Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 8
8 wiORGZJiSBLAÐlff Sunnudagur 19. okt. 1947 fimm mínútna krossgáfan Lárjett: — 1 skríni — 6 eld- færi — 8 fjall — 10 íþrótta- fjelag — 11 lek — 12 eins — 13 fyrir utan — 14 fljótið — 16 stafurinn. Lóðrjett: — 2 hávaði — 3 verkstæði í Rvk. — 4 gras — 5 birtir — 7 gleðjast — 9 fyrir- tæki — 10 snör — 14 tími — 15 frumefni. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 rispa — 6 stó -— 8au — 10 at — 11 kraftur — 12 K.R. — 13 rá — 14 enn — 16 flana. Lóðrjett. — 2 is — 3 stofuna •— 4 pó — 5 lakka — 7 stráð — 9 urr — 10 aur — 14 el — 15 NN. I Klæðskerasaumuð . I | og vetrarúlpa á 12—14 ára I !dreng, er til sölu á Kirkju { teig 18. Sími 3911. ( Borðstofu* I húsgögn 1 Vönduð og vel með far- B | in, úr eik til sölu. Sími I 6846. nunw £ 1 Fólksbíll i I Er kaupandi að nýlegum | fólksbíl. Uppl í síma 6416 I kl. 10—14. Reykjavíkurbrief — MeSai annara orða Framh. af bls. 6 á bresk-bandaríska hernáms- svæðinu vakti að vonum tals- verða athygli, þegar lokaákvörð un hernámsstjórnarinnar var tilkynnt á fimtudag. 682 verk- smiðjur verða rifnar, þar af nálega 500 á hernámssvæði Breta. Þjóðverjar eru óánægðir, en eiga erfitt með að svara rökum hernámsstjórnarinnar: Það er rjettlætiskrafa, að þýska þjóð- in borgi fyrir þjáningarnar og eyðilegginguna, sem hún, und- ir forystu nasista, olli öðrum þjóðum í styrjöldinni. • • OG FLEIRA Aðrar frjettir í vikunni voru eins „spennandi“, en vart jafn athyglisverðar. í Burma berast böndin að U Saw, fyrverandi forsætisráðherra, sem taldi sig- urvonir sínar á stjórnmálasvið inu öllu meiri, tækist sjer að koma andstöðuflokkunum og leiðtogum þeirra fyrir kattar- nef. Hann er sakaður um að hafa staðið fyrir samsærinu í sumar, þegar sjö ráðherrar voru myrtir . . I London skýrir þýskur biskup frá því, að 2000 manns verði mánaðarlega hung urmorða á rússneska hernáms- svæðinu í Þýskalandi .... Og í Rómaborg unnu andstæðingar kommúnista stórsigur í bæjar- stjórnarkosningunum s. 1. sunnu dag. Flokkur De Gasperi tvö- faldaði atkvæðamagn sitt. Merkjasöludapr skáfa er í dag BANDALAG íslenskra skáta efnir til merkjasölu í dag til styrktar starfsemi skáta hjer á landi. Alls eru nú 36 skátafje- lög starfandi víðsvegar um landið og verða merki seld á öllum þeim stöðum í dag. Bandalagið treystir því, að landsmenn bregði vel við og leggi skátunum iið í uppeldis- og menningarstarfi þeirra. Það geta þeir bæði gert með því að kaupa merki í dag og einnig með því að gerast æfifjelagar og greiða kr. 50,00 í eitt skipti íyrir öll. Skrifstofa BlS er í Skátaheimilinu við Hringbraut, sími 6747. Reikelngshald & enclurskcðun Iftjóstræti ð — Sími 3028 Framh. af bls. 7 sem geymd er austur í Moskva, en nú kann að vera flutt til Belgrad eða afrit af henni. — Þessu „númeri“, sem í skírninni hlaut nafnið Einar, hafði verið falið, til samræmingar við starf semi alþjóðasambands kommún- istanna, að halda þeirri kenn- ingu að þjóðinni að það yrði ís- lendingum til bölvunar ef hægt væri að stemma stigu fyrir vax- andi verðbólgu og til minnkun- ar að gerast þáttakandi í fyrir- ætlunum um endurreins Vestur- Evrópuríkja. Sektartilfinningin braust fram í hinum annars orðhvata manni, svo að hann mátti ekki mæla um sinn. Og það sem hann sagði síðar um kvöldið var ekki annað en rugl, saman- hnoðað níð, um meginþorra ís- lensku þjóðarinnar, út af því að hún vill ekki kommúnista, vill ekki harðstjórn, ófrelsi og kúg- un, vill lifa lífi sínu í vináttu og samstarfi við frjálshuga þjóðir heims, en hefur andstyggð á þeim mönnum, er hafa látið skrá sig sem forsvarsmenn ó- frelsis og kúgunar í heiminum, og vinna í alþjóðasambandi, er ætlar að steypa mannkyninu í glötun. Mjög er það líklegt, þó ekk- ert verði að sjálfsögðu um það vitað, með vissu, að bein fyrir- skipun hafi komið um það, að einmitt Einar ætti að flytja til- löguna um andmæli gegn þátt- töku íslendinga í samstarfi vest- rænna þjóða. í spjaldskránni miklu sjeu upplýsingar um það, að hann sje allra íslenskra kommúnista kjaftliprastur þeg- ar mikið liggur við. Enda reynd- ist það svo þetta útvarpskvöld. Því þó frammistaða hans væri aum, þá reyndist enginn af flokksmönnum hans maður til þess, að koma honum til hjálp- ar. Er þó vart hægt að ímynda sjer að samviskubit yfir því, að vera orðnir uppvísir að ánauð- inni austrænu eða sektartilfinn- ing, hafi íþyngt þeim öllum. Því svo hafa menn litið á að þeir eiginleikar sjeu fremur van- þroska hjá sumum þeirra. A móti öllnm þjóð- þrifum. AF ÞVÍ sem gerst hefur með kommúnistum, fjær og nær, undanfarnar vikur er það ljóst svo enginn getur efast lengur: Að íslenskir kommúnistar eru settir til þess að vera með verð- bólgunni og styðja hana af öil- um mætti. Því þeir eiga, sem flokksbræður þeirra vestan Járn tjaldsins, að sporna við allri heilbrigði í atvinnu- og fjár- málalífi þjóðanna. Kommúnistar eru á móti því, að íslenskir sjómenn og útgerð- armenn og þjóðin í heild sinni geti notið markaða í Bretlandi,. af því að markaður þar er nær- tækastur, nothæfastur fyrir þau veiðskip, sem kommúnistar voru meðmæltir að smiðuð yrðu, á meðan þeir ljetust vilja vinna að velferðarmálum þjóðanna yfirleitt. Þeir eru á móti skömmtun þeirri, sem af nauðsyn hefur verið sett á hjer, af því að skömmtunin er einn liður í því, að fjármálalíf þjóðarinnar geti orðið heilbrigt í náinni framtíð. Þeir eru á móti öllu, sem til farsældar horfir, fyrir land og lýð til samræmingar við það starf, sem flokksbræður þeirra vinna um víða veröld. —- Þeir treysta því að þeir geti enn um skeið dulið tilgang sinn, leynt ánauð sína undir hinu austræna oki. En þetta er þeim ekki hægt lengur. Samblástur. Komið hafa fram hugleið- ingar um það í blöðum, hverj- ar orsakir sjeu til þess, að mið stöð hins endurreista kommún- istasambands hafi verið valinn staður í Belgrad. Fróðir menn segja að af því megi marka, hvert meginárás- um einræðisstjórnarinnar aust rænu verði stefnt á næstunni. Belgrad er í leiðinni frá stöðv um Rússastjórnar til Grikk- lands og Ítalíu. Aður en nokkur vitneskja kom út um hina nýju miðstöð kommúnistaflokksins þar syðra, veittu menn því eftirtekt, að gerðar voru ráðstafanir til þess frá hendi kommúnista, að safna ungum áhangendum flokksins suður til Júgóslavíu. Voru hin- ir áhugasömu ungkommúnistar settir þar í vegavinnu. En sú þegnskylduvinna var höfð með . því sniði, að minti á herþjón- ustu. Voru drengir látnir marsj era með skóflur um öxl, sem byssur væru, til og frá vinnu- stöðvum og önnur skrípalæti höfð í frammi. Átti þetta að sameina hugi ungra álitlegra ofbeldismanna, sem líklegir væru til þess að vinna áhuga- málum kommúnista verulegt gagn. Vegavinna o. fl. I sumar ætlaði Þjóðviljinn að rifna af vandlætingu út af því að einhver Sigurður Róberts- son. minnir mig að hann hafi heitið, hafði orðið fyrir ein- hverjum ferðatöfum, á leið sinni til Júgóslavíu í vegavinn- una þar. Var um þetta skrifað í kommúnistablaðið hjer, sem maðurinn hefði því nær orðið af sáluhjálp, ef hann hefði ekki komist á tiltekinn stað þar syðra fyrir ákveðinn tíma. Oðagotið í þessum erindreka verður nú skiljanlegt, þegar vitnast hefir; að þarna var ver- ið að koma á fót nýrri miðstöð fyrir einveldishreyfingu komm únista. Róbertsson fjekk svo tæki- færi til að ganga þar syðra með spaðann um öxl og drekka í sig hinn kommúnistiska áróður. En hvort hann hefir komist lengra suður á bóginn er mjer ekki kunnugt. En haft er fyrir satt að ,,úrval“ sje tekið úr þessum vegavinnusveitum, þeir menn sem reynast nægilega eld heitir í hinni kommúnistisku trú, fái eftir nokkra þjálfun að skreppa suður fyrir landamær- in og komast í skæruliðasveit- irnar, sem „hinir austrænu“ senda flokksmönnum sínum x Grikklandi. En hvar sem Róbertsson nú er niður kominn, þá mun hann og aðrir flokksmenn hans brátt komast að raun um, að slíkir „spaðagosar“ af Balkanskag'a, verða aldrei nein tromp í ís- lenskum stjórnmálum hje.r á eftir. Árni Kristjánsson, píanóleik ari, er kominn heim frá Sví- þjóð, en þar hefir hann dvalið undanfarin ár til að kynna sjer. hljómlist og hljómlistarlíf Svía. Fjekk Árni eins árs leyfi frá kenslustörfum við Tónlistar- skólann, en tekur nú á ný við kennslustörf xm þar. X-9 Effir Roberf Slorm OtCAV, BOTTLES-i BREAK OUT V0UR BONE-^AW... 5AVE THE F00T...lT'LL r /4AKE A &WELL book end ! JmB DEFINITELVl DELAV COULD C05T VOU V0UR LIFE. T V-V0U LÖÖK FAMILIAR, 0UT X CAN'T £POT V0L), 6EHIND THE COU6H-DR0P WHIE-KERS'. THE FOOT •— I REALLV HAVE T0 $HED ITT Copr. 1946, Kinj> Fcaturcs Syndicate, Inc., \tforId riclits rescrvcd Kalli: Hvernig veistu hver jeg er? Maðurinn: löppina á morgun: Kalli: Mjer finnst jeg kannast enginn vafi. Ef við drögum það, getur það kostað Við getum seinna talað um það. Og nú er best að við þig, en jeg þekki þig ekki með þetta skegg. snúa sjer að fætinum. Það er komin blóðeitrun Verð jeg að missa fótinn? Maðurinn: Á því er í hann, Annaðhvort missirðu fótinn í dag eða alla þig lífið. Kalli: Jæja, byrjaðu þá. Þetta mundi líta ágætlega út í skáldsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.