Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 12
12 MORGURBLAÐIÐ Föstudagur 3. okt. 1947 Prestaskólinn Hiísnæðismál bæjarstjórnar (Framhald af bls. 2). Saga skólans. Er háskólarektor hafði dokið máli sínu flutti Tómas Guð- mundsson 2. kafla af kvæði sínu. Þvínæst tók prófessor Ás- mundur Guðmundsson til máls. Rakti hann sögu Prestaskólans í aðaldráttum í glöggu og skil- merkilegu erindi og lýsti for- stöðumönnum skólans og helstu kennurum svo að glögg mynd fjekkst af þeim öllum, starfi þeirra og sjereinkennum. Var erindi hans efnismikið og hið áheyrilegasta. Að ræðu hans lokinni flutti Tómas Guðmundsson síðasta kafla hátíðaljóða sinna. En að lokum söng Dómkirkjukórinn „Ó, guðs vors lands“. Var at- höfn þessi öll mjög svipmikil og hátíðleg. Guðsþjónusla í Dómkirkjunni Kl. 5 e. h. hófst .guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Skömmu áður en messan hófst, gengu prestar í kirkju, allir hemp- klæddir. Höfðu þeir safnast saman í anddyri þinghússins og gengu þeir í skrúðgöngu til kirkju. í farabroddi fóru bisk- upinn og forseti íslands, herra Sveinn Björnsson. Forseti tók sjer sæti í for- setastól og prestar sátu einn- ig inn við kór. Asmundur Guðmundsson pró fessor þjónaði fyrir altari á undan prjedikun og einnig söng dómkirkjukórinn undir stjórn Páls Isólfssonar lag Björgvins Guðmundssonar við hátíðaljóð Tómasar Guðmundssonar. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, stje í stól inn og flutti prjedikun. Lagði hann út af ritningargreininni: „Sjá, sáðmaður gekk og sáði“. A eftir prjedikun þjónaði sjera Bjarni Jónsson vígslu- biskup fyrir altari. Kirkjan var þjettskipuð fólki, en auk kirkjugesta, sem nefndir hafa verið, voru við- staddir ráðherrar og aðrir em- bættismenn. Var kirkjuathöfn þessi hin hátíðlegasta. Kvöldsamsætið. Afmælishátíð Prestaskólans í gær lauk með samsæti að Hótel Borg. Þar var ríkisstjórn in og borgarstjóri og margir æðstu embættismenn þjóðar- innar, háskólaprófessorar og prestar, bæði eldri og yngri. Var það mentamálráðherra og Háskólarektor er buðu til þessa fagnaðar. Eysteinn Jónsson mentamála ráðherra setti samsætið og bauð gestina velkomna. Hann mælti við það tækifæri nokk- ur orð til prestastjettarinnar, sagði að þakka bæri henni m. a. fyrir þrennt: Fyrir það að hún hefði þannig haldið á mál- um, að raunverulegar trúmála deilur hefði aldrei komið upp á íslandi. Bæri það vott um víðsýni prestanna. I öðru lagi þakkaði hann prestunum hina góðu alþýðumentun, sem hjer hefði verið með þjóðinni, og í þriðja lagi þakkaði hann prest unum fyrir það að þeir hefðu jafnan veri fremstir í flokki í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. — - Aðrir ræðumenn voru þess- ir: Sjera Kristinn Daníelsson, en hann er næstelsti guðfræð- inga landsins. Útskrifaðist hann úr Prestaskólanum fyrir 63 árum síðan. Rakti hann sögu Prestaskólans í stórum dráttum og lýsti stofnuninni og kennurum hennar á þeim ár- um, er hann stundaði þar nám. Þótti ræða hans með afbrigð- um vel flutt og sköruleg af svo háöldruðum manni. Næstur ræðumaður var dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup. — Hann mintist m. a. námsára sinna í guðfræðideild Háskól- ans, þakkaði þá vi'rðingu, sem prestastjettinni hafði verið sýnt við þetta tækifæri og ósk- aði guðfræðideild Háskólans allra heilla í framtíðinni. Því næst tók til máls sr. Valdi mar Eylands, núverandi for- seti Þjóðræknisfjelagsins vestra og þjónandi prestur að Útskál- um. Ræða hans var m. a. kveðja frá Vestur-íslendingum alment og vesturíslenskum prestum sjer staklega og þakkir fyrir þann stuðning, sem Vestur-íslending- ar hafa fengið hjeðan að heim- an, í baráttu þeirra til varð- veislu tungu og þjóðerni. Þá talaði Ásmundur Guðmunds- son forseti guðfræðideildar. — Þakkaði þeim er höfðu stuðlað að því að skólaafmæli þeta varð hátíðlegt og eftirminnilegt, en lauk máli sínu, með nokkrum velvöldum orðum, sem lutu að því hvernig kristnidómurinn FUNDUR bæjarstjórnar fór fram í Sjálfstæðishúsinu í gær. — Vegna þessa fundarstaðar, gerði Sigfús Sigurhjartarson fyrirspurn um það utan dags- skrár, hvar bæjarstjórn myndi eiga sama stað með fundi sína í vetur. í þessu sambandi þurfti hann endilegá að fetta fingur út í að fundurinn væri hald- inn í Sjálfstæðishúsinu og gaf í skyn, að þessi fundur myndi kosta bæinn offjár. Þá greip hann tækifærið og veittist að bæjaryfirvöldunum íyrir að hafa framfylgt þeirri skyldu sinni að færa spennistöðina við Vallarstræti til. Borgarstjóri svaraði Sigfúsi. Sagðist hann geta fullvissað Sigfús um að kostnaðurinn af þessum fundi myndi ekki verða svo hár að neirrum þyrfti að blöskra. Borgarstjóri gat þess ennfremur, að nú sem stendur væri óráðið hvar fundir bæj- arstjórnarinnar verði haldnir, en verið er að athuga þetta mál. Vjek borgarstjóri nú máli sínu að hinu væntanlega ráð- húsi Reykjavíkúrbæjar. -— Svo sem kunnugt er, er samkeppni um teikningar að byggingunni lokið fyrir nokkru síðan og hef- ur mjög verið um þetta rætt. Svo sem kunnugt er hlaut eng- inn uppdráttanna fyrstu verð- laun, en sá er hlaut önnur verð- laun hefur staðsett bygginguna þar sem nú er skemtigarðurinn við Lækjargötu og Miðbæjar- barnaskóli. Hvert verður næsta spor í þessum málum kvaðst borgarstjóri ekki geta sagt að svo stöddu, enda kæmi hjer margt til greina. Borgarstjóri lauk máli sínu með því, að ýtreka þá brýnu nauðsyn, að bætt verði úr hús- næðisvandræðum bæjarins. Guðmundur H. Guðmundsson tók einnig til máls. Hann taldi æskilegt að uppdrættirnir að ráðhúsbyggingunni yrðu birtir hefði verið og skyldi vera leið- arljós þjóðarinnar í framtíð- inni. Að ræðu hans lokinni þakk- aði háskólarektor Ólafur Lár- usson gestunum komuna og sleit hófinu. En um leið og risið var upp frá borðum var sunginn sálmurinn: „Vor Guð er borg á bjargi traust“. í blöðum bæjarins. Hann kom fram með þá tillögu, hvort ekki myndi vera heppilegra að reisa ráðhúsið á lóð þeirri, er myndast við Miklubraut, Löngu hlíð, Flókagötu og Reykjahlíð. Taldi hann þenna stað mjög heppilegan og þar myndi bygg ingin sóma sjer vel. Því hjer í Miðbænum myndi í náinni framtíð skapast hafnarhverfi og taldi hann ráðhjisið ekki eiga heima á þeim stað. Enn- fremur var Guðm H. Guð- mundsson mjöt mótfallinn því, að skemtigarðurinn við Lækj- argötu yrði eyðilagður, því garð urinn ætti miklum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa.^ Jón Axel Pjetursson tók þvi næst til máls. Hann kvað það skoðun sína, að eins og húsnæð- ismálum bæjarins væri nú ( háttað, þá bæri að láta bygg- ingu ráðhússins sitja á hakan- um. Hinsvegar þætti sjer mið- ur að bæjarstjórnin væri í hús- næðishraki sem stendur. Framh. af bls. 10 ans — sænska fánans — voru festir marglitir borðar með gullnri áletrun í heiðursskyni fyrir snjalla frammistöðu. Jodl-söngur Svisslendinga er sjerstæð list, sem gaman var að heyra. Eftir þátttökuna í hátíðahöld unum 1 Roschach var snúið heimleiðis. Á bakaleiðinni gist- um við í Basel og Witzenhaus- en. Frá dönsk-þýsku landamær unum fórum við yfir Sönder- borg og tókum ferjuna frá Als til Fjóns og hjeldum samsöng í Faaborg á Fjóni um kvöldið eftir að hafa ferðast í rúma 16 tíma sleitulaust. Söngurinn tókst framar öllum vonum og við vorum gestir Faaborg-deild ar Norrænafjelagsins um kvöld ið. — Bandalag MiHjarðarhafsþjóSa Framh. af bls. 1 ef ítalir ætla að reyna að halda þeim löndum enn sem nýlend- um sínum, kemur ekki til mála, að Arabar fari1^' bandalag við þá. - - Lárus Rísl Framh. af bls. 11 því er hann á Akranesi var feiminn við stúlkur (sjá bls. 19) og honum var illa við pils, en varð samt „rauður eins og karfi“, ef viss stúlka var nefnd — og þar til hann varð ófeimn- ari og komst í eina sæng með 18 ára heimasætu í húsmanns- koti í Danmörku. En notabene, rúmið var stórt og Lárus lá fremst, svo kallinn, svo konan og stúlkan uppi í horni (sjá bls, 153). En best segir hann frá því, hvernig han fór að biðja sjer stúlku og fjekk hennar >g hún varð kona bans, snildarkona —■ sem allir dáðu, sem þekktu. —■ Hún ól honum 7 efnileg börn og dó af því síðasta. Sá kapí- tuli endar sorglega, en er sjer- staklega vel saminn og drengi- lega ritaður. Á handfæri. Og svo er.n eitt. — Jeg minn- ist þess, hvað Lárus var fisk- inn, þegar við fórum saman á handfæri. Jeg var aldrei nema hálfdrættingur á við hann. Það voru mjer dularfull fyrirbrigði, hvernig þorskar og ýsur snuðr- uðu fljótt upp Lárusar öngul en ljetu minn í friði. Rjett eins og hans öngull væri beittur tál- beitunni hans Þorbjörns Kólku: „Mannakjöt á miðjum baug en mús á oddi“. En svo var eigi, og datt mjer í hug, að það væri viljakraftur hans, sem seiddi að sjókindurnar. Jeg veit, að hann hefur viljað gjöra sundpollinn í Laugar- skarði sem allrabest úr garði svo að þar yrði myndarlegasti og fjölsðttasti sundskóli lands- ins. Jeg vil óska honum þess, að hann með fylgi góðra manna sjái þessa hugsjón sína rætast. Stgr. Matthíasson. Sótlúgur | z do otn o tnfö oi = | cj r i r / ( v I d I = ’ J u VJ L7 m \J E ; yo Oo y7ojQoy~|0|no| í Höfðatúni 8. Sími 7184. 5 mmmmmmmmmmmmnwmmmmmmmmmmmmm X-9 Effir Roberi Slorm 71 VE ó">' pcao twrjrzj cf- r «*0 THE NEARE5T rj ROAD TJ4AT LNER-LIPO CAN HOFE TO REACH l$ T'óTHTV MILEO ACK050 RUóöED COUNTRV — lk A RAVlNE ACRQOO T.ME LAKE, UVER-UP£ TRÍE5 70 RELEA0E HlE> P00T ERQM A O'ÍEEL 3ZA.R1F.AP~ uow-W'W/ x CAN ONLY OPRIN6 0NE...END...0F TME GETTiNG COLDER... AT/ WíT CL0Tt-i!M6 IG...F7GINN'1MS TO ® M-MAYgE I...CAN D15...TME ANCHOR PIN...0UT OF THII5...LOG... AND DRAð THE....TRAP ALOMö — . Phil og fjelagar hans skoða kort yfir landsvæðið í kringum vatnið, en í gili hinu megin við það hefur Kalli orðið fastur í bjarnagildru. Hann reynir að losa sig, en tekst það ekki. Hann tautar: Það er enn að kólna, fötin eru byrjuð að frjósa.. Máske jeg geti losað gilruna og dregið hana með mjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.