Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. okt. 1947 MORGVISBLAÐIÐ 7 REYKJAVÍKURBRJEF ‘TÍT 1 Tímamót í sögu Komm- únistaflokksins. KOMMÚNISTAFLOKKUR- INN stendur nú á tímamótum. Síðustu vikur hafa verið við- burðaríkif' dagar fyrir þann flokk. Á jeg þar ekki sjerstak- lega við hina fámennu íslensku flokksdeild. Heldur flokkinn í heild sinni. Þann stjórnmála- flokk, sém nær með arma sína um ílest ef ekki öll lönd heims- ins. Reynt hefir verið að leyna því að stórviðburðir hafi gerst ein- mitt nú, með hinni íslensku flokksdeild. Helstu málpípu ís- lenskra kommúmsta hefir að vísu orðið orðfall í fyrsta sinn á ævinni, er hann átti að tala í áhreyrn alþjóðar. Þá brá nýrra við. Málgagn íslensku .kommún- istanna hefir líka nýlega hald- ið því fram með mikilli alvöru, að íslenskur kommúnistaflokk- ur væri ekki til. Hann hefði fyrir nokkrum árum síðan verið lagður niður. Menn brosa að svona fáráðlingshætti. Að vilja ekki kannast við flokk sinn. Halda því fram að flokkur, sem heldur uppi sífeldum gaura- gangi sje þurkaður út af yfir- borði jarðar. Og sú uppgufun hafi gerst með lííilfjörlegri en lítið frumlegri nafnbreytingu. Að vísu má það til sanns veg- ar færa, að íslenskur kommún- istaflokkur sje ekki lengur til. Því flokksdeildin hjer á landi tapar óðum einkennum þess að vera íslensk. Telja má það til tíðinda frá flokki þessum, að hann hefir nú tekið upp þann hátt að nota skjalafals eða skjalastuld í hinni pólitísku baráttu sinni. Þetta er þó ekkert undarlegt. Því annað eins og meira gera ýmsar flokksdeildirnar í öðrum löndum sem fjarlægir þær frá því, er velsæmi kallast í siðuð- um löndum. Hefðu þeir sem Þjóðviljann skrifa ekki notað á undanförn- um missirum svæsnustu ó- kvæðisdrð sem þeir kunna á ís- lensku um andstæðinga sína þá væri viðbúið að Þjóðviljinn hefði verið ennþá skömmóttari uppá síðkastið en áður. En þetta er ekki hægt. Því orðbragðið getur ekki orðið klunnalegra eða klúrara en það hefir verið um langt skeið í pennum Þjóð- viljamanna. Gamalt brjef og nýjar athafnir. STÓRTÍÐINDIN sem gerst hafa innan kommúnistaflokks- ins hafa átt sjer stað langt frá íslandi. Þau áttu upptök sín suð ur í Varsjá. Þar sátu margir háttsottir fiílltrúar kommún- istaflokksins á fundi er safnast höfðu saman úr ýmsum lönd- um álfunnar. Þar voru nokkrir helstu foringjarnir frá Moskva. Þaðan var send út tilkynning um, að nú væri endurreist al- þjóðasamband kommúnista, flokkssambandið, sem Stalin tilkynnti í maí 1943 að lagt yrði niður. Frá því var svo gengið í júní s. á. Hin svonefnda „aiidlátsfregn“ alþjóðasambands kommúnista barst heiminum með brjefi er Stslin skrifaði frjettaritara Reuters í Moskva. Segir Stalin m. a. í brjefi sínu, að upplausn þessa alþjóðasambands hafi m. a. verið ákveðin til þess að afhjúpa þær lygar Hitlerssinna ,,að Moskvastjórnin æalaði sjer að blanda sjer í stjórnmál ann- ara þjóða og hafa áhrif á þær í bolsivistiska átt.“ Ennfremur sagði Stalin í þessu brjefi, að upplausn al- þjóðasambandsins ætti að gera kommúnistum út um lönd auð- veldara að vinna með öðrum flokkum að framfaramálum þjóðanna. Þega rfregnin barst út nú um stofnun hins „nýja“ eða end- urreista sambands, tilkynti út- varpið í Moskva, að þannig væri litið á atburð þenna meðal ráðandi manna þar að hann væri sá merkasti er gerst hefði í stjórnmálunum, síðan Stalin sendi út brjefið sæla í maí 1943 um upplausn sambandsins. Áhrifin. AÐ visu voru menn ekki all- ir jafn sannfærðir um, að upp- lausnarbrjef Stalms vorið 1943 hefði markað skipulagsbreyt- ingu i starfsemi kommúnista- flokksins. Þetta gat verið skrípa leikur, herbragð, til þess að villa á sjer heimildir. Eftir að kommúnistaflokkurinn var ekki lengur opinberlega einn og sami flokkur um allan heim, með sameiginlegri stjórn og steínuskrá, mátti vænta þess, að hinar einstöku flokksdeildir eða dreifðu fylgismenn ættu auð- veldara með að umgangast og vinna með öðrum flokkum og mönnum sem stæðu víðsfjarri kommúnistum og stefnu þeirra í stjórnmálum. Þetta kom líka á daginn. Jafn vel á stöðum svo fjarlægum Moskva sem íslandi. Við næstu kosningar sem háðar voru hjer á landi, eftir að kommúnista- sambandið hafði verið uppleyst í orði kveðnu, með brjefi Stal- ins einræðisherrans, fjekk kommúnistaflokkurinn hjer langtum fleiri atkvæði, en hann nokkru sinni hafði fengið áð- ur. En flokksmennirnir hjer á landi notuðu sjer það frelsi, sem þeir höfðu fengið undan hinum fyrri járnharða folkksaga, til þess að taka þátt í almennum framfaramálum þjóðarinnar. Enda hafa þeir þá kanski ekki þurft á tímabili, að taka eins nákvæmt og auðmjúkt tillit til fyrirskipana frá miðstöðvunum við Volgufljót. Leynistarfsemi KUNNUGUSTU menn starf- semi kommúnistaflokksins full- yrtu þó, er frá leið að „upp- lausnar“ brjefið hefði ekki ver- ið annað en skrípaleikur. Sam- band kommúnistaflokksins hjeldist, og væri með fullu lífi eftir sem áður. Hinar miklu spjaldskrár sem miðstjórn flokksins í Moskva, hefði kom- ið sjer upp, væri enn við lýði. En þar eru allir þeir flokks- menn skráðir með nöfnum, sem unnið hafa í þágu flokksins meira eða minna. Þar eru skráð afrek þeirra allra og hvers megi af þeim vænta. Dulmáls sjerfræðingur rússn esku sendisveitarmnar í Ottawa Gouzenko, skýrði svo frá í rjett arhöldunum út af njósnamál- unum þar véstra. að alþjóða- samband kommúnista væri sífelt með góðu lífi. Þó sam- bandið starfaði ekki lengur op- inberlega. Kommúnistar um gervallan heim lytu stjórn og fyrirskipunum frá miðstjórn- inni i Moskva. Miðstjórnin þar gæti eftir sem áður fyrir- skipað hverjum flokksmanni um víða veröld að framkvæma þau verk sem miðstjórninni þóknaðist, alt eftir því sem hin- um austrænu mónnum þætti heiilavænlegast fyrir landvinn- ingastefnu einvaldsstjórnarinn- ar og sigur hins .austræna lýð ræðis“ sem Islendingar nefna með rjettu harðstjórn og ein- ræði. Stefnubreytingin. í ENSKUM blöðum, sem birt hafa og rætt Stalin-brjefið seg- ir m. a. að þegar miðstjórnin í Moskva hafi nú hætt að láta a|'þjóc9asambandið starfa með leynd, þá verði sú ráðabreytni ekki skilin á annan veg en þann, að nú eigi gagngert að snúa við blaðinu. Að nú eigi kommúnistadeildirnar út um heim ekki lengur að skevta því, eða leitast við, að hafa sam- starf við aðra flokka, eða fást við alménn framfaramál þjóða sinna hver á sínum stað. Enda hefir það ótvírætt verið gefið í skyn að flokksdeildum hins ,,nýja“ sambands sje ætlað að ráðast sjerstaklega að hverjurn þeim stjórnmálaflokki sem iík- legastur sje, til valda og áhrifa með hverri þjóð. Samræming starfsins. í STARFSREGLUM þeim sem hafa nú verið gefnar út fyrir alþjóðasamband kommún- ista, segir m. a. að því sve ætl- að að samræma störf allra flokksdeildanna svo þær vinni allar markvist að hinu sama. í blöðum nágrannaþjóða okk- ar á Norðurlöndum hefir á það verið bent rjettilega, að með þeirri opinberu stefnuskrá hafi kommúnistaflokkar allra landa verið látnir skilja sig útúr öllu samstarfi við alla þá flokka, sem vinna að heill og velferð fósturjarðar sinnar. Því það liggur í augum uppi, að hver sá stjórnmálaflokkur eða flokks- brot, sem undirgengist hefir slíka stefnuskrá, hann verður að jafnaði að láta velferð fóstur- jarðarinnar sitja á hakanum eða jafnvel vinna gegn hagsmunum lands síns og þjóðar hverju sinni sem hann fær boð um það frá yfirmönnum sínum. Á móti endurreisninni. EINSOG mönnum er kunn- ugt, reis stjórn Rússlands upp á afturfótunum þegar það kom til orða að efnt yrði til ráðstefnu i París í sumar, til þess að leitast við að skipuleggja end- urieisn Evrópu eftir hörmung- ar og stórtjón stvrjaldarinnar. Því ráðamennirnir fyrir austan Járntjaldið vilja enga endur- reisn Vestur-Evrópu ríkja. Eftir þeirra áætl. á alt að vera þar í volæði og eymd. Því eftir því sem þjóðirnar i Vestur-Evr- ópu eru þjakaðri, eftir því gera hinir austrænu valdhafar sjer meiri vonir um, að þeir geti áður en langt líður, teygt ein- veldi sitt vestur á Atlantshafs- ströndina. Andstaða hinnar austrænu miðstjórnar kommúnistaflokks ins gegn endurreisn Vestur- Evrópuríkja e raðalstarf hennar og markmið. Síðan sambandið var endurreist með miðstöð í Belgrad er engin leynd vfir því lengur, að starf allra flokks- deildanna verður samræmt, til þess að vinna að þessu skemd- arstarfi. ísland. HLUTVERK kommúnista- flokksins ísl. í þessari alls- herjar skemmdarstarfsemi er ekki mikið frá alþjóðlegu stjón- armiði. Að koma í veg fyrir að þjóðin komist út úr vandræðum verðbólgunnar. Eyðing verð- bólgunnar, er sú endurreisn, sem hjer kemur til greina og sem hinni íslensku kommúnista- deild hefur að sjálfsögðu verið falið að koma í veg fyrir. Kommúnistar hjer á landi vita alveg eins vel eins og aðrir, menn með nokkurn vegin fullu viti, að verðbólgan er hið mesta þjóðarböl og hættulegust fyrir eignalaust verkafólk í hverju landi sem er. . Skilningur kommúnista á þessu máli kemur greinilega í ljós, í svohljóðandi ummælum í málgagni flokksins hjer á landi, „Þjóðviljanum". Þar segir svo 4. sept. 1942: „Fullkomin verðbólga þýðir að allur þjóðarauður færist á hendur þeirra manna, sem eiga framleiðslutækin, jörð eða önn- ur varanleg verðmæti. Allir þeir, sem ekkert eiga af slíkum verð- mætum, verða örsnauðir. Verð- bólgan þýðir tvímælalaust at- vinnuleysi í enn geigvænlegri mynd, en áður hefur þekkst. Verkaménn verða því að taka upp forystuna gegn verðbólg- unni“. Þetta vita Þjóðviljamenn. En þegar þeir fá fyrirskipun um, að styðja verðbólguna, af því að það passar í kram húsbænda þeirra, til samræmingar við stefnuna út um víða veröld, þá er íslenskum kommúnistum sama um hag verkalýðsins, sama um hvert verðmætin safn- ast, sama um þó yfir verkalýð landsins dynji „atvinnuleysi geigvænlegra en áður hefur þekkst". Samkvæmt skipun. ÞEGAR Alþingi kom saman að þessu sinni, ljet Einar Ol- geirsson ekki á sjer standa að lýsa megnri andúð sinni á end- urreisn Vestur-Evrópu og Par- ísarráðstefnunni. — Allt eftir þeirri forskrift, sem allar flokks deildir kommúnista hafa fengið frá miðstöð sinni; sem nú er sett upp í Belgrad. Að sjálfsögðu er það ekkert smámál hvort íslenska þjóðin á að láta sín getið, þegar vest- rænu þjóðirnar koma saman, til þess að ræða um það, hvernig hægt sje að ljetta hungri af þeim þjóðum, sem enn stynja undir áhrifum og eyðileggingp styrjaldarinnar. Eða hvort við íslendingar eigum, eins og kommúnistar vilja, snúa baki við þeim þjóðum, og bíða eftir því, að „hinir góðu kaupmenn'* í Moskva, hirði afurðir okkar, fyrir það verð, sem þeim sýnist. Þess vegna var það ákveðíð, að umræðurnar um svívirðinga tillögu Einars, í garð ríkisstjórn arinnar, yrðu látnar fara fram í alþjóðaráheyrn. Vildi ekki tala. SVO undarlega brá við ,að þegar Einar Olgeirsson heyrði að hann ætti að flytja mótmæli sín gegn þáttöku íslendinga i Parísarráðstefnunni fyrir fram- an hljóðnemann þá varð hann bálvondur. Kommúnistar höfðu þó hvað efíir annað kvartað yíir því, að þeim væri meinað að tala til þjóðarinnar gegnum út- varpið þegar þeim byði svo við að horfa. En í þetta sinn vildi „Fjandmaður viðreisnarinnar“, Einar Olgeirsson, láta sem minnst til sín heyra. Og þegar til kom að hann varð að tala í áheyrn alþjóðar, þá brast hanrv tungutal, vildi ekki mæla. Þegar málbeinið bilar í Einarl Olgeirssyni, þá er bregður nýrra við og má telja til stórtíðinda með kommúnistaflokknum. Á þingfundi á föstudag vildi Einar sýna þingheimi að nú hefði hann aftur tekið á heilum sjer. Nú gæti hann talað. Er hann fjekk orðið, malaði hann það sem eftir var fundartímans, svo ekki komust aðrir að á þeim fundi. Hann var þá að ræða ura flugvallarsamninginn. Eintíma vitleysu. En hljóp síðan í fund- arlokin til Þjóðviljans og Ijet blaðið flytja þá fregn að nú hefði hann loks staðið sig vel. Nú hefði utanríkisráðherrann litlu sem engu getað svarað. En hann Ijet þess ekki getið í blaðinu, að sjálfur hefði hann að þessu sinni talað svo lengi, að aðrir komust ekki að á þeim fundi eftir að hann hafði lokið máli sínu. , Skammaðist sín? Einar Olgeirsson er meðai þeirra íslenskra kommúnista, sem notað hefur sjer einna rpesS af því frjálsræði er flokksmenn Stalins fengu er hann gaf út brjefið sæla í maí 9143. Þar sem hann breiðir yfir nafn og merlct alþjóðabandalagsins og segir kommúnistum út um heim, aÁ nú skuli þeir nota sjer tækifærið til þess að „veiða í landhelg.i" og koma sjer inn undir hjá öðr- um flokkum og vinna ættlönd- um sínum gagn, því nú geti þeir á yfirborðinu verið hvortveggja í senn, kommúnistar og ætt- jarðar vinir. Þegar Einar Olgeirsson á þriðjudagskvöldið 14. okt. var dreginn nauðugur að heita mátti fyrir útvarpstækið, þá var víð- horfið fyrir hann gerbreytt írá því sem áður var. Þá gat hann ekki lengur komið fram sem ættjarðarvinur, eins og hann hefur látist vera um skeið. Þá var hann ekki orðið annað en númer í spjaldskránni miklu, (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.