Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1947, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. okt. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Sieingrímur Matthíasson: PRÝÐILEG ÆFISAGA LÁRUSAR RIST hraustr Rist studdr af Kristi“. JEG hef þekkt Lárus Rist frá því við vorum snáðar innan fermingar. Síðan höfum við kýnnst betur og verið nágrann- ar og vinir í mörg ár. Jeg hef fylgst með, hvernig hann fyrir hollan metnað, er honum var í blóð borinn áSamt stínnum vilja til vaxtar, hefur rutt sjer braut í þjóðfjelaginu. Jeg hef lengi vitað, að hann er fjölhæfur, enda hefur hann lagt gjörva hönd á margt. Jeg tek til dæmis, að hann hefur setið lömb, verið smali, vinnumaður, ijúpna- skytta og tóu, Möðruvellingur, kaupamaður, vegagjörðamaður, hálfgildings búfræðingur, vef- ari (með tólfkóngavit minnst), lýðskólanemi í Askov, íþrótta- maður, fiskimaður, útgerðar- maður („það var versta vik- an“) og í mörg ár ráðsmaður og reikningshaldari Akureyr- arspítala. Ennfremur varð hann Ameríkufari (engu síðri en Kristinn með því nafni). En einkum og aðallega hefur hann verið, um margra ára skeið, sundkennari bama, manna og kvenna og skólakennari í leik- fimi og nokkrum öðrum fögum við gagnfræðaskólann og menta skólann á Akureyri. Öllum þess um störfum hefur hann gjört góð skil. En jeg vissi ekki fyrr en nú, að eitt átti hann ennþá í fórum sínum. Hann er snjall rithöf- undur, sem kann í sprettum að segja sanna æfisögu sína eins skemmtilega og væri það góð lygasaga. Þetta geta allir sann- færst um, sem lesa bók hans „Aö synda eöa sökkva“. Afbragðskennari. Lárus er landskunnur orðinn sem frömuður sunds og leik- fimi í landinu. Hann hefur ver- ið afbragðs kennari í þessum í- þróttum, enda hefur hann (eins og kaflar í bókinni votta) gjört sjer hið mesta far um að afla sjer erlendis ágætrar undirbún- ingsmenntunar. — Frá honum hafa dreifst út um landið mesta fjöld æskumanna og kvenna, sem hann hefur „komið á flot“ og liðkað í liðum og vöðvum og taugum með skemmtilegum, hollum líkamsæfingum. Hvað margir þeirra hafa fyrir' hans tilstilli getað bjargað lífi sínu og annarra? Jeg hygg að þeir sjeu margir. En jeg veit, að allur nemendahópur hans muni lengi minnast þess, hve mikla rækt hann lagði við kennsluna og hve mikla virðingu hann innrætti þeim fyrir fegurð og gildi íþróttanna, andlega jafnt og líkamlega. Hann varaði menn ætíð við ofurkappi í öll- um fimleikum. Hann hafði með fædda andstyggð á steinbíts- taki, hvað þá öllum liðhlaups- og leggjabrjótsfantatökum að bolabrögðum meðtöldum, og ekki að gieyma blóðnasabar- smíð (sem á ensku kallast box eða boxing). Málhrcinsunarmaður. Rist kom heim úr Askovs- íkóla með nýtt og betra fyrir- komulag í leikfimiskennslu. Og lengi skal það munað, að það var hann, sem fyrstur íslenskra leikfimskennara lagði niður þann leiðinlega sið, að skipa fyrir á bjagaðri dönsku og inn- leiddi íslenskar skipanir. — Til þess bjó hann sjer til kerfi af haglega völdum hvell- og hljóm miklum íslenskum orðum og setningum, sem hann ljet þruma í eyrum unglinganna. Það var eitthvað viðkunnan- legra og myndarlegra að nota blessað móöurmálið helaur en útlend orðskrípi (H. Hafstein kvað fyrstur upp með það í öðru sambandi).Sbr. það sem hann kvað um framtíðar sjó- mennina á Fróni: „Þrek er í höndum, íslensk orð eru það, sem skipa að herða á strengjum". Ileitstrengingar. Það vakti athygli víða um land, þegar ungmennafjelagar á Akureyri veturinn 1907 stigu á stokk og strengdu þess heit að vinna ýms þrekvirki. Þar á með al var heitstrenging Lárusar að synda yfir Eyjafjörð, og efndi hann það heit sitt með sóma sumarið eflir. Það var að vísu ekki langt sund, en langtum örðugra en ella fyrir þá kvöð, sem fylgdi (og Lárus sjálfur hafði sett sjer), að hann skyldi steypa sjer út alklæddur og þar að auki í sjóklæðum og vatns- stígvjelum og færa sig síðan smásaman úr öllum fötunum á sundinu til að ljetta á sjer. Það getur verið erfitt að komast úr votum nærklæðum og sokkum. Þannig var sundið all-mikil þrekraun, sem ekki var heigl- um hent að Jeika eftir. Orðróm- urinn af sundi þessu kveikti á- huga í öllum röskum drengjum á að læra sund, koma sjer upp góðum sundpollum og þrautæfa sundfimi sína. — Sundkappar Reykjavíkur fóru að herða sig og árangurinn varð hið fræga Viðeyjarsund B. Waage og Drangeyjarsund Erlings Páls- sonar. (Mjer fyrir mitt leyti finnst nú nóg komið í bráðina um fjarlægðakeppni í köldum íslenskum sió^en þó giska jeg á, að einhverjir kunni að gefa sig fram til Vestmannaeyja- sunds og síðan Grímseyjar; en hvað hið síðara áhrærir, legg jeg til, að sundhetjan sú áskilji sjer 50 hesta hreyfil áfestan sjer til fóta, og rafmagnshitar leiðslu utan um allan skrokk- inn). Omurleg æska. En komum nú nær æfisög- unni og athugum þráðinn. Það er eins og forlögin (að jeg segi ekki forsjónin) hafi frá því fyrsta Verið að leika sjer að Lárusi eins og köttur með mús. Fyrst gjöra þau hann móður- lausan og svo kemur fátækt og sultur á Akranesi og fólkið væl ir út af bjargarleysi, Ameríku- ferðum og sjóslysum. Skerandi hungur ásækir krakkagreyin. Lárus er þá 8 ára. Þau ráfa um tún og fjöru eins og útigangstryppi og finna úldna, þornaða þorskhausa og hryggi, sem þau kroppa fisk- inn úr, og kvaka þakkarorði. Einn strákurinn stingur upp á að safna kræklingi, sem nóg var af. Þau gjöra sjer eld með þurru þangi eins og Róbinson og steikja skelfiskinn. Nam- nam. Það var herramanns mat- ur. En ógleymanlegast var það, að læknisfrúin opnaði hús sitt og tók Lárus og tvo gemlinga aðra á gjöf um tíma. Þar var ekki í kot vísað og íðilgóður matur. Það var hin drottning- fríða Margrjet, systir Björns prófessors Ólsens, gáfuð, fjörug og ætíð kát og yndisleg. Svona endaði sulturinn og gjörði Lalla# ekki mein. — „Gjörir ekkert, bara betra“, sagði Þórður í Koti. Það varð ekki komist hjá því að leggja eyra við því, sem fólk ið á Akranesi var að tala um aftur og aftur. Það voru drukkn anirnar. Þennan vetur (1882) voru 100 manns á íslandi komn ir í sjóinn. Fl§£tir í lendingum — menn á besta aldri, og hraust menni þar á meðal. — Enginn þeirra haföi lœrt aö synda — nema einn. Og þaö var Björn L. Blöndal, röskleikamaöur, fyrsti sundkennari í Reykjavík. Og það skyldi henda hann að drukkna. Var þá sund alveg gagnslaust? „Sumir hjel lu því fram, að í sjávarháska kæmi það ekki að neinu gagni. Og þeir virtust hlakka yfir því“, segir Lárus. Skinnsokkurinn bilaði. Þetta særði barnshjartað og hann velti þessu fyrir sjer í huganum í mörg ár á eftir. — Eða þar til hann sjálfur fór að læra að sund. Þá komu forlögin enn til skjalanna og lá við að þau' kæfðu drenginn eins og kettling í tjörn. — Hann hafði bundið á sig uppblásinn skinn- sokk og gat svo buslað í mak- irtdum. Þá raknaði snögglega upp hnútur, sem skinnsokkur- inn var festur með, svo hann sagði skilið við Lárus og Lárus sökk. Til allrar hamingju var eldri fjelagi hans snar í snún- ingum og stakk sjer. Hann náði í strák og kom honum lifandi upp úr. Hinir strákarnir gjörðu gys að honum, en Lárus þykkt- ist við og kvaðst skyldi sýna þeim, að slíkt skyldi ekki henda sig aftur. Þetta var um leið á- minning um að læra vel að bjarga öðrum næst sjálfum sjer. Að Hrafnagili. Af öðrum forlaganna spila- kúnstum um framtíð Lárusar er það skjótt að segja, að fram- an af var fátæktin til trafala. Hann er kotadrengur á Læk, í Bitru og á Botni og sjer ekki annað fyrir sjer liggja en kot- ungsskap, lambasetu, smala- mennsku, vinnumennsku og þrældóm — þar til hann kemst að Hrafnagili til síra Jónasar og frænku sinnar, hinnar á- gætu skörungskonu, frú Þór- unnar. Þar er Lárus fram yfir fermingu og óvíst, hvað úr honum ætti að verða. Feðgarn- ir sitja þá eitt sinn úti í búri og drekka kafíi hjá frúnni og rabba um hitt og þeíta. Þá spyr frú Þórunn Jóhann, föður Lár- usar: „Hvað hugsar þú fyrir drengnum? Ekki dugar að ala hann upp eins og sauðkindurn- ar“. Jóhanni varð orðfátt í bili, en segir svo, að þeim hafi tal- ast svo til, að hann lærði trje- smíði, þegar hann þroskaðist betur. Frú Þórunn var ekki ánægð með svarið. Henni fannst nauð- synlegt að hann fengi að læra eitthvað gott fyrst, svo hann mannaðist. Stakk hún þá upp á því, að koma honum í Möðru- vallaskólann. Þetta voru nú hennar ráð og þeim ráðum henn ar var fylgt, þó það kostaði nokkrar bollaleggingar og fórn- ir. Því í þá daga var talsvert um það pexað, hvort Möðru- vallapiltar lærðu annað en mont. Skólinn reyndist miklu, miklu betri en fáfróðri alþýðu hafði verið talin trú um af vmsum rógsmönnum hans meðal lærðra manna syðra. En frú Þórunn gjörði það ekki endasleppt með þessu einu, að koma frænda sínum á menntaveginn. Það var einnig hún, sem með lipurð og dugnaði og hjálp manns síns kom því í kring nokkrum árum seinna, að Lárus, ásamt sonum þeirra tveimur (Oddi og Jónasi) kæm- ist til Danmerkur á Askov lýð- skóla í 2 ár. Það varð honum sem háskólavist eftir Möðru- vallaskólann og eftir þá sjálfs- menntun, sem hann hafði aflað sjer í tómstundum heima. — Á Askov sá hann fyrst og varð heillaður af leikfimi — og upp frá því æfði hann og kynnti hann sjer þá mennt og íþrótt eftir föngum; ekki síst nokkr- um árum seinna á Kennara- framhaldsskóla ríkisins í Kaup- mannahöfn. í Möðruvallaskóla. Það var um eitt skeið, sem Lárus öfundaði okkur Latínu- grána, og ef til vill öfundar hann okkur enn. Að vísu er jeg sjálfur enn í mínum ellibarn- dómi, dálítið montinn af mörgu því, sem jeg lærði í latínuskól- anum og kann enn. Hins vegar hefur lífið kennt mjer, að í okkur svonefndu lærðu mönn- um var óþarfa reigingur (sbr. „Reigingsen í Reykjavík") gagnvart Möðruvellingum og Flensborgurum. Jeg lít nú svo á, að okkar þaullestur í Tang (biblíusögur) og Liscó (postul- legri trúarjátningu) og mál- fræðisskak í latínu og grísku í sex ár yrði í rauninni ekki upp á marga fiska á landsvísu hjá flestum okkar. Reynslan hefur sýnt, að tveggja til þriggja ára gagnfræðanámið á Möðruvöll- um — að jeg ekki tali um tveggja ára viðbótanárn við Askov lýðháskóla — hefur orð- ;ð mörgum löndum vorum eins happadrjúgt í hinu praktíska lífi og gamla „lærða námið“. Þannig hafa landinu fóstrast margir skörungar í þjóðmálum og athöfnum, latínu- og grísku- laust. En því má ekki gleyma, að þeir kur na margt fyrir, sem þeir lærðu utanskóla í sveitinni. Þannig gátu þeir flutt með sjer úr föðurgarði verðmætan heima íenginn bagga af verkviti og þjóðlegum fróðleik, sem kom þeim að meira gagni en margt bókvitið. Þetta sýnir saga Lár- usar. Faðir hans Jóhann í Broti, var snildarmaður í mörgum greinum. Hann kenndi syni sín- um margt ágætt, og vil jeg sjer- staklega néfna það, að hann kenndi honum að vefa allskonar vefnað, svo Lárus varð álíka listfengur og kallinn. \ sveit. í nokkur sumur var Lárus kaupamaður á afbragsheimil- um og kynntist þar góðu dugn- aðarfólki og vinnubrögðum þess. Enn fremur vann hann í tvö ár að vegavinnu með ágæt- um verkstjóra. -—■ Einkanlega fannst mjer hann öfundsverður af sumarvistinni á myndarheim ilunum Höfnum, á Skaga, á Einarsstöðum og Halldórsstöð- um í Reykjadal. — Á síðast- nefndum bæjum kynntist harm sveitamenningunni þingeysku, eins og hún var í besta lagi. Þar varð hann gagnkunnugur ýmsu af því gáfnafólki, sem síðar varð þjóðkunnugt fyrir ritstörf og andríki (eins og Sandsbræður, Þirgils Gjallandi, Jónas frá Ilriflu, Hulda Bene- diktsdóttir, Indriði á Fjalli o. fl.). Það var í stuttu máli eina og að koma í annað og betra land, og stórum menntandryað sækja samkomur Þingeyinga og vera gestur í mörgum ágæt- isheimilum þar um sveitir. Þetta er nú orðið of langt hjá mjer og bið jeg afsökunar. En jeg get ekki stillt mig um að biðja lesarann að lesa vel það, sem á 29. bls. stendur um Sig- trygg Guðlogsson (sem þá var að læra undir skóla en nú er alþekktur merkisprestur og mannvinur). í rökkrinu og öðr- um írístundum sýnir hann Lár- usi (sem þá er 9 ára) inn S undraveröld skáldskapar og lista með því að hafa fyrir hon- um kvæði og segja honum þjóð- sögur o. fl. og ekki síst með því að sýna honum ýmsa fim- leika, eins og að fara í gegn- um sjálfan sig, þræða nál sitj- andi á flösku, ganga undir sauð arlegg, kyssa kóngsdóttur og járna Pertu. „Það var dásam- legur maður“, segir Lárus og jeg skil það svo vel, því jeg upplifði svipaða opinberun og vakningu í Odda. Þjóðsögurnar voru gersemi og Lárusi þótti gott gragð að tröllasögum og æfintýrum, en ekki síst Kar.ls- sonunum, sem ekki kunnu að hræðast og voru höfðingja- djarfir eins og Grámann og hann Ullarvindill (sem Bran- þrúður Benonýsdóttir hefur sagt svo skemmtilega frá). Kvenþjóðin. Ennfremur er vert að Jesa vandlega allt, sem höfundur segir um kvenþjóðina, upp frá (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.