Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 14
<4 """'swEianrsr IHORGUNBLAÐÍB Föstudagur 3. okt. 1947 MÁNADALUR .s dídóa^a ejtir ^acL oCondon •+ 4» 19. dagur „Við börðumst sex lotur — sjö lotur — átta lotur, og vor- um jafnir. Jeg hafði varist hon- um og notað vinstri höndina og komið á hann einu höggi, en hann kom höggi á kjálkann á rnjer svo að jeg fjekk suðu fyr- ir eyrun. Þetta var í mesta bróð erni. Alt bsnti til þess a~ð við! mundum skilja jafnir. Þjer vit- j ið að menn berjast aldrei meira | cn tuttugu lotur. En þá kom ólánið yfir hann. j Við höfðum tekist fangbrögð um í fyrsta sinn. Svo ætlaði hann að gefa mjer högg undir kjálkabarðið með vinstri hendi — það er rothögg ef það hittir. Jeg beygði mig undan, en var ekki nógu fljótur. Höggið kom hjerna utan á höfuðið á mjer og jeg sá stjörnur dansa fyrir aug- unum. En jeg fann ekkert til og þetta gerði mjer ekkert af því | að það kom á þar sem beinið er þykt. En þetta varð honum til falls. Þumalfingurinn á vinstri! iiendi hans fór einu sinni úr liði þegar við vorum að leika. okkur í æsku í sandinum hjá' Watts Trakt, og hafði aldrei, orðið jafn góður aftur. Og nú rekur hann þennan þumalfing- j ur hjerna beint í skallann áj mjer, svo að hann fer úr liði aftur. Jeg hafði alls ekki gertj ráð fyrir þessu. Það er slæmur grikkur að láta mann ónýta á sjer fingur á skallanum á manni, þótt það sje leyfilegt í bardaga. En það er ekki leyfi- legt milli vina — og jeg skyldi ekki hafa gert Billy Murphy þann grikk, þótt mjer hefði ver ið boðnir miljón dollarar fyrir það. Þetta hlaust af því hvað jeg er seinn í snúningum. Hvort það er sárt? Jeg segi yður það satt, Saxon, að þjer getið ekki haft neinu hugmynd um hvílíkar ógurlegar kvalir það eru fyr en þjer hafið orð-' ið fyrir því að ýfa upp gamalt j meiðsli. Billy átti einkis annars úrkosta en að gefast upp. Hann var óvígur. Nú var hann ein- hendur. Hann veit það sjálfur,' jeg veit það og dómarinn veit það, en ekki aðrir. Hann held- ur áfram að veifa vinstra hand- leggnum, eins og ekkert s'e. En það er svo sárt eins og verið sje að skera hann með kníf. j Hann áræðir ekki að gefa högg með þeirri hendinni, og samt tekur hann út óþolandi kvalir.1 Hann danglaði bara með henni og jeg þurfti ekki að bera það af mjer því að enginn kraftur var í því. Og samt ætlar þetta að gera út af við hann. í hvert j skifti sem höndin kemur við er eins og glóandi járn sje rekið í ham. og þetta versnar altaf. Setjum nú svo að við hefð- um verið að berjast í gamni og hann hefði farið þannig. Hvað mundum við þá hafa gert? Við hefðum þegar fleygt hönskun- ! um, og jeg hefði lagt kaldan | bakstur við þumalfingurinn á honum og bundið rækilega um j svo að hann bólgnaði ekki. EnJ hjer sæmir það ekki. Við erum að berjast hjer til þess að skemta sportfíflum, sem heimta' blóð, og hafa borgað fyrir að sjá það. Það eru ekki menn. Það eru hýenur. Hann verður að fara varlsga óg'jeg'hlífi hónum. Þá taka fífi-i in að öskra: „Hvers vegna slærðu hann ekki“. ,,Svik, svik“. „Ykkur væri nær að fall ast í faðma og kyssast“. Og það- an af verra. ,,Berstu“, hvíslar dómarinn fokreiður að mjer. „Berstu, eða jeg svifti þig rjetti til að keppa“., Þetta segir hann og hnippir í mig til þess að það sje enginn vafi á því að hann á við mig. Það var ekki fallegt. Það var ekki.rjett. Hvað held- urðu að við höfum barist um? Eina skitna hundrað dollara. En það var skylda okkar að berjast til hins ýtrasta vegna þess að þorpararnir niðri í saln um höfðu veðjað á okkur. Þetta skal verða minn seinasti hnefa leikur, segi jeg við sjálfan mig. Jeg skal aldrei framar berjast. . „Gefstu upp“, hvísla jeg að Billy næst þegar við tökum fang. „Gefstu upp í öllum ham ingjunnar bænum“. Og hann hvíslar aftur að mjer: „Jeg má það ekki, þú veist það vel“. Dómarinn slítur okkur í sund ur og djöflarnir niðri æpa og hvína. „Sláðu hann niður, Bill Ro- berts“, segir dómarinn við mig og jeg óska honum norður og niður. Við tökum aftur fang, hvorugur greiðir högg, en samt rekur Billy þumalfingurinn á sjer í og jeg sje að hann náföln ar af kvölum. En hann er sá hugrakkasti maður, sem jeg hefi þekt og hann lætur sig ekki. Jeg horfi í augun á hon- um og sje að hann er veikur af kvölum, þótt hann sje svo hraustur, að hann láti sig ekki. Er það ekki himinhrópandi synd að verða að berja sjúkan mann og þar á ofan besta vin sinn? Er það íþrótt? Jeg fæ mig ekki til þess. En áhorfend- ur hafa greitt inngangseyri og veðjað á okkur. Við erum ekki sjálfráðir. Og við höfum selt okkur fyrir skitna hundrað doll ara. . Jeg segi yður það satt„ Sax- on, að þá langaði mig til þess að stökkva niður í salinn til j þessara djöfla, sem hrópuðu áj blóð, og láta þá sjálfa finna tilj þess hvað það var, sem þeir hrópuðu á. j „í guðs nafni sláðu mig“, hvíslaði Bill, „jeg get ekki gef- ist upp“. Hvað finst yður? Jeg | stóð þarna og grjet af gremju. „Jeg get það ekki, Bill“, hvísla jeg aftur og faðma hann að mjer eins og bróður, en dómar- 1 inn reynir að slíta okkur sund- ur og djöflarnir niðri froðu- fella. „Nú áttu alls kosta við bann“, genja þeir. „Sláðu hann nú — sláðu hann í rot og vertu ekki að þessum væfluskap“. „Gerðu það, Billy, gerðu það fyrir mig“, hvíslar Bill og lítur á mig bænaraugum rjett í því að dómaranum tekst að slíta okkur sundur. Og niðri í húsinu æpa djöfl- arnir: „Svik. Svik. Svik“. Jeg gerði það. Jeg átti ekki annars úrskosta. Herra írúr, jeg gerði það. Jeg gat ekki ann- að. Jeg gef honum færi á mjer með vinstri, beygi mig undan högginu svo að það fer yfir öxlina, og gef honum svo hægri | handar högg á kjálkann. Hann! þekkir þetta bragð. Þúsund sinnum áður hefir hann leikið. á mig svo að höggið hefir lent öxlinni á honum. En í þetta skifti gerir hann það ekki. Vilj- andi gefur hann færi á sjer, Höggið kom á hann eins og skot. Hann fjell á hliðina og höfuðið lenti undir honum eins og hann væri hálsbrotinn. Þetta gerði jeg fyrir skitna hundrað dollara og til þess að skemta óþjóðalýð, sem jeg fyrirleit af öllu hjarta. Svo lyfti jeg Bill upp og bar hann til sætis síns og hjálpaði til að vekja hann til lífsins. Ahorfendur voru á- nægðir. Þeir höfðu fengið að horfa á úrslitaleik fyrir pen- inga sína. En þarna á stólnum var meðvitundarlaus maður, hruflaður í framan og eins og liðið lík, maður, sem var- þús- und sinnum betri en þeir allir saman“. Billy þagnaði um stund og horfði þungbúinn fram á veg- inn. Svo andvarpaði hann, leit á Saxon og brosti. „Þá hætti jeg að berjast. Billy Murphy hló að mjer fyrir það. Hann hjelt áfram. Það er að. segja, hann hefir hnefaleikana í hjáverkum, því að hann hefir góða atvinnu. En þegar um ein- hver aukaútgjöld er að ræða, hann þarf til dæmis að mála íbúðina, greiða læknisreikn- inga. eða kaupa reiðhjól handa krökkunum, þá keppir hann í einhverjum klúbb og fær fimtíu eða hundrað dollara fyrir. Jeg vildi, að þjer kyntust honum. Þetta er dæmalaus gæðadreng- ur. En þarna um kvöldið leið mjer illa“. Hann varð aftur þungbúinn og harðneskjulegur á svip. Og þá gerði Saxon það, sem tísku- drósir gera títt og opinberlega. Hún lagði hönd sína ofan á hönd hans og þrýsti henni. Þá varð hann eitt sólskinsbros, brosti bæði með munni og aug- um, og sneri sjer að henni. „Það er skrítið að jeg skuli vera að segja yður frá þessu“, sagði hann, „því að jeg hefi aldrei minst á þetta við nokk- urn mann. Jeg er ekki gjarn á það að tala um sjálfan mig og einkamál mín. En hvernig sem á því stendur þá langar mig til þess að við sjeum góðir vinir, og þess vegna trúi jeg yður fyr- ir þessu. Er það ekki skrítið?“ Nú lá vegurinn upp í móti, fram hjá ráðhúsinu og skýja- sköfunum í 14. götu, beygði síð an til hægri yfir Piedmont hæð- irnar til Blairgötu og þaðan út á Broadway og í áttina til fjall- anna. Fyrst komu þau inn í Jack Hayes gilið fagurgrænt og forsæluríkt. Nú var ekið greitt og Saxon var í sjöunda himni. „En hvað hestarnir eru fall- egir“, sagði hún. „Aldrei hafði mig órað fyrir að jeg mundi aka í vagni með eins goðurn hestum fyrir. Jeg er hrædd um að jeg vakni alt í einu —- þetta sje ekki annað en draumur. Mig hefir svo oft dreymt um hesta. Ekki veit jeg hvað jeg mundi fáanleg að gera til þess að eignast hest“. GULLNl SPORINN 103. Fyrir kvöld bárum við hann upp undir klettana og tók- um gröfina, og kötturinn elti okkur til að sjá, hvað við ! gerðum við húsbónda hans, Strax að greftruninni lokinni , gengum við svo til baka til kofans, en Jóhanna hafði ekki fellt eitt einasta tár, meðan á þessu stóð, Fjórtándi kafli. Jeg fer til Gleys. Jeg vaknaði snemma morguninn eftir, og þegar jeg heyrði ekkert rumsk uppi e lofti. þar sem Jóhanna hafði sofið síðan jeg kom, ætlaði jeg, að hún svæfi ennþá. Þarna skjátlaðist mjer þó, því er jeg hafði klætt mig og gekk út að brunninum til að þvo mjer, stóð hún úti við og skoðaði sig í speglinum. „Það er gott þú komst, Jack,“ sagði hún, þegar jeg hafði lokið við að þvo mjer. „Fylltu nú fötuna aftur, og þvoðu mjer.“ „Geturðu ekki þvegið þjer sjálf ?“ spurði jeg, um leið og jeg dró fötuna upp. „Nei, ekki eins vel og þú Heltu úr fötunni yfir mig.“ ,,Já, en fötin þín!“ hrópaði jeg. „þau verða rennandi blaut.“ „Ekki veitir þeim af þvottinum. Jæja, komdu nú.“ Sex sinnum þurfti jeg að hella úr fötunni yfir hana, áður en hún var ánægð. Svo gekk hún holdvot inn í eldhús, til að taka til morgunverð minn. ,.Þú ert snemma á ferli“, sagði hún, er við byrjuðum að borða. „Já, jeg verð að leggja af stað til Gleys fyrir hádegi.“ „Nú, jæja, mjer stendur líka á sama þótt þú verðir fjar- ; verandi í nokkra tíma. Mjer f-innst allt þetta hreinlæti vera að gera mig svo undarlega.“ Eftir að hafa snætt og lofað henni hátíðlega, að jeg mundi koma aftur fyrir kvöld. gekk jeg út til að söðla hest minn. Jóhanna sagði mjer í hvaða átt jeg ætti að halda, en að því loknu steig jeg á bak og reið af stað í átt- ina til Gleys. IIEFND MANNSINS, SEM VINNUR í SJÓNVARPINU Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. — Voruð þjcr að kalia mig fífl? i * 1 Gamli verslunarmaðurinn var að draga sig í hlje og ætl- aði að lifa rólegu lifi það sem eftir væri æfinnar. 1 Vinur hans kom 1 heimsókn og spurði hann, hvað hann ætl- aðist fyrir í framtíðinni. -— Ja, fyrst ætla jeg að lifa rólegu lífi og minsta kosti í sex vikur ætla jeg að sitja í ruggustólnum mínum. I — Já, en hvað ætlarðu svo að gera? — Svo? Þá er jeg að hugsa um að fara að rugga mjer í I stólnum. Bílstjóri I Ameríku erfði ný- lega 120.000 dollara, þegar mat móðir hans. frú Ann Craig dó. Það var aðeins eitt ár síðan hann kom í kost til hennar, en hún hafði lofað honum, að hún skyldi ekki gleyma honum, þeg ar hún gerði erfðaskrána sína. ★ í Hempstead í New York ríki var nýlega sett umferðareglu- gerð, sem skipar svo fyrir, að það skuli festa fram og aftur- Ijós á hesta, sem notaðir eru til útreiða. ★ Það vildi til í Denver, að níu ára strákur að nafni Richard Junk, var að stela sjer eplum. Hann datt úr trjenu, en í stað þess að fara til læknis fann hann lækningabækur og setti brotinn handlegginn á sjer rjett saman í gipsi. ★ Þar var sólin. Baðgestur, sem kom til St. Petersburg á Florida hefir höfð að mál gegn bæjarstjórninni vegna sólbruna, sem hann f jekk í sumar og hefir bakað honum miklar kvalir. Hann heimtar 500 dollara í skaðabætur. Greifí de Wieth hafði boðið frægum fiðluleikara í miðdag og þegar risið var upp frá borð um spurði húsmóðirin: — Kæri meistari, þjer hafið vonandi tekið fiðluna með yður. —- Nei, svaraði fiðluleikar- inrt, hún var ekkert svöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.