændabýlin liggja dreifð um alian dalinn — Hitinn er í mesta lagi og við tökum lífið með ró. Sumir flat- maga og sólbaða á þaki bílsins, aðrir hoppa af og ganga bílinn af sjer. Allar myndavjelar eru í gangi og stórir pokar af kirsuberjum og jarðarberjum ganga manna á milli til saðn- ings og svölunar. Allir keppast um að dá veðurblíðuna og nátt- úrufegurðina. í Bern. Og síðla dags 11. júní náöum við Bern, höfuðborg Sviss. — Vegna húsnæðisvandræða urð- um við að gista í frekar frum- stæðu farfuglahreiðri. Eftir að við höfðum þvegið af okkur meðsta ferðarykið og borðað, var okkur stefnt að forsetahöll- innni. Þar sungurn við þjóð- söng Sviss: „Rufst du mein Vaterland" (lag: God save the King) fyrir sjálfan forseta Jýð- veldanna. Hann bauð okkur velkomna til Sviss. og í stuttri og snjallri ræðu minntist hann hlutleysis Svíþjóðar, og hjálp- arstarfsemi Svía í þágu þjáðra þjóða. Varaformaður kórsins þakkaði fyrir okkar hönd, og í eyðimöi grein síðan sungum við sænska fána- sönginn: „Flamma stolt“ — svo kröftulega, að öll umferð næstu gatna stöðvaðist og allir glugg- ar flugu upp og íylltust for- vitnum hlustendum. — Eftir þessa hátíðlegu heimsókn gafst okkur tækifæri til að skoða borgina. Hún er mjög frábrugð in Basel. Flestar gangstjettir eru hjer yfirbygðai-, eða rjett- ara sagt innbygðar — einskon- ar súlnagöng gegnum neðstu hæð húsanna. Þær standa oft mun hærra en akbrautirnar. Yfirleitt er vel um allt gengið. Gluggakistur og svalir því nær hvers einasta húss eru blómum skreyttar. Bern er fögur borg, og virðist standa á gömlum merg í ríkari mæii, en Basel og Zúrich. Um kvöldið vorum við í boði sænsku sendiherrahjónanna. Sendiherrann — Staffan Söd- erblom — bauð okkur vel- komna. Hann er mikill ræðu- maður, enda á hann ekki langt að sækja það. Hann er sonur Natans Söderblom fyrverandi erkibiskups, sem álitið var að kynni öll Evrópumál og var há- mentaður merkismaður — ann- álaður fyrir mælsku. •— Við sungum nokkur lög. Mestur hluti sænsku nýiendunnar í Sviss var viðstaddui. — Margir höfðu komið frá Basel, Zúrich, Genf og fleiri borgum. Há- tíðin var líka heiguð afmæli sænska konungsins Hann varð nefnilega 89 ára þá fáum dög- um síðar. Þetta varð líka mikið og konunglegt hóf. Við Interlaken. Næsti áfangi — leiðin frá Bern til Zúrich yfir Interlaken — mun verða okkur minnis- stæður. Náttúruíegurðin var stórkostleg. Það var steikjandi sólskin allan daginn, og há- tign Alpafjallanna blasti við okkur. Staldrað var við í Interlaken. Það er smá bær, sem stendur á eiði milli Thunersee og Bri- enzersee. Bærinn er umluktur snarbröttum — 2—4000 metra háum fjöllum og skógivöxnum ásum. Fegursta og frægasta fjallið við Interlaken er Jung- frau, snæviþakinn tindur um 4200 metra hár. Við fórum yfir Brúningskarðið. Vfcgurinn ligg ur þar upp í yfir 1000 metra hæð, og útsýnið er ógleyman- legt. Bíllinn erfiðar og fikrar sig hægt upp snarbrattar brekk ur. Vegurinn er víða höggv- inn inn í bergið. Kælivatnið sýður upp úr, en allt gengur þó vel. Bílstjórarnir eru var- kárir og þaulvamr langferðum og þekkja farartækið betur en nokkurn grunar. Þeir eru ung- ir menn, báðir tveir, liðlega tví tugir, en þeir stóðu sig alveg prýðilega alla leiðina. ■ k i n n i Borgin Luzern bauð okkur upp á hádegisverð. Við vorum þar um kyrt í nær tvo tíma. í þakklætisskyni sungum við nokkur lög á einu togri borg- arinnar. Luzern stendur við Vierwaldstáttersee. Við feng- um tækifæri til að sjá kapp- siglingu á vatninu. Það var geysilega litauðug cg fögur nýn að sjá drifhvít segi svifa fram yfir dimblátt vatnið og í bak- sýn lágu barrskó.e.abelti Alpa- fjallanna eins og dökkgrænir skuggar, en næstu tindar fjall- anna voru snjóhvítir. Við staðnæmdumst skamt frá Kússnacht. Það er smábær við Vierwaldstáttersee. Þar ljest Astrid drottning Belgíu af slys förum fyrir iæpum 12 árum. Maður hennar Leopold kon- ungur, sat sjálfur við stýrið. Til þess að forðast árekstur, keyrði hann út af veginum. — Bílnum hvolfdi og drottningin ljest samstundis. Nú er bygð kapella við veginn, þar sem slysið vildi til. Drottningin var af sænskum ættum, og við heiðruðum minnmgu hennar með því að syngia: „Sverige, fosterland" eftir W.'Stenhamm er, í anddyri kapellunnar. Upprunalega var það ætlun- in, að við yrðum um kyrt í heila tvo daga — föstudag og laugardag — í Zúrich. En sú breyting varð á að farið var áleiðis til Roschach við Bod- ensee ,hálfum degi áður en fyrirhugað var, svo ekkert gat orðið úr neinum útúrdúrum suður á bóginn ems og sumir höfðu vonað. í Zúrich. Við komum til Zúrich að kvöldi dags fimludaginn 12. júní og urðum þess brátt áskynja, að hjer var skipulagt og fyrir fram ákveðið allt sem máli skifti í sambandi við dvöl okkar þar í borg. Hjer voru það einnig stúdentar, sem bor- ið höíðu hitann og þungann af öllum undirbúningi. Og þá fyrst og fremst íulltrúi stú- dentaráðsins, Fritz Hermann og heitmey hans. Þau sýndu alveg fágætan dugnað og ósjerhlífni, voru sjálfkjörnir fulltrúar sviss neskra stúdenta. — Fritz Her- mann fylgdi okkur einnig til Roschach og reyndist okkur þar þrautgóður á ýmsa lund. Við komu okkat til Zúrich færði Fritz Hermann hverjum fyrir sig myndum prýdda bók um Sviss að gjöf, og heitmey hans. festi alparós á brjóst hvers einstaks. Við bjuggum hjá einkafjöl- skyldum tveir og tveir saman. Jeg og fjelagi minn höfnuðum í útjaðri borgarinnar og sátum því heima kvöldið, sem við kom um og nutum gestrisni fjölskyld unnar. Eins og vænta mát.ti er margt í siðum og háttum Svisslend- inga all frábrugðið þvi, sem við eigum að venjast. T. d. er mat- SVISS aræðið töluvert ólikt því, sem algengast er á Norðurlöndum. Fólk drekkur hjer lútsterkt kaffi, en blandar það til helm- ingar með flóaðri mjólk og drekkur síðan sykurlaust. Með morgunkaffinu er brauð úr „rúgi og hveiti“ og hveitibrauðs stengur, eftir franskri fyrir- mynd algengasta meðlætið,, með smjöri, ávaxtamauki og osti. Smjör er annars ekki nót- að, þegar brauð er borið á borð með mat. Algengasta súpan, er þunn hafrasúpa. Spagettí ér mikið borðað og alls konar kjöt áskurður oft etinn sem aðal kjötrjettur. Oftar en einu sinni fengum við ágætis Wienar- schnitsel, svo bragðgóðar, að um það var deilt, hvort þær væru gerðar úr kjöti eða fiski. Að morgni dags 13. júní klyf- um við upp í turn háskólans og nutum útsýnisins yfir borgina og umhverfi hennar. Borgin stendur við Zúrich-vatnið í greiðum ,dal við ósa Limmat- fljótsins. Hún er stærsta og nýj- asta borg Svisslanös og skoðast af mörgum sem aðal menningar og verslunarborg landsins. Heimsókn hjá forseta fylkis- ins var næsta mái á dagskrá. Hann bauð okkur upp á öl og ,,saltabrauð“ á veitingastað við vatnið. Þar sungum við nokk- ur ljett lög og þökkuðum fyrir okkur með handabandi. Síðar um daginn sungum við í útvarpið. Var það hart nær klukkutíma dagskrá. Að lokn- um kvöldverði var samsöngur í St. Jakob kirkjunni — há- borg Zwinglitrúarmanna. Kirkj an var troðfull og samsöngur- inn var sá best heppnaði í för- inni. Þeim til huggunar, sem frá urðu að hverfa, og til þess að gefa fólki tækifæri til að klappa, sungum við nokkur lög á kirkjutorginu eftir songinn í kirkjunni — m. a. Domare- dansen og Bondbröllopet eftir A. Söderman. Söngnum var mjög vel tekið. — Blaðadóma sáum við enga. Þeir koma aldrei fyr en sólarhring síðar — var okkur sagt — og þá vorum við allir á bak og burt. En blaða- dómar höfðu borist frá Basel. Við fengum þar mikið hrós. Okkur var líkt við hinn nafn- togaða Donkósakkakór og fannst okkur það mikill heiður. — Um kvöldið vorum við í boði sænsku nýlendunnar í Zúrich í salarkynnum sænska klúbbsins. Hátíðahöld í Roschach. Upp úr hádegi næsta dag var ekið eins og leið liggur yfir Winterthur og St. Gallen — fornfræga klausturborg — til Roschach, sem liggur skammt frá landamærum Sviss og Aust- urríkis. Þar voru samar.komnir 2500 söngvarar frá ýmsum hlut um Svisslands. Bærinn hjelt upp á 1000 ára afmæli sitt, svo þar var mikið um dýrðir dag og nðtt og sungum tvisvar fyr ir ca. 4000 áheyrendur við geysilega hrifningu að því er virtist. Söngstjórinn var krýnd ur lárberjakransi og á hún fán- (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.